Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 10
Í dag er tæplegahálf önnur öld - nákvæmlega 149 ár - liðin frá því að prentfrelsi var leitt í lög á Ís- landi. Það var gert með konunglegri tilskipun Friðriks sjöunda 9. maí 1855 eftir að hann hafði veitt viðtöku „þegnlegu álits- skjali“ hins end- urreista Alþingis að „gjöra gildandi á Íslandi, með nokkrum breyt- ingum, [hin dönsku] lög um prentfrelsi 3. jan- úar 1851“. Þegar rennt er yfir texta þessara gömlu laga, sem finna má á guln- uðum blöðum í Tíðindum af stjórnarmálefnum Íslands, er erfitt að koma auga á hvernig þau mörkuðu tímamót. Lögin hafa ekki að geyma nein fyrir- heit um að sérhver maður eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sín- ar á prenti; það kom ekki fyrr en með stjórnarskránni 1874. Aftur á móti eru í lögunum margvís- leg ákvæði um skyldur höfunda, prentara og útgefenda og bann er lagt við því að móðga guð, konung og föðurland með ótil- hlýðilegum orðum eða hvetja til uppreisnar. En á sinn hátt tryggðu þessi lög frjálsa útgáfu bóka, blaða og tímarita og heim- iluðu „að flytja inn í landið út- lend rit“ eins og það var orðað. Ég veit ekki til þess að menn hafi haldið dagsetningu prent- frelsis á Íslandi - 9. maí - sér- staklega til haga fram að þessu. Kannski er það vegna þess að við Íslendingar höfum öðlast hin margvíslegu borgaralegu rétt- indi, sem tryggð eru í stjórnar- skránni, á fyrirhafnarminni hátt en flestar aðrar þjóðir. Við göngum að þeim vísum, teljum þau sjálfsögð og að svo hljóti að vera um aldur og ævi. Okkur finnst þau líklega eins og súr- efnið sem við öndum að okkur. En því miður er þörf á að vera stöðugt á varðbergi. At- burðir síðustu daga eru áminn- ing um það. Mörgum kann að virðast fjölmiðlafrumvarp rík- isstjórnarinnar léttvæg skerð- ing á prentfrelsi - eða tjáningar- frelsi eins og það heitir nú í stjórnarskránni - og jafnvel lagt fram í góðri meiningu. Látum liggja milli hluta hversu stórt skref það er og hver hugsunin er; hitt er ómótmælanlegt að það skerðir rétt manna til að halda úti fjölmiðlum og haga starfsemi þeirra og skipulagi eftir áhuga sínum, hag og mark- miðum. Hvert skref - jafnvel lít- ið - frá frelsi til hafta og tak- mörkunar er skref í ranga átt; dropinn holar steininn. Pyntingar í Írak Fjölmiðlafrumvarpið hefur verið helsta fréttaefnið undan- farna daga og rís líka fyllilega undir því á innlendum vett- vangi. En stærri mál utanlands hafa fallið nokkuð í skuggann. Ber þar hæst tíðindin frá Írak; hvernig bandarískir hermenn hafa gert sér leik að því að mis- þyrma föngum og niðurlægja þá á ógeðfelldan hátt; sérhver heil- brigður maður hlýtur að verða miður sín þegar skoðaðar eru myndirnar frá Abu Ghraib- fangelsinu í Bagdad sem vest- rænir fjölmiðlar hafa verið að birta undan- farna daga. Hvernig get- ur þetta gerst? Hafi herferðin í Írak verið farin í nafni lýðræðis og m a n n r é t t - inda finnst mörgum að þessir at- burðir einir og sér séu nægilegir til að kippa sið- ferðislegum stoðum und- an þeirri réttlætingu. Getum við undrast þeg- ar þjakaðar þjóðir mús- lima spyrja nú: Er þetta þá vestrænt lýðræði? Eru þetta mannréttindin sem okkur skortir? Það kann að verða til lítils fyrir Bandaríkjamenn að svara því til að hér sé um einangraða atburði að ræða sem hegnt verði