Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 4
4 8. maí 2004 LAUGARDAGUR Heldurðu að pyntingar bandaríska hersins á Írökum séu algengar? Spurning dagsins í dag: Er rétt hjá Seðlabankanum að hækka stýrivexti? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 21% 79% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is ■ Lögreglufréttir Fatið af olíu yfir 40 dollara í fyrsta sinn síðan 1990: Bensín heldur áfram að hækka ELDSNEYTI Olíuverð náði 40 dollara markinu á fatið um tíma á markaði í New York í gær, í fyrsta skipti frá því í aðdraganda Persaflóastríðsins. Órói við Persaflóa og ótti um árásir á olíuframleiðslustaði og flutningsleiðir hafa valdið því að hvert fat af olíu hefur selst á yfir 30 dollara, eða 2.200 krónur, frá því seint á síðasta ári. Hér er bensínlítrinn af 95 oktana bensíni kominn í um það bil 107 krónur með fullri þjónustu en á síð- ustu árum hefur hann hæst farið í 104,90 krónur í júní 2001. Viðbúið er að bensínverðið hækki á næstu vik- um en óvíst hversu mikið það verð- ur. Hækkandi bensínverð og sterk- ari dollari hafa þar áhrif til hækk- unar en aukin samkeppni olíufélag- anna kann að halda nokkuð aftur af henni. Sé tekið tillit til verðbólgu er olí- an ódýrari nú en síðast þegar hún fór í 40 dollara á heimsmarkaði. Í dag jafngilda 40 dollarar 2.930 krón- um en 40 dollarar árið 1990 væru nær 4.200 krónu virði í dag. ■ Áminningarfrumvarp loks afgreitt úr nefnd Frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hefur verið afgreitt úr nefnd fyrir aðra umræðu á Alþingi. Meirihlutinn stendur að breytingartil- lögum. Þingmaður stjórnarandstöðu segir breytingarnar vera hálfkák og fúsk. ALÞINGI Frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna var af- greitt úr efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis í gær, með ákveðn- um breytingum sem meirihlutinn stóð að. Frumvarpið hafði legið fast í nefndinni eftir að Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknar- flokki og varaformaður nefndar- innar, fylgdi stjórnarandstöðunni að máli fyrr í vikunni, þannig að ekki náðist meirihluti til að af- greiða það til annarrar umræðu á þinginu, fyrr en nú. Samkvæmt frumvarpinu þarf ekki að áminna starfsmann áður en honum verður sagt upp en ákvæði stjórnsýslulaga sem kveð- ur á um andmælarétt viðkomandi verður ekki tekið út. Þetta þýðir að hægt verður að segja starfs- manni upp án áminningar, en hon- um er eftir sem áður tryggður réttur til andmæla. „Ég tel frumvarpið til mikilla bóta því það verður ekki eins flók- ið og erfitt og hingað til að segja upp opinberum starfsmanni. Það er mjög vandasamt að segja fólki upp, þannig að ekki sé hægt að gagn- rýna,“ segir Pétur Blöndal, formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, segir að breytingatillög- urnar séu með öllu ófullnægjandi og í þeim felist hálfkák og fúsk. „Mér finnst enn mjög óljóst hvernig andmælaréttinum verður háttað og að mati stéttarfélaganna eru þetta algerlega óviðunandi breytingar á lögunum. Þau leggj- ast öll gegn frumvarpinu og óska eftir því að það verði dregið til- baka og stjórnarandstaðan í efna- hags- og viðskiptanefnd er sam- mála um það,“ segir hann. bryndis@frettabladid.is AL-SADR FAGNAÐ Nokkur þúsund manns hlýddu á ræðu Muqtada al-Sadr í helstu mosku Kufa, í ná- grenni Najaf. Hann kom frá Najaf til að ávarpa fólkið þrátt fyrir nærveru bandarískra her- manna sem er ætlað að hand- sama hann. Hann spurði hvaða frelsis Írakar ættu að vænta frá Bandaríkjamönnum sem nytu þess að pynta íraska fanga. HERMENN SEM AMBÁTTIR Hver sá sem handsamar kvenkyns breskan hermann má halda henni sem ambátt sagði Abdul-Sattar al-Bahadli, einn helsti samstarfs- maður Muqtada al-Sadr, við bænahald í Basra. Hann bauð ein- nig fé hverjum þeim sem hand- samaði eða myrti meðlimi fram- kvæmdaráðsins. PÓLVERJAR SKOTNIR Tveir Pól- verjar létust þegar skotið var á bíl þeirra. Báðir unnu þeir