Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 37
25SUNNUDAGUR 9. maí 2004 félagsins: „Við erum staðsett á miðunum, hér eru öflugir menn í sjávarútvegi og þessir duglegu menn sem eiga útgerðar- og vinnslufyrirtækin eiga heiður skilinn.“ Kvótinn er í eigu heimamanna og Óttar telur það kost að stóru sjávarútvegsfyrirtækin hafi ekki gert strandhögg í eynni. „Við erum sátt við lífið og tilveruna en ef við erum ósátt þá látum við heyra í okkur.“ Fámennið notalegt Jón Ólafsson hefur um árabil ferðast um landið til hljómleika- halds með hljómsveitum á borð við Bítlavinafélagið, Sálina hans Jóns míns og Nýdönsk. Nú fer hann hins vegar um í eigin nafni, með gítarleikarann Stefán sér til halds og trausts. Hann segir mik- inn mun á þessu tvennu. „Því fá- mennara, því notalegra. Það er gott að hafa litla fyrirferð og ákvörðununum fækkar með færri mönnum. Mér finnst þetta líkara snotrum heimilisiðnaði með þessu móti. Um leið gefst gott tækifæri til að hitta fólk og spjalla því ef maður er með heilli hljómsveit þá fara tíminn og orkan í þann hóp.“ Jón er enda duglegur við að ræða við eyjarskeggja, sem marg- ir vilja spjalla um heima og geima. Ánægja skín úr hverju andliti og spennan fyrir tónleik- unum vex. Óformleg skoðana- könnun bendir til að aðsóknin um kvöldið verði góð og það þrátt fyrir að félagslífið hafi verið með ágætum síðustu daga. T.d. var græjukvöld haldið nýlega þar sem Dónald skólastjóri stóð fyrir tón- listarkvöldi til að vígja nýju hljómflutningstækin í félags- heimilinu, sem, vel að merkja, eru hin ágætustu. Við erum frjáls Óttar oddviti býður aðkomu- mönnum til kvöldverðar á heim- ili sínu og oddvitafrúin ber fram ljúffengt svínakjöt með brúnuð- um kartöflum, rauðkáli, græn- um baunum og sultu. Tappinn er dreginn úr rauðvínsflösku í til- efni dagsins. Óttar fluttist út í Grímsey fyrir tæpum þrjátíu árum og það var ástin sem dró hann út í eyju. Þaðan er hún Dodda hans sem heitir reyndar Þorgerður Guð- rún og saman eiga þau tvö börn, Bergfríði og Einar. En hvað ætli Óttari finnist best við að búa í Grímsey? „Ætli það sé ekki það sem ríkisvaldið hefur predikað í mörg ár, að vera frjáls og kunna að vera frjáls. En þá verðum við líka að fá að vera frjáls. Hér er gott að ala upp börn og börnin vilja vera hérna,“ segir Óttar. Sonur hans laumar því hins veg- ar í eyra blaðamanns að hann langi til Akureyrar til að læra til kokks. En hvað er verst við að vera í eynni? „Ja, hvað er verst?“ Spyr Óttar sjálfan sig. „Ég vil helst ekki velta mér upp úr því hvað er verst. Ég lifi fyrir það sem er best.“ Óttar var eitt sinn samfleytt í Grímsey í þrjú og hálft ár, fór sumsé ekki á meginlandið í þann tíma en beið ekki skaða af. Og hann hafnar því að Grímsey sé einangruð. „Hvað er einangrun? Ég þekki fólk í Reykjavík sem býr virkilega við einangrun. Er það ekki einangrun að mæta í vinnu klukkan 8 á morgnana, hætta klukkan 5, versla í matinn í Bónus og fara svo heim að horfa á sjónvarpið? Það kalla ég allavega einangrun.“ Óttari finnst hann ekki fara á mis við neitt þótt hann eigi ekki greiðan aðgang að kvikmynda- sölum, leikhúsum og listasöfn- um, verslunum, börum og kaffi- húsum. „Við erum sjálfum okk- ur nóg, búum til okkar eigin menningarlíf og í raun skortir ekki neitt. Við erum frjáls og þetta gengur vel,“ segir oddvit- inn og bætir við: „Ég þarf ekki að vera lengi á meginlandinu til að mig langi heim aftur.“ Rosalega fallegur texti Það styttist í að tónleikarnir hefjist og Jón og Stefán bera saman bækur sínar baksviðs. Þeir eru léttir í lundu og hlakka til að spila fyrir gestrisna Grímseyingana. Ekki er þó laust við að það komi ögn á þá þegar þeir ganga í salinn því hann er svo gott sem stappaður. Uppgjör og manntal að tónleikum loknum leiða svo í ljós að af þeim 74 sem staddir voru í eyjunni þetta þriðjudags- kvöld voru 67 á tónleikunum. Það hlýtur að slaga í einhver met. Aldursbilið er breitt, yngstu börnin tveggja og þriggja ára en elstur er Nunni Konn, landsfrægur kappi úr Lækjargötunni á Akureyri, kunnur af sterkum skoðunum á þjóðmálum, golfáhuga og söng- list eins og allt hans Konnara- kyn. Hann er kominn út í eyju til að vera við fermingu lang- afadóttur sinnar og skellir sér á tónleikana. Jón byrjar á