fyrir. Skaðinn kann að vera óbætanlegur. Tregða Donalds Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna til að axla póli- tíska ábyrgð á málinu með af- sögn er til marks um ótrúlegan hroka gagnvart almenningsálit- inu um heim allan. Bandaríkjamenn losuðu Íraka við Saddam Hussein, ein- hvern grimmlyndasta harð- stjóra sem sögur fara af. Þeir vinna markvisst að því að Írak- ar fái að kjósa eigin stjórn í lýð- ræðislegum kosningum að fyrirmynd okkar Vesturlanda- búa. Ef það gerðist markaði það sannarlega þáttaskil í alþjóða- stjórnmálum. En sem stendur er fátt sem bendir til þess að þær áætlanir gangi eftir. Ef til vill var stríðið í Írak of dýru verði keypt. Svo virðist sem Banda- ríkjamenn og samherjar þeirra hafi enga stjórn á atburða- rásinni; í Írak virðist eftirspurn eftir lýðræði minni en framboð- ið. Innrásarmenn hafa greini- lega vanmetið frá upphafi rót- gróinn styrk menningar- og trú- arhefða, og þegar við bætist að þeir virðast hvarvetna ganga fram af yfirlæti og sjálfum- gleði, þarf ekki að koma á óvart að þeir rata í hverjar ógöngurn- ar á fætur annarri. Írak er orðið eins og kviksyndi þar sem sér- hver hreyfing til að bjarga sér eykur líkurnar á því að maður sökkvi. ■ Hún getur ekki verið góð vistin sem óbreyttir stjórnarþingmennog óbreyttir ráðherrar hafa í ríkisstjórn Íslands. Flestir þeirravirðast ætla að samþykkja frumvarp Davíðs Oddssonar þó svo að nánast allir sem komu á fund allsherjarnefndar í gær hafi fundið nær endalaust að frumvarpinu. Þeir sem eru því samþykkir eru fyrst og fremst þeir sem hafa beinan hag af því að Norðurljós verði fyrir áföll- um. Hvað sem sagt er þá er það nú einu sinni þannig að óbreyttir þing- menn, sem hafa ekki hikað við að segja skoðanir sínar hingað til og eru þess vegna þekktir af skoðunum sem eru aðrar en boðaðar eru í frum- varpi Davíðs, kjósa annað hvort að þegja eða segja sig samþykka því sem þeir hafa í raun barist gegn. Trúverðugleiki þeirra manna bíður hnekki. Alkunna er að Halldór Ásgrímsson á að verða forsætisráðherra 15. september. Sú staðreynd hefur veikt Framsóknarflokkinn í pólitískum átökum. Samt er það svo að áhrifafólk innan flokksins talar um stjórn- arslit, fáist ekki í gegn verulegar breytingar á frumvarpi Davíðs og það á skilyrðum sem vitað er að Davíð leggur kapp á að ná í gegn. Hann hef- ur ekki áður fundið jafn mikla mótspyrnu í nokkru máli og í frumvarps- málinu. Dag eftir dag þokast lítt áfram. Sættir eru fjær í dag en þær voru í gær. Forsætisráðherra berst innan eigin ríkisstjórnar. Vandi hans er ærinn. Utan stjórnarinnar er mikil óánægja með frumvarpið. Stuðningsfólk beggja stjórnarflokkanna er ósátt. Það finna óbreyttir innan ríkisstjórn- arinnar og það finna þeir sem hingað til hafa öllu ráðið. Andstaðan er mikil og innan Framsóknarflokks eru þingmenn sem tala, þó svo að þeir kjósi að koma ekki fram undir nafni. Á því er ein undantekning, en Kristinn H. Gunnarsson fer ekki dult með sínar skoðanir í frumvarps- málinu. Niðurstaðan er að það er óánægja með frumvarpið, svo mikil að undur og stórmerki þarf til að þeir sem ósáttastir eru sættist á að af- greiða málið óbreytt. Andstaðan við málið hefur vakið upp sárar minningar, fárra mánaða gamlar. Seint á síðasta ári, fyrir rétt um sex mánuðum, hrikti verulega í