Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 116 stk. Keypt & selt 29 stk. Þjónusta 22 stk. Heilsa 4 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 22 stk. Tilkynningar 4 stk. Nýtur þess að vera flugfreyja BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 9. maí, 130. dagur ársins 2004. Þú færð líka allt sem þig vantar á „Ég hef verið í slökkviliðinu síðan í febrúar í fyrra. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og ögrandi,“ segir Hannes Páll Guðmunds- son starfsmaður slökkviliðsins í Reykjavík sem sinnir sjúkraflutningum jöfnum hönd- um. Hann virðist hafa valið rétt. Að minnsta kosti segir hann starfið krefjandi, bæði líkamlega og ekki síður andlega. „Maður kynnist mörgu, svo sem sjúkdóm- um og slysum sem fólk þarf að takast á við, og sér aðstæður sem maður vissi ekki að væru til,“ segir hann. Hannes lærði stjórnun og markaðssetn- ingu við háskóla úti í Bandaríkjunum og vann um tíma við það áður en hann byrjaði hjá slökkviliðinu. Þá var vinnutíminn frá níu til fimm. Nú gengur hann vaktir og er ýmist á dag- eða næturvakt. En þurfti hann að mennta sig sérstaklega fyrir þetta starf? „Nei, en skilyrði fyrir því að vinna hjá slökkviliðinu er hreint sakavottorð og próf í iðngrein eða sambærilegt próf. Svo þurftum við að standast próf í íslensku, ensku, þreki, hlaupi og lyftingum.“ Greinilega er mikið lagt upp úr líkamlegu atgervi í þessu starfi. „Það er er nauðsynlegt,“ segir Hannes. „Í reykköfun er þess krafist að menn séu með góð lungu og það sterkir að þeir geti borið mann ef þess gerist þörf.“ Til að mæta þess- um kröfum fer dagvaktin oftast öll í líkams- rækt fyrir hádegi og æfir þar þol og þrek. „Við förum á sjúkrabíl og slökkvibíl og höf- um þá til taks,“ segir Hannes. Hann kveðst bundinn þagnareiði um ein- stök útköll en trúnaðarmaður sé ávallt á vakt og ef menn komi að átakanlegum slys- um sé ávallt fundað um atburðinn á eftir. „Sálgæsla hefur aukist síðari ár í svona störfum en mér finnst samt orðið „áfalla- hjálp“ ofnotað. Þar er allt sett undir sama hatt. Það þyrfti að finna ný orð og fjöl- breyttari,“ segir Hannes að lokum. ■ Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður: Kynnist erfiðum aðstæðum atvinna@frettabladid.is Útgjöld Atvinnuleysistrygginga- sjóðs námu um 4.640 milljónum króna árið 2003 en voru 3.387 milljónir árið á undan. Greiddar at- vinnuleysisbætur voru 3.944 millj- ónir samanborið við 2.770 milljón- ir 2002 og 1.447 milljónir árið 2001. Þar af voru 119 milljónir vegna kauptryggingar fiskvinnslu- fólks sem er lækkun um 39 millj- ónir frá árinu á undan. Eigið fé At- vinnuleysistryggingasjóðs í árslok 2003 er áætlað um 8.535 milljónir króna en var 9.122 milljónir í árslok 2002. Meðalatvinnuleysi var 3,4% á árinu 2003. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að meðalat- vinnuleysi á árinu 2004 verði nálægt 3,1%. Gangi það eftir má gera ráð fyrir því að höfuðstóll sjóðs- ins rýrni um 150 milljónir. Hækkun atvinnuleysisbóta 1. mars sl. um 11,3% hefur í för með sér um 330 milljón króna útgjaldaauka á árinu miðað við sömu forsendur um atvinnuleysi á árinu 2004. Vinnustaðir eru ekki undanskildir vandamálum og reglulega kemur upp margvíslegur vandi í vinnuum- hverfi Íslendinga. Nægir þar að nefna áfengisvandamál, einelti, kynferðislega áreitni og geðræn vandamál. Einnig eru allskyns for- dómar og erfiður starfsandi vax- andi áhyggjuefni á íslenskum vinnumarkaði, sem orðinn er mjög fjölþjóðlegur. Nauðsynlegt er fyrir vinnandi fólk að vera vakandi yfir þessum vandamálum, með- vitað um að taka á þeim og fyrirbyggja að þau komi upp. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR ATVINNUMÁL Sundlaug til sölu. Einingasundlaug u.þ.b. 5x8 m til sölu til brottflutnings. Uppl. í síma 487 1210 virka daga kl. 10- 12 og 13-15 - bygg@vik.is Til sölu húsbíll með öllu. Verð 2,4 m. Uppl. í síma 893 6959. Íslensk hús úr norskum kjörviðið. Með einstakri fúavörn, ytra byrði og pallaefni viðhaldsfrítt í allt að 10 ár. Þar sem gæðin skipta máli. RC hús Grensásvegi 22, Reykjavík. S. 511 5550 - www.rchus.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. „Í reykköfun er þess krafist að menn séu með góð lungu og það sterkir að þeir geti borið mann ef þess gerist þörf,“ segir Hannes Páll Guðmundsson. Reykjavík 4.31 13.24 22.19 Akureyri 4.00 13.09 22.20 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.