Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 10
10 11. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR HVALVEIÐUM MÓTMÆLT Hvalveiðitímabil Norðmanna hófst í gær en meðan á því stendur má drepa 670 hvali. Þessu var mótmælt fyrir framan norska sendiráðið í London þar sem fyrir- sætan Lisa B stillti sér upp frammi fyrir eft- irlíkingu af byssu hvalveiðibáts. Viðræður um skiptingu kolmunnakvóta í hnút: Miklir hagsmunir í húfi KOLMUNNAVEIÐAR Erfið staða er komin upp varðandi skiptingu kolmunnakvóta úr sameiginlegum stofnum Íslands, Noregs, Færeyja og ESB. Í síðstu viku tilkynnti sjávarútvegsstjóri ESB, Franz Fischler, um einhliða aukningu á kvóta ESB-ríkja um 350.000 tonn, eða upp í 750 þúsund tonn. Íslend- ingar og ESB hafa til þessa tak- markað sínar veiðar en Norðmenn og Færeyingar stunda frjálsar veiðar. Kolmunnakvóti Íslendinga í ár er 493 þúsund tonn. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið að stjórnvöld litu málið alvarlegum augum og það væri til vandlegrar skoðunar. „Engin ákvörðun liggur fyrir en það skýrist á næstunni hver okkar viðbrögð verða,“ sagði Ármann. Kolmunnaveiði gengur mjög vel og hafa skip streymt til hafnar síðastu sólarhringa með full- fermi. Að sögn Björgólfs Jóhanns- sonar, forstjóra Síldarvinnslunar, eru miklir hagsmunir í húfi. „Við fylgjumst auðvitað náið með þessu máli. Ef kvóti íslenskra skipa yrði til dæmis aukinn á við ESB-kvótann gæti það þýtt 4 milljarða í auknum útflutnings- verðmætum,“ sagði Björgólfur í samtali við Fréttablaðið. ■ Kerfisbundnar misþyrmingar Pyntingar og misþyrmingar íraskra fanga eru hluti skipulegs ferlis í fangelsum, segir í skýrslu Alþjóða rauða krossins. Talið er að allt að níu af hverjum tíu sem hafa verið handteknir hafi ekkert til saka unnið. – hefur þú séð DV í dag? Blaðamenn í Tyrklandi ástfangnir af Jónsa Innbrot í Reykjavík: Þvotti stolið úr sameign LÖGREGLA Fjölmörg innbrot voru í Reykjavík í gær. Brotist var inn í skrifstofu Geð- hjálpar þar sem skrifborðsskúffa var spennt upp og matarmiðum að upphæð 17 þúsund krónur stolið. Bíleigandi saknar geislaspilara sem stolið var úr bíl hans. Gluggi á íþróttahúsi á Fylkisvegi var spennt- ur upp og peningakistli með 13.500 krónum stolið. Brotist var inn í þvottahús í Safamýri og þvotti úr sameign stolið. Einnig var brotist inn í fyrirtæki á Sólvallagötu og tvær borvélar og kíkir tekin ófrjálsri hendi. Lögreglan í Reykja- vík rannsakar málin. ■ REYNA EKKI BRJÓSTAGJÖF Nær þriðjungur breskra mæðra hefur aldrei reynt að gefa börnum sínum brjóstamjólk, sam- kvæmt nýrri könnun sem var gerð fyrir breska heilbrigðis- ráðuneytið. Fimmtungur kvenna á aldrinum sextán til 24 ára telur brjóstagjöf slæma fyrir vöxtinn. VILL LENGRI FREST Milorad Lukovic, sem ákærður er fyrir að skipuleggja morðið á Zoran Djindjic, fyrrum forsætisráðherra Serbíu, hefur farið fram á 45 daga frest til að undirbúa málsvörn sína. Lukovic hafði verið á flótta í fjórt- án mánuði þegar hann gaf sig fram við lögreglu í síðustu viku. MÓTMÆLIN BÚIN Nær þriggja ára samfelldum mótmælum Brian Haw við breska þinghúsið lauk á sunnu- dag þegar hann var handtekinn. Haw sló þar upp búðum í júní 2001 til að mótmæla loftárásum á Írak. Þegar svæðið var rýmt á sunnudag vegna gruns um að sprengju hefði verið komið fyrir neitaði hann að færa sig og var kærður fyrir árás á lögreglumann. ■ EVRÓPA ÁTÖK UM KOLMUNNAKVÓTA Vel fór á með þeim Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Franz Fischler, sjávar- útvegsstjóra ESB, þegar sá síðarnefndi kom í heimsókn hingað til lands sl. sumar. ESB hefur nú með einhliða ákvörðun aukið aflaheimildir sínar í kolmunna um 90%. