Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 14
14 9. maí 2004 SUNNUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát Þennan dag árið 1978 finnst líkiðaf Aldo Moro, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, í farangurs- geymslu bifreiðar í Róm. Rauðu herdeildirnar, samtök vinstrisinn- aðra öfgamanna, höfðu rænt honum þann 16. mars eftir blóðugan skot- bardaga skammt frá heimili Moros. Aldo Moro hafði fimm sinnum verið forsætisráðherra og þótti eiga góða möguleika sem forsetafram- bjóðandi í kosningum sem fóru síð- an fram í desember það ár. Stjórnvöld harðneituðu að semja við Rauðu herdeildirnar, sem sendu hvað eftir annað frá sér hótanir um að drepa Moro yrði ekki farið að kröfum þeirra um að þrettán með- limum samtakanna yrði sleppt úr fangelsi. Rauðu herdeildirnar voru stofn- aðar árið 1970. Stofnandi þeirra var Renato Curcio og hann var einn þeirra sem var í fangelsi þegar Moro var rænt. Meðan Moro var í haldi mann- ræningjanna lét hann í ljós þá ósk sína að engum ítölskum stjórnmála- manni yrði boðið í útförina. Farið var að þeirri ósk. ■ Rannveig Rist forstjóri er 43 ára. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður er 31 árs. Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona er 30 ára. Ásthildur Helgadóttir knattspyrnukona er 28 ára. Ég á afmæli á sunnudegi ogþað er náttúrlega bara róleg- heitadagur,“ segir Íris Hauks- dóttir, starfsmaður á leikskóla og nemandi í Dramasmiðjunni, sem er 21 árs í dag. „Stórfjölskyldan, 14 manna hópur, kemur saman í mat og kaffi og ég ætla að biðja mömmu um að baka. Hún er al- gjör snillingur í kökum og þegar ég var yngri gerði hún alltaf nýja og nýja köku á hverju ári. Hún gerði barbie-köku, tyggjó- köku og kókoskökur sem allar slógu í gegn í afmælunum mín- um.“ Afmælishátíðin verður þó ekki öll fjölskyldustund, því veislan hófst á föstudaginn þeg- ar hún bauð vinum sínum í partí og segir hún hafa verið rosafjör. Það er þó erfitt að slá út afmæl- ið í fyrra þegar Íris varð tvítug og náði tveimur stórum áföng- um á stuttum tíma því hún varð einnig stúdent. „Þá leigði ég sal og bauð vinum mínum. Þá var einmitt Júróvision líka sem er oft á svipuðum tíma og afmælið mitt. Á tvítugsafmælisdaginn minn fannst mér ég verða full- orðin á einum degi.“ Á daginn vinnur Íris á leik- skóla en fer öll kvöld og helgar upp í Dramasmiðju, á námskeið sem er undirbúningur fyrir inn- töku í leiklistardeild Listahá- skóla Íslands. „Ég stefni á að komast í leiklistarskólann og þá er þetta góður undirbúningur. „Við erum að fara að setja upp Barpar og það er í vinnslu hvort við fáum að sýna það í Iðnó á 17. júní og á menningarnótt. Við erum ellefu sem erum á þessu námskeiði sem heitir Búið til leikhús. Barpar er bara skrifað fyrir tvo en það eru fjórtán hlut- verk sem við skiptum á milli okkar þannig að allir fá svipað. Ég er í tveimur hlutverkum, sem eru mjög ólík og mjög skemmtileg. Við skiptum aðal- hlutverkinu í kráareiganda og barþjóna og ég leik ungan bar- þjón sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Hitt hlut- verkið er eldri kona sem er mjög óánægð í sambandi sínu við manninn sinn sem er bara kúgaður af henni. Þetta er skemmtilega sérstakt hlut- verk.“ ■ Afmæli ÍRIS HAUKSDÓTTIR ■ er 21 árs. Hélt partí á föstudag og fjölskylduboð í dag. BILLY JOEL Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Billy Joel er 55 ára í dag. 9. maí ■ Þetta gerðist 1502 Kristófer Kólumbus heldur af stað í fjórðu ferð sína til Nýja heims- ins. 1955 Vestur-Þýskaland gengur í NATO við hátíðlega athöfn í París. 