Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 34
11. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR26 DREKAFJÖLL kl. 4 og 6.30 ísl tal SCOOBY DOO 2 kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI SCOOBY DOO 2 kl. 6 M. ENSKU TALI TIMELINE kl. 8 og 10.10 B.i. 12 CONF. OF A TEEN DR. kl. 4, 6, 8 og 10.10 kl. 8CHASING LIBERTYTAKING LIVES kl. 10.20 B.i. 16 NED KELLY KL. 8 OG 10.15 B.i. 16 SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 5.40 og 8 50 FIRST DATES kl. 3.40, 5.50, 8, og 10.15 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 HIDALGO kl. 8 og 10.30 B.i. 12HIGHWAY MEN kl. 8 og 10 PÉTUR PAN kl. 3.40 og 5.50 M/ÍSL. TALI Fór beint á toppinn í USA! R&B tónlist og ótrúleg dansatriði! SÝND kl. 10.30 B.i. 16SÝND kl. 4, 5.20, 8 og 10.30 B.i. 12 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.20, 8 og 10.30 B.i. 16 HIDALGO kl. 6 og 8.30 B.i. 12 SÝND kl. 5.10, 8 og 10.50 B.i. 12 SÝND Í LÚX. VIP kl. 5.10, 8 og 10.50 B.i. 16 HHH H.L. Mbl. SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 16SÝND kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 HHH Robert Ebert Chicago Sun Van Helsing er alvöru sumarpoopkornssmellur sem stendur fyllilega undir væntingum. HHH Robert Ebert Chicago Sun HHH1/2 Skonrokk HHH1/2 HL, Mbl BAFTA verðlaunin: Besta breska myndin Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ SÖNN SAGA HHHH ÓÖH, DV „Þetta er stórkostlegt meistaraverk“ „Án efa ein besta myndin í bíó í dag.“ KD, Fréttablaðið Van Helsing er alvöru sumarpoopkornssmellur sem stendur fyllilega undir væntingum. Fyrsta stórmynd sumarsins HHHHH „Gargandi snilld!“ ÞÞ FBL HHH1/2 „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL HHHHH „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV HHH Skonrokk HHHH HP kvikmyndir.com Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar Mjódd - Sími 557 5900 VORDAGAR Í FRÖKEN JÚLÍU FULL BÚÐ AF NÝJUM OG SPENNANDI SUMARFATNAÐI. SJÓN ER SÖGU RÍKARI VERIÐ VELKO MNAR Á VOR DAGA . ÝMIS TILBOÐ Háhraða internet næstum hvar sem er KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ, ÞAÐ BORGAR SIG! EKKERT VANDAMÁL EKKERT ADSL? tækni SÍ‹UMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS KVIKMYNDIR Drakúla greifi er kominn á kreik í kvikmyndahúsum eina ferðina enn nú í sumar- stórmyndinni Van Helsing. Blóðsugur, eða öllu heldur óttinn við þær, hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda en Drakúla eins og við þekkjum hann kom fyrst fram á sjónarsviðið laust fyrir þarsíðustu aldamót. Rætur hans liggja þó aðeins dýpra en það voru rómantísku skáldin sem ruddu honum braut og fluttu blóðsugurnar og fleiri kvik- indi þjóðsagna og munnmæla yfir í bókmenntirnar og gáfu þeim þann ómótstæðilega kraft sem enn held- ur í þeim lífinu. Það er ekki ofsög- um sagt að Byron lávarður og vinir hans Percy og Mary Shelley hafi kynnt umheiminn, bókmenntirnar og síðar kvikmyndirnar fyrir blóðsugunni og vanskapnaði brjál- aða vísindamannsins eins og við þekkjum þær skepnur enn þann dag í dag. Byron sjálfur er af mörgum tal- inn frumgerð Drakúla en áður en hann kom til sögunnar var vam- píran frekar ókræsileg, drullug og kafloðin skepna sem nærðist á blóði fólks. Byron var aðalsmaður, glæsimenni og kvennagull en spilltur og eins og ein ástkona hans orðaði það „mad, bad and dangerous to know“, eða bara „brjálaður, vondur og hættuleg- ur“. Þarna má segja