Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 9. maí 2004 Litríkt vor – virkireldri borgarar nefnast kynningar- og fræðsludagar um öldr- unarmál á Akureyri sem hófust í fyrradag meðal annars með því að Óskar Pétursson og kór félags eldri borg- ara sungu. Lögð verður áhersla á ýmsar frí- stundir sem eldri borg- urum standa til boða á Akureyri og má þar nefna kynningu í Sund- laug Akureyrar, skemmtisiglingu fyrir eldri borgara frá Torfunes- bryggju í dag klukkan 10 og hand- verkssýningu í Hlíð klukkan 14. Dagskráin stendur til 15. maí með fjölbreyttri kynningar-, skemmti,- og fræðsludagskrá. ■ Litríkt vor á Akureyri debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 45 69 04 /2 00 4 Áhrifarík jakkaföt Mikið úrval af nýjum og flottum jakkafötum! Verð frá 22.900 kr. E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Salou 20. maí Frá kr. 39.795.- Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni, einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar, gott úrval veit- ingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl. Verð frá kr. 39,795.- á mann. m/v 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000.- á mann. Verð frá kr. 49,690.- á mann. M/v 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000.- á mann. Nýir grísir Enn bætist við ungu dýrin íFjölskyldu- og húsdýragarð- inum. Það er ekki nóg með að sauðburður sé í fullum gangi heldur fluttu fimm fallegir og skrautlegir grísir frá Bjarna- stöðum í Grímsnesi í garðinn fyrir helgi. Grísirnir eru sex vikna gamlir og blanda af ís- lensku landsvíni og erlendu kyni sem nefnist Duroc. Fyrir eru í garðinum gylturnar Embla og Eyrún og gölturinn Askur. Embla og Askur eru af landkyni en Eyrún af Durockyni. Hægt er að kíkja á nýju íbúa húsdýra- garðsins í fjósinu. Grísirnir fimm hafa ekki enn fengið nöfn en reiknað er með að úr því verði bætt mjög fljótlega. ■ KÓR FÉLAGS ELDRI BORGARA Á AKUREYRI Kórinn, ásamt Óskari Péturssyni söng við opnun Litríks vors – virkir eldri borgarar á Akureyri. NÝIR GRÍSIR Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM Fimm fallegir grísir hafa bæst við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.