Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 1
▲ Jón Ólafsson fór út undir heim- skautsbaug til þess að halda út- gáfutónleika. Fréttablaðið sigldi með honum til Grímseyjar og fylgdist með. Jón í Grímsey SÍÐUR 24 & 25▲ Fólk sem keppir í öllu mögulegu MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 28 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR LANDSBYGGÐIN LIFI Ný samtök er berjast vilja fyrir eflingu byggðar um land allt halda kynningarfund í félagsmiðstöð- inni Óðali í Borgarnesi í dag kl. 14. Fjöl- margir halda erindi og fundurinn er öll- um opinn. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 9. maí 2004 – 126. tölublað – 4. árgangur FJÖLMIÐLALÖG Meirihluti allsherj- arnefndar hafnaði í gær ósk minnihlutans um að óska eftir lögfræðiáliti frá Evrópuréttar- stofnun Háskólans í Reykjavík og Lagastofnun Háskóla Íslands. „Ég tel umtalsverðar líkur á því að í núverandi mynd rekist ákveðin atriði í frumvarpinu á Evrópureglur,“ segir Einar Páll Tamimi, forstöðumaður Evrópu- réttarstofnunar. Hann segir að fjölmörg atriði í frumvarpi um eignarhald á fjölmiðlum er lúta að Evrópurétti eða EES-lögum þarfnist frekari skoðunar áður en skynsamlegt væri að sam- þykkja það í óbreyttri mynd. „Þegar svona margar og al- varlegar athugasemdir koma frá okkar virtustu sérfræðingum á sviði Evrópuréttar og stjórnskip- unarréttar varðandi stjórnar- skrána á að sjálfsögðu að leita formlegs lögfræðilegs álits óvil- hallra aðila,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í allsherjarnefnd. Bjarni Benediktsson, for- maður nefndarinnar og þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir að meirihlutanum hafi ekki þótt ástæða til að leita eft- ir skriflegu lögfræðilegu áliti. „Við höfum fengið lögfræði- legt álit frá fjölda fólks, þar á meðal frá nefndinni sem vann fjölmiðlaskýrsluna. Einnig mun allsherjarnefnd fá lögfræðinga á sinn fund á mánudaginn þar sem rætt verður um Evrópulög,“ seg- ir Bjarni. sda@frettabladid.is Sjá nánar síðu 4 Hvað fær fólk til þess að keppa í öllum sköpuðum hlutum? Fréttablaðið ræddi við keppendur í jalapeñoáti og blautbolskeppni, Íslandsmeistara Íslandsmeistaranna og nýbakaðan meistara í kassaklifri. SÍÐUR 22 & 23 ▲ Meirihluti hafnar ósk um sérhæft lögfræðiálit Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis hafnaði ósk minnihlutans um lögfræðiálit frá Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík og Lagastofnun Háskóla Íslands. Formaður nefndarinnar segist ekki þurfa skriflegt álit. LOGN EÐA GOLA Þannig verður það víðast á landinu í dag. Bjartast sunnan- og suðvestanlands og úrkomulítið á landinu öllu. Áfram milt. Sjá síðu 6 KULDASKEIÐIÐ Á ENDA Annan daginn í röð naut almenningur suðvestanlands veðurblíðu eftir langt kuldaskeið og notuðu margir tækifærið og nutu iðagrænna útivistarsvæða á höfuðborgarsvæðinu sem verið hafa tómleg í allan vetur. Spár gera ráð fyrir áframhald- andi hlýindum um allt land næstu daga. FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Fjölmörg atriði í frumvarpi um eignarhald á fjölmiðl- um er lúta að Evrópu- eða EES-rétti þarfn- ast frekari skoðunar áður en skynsamlegt væri að samþykkja það í óbreyttri mynd, að mati Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Sjá síðu 4. STÓRSÝNING Í LAUGARDALS- HÖLL Eftir hranalegt kuldakast síðustu daga lét veturinn formlega af embætti í gær þegar sumarblíða lék við íbúa suð- vesturhornsins. Troðfullt var út úr dyrum á sýningunni „Sumarið 2004“ í Laugardals- höll. Sjá síðu 6. UNDIRBOÐ TRYGGINGAFÉLAG- ANNA Sókn nýrra tryggingafélaga hér á landi hefur orðið til þess að þau þrjú stóru hafa gripið til undirboða af ýmsu tagi sem sumir viðskiptavinir þeirra njóta en aðrir ekki. Sjá síðu 2. STAÐA RUMSFELDS VEIK Þrátt fyrir afsökunarbeiðni og iðrun vegna pyntinga bandaríska hersins á stríðsföngum telja margir að staða bandaríska varnarmálaráð- herrans sé veik. Sjá síðu 8. Floyd Abrams er einn fremsti málfrelsislög- maður Bandaríkjanna. Á opnum fundi í vikunni varaði hann eindregið við samþykkt fjölmiðla- frumvarpsins. Auk þess hitti hann þingmenn að máli. En hverjar eru rök- semdir Abrams? Varar við frumvarpi SÍÐA 20 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Flugslysaæfing á Ísafirði: Þrjú hund- ruð tóku þátt FLUGSLYSAÆFING Hátt í þrjú hundruð tóku þátt í flugslysaæfingu á Ísa- fjarðarflugvelli í gær. Sett var á svið flugslys Fokker-vélar, með rúmlega fimmtíu manns innanborðs, og fimm manna Cessnu-vélar sem átti að hafa hafnað í sjónum. Að sögn lögregl- unnar á Ísafirði var farið yfir sam- hæfingu boðunarkerfa, stjórnunar og á flutningi slasaðra og gekk æf- ingin mjög vel. ■ Nýstárlegar líkkistur: Skynja hreyfingu CHILE Útfararþjónusta í Santiago í Chile býður nú viðskiptavinum upp á líkkistur sem skynja hreyfingu. Samkvæmt talsmanni útfarar- þjónustunnar eiga skynjararnir að koma í veg fyrir að fólk verði grafið lifandi. „Við viljum vinna frum- kvöðlastarf og koma í veg fyrir að fólk verði grafið lifandi þó að það lamist í nokkrar klukkustundir,“ sagði hann. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.