Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 45
SUNNUDAGUR 9. maí 2004 Laugavegi 30a • 101 Reykjavík Sími 517-6777 Úr að ofan Ný og skemmtilega öðruvísi úra og skartgripaverslun. Sjálfboðið starf! 6-12 tímar á mánuði þegar þér hentar! Viljum bæta við sjálfboðaliðum í nokkur verkefni, s.s: • Sölubúðir á sjúkrahúsum • Heimsóknir til einstaklinga • Símsvörun Nánari upplýsingar í Sjálfboðamiðstöð R-RkÍ, Hverfisgötu 105 Rvk. S: 5518800 Ljósmynda-listsýn LESIÐ Í LANDIÐ HAFNARBORG, MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR, STRANDGÖTU 34 OPIÐ FRÁ KL. 11.00 - 17.00. SÍÐASTA SÝNINGARHELGI HEIDI KLUM Þýska fyrirsætan heldur á nýfæddri dóttur sinni, Leni, á fjölskyldumynd sem var birt í þýsku blaði í gær. Leni litla fæddist í New York þann 4. maí og samkvæmt fjölmiðlum ytra er Formúlu 1-stjórinn Flavio Briatore barnsfaðir Klum. Höfða mál gegn Axl Rose TÓNLIST Gítarleikarinn Saul Hud- son, betur þekktur sem Slash, og bassaleikarinn Duff McKagan, fyrrum liðsmenn Guns N’Roses, hafa höfðað mál gegn Axl Rose, söngvara sveitarinnar, fyrir að hafna ýmsum gylliboðum án þeirra samþykkis. Í ákærunni er Rose sakaður um að hafa hafnað tilboðum um að nota gömul Guns N’Roses-lög í bíómyndum þrátt fyrir að hafa engan rétt til þess. Vilja fyrr- verandi félagar hans fá að minnsta kosti milljón dollara í skaðabætur. Rose er meðal annars sagður hafa hafnað boðum frá framleiðendum myndanna We Were Soldiers, Death to Smoochy, Old School og Just Married. Einnig er hann sak- aður um að hafa bannað framleið- endum Black Hawk Down að nota lagið Welcome to the Jungle í myndinni. Vildi Rose frekar taka lagið aftur upp fyrir myndina með nýjum meðlimum Guns N’Roses svo að þeir Slash og McKagan fengju engin höfundarlaun. Lögsókn þeirra Slash og McKagans, sem nú eru í hljóm- sveitinni Velvet Revolver, kem- ur nokkuð á óvart því ekki er langt síðan þeir höfðuðu mál ásamt Rose gegn fyrrverandi út- gáfufyrirtæki þeirra vegna út- gáfu á nýrri safnplötu með Guns N’Roses. Þeir töpuðu þeim mála- ferlum. ■ AXL ROSE Söngvari Guns N’Roses hefur verið lögsóttur af fyrrverandi félögum sínum og gæti þurft að borga þeim háar skaðabætur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.