Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 32
24 11. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR ALICIA KEYS Hún var glæsileg að vanda, Alicia Keys, þegar hún tók lagið á góðgerðartónleik- um bresku krúnunnar í Earls Court í London á sunnudag. PONDUS eftir Frode Øverli FRÉTTIR AF FÓLKI Leikkonan Britt Ekland varekki ánægð þegar hún frétti af því að leikkonan Charlize Theron hefði verið ráðin til þess að leika sig í vænt- anlegri kvikmynd um ævi leikarans Peter Sellers. Sænska leikkonan segir Theron vera allt of hávaxna til þess að leika sig, auk þess sem hún sé 28 ára gömul. Ekland var 20 ára þegar hún kynntist Sell- ers. Samkvæmt nýjum gögnum semlögfræðingar upptökustjórans Phil Spector komu til fjölmiðla er hugsanlegt að leikkonan Lana Clarkson hafi orðið sjálfri sér að bana. Skýrsla líkskoðara sýnir að það sé mögulegt að það hafi ekki verið Spector sem tók í gikkinn þegar Lana var með hlaup byss- unnar í munni sér. Saksóknarar í málinu ætla að láta bílstjóra Spect- or vitna gegn honum. Spector á að hafa sagt við hann, nokkrum mín- útum eftir skotið, að hann héldi að hann hefði drepið manneskju. Gamalkunnir taktar TÓNLIST Brasilíumaðurinn Max Cavalera hefur löngum verið mik- ils metinn í þungarokksbransan- um. Hann sló rækilega í gegn sem aðaldriffjöður hljómsveitarinnar Sepultura sem sendi frá sér hverja snilldarskífuna á fætur annarri. Nægir þar að nefna Roots, sem þykir tímamótaverk í rokksögunni. Árið 1996 fór allt í háaloft í sveitinni, sem gerði það að verkum að Max sagði skilið við bandið og stofnaði Soulfly. Soulfly hefur verið iðin við kol- ann í útgáfumálum og er Proph- ecy fjórða breiðskífa hennar á 6 árum. Misvel hefur Soulfly-mönn- um gengið hingað til en ná hér að toppa sín fyrri verk. Platan er frá upphafi til enda alveg ágæt, gamalkunnir Sepultura-taktar heyrast hér og þar og Max sýnir beitta frammistöðu. Það sem væri einna helst hægt að tuða yfir er það að Max hefur lítið sem ekkert þróast frá Sepultura-hljómnum og Prophecy hefði þess vegna getað verið gefin út fyrir 10 árum síðan og sómað sér vel sem ein af plöt- um Sepultura. Hins vegar vill svo skemmtilega til að eyru þess sem þetta skrifar eru ansi veik fyrir títtnefndri hljómsveit og ég upp- lifi því ansi margt við að hlusta á Max og félaga leggja allt í sölurn- ar á Prophecy. Lög eins og Execution Style (hefði alveg eins getað verið af Beneath the Remains eða Chaos A.D.), Mars (þar sem Mark Rizzo fer á kostum á flamenco-gítar) og Moses (með áður óþekktum reggí- fíling) kveiktu töluvert í gömlum Sepultura-taugum og þó svo að Max sé fastur í fortíðinni hvað tónlistina snertir þá er hann full- fær um þetta ennþá. Hins vegar er stórmunur á Spur Cola og Coke. Sem þýðir einfaldlega; Í Sepultura með þig aftur, drengur! En hvað um það, fín plata. Smári Jósepsson SOULFLY: Prophecy Jamm, þá er búið að pússa Elsu og Günther saman! Já, gaman að sjá mömmu svona glaða... Kannski finnur þú bráðum þá réttu, Jói! Kannski það! Slepptu, ég þarf bara á klósettið! Alveg satt! ÞÁ RÉTTU, Jói!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.