Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 12
Fjárfestingar Baugs í þekktumsmásölukeðjum vekja sífellt meiri athygli. Um helgina birtist heilsíðugrein í The Sunday Times, þar sem kastljósinu er beint að Baugi og fjárfestingu fyrirtæk- isins á smásölumarkaði í Bret- landi. Kveikjan að greininni nú er að Baugur er ásamt fjárfestum að ganga frá samningum um kaup á skartgripakeðjunni Goldsmiths fyrir tæpa fimmtán milljarða króna. Blaðamenn The Times, Matthew Goodman og Hildur Helga Sigurðardóttir, lýsa útsýni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar frá skrifstofum Baugs í New Bond Street í London. Við götuna eru mörg af þekktustu merkjum sér- vöruverslunar; Armani, Mulberry og Smythson of Bond Street eru handan götunnar. Neðar í götunni eru Calvin Klein, Dolce & Gabbana og Donna Karan svo eitt- hvað sé nefnt. Í greininni segir að forstjóri Baugs þurfi ekki að líta öfundar- augum út um gluggann. Sjálfur hafi hann látið hraustlega að sér kveða í kaupum á sérvöruverslun- um í Bretlandi. Áhugi Baugs hækkar hluta- bréfin Heilsíðugreinin í The Sunday Times fjallar öðrum þræði um uppkaup fjárfesta á fyrirtækjum í breskri smásöluverslun. Áherslan er hins vegar öll á Jón Ásgeir og Baug. Aðrir breskir fjölmiðlar fjalla einnig mikið um kaupin á Goldmiths. Heilsíðuumfjöllun í Sunday Times er mikil auglýsing fyrir Baug og fjárfestingar fyrirtækisins í Bretlandi og stað- festing þess að athafnir þess séu farnar að vekja verulega athygli í London. Það eitt að Baugur fjár- festi í skráðu fyrirtæki hækkar verðið á markaði. Jón Ásgeir hef- ur að undanförnu lagt áherslu á kaup með stjórnendum fyrir- tækja sem hann treystir til að ná góðum árangri í rekstri þeirra. Baugur lítur á það sem hlutverk sitt að styðja við vöxt og útrás þessara fyrirtækja og reiða sig á þekkingu stjórnendanna á eðli hverrar verslunar fyrir sig. Kaupin á Goldsmiths hafa vakið mikla athygli og frétt um þau birst í öllum helstu fjölmiðlum í Bret- landi. Umfjöllun The Sunday Times er viðamikil og ekki fordæmi fyrir því að íslenskt fyrirtæki vekji við- líka athygli í Bretlandi. Vandinn heima The Sunday Times segir smæð íslensks markaðar ekki samrým- ast metnaði stjórnenda Baugs. 12 11. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR VILJA HITTA ÁSTVINI Írösk kona og barn hennar biðu voru í hópi fólks sem beið fyrir utan Abu Ghraib- fangelsið. Hundruð söfnuðust þar saman til að krefjast þess að fá að hitta ástvini sína sem er haldið þar. Myndir sem sýna föngum misþyrmt hafa valdið ugg meðal ættingja þeirra sem sitja í fangelsinu. SKIPULAG Borgaryfirvöld hafa sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun vegna mats á um- hverfisáhrifum landfyllinga við Gufunes. Fyrirhugað er að gera landfyll- ingar á tveimur stöðum við Gufu- nes. Annars vegar 34 hektara landfyllingu við vestanvert nesið og hins vegar 12 hektara fyllingu út frá norðanverðu Gufunesi út í Eiðsvík. Samkvæmt gildandi aðal- skipulagi er gert ráð fyrir þéttri og hárri blandaðri byggð við Gufunes með um 7.500 til 9.000 íbúum. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær framkvæmdir á svæðinu hefjast en í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að uppbygging þar hefj- ist á árunum 2006 til 2012. Tíma- setningin er háð uppbyggingu fyrsta áfanga Sundabrautar. Borgaryfirvöld gera ráð fyrir því að mannvirki Áburðarverk- smiðjunnar verði rifin áður en uppbygging íbúðahverfis hefst, en starfsemi verksmiðjunnar hef- ur verið hætt. Flokkunarstöð Sorpu er einnig á svæðinu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að flytja hana. Almenningur getur sent Skipu- lagsstofnun athugasemdir vegna fyrirhugaðra framkvæmda. At- hugasemdirnar verða að berast fyrir 22. maí, en stofnunin mun taka ákvörðun um matsáætlunina 7. júní. ■ ■ Asía N‡tt símanúmer Sjóvá-Almennar eru í eigu Íslandsbanka. Um lei› og vi› óskum vi›skiptavinum okkar og landsmönnum öllum gle›ilegs sumars viljum vi› kynna n‡tt símanúmer félagsins: .440 2000 Tjónanúmeri› er 800 7112. Njóttu lífsins – áhyggjulaus Ungir framsóknarmenn: Mótmæla frumvarpi FJÖLMIÐLAFRUMVARP Stjórn félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður mótmælir frum- varpi Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum. Í tilkynningu frá stjórninni segir að ákvæði um að markaðs- ráðandi aðilum skuli með öllu bannað að eiga hlut í ljósvaka- miðlum gangi of langt. Það setji fjármögnun slíkra miðla í upp- nám. Enn fremur telur stjórnin óeðlilegt að stytta starfsleyfi starfandi fjölmiðla með bráða- birgðaákvæði um niðurfellingu leyfa að tveimur árum liðnum. Það geti leitt til skaðabóta- greiðslna frá ríkissjóði vegna ólöglegrar eignaupptöku. Stjórnin skorar á Alþingi að samþykkja ekki þetta frumvarp óbreytt. ■ 47 HANDTEKNIR Kínverska lög- reglan hefur handtekið 47 ein- staklinga sem eru grunaðir um að hafa framleitt eða selt þurrmjólk sem er talin hafa leitt til dauða tuga barna. Þurrmjólkin innihélt nær engin næringarefni. ALLT OF MARGIR KARLAR Ein helsta hættan sem steðjar að kín- versku samfélagi er ójafnvægi í fæðingum drengja og stúlkna, að sögn kínverskra stjórnvalda. Zhang Weiqing, ráðherra sem fer með fólksfjöldamál, sagði þetta geta leitt til aukinna félagslegra vandamála og glæpa. Samkvæmt skrám fæðast 117 drengir fyrir hverjar hundrað stúlkur. Mat á umhverfisáhrifum við Gufunes: Íbúðabyggð á landfyllingum FYRIRHUGUÐ LANDFYLLING Alls er gert ráð fyrir 46 hektara landfyllingu við Gufunes. Sækja gull í greipar Breta Kaup Baugs á verslanakeðjunni Goldsmiths í Bretlandi vekja mikla athygli og hefur fréttin birst í öllum helstu fjölmiðlum landsins. The Sunday Times birti ítarlega frétt um kaupin og auk þess heilsíðugrein um Baug og þróunina á breskum sérvörumarkaði. HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING SKRIFAR UM MIKINN ÁHUGA BRESKRA FJÖLMIÐLA Á BAUGI OG FJÁRFESTINGUM ÞEIRRA Í BRESKUM VERSLUNAR- FYRIRTÆKJUM. MIKIL ATHYGLI Fjárfestingar Baugs í Bretlandi vekja sífellt meiri athygli þar í landi. The Sunday Times fjall- aði ítarlega um Baug í viðskiptakálfi sínum. Slík umfjöllun í stórblaði eins og The Sunday Times er enginn hversdagsviðburður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.