Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 LAUGARDAGUR ÚRSLITALEIKUR FH og KR mætast í úrslitaleik deildabikarsins í fótbolta í dag. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði og hefst klukkan 14. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BEST Í BORGINNI Á því svæði verður bjartast og hlýjast. Milt víðast annars staðar en vætusamt. Hægviðri á landinu, síst á Vestfjörðum. Áfram milt. Sjá síðu 6 8. maí 2004 – 125. tölublað – 4. árgangur ● vikan sem var Kristján Kristjánsson: ▲ SÍÐA 18 Dæmdi knattspyrnuleik ● forseti real í skýjunum Fernando Morientes: ▲ SÍÐA 32 Fer aftur til Real Madrid ALFARIÐ Á MÓTI Verslunarráð Íslands leggst alfarið gegn frumvarpi forsætisráð- herra um eignarhald á fjölmiðlum. Frestur til að skila umsögnum hefur verið fram- lengdur fram yfir helgi. Sjá síðu 2 ÓÞARFT AÐ ÁMINNA Frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hefur verið afgreitt úr nefnd á Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu þarf ekki að áminna starfsmann áður en honum er sagt upp. Sjá síðu 4 FYRRUM HERFORINGI HAND- TEKINN Bandarískur lögmaður, sem er fyrrum herforingi í Bandaríkjaher, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina á hryðjuverkaárásunum í Madríd. Sjá síðu 2 OLÍUVERÐ ENN AÐ HÆKKA Olíu- verð náði 40 dollara markinu á fatið um tíma á markaði í New York í gær, í fyrsta skipti frá því í aðdraganda Persaflóastríðs- ins. Sjá síðu 4 ● bílar Kári Steinar Atlason: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Keypti sér BMW árgerð 1974 FJÖLMIÐLALÖG Þingmenn Fram- sóknarflokksins sem Fréttablaðið ræddi við segjast vilja sjá veru- legar breytingar á fjölmiðlafrum- varpinu áður en þeir samþykki það. Þrjú lykilatriði í frumvarpinu stangast á við skoðun flokksins. Í fyrsta lagi er ósátt um ákvæðið um tveggja ára aðlögunartímann, sem talið er brjóta gegn eignar- réttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í öðru lagi gætir óánægju um ákvæðið sem bannar fyrirtækj- um að eiga bæði í ljósvakamiðli og dagblaði. Þriðja atriðið er ákvæði um að algjört bann verði lagt við því að fyrirtæki í mark- aðsráðandi stöðu eigi hlut í fjöl- miðlafyrirtæki. Framsóknarflokkurinn er hlynntur því að lög verði sett sem takmarki eignarhald á fjölmiðl- um. Hins vegar þurfi að sjá til þess að lögin gangi ekki of langt. Tryggja þurfi með lögunum að yfirlýstu markmiði með þeim verði náð án þess þó að koma á hömlum sem brjóti í bága við stjórnarskrá og alþjóðleg lög, svo sem EES-samninginn. Sjónarmið sem fram hafa komið undanfarna daga þykja vega þungt í ákvarðanatöku þingmanna um frumvarpið. Einn þingmaður Framsóknarflokksins nefndi sam- þykkt stjórnar Árvakurs gegn frumvarpinu, sem fram kom í gær, og rök erlendra sérfræðinga í fjöl- miðlarétti sem komu til landsins á vegum Norðurljósa og funduðu með allsherjarnefnd Alþingis. Þeir halda því fram að frumvarpið brjóti í bága við EES-samninginn, íslensku stjórnarskrána og mann- réttindasáttmála Evrópu. Frumvarpið er nú í umfjöllun hjá allsherjarnefnd Alþingis. Ef meirihluti nefndarinnar kemur því í gegn að frumvarpið verði afgreitt úr nefnd með afar takmörkuðum breytingum getur það því gerst að þingmenn Framsóknarflokksins samþykki ekki frumvarpið. Ef ríkisstjórnarflokkarnir tveir ná ekki sátt um frumvarpið kemur upp erfið staða innan ríkis- stjórnarinnar sem gæti orðið til þess að hún falli. sda@frettabladid.is sjá nánar síðu 8. Andstaða innan Framsóknarflokks Þingmenn innan Framsóknarflokksins munu ekki samþykkja fjölmiðlafrumvarpið nema því verði breytt verulega. Þrjú lykilatriði verði tekin út. Vilja sjá til þess að lögin gangi ekki of langt. Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 38 Sjónvarp 48 Þegir ekki yfir óréttlæti Séra Örn Bárður Jónsson, prestur í Nes- kirkju, hefur vakið athygli undanfarið fyrir skelegga gagnrýni úr predikunar- stóli, einkum á stuðning Íslands við Íraksstríðið. Örn Bárður Jónsson: Fólk í dægurlögunum: Um árabil hefur landinn sungið hástöf- um um fólk eins og Álfheiði Björk og Nínu, undir glymjandi gítarspili í partí- um. En er þetta fólk til? Hver er Hólm- fríður Júlíusdóttir? Er Álfheiður Björk til? SÍÐA 22 ▲SÍÐUR 20-21 ▲ Rumsfeld baðst afsökunar en segir ekki af sér: Vill greiða föngunum bætur WASHINGTON, AP Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, baðst innilega afsökunar á þeim misþyrmingum sem banda- rískir herlögreglumenn hafa beitt íraska fanga og sagðist axla fulla ábyrgð á þessu þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær. Hann sagð- ist þó ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir kröfur demókrata þess efnis. „Mér líður hræðilega út af því sem hefur komið fyrir þessa írösku fanga. Þeir eru mannverur. Þeir voru í haldi Bandaríkja- manna,“ sagði Rumsfeld þing- mönnum. „Þá Íraka sem var mis- þyrmt af bandarískum hermönn- um vil ég biðja innilega afsökun- ar.“ Búist hafði verið við því að Rumsfeld myndi biðjast afsökunar. Það kom hins vegar á óvart þegar hann lýsti því yfir að hann leitaði leiða til að greiða föngunum sem var misþyrmt skaðabætur. Hann sagði að það væri hið eina rétta í stöðunni. Rumsfeld sagði að ekki yrðu einungis þeir hermenn sem brutu af sér látnir svara til saka heldur einnig yfirmenn þeirra í banda- ríska hernum. ■ Sérstæðir tónleikar Tónleikar: ● leikur á hljóðskúlptúra SÍÐA 36 ▲ M YN D /A P Metro-Goldwyn-Mayer: Sony íhugar að kaupa BANDARÍKIN, AP Kvikmyndaverið Metro-Goldwyn-Mayer hefur samþykkt að taka þátt í viðræð- um við Sony-samsteypuna um möguleg kaup Sony á MGM. Samningar eru enn á byrjun- arstigi, en Sony, ásamt tveimur fjárfestingarfyrirtækjum, gerir ráð fyrir því að þurfa að greiða 356 milljarða króna fyrir hið sögufræga kvikmyndaver. Viðræðurnar eru eingöngu á milli Sony og MGM og því mun öðrum en Sony ekki verða gefinn kostur á að bjóða í MGM. Áhugi Sony beinist einna helst að gríðarstóru kvikmynda- safni MGM sem hefur að geyma myndir á borð við Bleika pardusinn, Rocky, West Side Story og fleiri. Stærsti hluthafi MGM, Kirk Kerkorian, seldi Ted Turner fyrirtækið árið 1986 en keypti það aftur nokkrum mánuðum síðar. ■ Fimmtán börn: Öll nöfnin byrja á J BANDARÍKIN Bandarísk hjón sem eiga fjórtán börn sem öll heita nafni sem byrjar á J eiga von á fimmtánda barni sínu. Hjónin ætla að skíra nýja barnið Jackson. Þau segjast ekki hafa ætlað sér upphaflega að eignast svo mörg börn en þau hafi komist að því að börn séu guðsgjöf. Börnin fjórtán heita Joshua, Jana, John, Jill, Jessa, Jinger, Joseph, Josiah, Joanna, Jedadiah, Jeremia, Jason, James og Justin. Móðirin segist alveg geta hugsað sér að bæta við fleiri börnum. ■ Á GÖNGU Í CANNES Ferðamenn ganga framhjá stóru skilti þar sem kvikmyndahátíðin í Cannes er auglýst. Hátíðin hefst á miðvikudaginn með sýningu á tveimur teiknimyndum, hinni bandarísku Shrek 2 og japönsku myndinni Innocence.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.