1945 Bandarískir hermenn hafa hend- ur í hári Hermanns Göring, sem var yfirmaður þýska flughersins, forseti þýska ríkisþingsins, yfir- maður Gestapósveitanna og til- nefndur arftaki Hitlers. 1979 Að minnsta kosti 18 mótmælend- ur falla og margir særast í San Salvador, höfuðborg El Salvador, þegar lögreglan hefur skothríð á hóp fólks sem er að mótmæla stjórnvöldum. 1986 Tenzing Norgay, sem fyrstur manna gekk á Everest ásamt Ed- mund Hillary, geispar golunni. 1994 Nelson Mandela tekur við for- setaembætti í Suður-Afríku. 1999 Fjölmennir mótmælafundir eru haldnir víða í stærstu borgum Kína í kjölfar þess að hersveitir NATO varpa sprengjum á kín- verska sendiráðið í Belgrad. Í HÖNDUM MANNRÆNINGJA Aldo Moro, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, lét lífið í höndum mannræningja árið 1978. Lík Aldo Moro finnst ALDO MORO ■ Líkið af einum helsta stjórnmálamanni Ítalíu fannst í bifreið í Róm. Hann hafði verið nokkrar vikur í haldi mannræningja. 9. maí 1978 Stefni á leiklistarskólann Álfrún verður upp fyrir haus ívinnu alla vikuna en hún er ný- tekin við starfi kynningarstjóra Listaháskóla Íslands. „Nú er að hefjast röð útskriftartónleika tón- listardeildar skólans en þetta er í fyrsta sinn sem útskrifað er úr þeirri deild og að auki í fyrsta sinn sem nemendur útskrifast með há- skólagráðu í tónlist á Íslandi,“ segir Álfrún. Tónleikar verða dagana 12., 13., 14., og 16. maí, ýmist í Salnum í Kópavogi eða í Hallgrímskirkju. „Svo opnar útskriftarsýning nemenda í myndlistar-, hönnunar-, og arkitektadeild á laugardaginn en hún er haldin í Hafnarhúsinu. Vikan fer sumsé í að koma krökkunum í fjölmiðla, vinna að plakötum og efn- isskrám og koma upplýsingum á framfæri.“ En þar með er ekki öll sagan sögð. „Ég þarf svo auðvitað að mæta á alla þessa viðburði.“ Álfrún segir dagskrá vikunnar sýna glögglega hve frjótt og gott starf er unnið innan veggja skólans og hvetur fólk til að sækja tónleik- ana og sýninguna til að kynna sér þetta efnilega listafólk. „Ætli það verði ekki frekar lítið prívatlíf,“ svarar Álfrún aðspurð hvort og þá hvernig hún hyggist sinna fjölskyldunni í vikunni, „ætli ég verði ekki bara heldur óvinsæl í fjölskyldunni,“ segir hún og kímir. Engin færi virðast heldur gefast til að hitta vini og kunningja, „mér sýnist ég verða bara í vinnunni al- veg frá mánudegi og fram á sunnu- dag.“ Hún grætur það hins vegar ekki enda nýbyrjuð í nýja starfinu og finnst skemmtilegt að byrja með látum. „Vikan leggst mjög vel í mig og þetta er allt mjög spennandi.“ ■ Alma Oddgeirsdóttir, Svalbarði, Greni- vík, lést 5. maí. Eva Vigdís Marelsdóttir, Hörgsholti 35, lést 30. apríl. Sigfinnur Karlsson, Hlíðargötu 23, lést 7. maí. Þorsteinn Eiríksson hljómlistarmaður, lést 5. maí. Björn Jóhannesson lést á hjúkrunar- heimilinu Grund, 6. maí. ALBERT FINNEY Þessi frábæri leikari, sem sést hér í hlut- verki Winstons Churchill, er 68 ára gamall í dag. Kynnir efnilegt listafólk ■ Blaðberi vikunnar ANDRES ELÍ OLSEN Er blaðberi vikunnar hjá Fréttablaðinu. Hann byrjaði að bera blaðið út í janúar og skemmtir sér best við tölvuna. Hvað heitir blaðberinn? Andres Elí Olsen. Hvað ertu búinn að bera út lengi? Síðan í janúar. Hvað ertu með í vösunum? Síma, veski, lykla og myndavél. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Hanga í tölvunni. Hvert er þitt mottó? Að vera ánægður. ÍRIS HAUKSDÓTTIR Hélt partí á föstudag en fær köku hjá mömmu í dag. ÁLFRÚN G. GUÐRÚNARDÓTTIR „Vikan fer sumsé í að koma krökkunum í fjöl- miðla, vinna að plaköt- um og efnisskrám og koma upplýsingum á framfæri.“ Vikan sem var ÁLFRÚN G. GUÐRÚNARDÓTTIR ■ nýr kynningarstjóri LHÍ verður í vinn- unni alla vikuna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.