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L GENF, AP Pyntingar, misþyrmingar og svívirðingar íraskra fanga sem haldið er af Bandaríkjamönnum eru ekki einangruð tilvik sem ein- stakir hermenn hafa gert sig seka um heldur hluti af kerfisbundnum vinnuaðferðum í fangelsum Bandaríkjanna. Þetta er mat Al- þjóða rauða krossins eins og það kemur fram í skýrslu sem sam- tökin komu á framfæri við Banda- ríkjastjórn í febrúar og banda- ríska dagblaðið Wall Street Journal komst yfir og birti. „Um var að ræða útbreitt mynstur, ekki einstök tilvik. Þarna var mynstur og kerfi,“ sagði Pierre Kraehenbuehl, aðgerðast jór i Alþjóða rauða krossins. Þar sagði hann að líta mætti svo á að hernámsliðin hefðu lagt bless- un sína yfir mis- þyrmingarnar vegna þess hversu víða þær hefðu tíðkast. Bandarískir ráðamenn hafa keppst við að lýsa því yfir að mis- þyrmingarnar væru verk ein- stakra hermanna sem hefðu geng- ið of langt. Skýrsla Alþjóða rauða krossins bendir til annars. Í skýrslunni segir að sönnunar- gögn hafi fundist sem styðji ásak- anir fanga um að þeir hafi sætt pyntingum meðan á handtöku, varðhaldi og yfirheyrslu stóð. Þar tiltekur Rauði krossinn brunasár, marbletti og önnur meiðsli. Venjulega fór svo að misþyrming- unum linnti eftir að yfirheyrslum lauk og fangar voru fluttir í hefð- bundin fangelsi. Sumar pynting- arnar megi leggja að jöfnu við pyntingar. „Þessar aðferðir líkamlegra og sálrænna þvingana notaði leyni- þjónusta hersins með kerfis- bundnum hætti til að fá játningar og ná fram upplýsingum og ann- ars konar samvinnu frá einstak- lingum sem höfðu verið handtekn- ir vegna meintra brota eða vegna þess að þeir voru taldir búa yfir mikilvægum upplýsingum,“ segir í skýrslunni. Flestir voru handteknir að næturlagi. Brotist var inn í íbúð- ir, íbúar vaktir með látum og öskrað á þá að koma sér öllum fyrir í einu herbergi. Á meðan leituðu hermenn í húsinu, brutu hurðir, húsgögn og aðrar eigur fólks. Stundum voru allir karl- menn handteknir að sögn skýrsluhöfunda, sem segja að allt að 90 prósent fanga hafi ekk- ert brotið af sér. ■ Böndin beinast að manninum sem á að leysa vandann: Lærðu af Guantanamo ÍRAK Svo kann að vera að maður- inn sem sendur var til Íraks til að kippa málum í lag eftir að mis- þyrmingar fanga urðu opinberar hafi átt þátt í að koma málum svo fyrir að misþyrmingar fanga urðu jafn útbreiddar og kerfisbundnar og margt bendir til. Bandaríska dagblaðið The Washington Post fjallar í ítar- legu máli um misþyrmingar fanga í greinaflokki sem birtist þessa dagana. Þar kemur fram að skömmu eftir komu Geoffrey D. Miller hershöfðingja til Íraks síðasta haust voru teknar upp nýjar yfirheyrsluaðferðir í Abu Ghraib-fangelsinu. Miller, sem stjórnaði fangabúðunum í Guan- tanamo á Kúbu, mælti með því að herlögreglumenn sem gættu fanga fengju það hlutverk að undirbúa fangana fyrir yfir- heyrslu. Í kjölfarið færðist stjórn fangelsisins í meiri mæli á hendur þeirra sem yfirheyrðu fangana. Það er eftir þær breyt- ingar sem flestar myndirnar eru teknar sem sýna misþyrmingar og pyntingar fanga. Miller sagði meðal annars að á Guantanamo hefðu menn lært að það hamlaði upplýsingaöflun ef fangaverðir og yfirheyrendur ynnu ekki vel saman. Miller neitaði því á dögunum að hafa lagt til að herlögreglumenn tækju þátt í yfirheyrslum. Í skýrslu sem tekin var saman fyrir herinn um misþyrmingar er hins vegar ítrekað vísað til ráðgjafar hans. ■ VÖRÐUR VIÐ ABU GHRAIB-FANGELSIÐ Fangelsið var byggt fyrir 4.800 fanga en hefur hýst 7-8.000 fanga undanfarna mánuði. ÓGNAÐ MEÐ HUNDUM Misþyrmingar og pyntingar í Abu Ghraib taka á sig ýmsar myndir. Þessi fangi var neyddur til að afklæðast og honum síðan ógnað með hundum. SETIÐ Á FANGA Þessi fangi var látinn leggjast á sjúkrabörur, aðrar settar ofan á hann og síðan settist hermaður ofan á hann. „Um var að ræða útbreitt mynstur, ekki einstök tilvik. Þarna var mynstur og kerfi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.