Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 31
19SUNNUDAGUR 9. maí 2004 Næsta stopp Reiki heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið Hvað fá þáttakendur út úr slíkum námskeiðum? • Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. • Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. • Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Námskeið í Reykjavík: 17.–19. mars 1. stig kvöldnámskeið 27.–28. mars 1. stig helgarnámskeið 13.–15. apríl 2. stig kvöldnámskeið Skráning á námskeiðin í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga Guðrún Óladóttir, reikimeistari. skeið í Reykjavík: 17.-19. maí 1. stig kvöldnámskeið 14.-16. júní 2. stig kvöldnámskeið 21.-23. júní 1. stig kvöldnámskeið Besta drykkjusena kvikmyndasögunnar og besta plakatið: Flottast drukkið í Jaws Sex þúsund kvikmyndaunnend-ur tóku á dögunum að sér að velja bestu drykkjusenu kvik- myndasögunnar. Sigurvegari varð senan úr Jaws, kvikmynd Steph- ens Spielberg þar sem aðalper- sónur myndarinnar leiknar af Roy Scheider, Richard Dreyfuss og Robert Shaw drekka apríkósu- líkjör í litlum báti um nótt. Per- sónurnar eru að skiptast á sögum þegar hákarlinn ógurlegi birtist. Í öðru sæti var sena úr James Bond-myndinni Dr. No en þar kom fyrir hin fræga setning um mart- ini-drykkinn sem Bond vildi hafa „hristan, ekki hrærðan“. Í þriðja sæti varð sena úr Star Wars þar sem Alec Guinness og Mark Hamill eru staddir á bar með furðuverum. Í næstu sætum komu atriði úr Paint Your Wagon, North By Northwest, Reservoir Dogs, The Deer Hunter, ET, Bridget Jones’s Diary og Pretty Woman. Önnur nýleg skoðanakönnun var gerð meðal kvikmyndaáhuga- manna sem voru beðnir um að velja besta kvikmyndaplakat allra tíma. Plakatið úr kvikmynd Stanleys Kubrick, A Clockwork Orange, varð sigurvegari, plak- atið úr Jaws lenti í öðru sæti og í því þriðja lenti plakatið úr mynd Francis Ford Coppola, Apoca- lypse Now. ■ Paradís á Fiji-eyjum Ef ég gæti hoppað upp í flugvélakkúrat núna myndi ég fara til Fiji-eyja þar sem engin fjölmiðla- frumvörp eru til að gera lífi manns leitt. Ég hef alltaf litið á Fiji-eyjar sem holdgerving paradísareyja þar sem auður sandur og bogadregin pálmatré við kristaltæran sjó eru eini fé- lagsskapurinn,“ segir Ágúst Ólaf- ur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar. „Þegar ég var minni en ég er núna drakk ég í mig allar þær bækur sem ég gat fundið um líf á eyði- eyjum og fannst það alltaf mjög h e i l l a n d i l í f s m á t i . Það hefur hins vegar ætíð verið eitt stórt v a n d a m á l við þetta draumalíf mitt og það eru skordýrin. Ég er afskaplega lítil sál hvað varðar skordýr og er ég fljótur að kalla í minn betri helming þegar svo ber undir. Ég yrði því væntanlega að sætta mig við loftkælt fjögurra stjörnu hótel. Mér finnst annars mjög gaman að ferðast og hef ég komið til á fjórða tugs landa í fimm heimsálf- um. Það sem stendur upp úr þess- um ferðalögum er heimsókn til Kambódíu sem er eftirminnileg- asta landið sem ég hef heimsótt. Ég væri til í að fara aftur þangað og kafa dýpra í hina áhugaverðu fornsögu þeirra og blóðugu nú- tímasögu. Indland og Galapagos- eyjar eru einnig staðir sem ég vildi gjarnan heimsækja á ný. Egyptaland, Jórdanía, Sýrland, Líbanon og Ísrael eru lönd sem ég á eftir og væri freistandi að henda sér þangað í góða ferð. Þar fléttast saman stórkostlegar fornminjar og forvitnilegt mannlíf. Í framtíð- inni verður nauðsynlegt að þekkja vel inn á þennan heimshluta og væri ráð að heimsækja hann áður en hann breytist um of. Sama má segja um Kúbu sem án efa mun gjörbreytast á næstu árum.“ ■ CLOCKWORK ORANGE Veggspjaldið fyrir þá mynd hefur verið val- ið það besta í kvikmyndasögunni. FRÁ FIJI „Þar eru engin fjölmiðlafrumvörp til að gera lífi manns leitt,“ segir Ágúst. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Hann hefur komið til á fjórða tugs landa í fimm heimsálfum en Fiji-eyjar eru draumaáfangastað- urinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.