að bjóða gesti velkomna og upplýsir þá um að hann eigi ættir að rekja til Grímseyjar en ættfræðirann- sóknir hjá oddvitanum leiddu í ljós að langömmubróðir Jóns var þar búsettur um skeið. Fyrsta lagið er úr smiðju Bítl- anna og í kjölfarið fylgir Rúllu- kragapeysan, ástaróður Jóns til þessarar gagnlegu flíkur sem hann einmitt klæðist á sviðinu. Síðan leikur hann nýju lögin hvert af öðru, þó í bland við eldra efni sem komið hefur út hér og þar. Á milli laga talar Jón til áheyrenda, segir söguna á bak við lögin og slær á létta strengi. Þægileg stemning er í salnum og tónleikagestir taka virkan þátt í spjallinu, svara þegar þeir eru spurðir og kalla glósur á móti þegar við á. Dagskránni lýkur á Sunnu- dagsmorgni, lagi sem hljómað hefur í útvarpi að undanförnu. Áheyrendur rísa úr sætum og klappa vel en ekki svo lengi því Jón sest fljótt aftur við hljóð- færið og spilar tvö aukalög. „Rosalega er þetta fallegur texti,“ hvíslar kona á miðjum aldri í eyra mannsins síns þegar Jón syngur Flugvélar. Hún reiknar ekki með að í salnum sé blaðamaður sem skyndilega öðl- ast kunnáttu í varalestri. „Ég hafði nú ekki gaman af þessu en þetta var mjög vel gert,“ segir Nunni Konn eftir tónleikana, enda meira fyrir kröftuga karlakóra en lág- stemmda poppmúsík. Kem aftur seinna Jón var sæll í sinni eftir hljómleikana, raunar himinlif- andi yfir mætingunni og stemn- ingunni í salnum. „Þetta var óvenju blandaður hópur og það reynir alltaf öðruvísi á mann að spila þegar aldursbilið er mjög breitt. Það er líka svolítið skrítið að tala um sjálfan sig á milli laga, segja frá því hvað maður er að spá og svona,“ segir hann. „Ég vil reyna að hafa þetta þægilegt og upplýsandi fyrir hlustandann og verð að passa mig á að þetta hljómi ekki eins og ég sé á einhverju egótrippi.“ Daginn eftir var eyjan kvödd, siglt var í land með ferjunni Sæ- fara. Slæmt var í sjóinn en huggun harmi gegn að velting- urinn er minni á landleiðinni enda vindurinn í bakið. Jón Ólafsson er ánægður með ferð- ina út á heimsskautsbaug en ögn súr yfir að veðrið var ekki betra: „Það voru ákveðin vonbrigði að geta ekki skoðað eyjuna sem skyldi út af veðrinu en það þýð- ir bara að maður þarf að koma þangað aftur.“ bjorn@frettabladid.is Nám sem nýtist þér! Skrifstofubraut I Er tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Brautin er starfstengd og fara nemendur í starfsþjálfun í ein bestu fyrirtækin í Kópavogi og víðar. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Kennslutími: 8:20 - 12:55. Kennsla hefst 24. ágúst Framhaldsnám - Skrifstofubraut II Nú stendur einnig yfir innritun í tveggja anna framhaldsnám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Inntökuskilyrði: Krafist er þekkingar í ensku, bókfærslu og tölvunotkun. Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Kennslutími: 8:20 - 12:55. Kennsla hefst 24. ágúst Upplýsingar veitir fagstjóri viðskipta- og skrifstofugreina í síma 594 4000 milli kl. 9:00 og 14:00. Netfang. ik@ismennt.is MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI mskautsbaug UM GRÍMSEY Grímsey er nyrsta eyja við Ísland og með um 95 íbúa. Hún er 5,3 km2 að stærð, 105 m há og liggur 41 km frá landi. Eyjan er gerð úr blágrýti, nema hvað sandsteinn er að norðvestan. Hún er hömrum gyrt, nema að sunnan og stuðlaberg víða. Hið efra er hún algró- in og ber mest á valllendi, móa- og mosagróðri. Eyjan er fjórða stærsta eyj- an við Ísland (Heimaey 13,4 km2, Hrís- ey á Eyjafirði 8 km2, Hjörsey í Faxaflóa 5,5km2 ,Grímsey 5,3 km2). Veðurfar er milt, þótt heimskautsbaugurinn liggi um hana þvera og fuglalíf er mikið. Vit- að er, að Grímsey var byggð snemma á sögulegum tíma en um það eru ekki til skrásettar heimildir. Höfuðatvinnuvegur Grímseyinga er fiskveiðar og verkun. Einnig stunda þeir landbúnað og nýta hlunnindi, eins og fugla- og eggjatekju. Grímsey er sér- stakt sveitarfélag og þar var prestssetur fram á miðja þessa öld. Af vefsíðunni www.grimsey.is ÞÉTT SETINN SALUR Grímseyingar gerðu almennt góðan róm að tónlistinni og áheyrendur voru á öllum aldri. GRÍMSEY Í MAÍ Eyjan var í vetrarskrúða þó að komið væri fram á sumar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B ÞS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.