Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 46
9. maí 2004 SUNNUDAGUR ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / T A K T ÍK n r. 4 0 B Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 17.480,- Næsta bil kr. 13.446,- Frídagurinn með börnunum Laugadagur og sunnudagur erufrídagarnir mínir. Þá vakna ég snemma með börnunum og þau horfa á barnatímann. Svo gef ég þeim að éta og reyni að skemmta þeim svolítið,“ segir Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari í Botnleðju og leikskólakennaranemi, en á heimili hans eru þrjú börn. „Oft á tíðum skelli ég mér út á róluvöll með dóttur mína – svona til að fá sér frískt loft þegar ég er búinn að fá mér nóg af kaffi.“ Heiðar reynir að kíkja í bæinn eða fara í bíó með börnunum seinni part dags en ef það er góður fót- boltaleikur í sjónvarpinu reynir hann að smíða daginn í kringum hann. „Um kvöldið reyni ég að hafa góðan mat, versla eitthvað gott á grillið, og hef það notalegt með fjöl- skyldunni. Reyni kannski að slaka á með rauðvíni,“ segir Heiðar sem er að eigin sögn góður kokkur. „Ég er mikill eldhúsunnandi.“ Heiðar er dyggur stuðningsmað- ur knattspyrnuliðs FH og reynir hvað hann getur að komast á leiki. „Ég má ekki missa af leik því þá líður mér illa. Ég reyni að fara á alla leiki sem eru bílfærir og hlakka mikið til,“ segir söngvar- inn en kvartar þó sáran undan því hvað leikirnir eru á leiðinlegum tímum. ■ Draugaleg hallarstemning Hjörleifur Valsson fiðluleikarihefur haft veg og vanda af því að skipuleggja þetta,“ segir hljóðfærasmiðurinn Jón Marinó Jónsson en klukkan fjögur í dag verða haldnir tónleikar í Salnum þar sem einungis verður leikið á hljóðfæri sem Jón hefur smíðað. „Ég hef verið að fylgjast með æf- ingum og það er sérstök upplifun að fá að heyra hvernig hljóðfærin sem maður hefur smíðað hljóma saman,“ segir Jón en hann er einn af örfáum starfandi strokhljóð- færasmiðum hér á landi en fiðla, víóla, selló og kontrabassi teljast til strokhljóðfæra. Efniviðurinn í hljóðfærum Jóns á sér óvenjulega sögu. „Í hluta af hljóðfærunum nota ég efni sem kom með skipi til lands- ins á hvítasunnudagsmorgun árið 1881. Skipið rak mannlaust inn í Kirkjuvog á Höfnum á Reykja- nesi og var því kallað Draugaskip- ið. Ég er húsasmíðameistari og árið 1992 var ég að endurbyggja elsta húsið í Keflavík og það var byggt úr efni sem kom úr þessu skipi. Það var svo ekki fyrr en ég fór til Englands að læra hljóð- færasmíði árið 1997 að ég áttaði mig á að þarna hafði verið dýr- mætur efniviður á ferðinni og þar sem nokkrir plankar höfðu verið afgangs gat ég notað efniviðinn við hljóðfærasmíðina.“ Fiðluleikarinn Sigrún Eðvalds- dóttir er meðal þeirra sem hafa handleikið hljóðfæri Jóns. „Mér skilst að hún hafi notað handsmíð- aða fiðlu frá mér við upptöku Sin- fóníuhljómsveitar Íslands á tón- verkinu Baldri eftir Jón Leifs,“ en í Salnum á eftir munu Hallarkvar- tettinn og ýmsir valinkunnir tón- listarmenn leika á hljóðfæri Jóns. Á efnisskránni verða meðal ann- ars verk eftir Pál Ísólfsson, Sig- fús Halldórsson og Brahms. ■ Frídagurinn HEIÐAR ÖRN KRISTJÁNSSON ■ söngvari eyðir frídeginum með börn- unum. Reynir þó hvað hann getur til að fara á fótboltaleiki með FH. Tónleikar JÓN MARINÓ JÓNSSON ■ Hallarkvartettinn er meðal þeirra sem koma fram á síðdegistónleikum í Salnum en öll hljóðfærin sem spilað verður á eiga það sameiginlegt að vera hand- smíðuð af Jóni. HEIÐAR ÖRN KRISTJÁNSSON Hann er einn dyggasti stuðningsmaður FH og samdi meðal annars stuðningsmanna- lag liðsins. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Robert Welsch Fernando Morientes Haraldur Sveinsson JÓN MARINÓ Segir það sérstaka upplifun að fá tækifæri til að hlýða á tónleika þar sem einungis er notast við handsmíðuð hljóðfæri hans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.