að Drakúla sé kominn holdi klæddur, aðalborinn útlagi sem kallaði ógæfu yfir sjálfan sig og aðra. Það var sumarið 1816 sem Byron, Shelley og hin unga eigin- kona hans Mary dvöldu ásamt fleira fólki við Genfarvatn og á drungalegu kvöldu sammæltust þau um að gera hvert sína draugasöguna. Þessum fundi hafa verið gerð skil í bíómyndum á borð við Gothic og Haunted Sum- mer og segja má að þessi samn- ingur skáldanna hafi verið jafn mikilvægur fyrir afþreyingar- menninguna og hryllingsmynd- irnar og ákvörðun Wordsworth og Coleridge um að leggja í púkk í Lyrical Ballads var fyrir ljóðlist- ina. Þetta kvöld urðu nefnilega til kynþokkafulla blóðsugan og óskapnaður Frankensteins, eins og við þekkjum þessi fyrirbæri í dag. Skáldin áttuðu sig á seiðmögn- uðu eðli blóðsugunnar og sjálfsagt hefði rafmagnsljósið og upplýs- ingin orðið til þess að drepa blóðsuguna ef hún hefði ekki tek- ið þessum stakkaskiptum og orðið ódrepandi kyntröll. Stoker gerir þannig markvisst út á kynlífið í bók sinni frá 1897 og það þarf ekki fjörugt ímyndun- arafl til að lesa gróft klám út úr sögunni, sem var skrifuð á tepru- legum Viktoríutímanum. Bitið og aðdragandi þess er vitaskuld ekkert nema forleikur og samfarir og til þess að sú jafna gangi upp þarf aðeins að skipta einum lifandi vökva, blóði, út fyr- ir annan, sæði. Þá er hægur vandi að túlka vampírisman og smitið sem bit vampírunnar felur í sér sem kynsjúkdóm. Líklega eru það þessar leyniperversjónir og kynorka blóðsugunnar sem hafa haldið henni lifandi í gegnum síð- ustu tvær aldir, frekar en blóð- drykkjan, eða öfugt þar sem kyn- líf og bit eru eitt og hið sama. thorarinn@frettabladid.is CHRISTOPHER LEE Hinn eini sanni Drakúla. Hann er illskan holdi klædd en samt er eitthvað ómót- stæðilegt við hann. Karlar öfunda hann og óttast og vildu sjálfsagt gefa nokkra lítra af blóði fyrir að fá að vera hann enda stenst engin kona augnaráðið, röddina, kyntöfrana og hvítar tennurnar. Vígtennta kyntröllið Verkföll og sprengjuótti í Cannes KVIKMYNDIR Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst á miðvikudaginn en hún er haldin í 57. sinn í ár. Tölvu- teiknimyndin Shrek 2 og japanska myndin Innocence verða opnunar- myndir hátíðarinnar, sem að þessu sinni er haldin í skugga verkfalla og ótta við hryðjuverk. Verkamenn sem koma að hátíð- arhöldunum hafa verið í verkfalli síðan í ágúst árið 2003 þegar bóta- réttindi þeirra voru skert verulega en framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar, Dominique Cayla, segist þó ekki óttast að verkfallið muni skyggja á gleðina. „Það er engin hætta á að hátíð- inni verði aflýst enda eru verk- fallsmenn jákvæðir í okkar garð og vita að við höfum fullan skilning á kröfum þeirra og stöndum með þeim.“ Verkfallsmenn hafa þó boð- að einhver mótmæli dagana sem hátíðin stendur yfir en skipuleggj- endurnir hvika þó hvergi. Hryðjuverkaárásin í Madríd fyrir tveimur mánuðum hefur einnig varpað skugga á hátíðar- höldin og öll öryggisgæsla í Cannes hefur verið hert til muna. Þannig verða rúmlega 1.000 lögreglumenn á vakt á hátíðinni en Dominique segir að þessar hertu aðgerðir muni ekki eyðileggja gleðina. ■ ALLT KLÁRT Kvikmyndahátíðin árlega sem kennd er við Cannes hefst á miðvikudaginn hvað sem taut- ar og raular en einhverjir óttast að hryðjuverkaótti og verkföll geti spillt gleðinni að þessu sinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.