Fréttablaðið - 11.05.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 11.05.2004, Síða 1
SKOÐANAKÖNNUN Fylgi Sjálfstæðis- flokksins hrapar og Samfylkingin bætir verulega við sig samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Skoðanakönn- unin sýnir að stjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks er kol- fallin en samkvæmt könnuninni fá flokkarnir samanlagt 27 þing- menn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,9 prósenta fylgi ef að- eins eru taldir þeir sem tóku af- stöðu í könnuninni. Athygli vekur að hlutfall þeirra sem tóku af- stöðu er óvenju lágt eða 53,8 pró- sent. Það gefur til kynna að tölu- vert margir stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins segist nú ekki ætla að kjósa flokkinn en heldur ekki einhvern annan flokk. Samkvæmt könnuninni fá sjálf- stæðismenn 18 þingmenn og missa því fjóra. Í skoðanakönnun blaðsins í lok mars mældist Sjálf- stæðisflokkurinn með rúmlega 40 prósenta fylgi og tæplega 32 pró- sent fyrir um tveimur vikum. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 14,7 prósenta fylgi saman- borið við 12,7 fyrir tveimur vik- um. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu níu þingmenn en hefur tólf. Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist nú með 39,1 pró- sents fylgi sem er um fjórum pró- sentum meira en fyrir tveimur vikum. Samkvæmt niðurstöðun- um fengi flokkurinn 25 þingmenn, fimm fleiri en hann hefur í dag. Vinstri grænir mælast nú með 13,3 prósenta fylgi og Frjálslyndi flokkurinn með 5,1%. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? 56,3% tóku af- stöðu. ■ Er til stórkostlegs vansa fyrir Alþingi Allsherjarnefnd afgreiddi fjölmiðlafrumvarpið seint í gærkvöld fyrir aðra umræðu á Alþingi. Nefndin lagði fram breytingartillögur sem gera ráð fyrir að frumvarpið taki gildi eftir tvö ár. ● skoraði með síðustu spyrnu leiksins Sænska knattspyrnan: ▲ SÍÐA 21 Tryggvi með sitt fyrsta mark ● birtust óvænt hjá jay leno Haukur Arnar og Elvar Örn: ▲ SÍÐA 22 15 ára Hafnfirðingar ● og keyrir rútu hjá landsvirkjun Guðrún Árný Karlsdóttir: ▲ SÍÐA 18 Skrifar undir plötusamning MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR VALSMENN MÆTA HAUKUM Valsmenn taka á móti Haukum í öðrum leiknum í úrslitakeppni Remax-deildar karla. Leikurinn verður að Hlíðarenda og hefst klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BLÍÐA Á KLAUSTRI og þar í kring en þungbúnara annars staðar. Milt og þurrt að kalla á landinu. Fer að rigna í kvöld í höfuðborginni og nágrenni. Sjá síðu 6 11. maí 2004 – 128. tölublað – 4. árgangur STENDUR MEÐ RUMSFELD „Þú stendur þig frábærlega,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti við Donald Rums- feld varnarmálaráðherra eftir heimsókn sína í varnarmálaráðuneytið. Sjá síðu 2 ESA SKOÐAR LÖG Eftirlitsstofnun EFTA mun kanna það hvort lög um sparisjóði sem samþykkt voru á Alþingi í febrúar rúmist innan reglna Evrópska efnahags- svæðisins. Sjá síðu 6 ÍBÚALÝÐRÆÐI Á EKKI VIÐ Borgar- yfirvöld í Reykjavík munu ekki verða við áskorunum um að fresta framkvæmdum við færslu Hringbrautar og bera málið undir atkvæði íbúa. Sjá síðu 8 BREYTIR VITNISBURÐI Stefán Aðal- steinn Sigmundsson neitar að hafa tekið þátt í Skeljungsráninu. Hann segist hafa ját- að hlut sinn í ráninu hjá lögreglu í fyrra vegna þrýstings og hótana um gæsluvarð- hald. Sjá síðu 14-15 Pétur Frantzson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Hleypur af stað inn í sumarið ● heilsa 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna: Sjálfstæðisflokkurinn hrapar Fjölmiðlafrumvarpið: 83 prósent eru á móti SKOÐANAKÖNNUN Samkvæmt skoð- anakönnun sem Fréttablaðið gerði í gærkvöld eru 82,8 prósent svar- enda andvíg fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og 17,2 prósent fylgjandi, þegar mið er tekið af þeim sem tóku afstöðu. Hringt var í 800 kjósendur, sem skiptast jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. 11,9 prósent svarenda voru óá- kveðin eða svöruðu ekki. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) frumvarpi Davíðs Oddssonar um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla? ■BIKARINN Á LOFT Á HLÍÐARENDA Fyrirliði Eyjastúlkna, Elísa Sigurðardóttir, lyftir hér Íslandsmeistarabikarnum í handbolta kvenna á Hlíðarenda í gærkvöld. Eyjastúlkur lögðu stöllur sínar í Val, 30–26, í fjórða leik liðanna og 3–1 samanlagt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FJÖLMIÐLAFRUMVARP Allsherjar- nefnd Alþingis afgreiddi fjölmiðla- frumvarp forsætisráðherra úr nefnd á ellefta tímanum í gær- kvöldi, með nokkrum breytingum frá því sem var. Samkvæmt því má markaðsráðandi fyrirtæki í óskyld- um rekstri eiga 5 prósent í fjöl- miðlafyrirtæki. Þetta á þó ekki við ef ársvelta markaðsráðandi fyrir- tækis eða fyrirtækjasamstæðu á síðastliðnu reikningsári eða tólf mánuðum er undir tveimur millj- örðum króna. Lögin öðlast gildi 1. júní 2006 og við gildistöku þeirra skulu þeir sem lögin taka til hafa lagað sig að þeim kröfum sem lögin gera, þar á meðal um eignarhald. Hafi eignarhaldi ekki verið komið í það horf að samrýmast ákvæðum laganna innan tíma- markanna er leyfishafa heimilt að krefjast úrskurðar viðskiptaráð- herra um sölu viðkomandi eignar- hlutar. Þingmenn kváðu sér hljóðs við upphaf útbýtingarfundar á Al- þingi í gærkvöld og gagnrýndi stjórnarandstaðan málsmeðferðina harðlega. „Hér hefur verið framið tilræði við lýðræðið í landinu. Þetta er keyrt af mikilli hörku af allsherjar- nefnd. Ég fullyrði að ekkert stjórn- arfrumvarp hafi fengið aðra eins útreið í umsögnum og þetta frum- varp,“ sagði Bryndís Hlöðversdótt- ir, Samfylkingunni. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, sagðist ekki skilja hvaða nauðir rækju menn til þess að standa að málinu með þeim hætti sem var gert. „Það er verið að troða málinu í gegnum nefndina og rifið þar út og vinnubrögðin frammi fyrir alþjóð þannig að það er til stórkostlegs vansa fyrir þingið. Umsagnarfrest- urinn er svo skammur að það er nánast til málamynda,“ sagði Stein- grímur. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, sagði breytingartillögurnar á eng- an hátt koma til móts við þá gagn- rýni sem frumvarpið hefur hlotið. „Við erum jafn ósáttir við frum- varpið og áður.“ bryndis@frettabladid.is sda@frettabladid.is sjá nánar síðu 2 Úrslit kosninganna Skoðanakönnun 10. 5. ‘04 B D F S U 17,7 33,7 31,0 8,8 13,3 39,1 27,9 14,7 FYLGI FLOKKANNA Í PRÓSENTUM 7,4 5,1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.