Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 30
11. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR www.sveit.is s: 570 2790 ævintýraheimur 2. - 16. september, fararstjóri Kristín Sörladóttir 3. - 17. september, fararstjóri Magnús Björnsson Verð 258.000 kr. á mann í tvíbýli. Allt innifalið!! Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.sveit.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Ferðakynning KÖ HÖ N N U N /P M C Hótel Sögu þriðjud. 11. maí kl. 20 Ætlar að giftast 100 sinnum Indverskur maður sem er frægurfyrir að hafa gift sig 90 sinnum segist staðráðinn í því að giftast tíu konum til viðbótar. Hann segir að hann langi til þess að klára „kven- hundrað“ sitt. Udaynath Dakshiniray, sem er 80 ára gamall, segist þegar hafa fengið 9 nýleg giftingartilboð frá erlendum konum. Þrjár þeirra eru bandarískar, þrjár japanskar, tvær ungverskar og ein þýsk. Dakshiniray er af ríku fólki kominn og erfði slatta af landi. Brúðir hans hafa flestar verið fá- tækar, fyrir giftingu, og hefur hann náð að lokka þær til sín með loforð- um um landareignir. Fyrsti skilnaður hans átti sér stað þegar hann var ungur en þá vildi brúðurin flytjast í annan bæ en hann ekki. Dakshiniray varð víst mjög pirraður á kvenfólki og sór þess eið að giftast að minnsta kosti 100 konum. Hann á núna 29 börn og býr með einni konunni, Mira, og tveimur sonum þeirra. „Ég er ekki að þessu til þess að koma nafninu mínu í heimsmeta- bækurnar,“ sagði maðurinn í viðtali við The Asian Age. „Ég er í upp- reisn gegn samfélaginu. Það er litið niður á ógifta í okkar samfélagi, þess vegna giftist ég þeim til að þær geti komist yfir þá þröskulda sem annars myndu hindra þær. Auk þess losar þetta þær við áreitni. Ég átti hvort eð er 400 ekrur af landi sem mig langaði til þess að dreifa til fátækra kvenna með því að giftast þeim.“ ■ HAUKUR ARNAR OG ELVAR ÖRN Eru báðir 15 ára Hafnfirðingar. Haukur er í Víðistaðaskóla en Elvar Örn í Lækjarskóla. Íslenskt mynd- skeið í Jay Leno Það brá mörgum í brún við aðsjá íslenskt myndskeið í þætti Jay Leno á miðvikudaginn í síð- ustu viku. Það var reyndar kynnt sem hollenskt en þar sást hvar Haukur Arnar tilkynnti myndvél- inni á íslensku að Elli félagi sinn væri sofandi og að hann ætlaði að- eins að stríða honum. Hann læðist að rúminu þar sem Elli liggur og leggur borð yfir efri hluta hans. Því næst öskrar hann í eyrað á honum með þeim afleiðingum að Elli hrekkur upp við og rekur höf- uðið upp í borðið, mjög harkalega. „Við vorum búnir að vera að flippa heima hjá mér alla nóttina til fjögur og ég var orðinn þreytt- ur og fór að sofa,“ segir Elvar Örn Rúnarsson, fórnarlambið sem milljónir manna sáu vakna með látum í þætti Jay Leno. „Þá gerði hann þetta og tók upp á litla myndavél. Við settum myndskeiðið inn á huga.is fyrir fjórum mánuðum síðan og svo rataði þetta í þáttinn hans. Þeir fundu þetta á hollenskri síðu.“ Strákarnir sendu þættinum tölvupóst þar sem þeir leiðréttu misskilninginn og sögðu frá því að myndskeiðið væri íslenskt. Þeim hefur ekki enn borist svar. Fyrir þáttinn gerði Skjár einn auglýsingu þar sem spurt var „Hver er Elli?“. Af þessu frétti hann og því var hann við tækið þegar þátturinn var sýndur. „Ég sat uppi í rúmi heima hjá mér þegar ég sá þetta. Eftir á hringdu margir í mig og sögðust hafa séð þetta. Það sáu þetta all- ir. Meira að segja kennararnir í skólanum þekktu okkur. Það er ennþá verið að spyrja mig út í þetta. Myndskeiðið hafði verið mjög vinsælt á huga.is, þannig að fólk þekkti það fyrir,“ segir Elli að lokum. Hann og félagar hans kalla sig Háhraða og þeir eiga víst fleiri svona myndskeið sem hugsanlega verða gerð aðgengileg á huga.is. Áhugasamir geta séð mynd- skeiðið úr Jay Leno, með kynn- ingu hans og viðbrögðum áhorf- enda, með því að fara inn á „fyndnar klippur“ á slóðinni hugi.is. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN GIFTINGAR ■ Indverskur maður sem hefur gifst 90 sinnum er staðráðinn í því að giftast tíu konum til viðbótar. SJÓNVARP HÁHRAÐI ■ Myndskeið sem félagarnir Haukur Arnar og Elvar Örn, sem eru báðir 15 ára, settu á netið rataði í spjallþátt Jay Leno. 100 GIFTINGAR Dakshiniray ætti að kunna að halda al- mennilega giftingarveislu, enda hefur hann þegar gifst 90 konum um ævina. JAY LENO Brandarakallinn skemmti milljónum bandarískra sjónvarpsáhorfenda á dögunum þegar hann sýndi stutt myndskeið sem ungir Hafnfirðingar höfðu búið til og sett á Netið. Leno kynnti þá að vísu sem Hollendinga en honum hefur verið send leiðrétting.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.