fyrir pólsku sjónvarpsstöðina TVP, annar sem fréttamaður en hinn sem framleiðandi. DANIR SKUTU ÍRAKA Danskir hermenn skutu Íraka til bana eft- ir að hann hægði ekki á bíl sínum þegar hann nálgaðist vegatálma. Farþegi í bílnum særðist. Danirn- ir segjast hafa skotið viðvörunar- skotum en bílstjórinn hafi þrátt fyrir það ekki hægt á sér. FRÍMERKIÐ UMDEILDA Frímerkjasöfnurum finnst það ljótt og stjórnmálamönnum vitlaust. Írskt frímerki: Írland sameinað DUBLIN, AP Írland hefur verið sam- einað og það var í raun Krít en ekki Kýpur sem gekk í Evrópu- sambandið á dögunum. Svo er alla vega að sjá á nýju írsku frímerki sem var gefið út til að fagna stækkun sambandsins til austurs. Þar eru engin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands auk þess sem ekki er annað að sjá en að nýja eyjan í sambandinu sé Krít en ekki Kýpur. Hvort tveggja frímerkjasafn- arar og stjórnmálamenn hafa gagnrýnt írska póstinn. Talsmað- ur hans ver þetta hins vegar með því að það hafi þurft að þjappa öllum saman og ekkert þeirra sé alveg eins í laginu og það sé í raun og veru. ■ www.netsalan.com Knarravogur 4, - 104 Reykjavík - Sími 517 0220 OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00 - 16.00 HELGARTILBOÐ -aðeins þessa helgii l i McLouis Lagan 410 Svenpláss fyrir 5, 6 í belti FUNDNAR Báðar unglingsstúlkurn- ar sem lögreglan í Reykjavík leit- aði að eru fundnar heilar á húfi. Lögreglunni bárust tilkynningar um för stúlknanna og fannst önnur í austurhluta borgarinnar og hin í vesturhlutanum á fimmtudag. FÍKNIEFNI Lögreglan á Selfossi fann lítilræði af amfetamíni. Mál- ið er í rannsókn. Á ferð sinni um Hveragerði tóku þeir einnig konu fyrir grun um ölvun við akstur. ÓK Á STAUR Ökumaður missti stjórn á bíl í krapa og keyrði á staur í snjóflóðaneti í Óshlíð milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur í gær. Þrennt var í bílnum þar af tvö börn. Engan sakaði en fólkið fann fyrir eymslum undan bíl- beltum. Bíllinn er óökufær. KJARAMÁL Kennarar lögðu fram gagntilboð í kjaraviðræðum við launanefnd íslenskra sveitarfé- laga hjá ríkissáttasemjara í gær. Kjaranefnd kennara undrast samkomulag um kjarasamn- ingsumboð sem sveitarfélög skrifuðu undir fyrir viðræðurn- ar, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskóla- kennara. Hvert einasta sveitarfélag landsins, utan tveggja, skrifaði undir umboð sem skuldbatt það til að borga kennurum sam- kvæmt launataxta í komandi samningum. Rjúfi sveitarfélög samninginn hættir Samband ís- lenskra sveitarfélaga að veita því þjónustu á sviði kjaramála án bóta og endurgreiðslna, eins og stendur í umboðinu. Finnbogi segir kennara vilja semja um lágmarkstaxta eins og öll önnur stéttarfélög geri en þau kjör sem kennurum bjóðist séu ekki aðeins lágmarkslaun heldur einnig hámarkslaun. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður viðræðunefndar sveit- arfélaga, segir að yfirborganir hafi verið teknar inn í síðustu kjarasamninga og því sé þessi leið farin. Birgir Björn segir að samningar opinberra starfs- manna séu einfaldlega svona. Ekki sé til umræðu að semja að- eins um lágmarkslaun. Launanefndin fer yfir gagntilboð kennara um helgina og er fundur bókaður hjá sátta- semjara ríkisins á mánudag. ■ ÖRTRÖÐ Á MARKAÐI Fatið af olíu fór yfir 40 dollara á markaði í New York í gær. Sveitarfélög skuldbinda sig til að greiða kennurum stöðluð laun: Kennurum ekki greitt umfram taxta HÚS RÍKISSÁTTASEMJARA Í BORGARTÚNI Launanefnd íslenskra sveitarfélaga og kjaranefnd kennara hittast þar aftur á mánudag og fara yfir gagntilboð kennara. ■ Írak ■ Lögreglufréttir PÉTUR BLÖNDAL Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþing- is segir frumvarp um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna til mikilla bóta. Málið hafði legið fast í nefndinni vrena ágreinings um af- greiðslu þess fyrir aðra umræðu á þinginu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.