stjórnarsamstarfinu. Flokkunum tókst að halda átökunum leyndum. Mikið þurfti samt til að ná sáttum en það tókst, í það minnsta á yfirborð- inu. Það voru tvö mál sem mest átök voru um. Annað var þverstaða Sjálfstæðisflokks gegn óskum Jóns Kristjánssonar um frekari fjár- heimildir til Landspítalans. Framsóknarmenn voru afar óhressir með samstarfsflokkinn en það átti eftir að aukast. Eftirlaunafrumvarpið, sem sniðið er að Davíð Oddssyni þó það sé sagt vera almennt rétt eins og frumvarpsmál Davíðs nú, reyndist mörgum þingmanninum erfiður biti að kyngja. Frá því máli gengu margir bognir og beygðir og þeir sem í hjarta sínu taka undir hin fjölmörgu neikvæðu álit á frumvarpi Davíðs nú mega kyngja miklu stolti verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Það er á valdi Halldórs Ásgrímssonar og hans flokks hvort vilji Dav- íðs verði alfarið ofan á enn eina ferðina eða hvort til stjórnarslita komi og ný ríkisstjórn taki við. Kannski er styttra í 15. september en margur heldur. ■ 9. maí 2004 SUNNUDAGUR MÁL MANNA SIGURJÓN M. EGILSSON Hvenær kemur 15. september? Davíð Oddsson hefur ekki áður fundið jafn mikla mótspyrnu í nokkru máli og í frumvarpsmálinu. Að virða réttindi manna FRÁ DEGI TIL DAGS Deilur innan stjórnarliðsins hafa orðið til þess að spurt er hvort ríkisstjórnin lifi málið af. ,, Þegja þunnu hljóði Ungu þingmennirnir í liði Sjálf- stæðisflokks hafa fram til þessa verið fúsir til að koma fram í fjölmiðlum. Oft hefur framboðið reyndar verið nokkru meira en eftir- spurnin. Nú ber svo við að dag eftir dag er slökkt á áður ofnotuðum far- símum. Þingmennirnir hafa ekki fengist til að ræða afstöðu sína til þess máls sem hæst ber og þá um leið ekki önnur mál. Því varla heyra þeir á hringingunni um hvað hringjandi vill helst ræða við þá. Ekki er vitað hvort neyt- endur fjölmiðla sakni Sigurðar Kára Kristjánssonar og hinna ungu þingmannanna. Kannski kemur þeirra tími. Lagarfoss án Íslendinga Eimskipafélagið hefur löngum gert út skip og skip sem er ekki með íslenskum sjómönnum. Þess hefur þá verið gætt að láta þau skip ekki bera íslenskt nafn. Nú bera nýrra við, enginn íslenskur sjó- maður mun vera á Lagarfossi, en mörg skip hafa borið það nafn í gegnum tíðina og til þessa hafa þau haft ís- lenska sjómenn. Óánægðum boðið skjól Víst er að margir renna hýru auga til þeirra nafntoguðu manna sem hafa yfirgefið Sjálfstæðis- flokkinn. Þar þykir Hreinn Loftsson mest spennandi. Hann talaði um að ef gamli Alþýðuflokkurinn væri enn starfandi væri hann góður kostur. Þeir flokkar og framboð sem eiga sér drauma um frekari afrek, svo sem Frjálslyndi flokkurinn og Nýtt afl, þar sem Jón Magnússon lögmaður hefur tekið við forystu, geta vel hugsað sér að fá óánægða fyrrum félaga í Sjál fstæðis- flokki til liðs við sig. degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SUNNUDAGSBRÉF GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Ég veit ekki til þess að menn hafi haldið dagsetningu prentfrelsis á Ís- landi - 9. maí - sérstaklega til haga fram að þessu. Kannski er það vegna þess að við Ís- lendingar höfum öðlast hin margvíslegu borgaralegu rétt- indi, sem tryggð eru í stjórn- arskránni, á fyrirhafnarminni hátt en flestar aðrar þjóðir. ,, TEIKNING: BRAGI HALLDÓRSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.