Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 41
■ ■ LEIKIR  16.15 Haukar og Valur leika á Ás- völlum í úrslitakeppni RE/MAX- deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  11.30 Formúla 1 á RÚV. Bein út- sending frá Formúlu 1 kappakstrinum í Barcelona.  14.50 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Fulham og Arsenal í úrvalsdeildinni.  16.10 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Hauka og Vals í úrslitum RE/MAX-deildar karla.  17.30 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um meistara- deild Evrópu.  19.30 NBA-deildin á Sýn. Bein út- sending frá leik San Antonio Spurs og Los Angeles Lakers í úrslitakeppni NBA.  22.00 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  22.05 Helgarsportið á RÚV.  23.30 European PGA Tour 2003 á Sýn. Sýnt frá Opna ítalska Tele- com mótinu. Bjarki Sigurðsson, leikmaður Víkings, spáir í einvígi Hauka og Vals sem hefst í dag á Ásvöllum: Íslandsmeistaratitillinn áfram hjá Haukum HANDBOLTI Haukar og Valur leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil- inn í handbolta karla og fyrsti leikurinn verður í dag á Ásvöllum og hefst klukkan 16.15. Fréttablaðið sló af því tilefni á þráðinn til Bjarka Sigurðssonar, hins þrautreynda leikmanns Vík- ings, sem einmitt tilkynnti á dög- unum að hann myndi spila eitt keppnistímabil í viðbót ef hann kæmi vel undan sumri: „Það væri óskandi að maður gæti verið með eitt ár í viðbót því við Víkingar vorum ekki alveg sáttir við niður- stöðu síðasta tímabils og ég myndi gjarnan vilja enda ferilinn á jákvæðari nótum.“ Um einvígi Hauka og Vals hafði hann hins vegar þetta að segja: „Ég á von á virkilega skemmti- legu og spennandi einvígi enda hafa þessi tvö lið verið að spila mjög skemmtilegan handbolta og eru með nokkra afburða hand- boltamenn innan sinna raða. Haukarnir búa þó yfir öllu meiri breidd en Valsarar og eru mjög vel mannaðir og spilandi. Það sem háir kannski Valsmönnum hvað mest eru þessi meiðsli hjá Mark- úsi Mána og Bjarka Sigurðssyni. Þeir eru reyndar báðir með en stóra spurningin er sú hversu mikið þeir geta beitt sér og þá sérstaklega Markús.“ Hvað hraðann varðar þá telur Bjarki Valsmenn enga eftirbáta Haukanna, sem þó hafa spilað einna hraðasta boltann í úrslita- keppninni og gjarnan skorað mik- ið af mörkum: „Ég held að Vals- menn geti alveg keyrt á sama hraða og Haukarnir, það er ekki vandamál hjá þeim. Þeir eru hins vegar með öllu lágvaxnara lið og þurfa þar afleiðandi að hafa að- eins meira fyrir hlutunum. Styrk- ur Haukanna er, eins og áður sagði, fólgin í mikilli breidd og þá var varnarleikurinn mjög góður í leikjunum á móti KA og Birkir er að spila virkilega vel í markinu.“ Bjarki telur einvígi Hauka og Vals fara í fjóra leiki og klárast á Hlíðarenda: „Það verður að segjast eins og er að ég á von á að Haukarnir klári þetta dæmi. Ungu strákarnir í liðinu þekkja ekkert annað en að vera sigurvegarar og eru, þrátt fyrir marga titla á undanförnum árum, ekki búnir að fá nóg. Þá eru reyndir rebbar þarna sem vita al- veg út á hvað þetta gengur. Vals- menn eru auðvitað hungraðir líka og liðið hefur ekki unnið titil í mörg ár. Það þarf hins vegar allt að ganga upp fyrir þá til að titill- inn verði þeirra. Breiddin mun fleyta Haukum alla leið,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum. ■ 29SUNNUDAGUR 9. maí 2004 hvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 MAÍ Sunnudagur HAUKAR MÆTA VAL Í ÚRSLITUM Bjarki Sigurðsson segir spennandi og skemmtilegar viðureignir fram undan og telur Hauka klára dæmið í fjórum leikjum. GUÐBJÖRG GUÐMANNSDÓTTIR Skoraði bæði mörk ÍBV í framlengingunni. Aftur fram- lengt í Eyjum Eyjakonur unnu þriðja úrslitaleikinn gegn Val, 24-22, eftir framlengingu þar sem þær héldu marki sínu hreinu. HANDBOLTI ÍBV er komið í 2-1 í úr- slitaeinvígi sínu gegn Val um Ís- landsmeistaratitil kvenna í hand- bolta eftir 24-22 sigur í þriðja leikn- um í Eyjum í gær. Líkt og í fyrsta leiknum í Eyjum varð að fram- lengja leikinn og aftur var það fyr- irliði Eyjaliðsins, Elísa Sigurðar- dóttir, sem tryggði sínu liði fram- lengingu á lokamínútunni. Það var síðan hinn hornamaður Eyjaliðsins, Guðbjörg Guðmannsdóttir, sem skoraði bæði mörkin í framlenging- unni sem ÍBV vann 2-0 en Vals- stelpurnar misnotuðu þar allar 11 sóknir sínar og öll 13 skotin. Julia Gantimurova varði 6 í markinu og Eyjavörnin tók önnur fimm. Það dugði því ekki Valsliðinu að mark- vörðurinn snjalli Berglind Íris Hansdóttir varði 9 af 27 skotum sínum í framlengingunni því sókn- arleikur liðsins brást á úrslita- stundu. Valsliðið misnotaði auk þess fimm víti í leiknum, þar af varði Julia eitt þegar 35 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og staðan var 22-22, sem varð síðan lokatölur venjulegs leiktíma. Líkt og í hinum leikjunum byrjaði ÍBV mjög vel, komst í 3-0 og 6-1. Vals- stelpur skoruðu þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks – staðan var 11-9 fyr- ir ÍBV í hálfleik – og 2 fyrstu mörk- in í þeim seinni og eftir það var jafnt nánast á öllum tölum það sem eftir var. Alla Gorkorian skoraði 8 mörk fyrir ÍBV, Anna Yakova bætti við fimm og þær Guðbjörg og Sylv- ia Strass gerðu báðar 4 mörk. Besti maður liðsins var þó Julia Gantim- urova í markinu sem varði 22 skot, þar af þrjú víti og öll sjö skotin sem komu á hana í framlengingunni. Hjá Val varði Berglind Íris 27 skot í markinu, þar af 3 víti, 9 í fyrri hálfleik, 9 í seinni hálfleik og 9 í framlengingunni. Drífa Skúladóttir átti góða endurkomu í liðið og var markahæst með 6 mörk en fyrirlið- inn Sigurlaug Rúnarsdóttir hélt þó uppi sóknarleiknum með 5 mörkum og 8 stoðsendingum. Þær Arna Grímsdóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir skoruðu síðan 3 mörk hvor en Valsliðið gerði sér lífið erfitt með því að skora aðeins 3 mörk á fyrstu 20 mínútunum og ekkert mark síðustu ellefu og hálfa mínútuna í leiknum. Fjórði leikur- inn fer fram á Hlíðarenda á mánu- daginn og þar getur ÍBV með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.