Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 10
8. maí 2004 LAUGARDAGUR Stöðvuðu konu á stolnum bíl: Eftirför lögreglu leiðir til áreksturs LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík veitti í fyrrinótt konu á stolnum bíl eftirför frá Höfða og niður á Sæbraut þar sem hún keyrði í veg fyrir bílinn til að stöðva för henn- ar. Konan sem er um tvítugt sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og hafði ekið bæði upp á kant og gras áður en lögreglan tók þá ákvörðun að keyra í veg fyrir hana. Öllu tiltæku liði lögreglunnar var stefnt í átt að svæðinu til að setja upp vegartálma og stöðva konuna áður en hún kæmist akan- di inn í íbúðarhverfi þar sem veruleg hætta hefði getað stafað af henni. Grunur leikur á um að konan hafi verið undir áhrifum lyfja eða fíkniefna. Bílinn hafði konan fengið að láni á bílasölu til reynsluaksturs en ekki skilað sér á tilsettum tíma. Enginn slasað- ist við áreksturinn og litlar skemmdir urðu á bílum. Konan er í haldi lögreglunnar og var yf- irheyrð fyrir hádegi í gær. ■ Með tólf dóma vegna umferðarlagabrota: Sviptur öku- leyfi ævilangt DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur mað- ur var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í gær í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðs- bunda, fyrir glæfraakstur undir áhrifum áfengis. Maðurinn mældist með 1,44 prómill vínanda í blóði og var sviptur ökuleyfi ævilangt. Hon- um var einnig gert að greiða allan sakarkostnað. Frá átján ára aldri hefur manninum átta sinnum verið refsað fyrir að aka án réttinda og fjórum sinnum fyrir ölvunarakst- ur. ■ Áminningarvald á hendi saksóknara Það er ríkissaksóknara að áminna lögreglu vegna seinagangs við rann- sóknir sakamála. Yfirvofandi er skaðabótamál á hendur ríkinu vegna máls, þar sem sök fyrntist vegna seinagangs við lögreglurannsókn. DÓMSMÁL „Dómsmálaráðherra eða dómsmálaráðuneyti hefur engin afskipti haft af lögreglu eða lög- reglustjóra vegna rannsóknar þess máls sem nefnt er,“ sagði Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, spurður hvort hann hefði haft afskipti af lögreglunni á Ísa- firði vegna seinagangs við rann- sókn, sem leiddi til þess að sök ákærða var dæmd fyrnd. Um var að ræða kynferðis- ofbeldismál þar sem maður var ákærður fyrir að hafa margsinnis á árunum frá 1985 til 1989 misnot- að unga stúlku gróflega. Héraðs- dómur Vestfjarða dæmdi sök mannsins fyrnda og Hæstiréttur staðfesti þann dóm. Herdís Hallmarsdóttir, lög- maður stúlkunnar, hefur staðfest að skaðabótamál verði höfðað á hendur ríkinu á grundvelli þess að tafir á rannsóknarstigi hefðu orð- ið til þess að sök mannsins hefði fyrnst, sem hefði meðal annars leitt til þess að stúlkan hefði ekki fengið dæmdar skaðabætur sem henni hefðu annars borið úr hendi mannsins. Dómsmálaráðherra sagði að samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála væri ríkissak- sóknari æðsti handhafi ákæru- valds í landinu og færi sam- kvæmt þeim lögum með eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum. Ráðuneytið myndi ekki hafa frumkvæði að áminningu eða beina slíku erindi til ríkissaksóknara. Spurður hvort þess væru dæmi að lögregla hefði verið áminnt fyrir seinagang við rann- sóknir sagði ráðherra nokkur dæmi um það í dómum þar sem fundið hefði verið að því ef rann- sókn hefði gengið hægt fyrir sig eða ef óútskýrðar tafir orðið á rannsókn. Í nokkrum tilfellum hefði refsing verið milduð af þessum sökum. Vegna þessa hefði ríkissaksóknari sett al- mennar reglur um tímamörk við rannsóknir tiltekinna mála og fylgst með því að þau mörk væru virt. Ekki væru dæmi á undan- förnum árum um að dómsmála- ráðherra hefði veitt lögreglu- stjórum áminningu af slíkum ástæðum. „Alvarleg afglöp í starfi geta leitt til þess að viðkomandi emb- ættismanni verði veitt áminning á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,“ sagði Björn. „Í þessu máli hafa ráðuneytinu engar upplýsingar borist frá ríkissaksóknara sem fer með eftirlit með lögreglustjór- um á þessu sviði, að atvikum sé þannig háttað í máli þessu að varði viðkomandi lögreglustjóra áminningu. Telji ríkissaksóknari svo vera mun ráðuneytið að sjálf- sögðu taka málið til nánari skoð- unar.“ jss@frettabladid.is DAGBLAÐIÐ VÍSIR 104. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2004 ] VERÐ KR. 295 Jón SteinarStoltur af börnunum Bls. 16 Íslenskur hermaðurMagnús Ragnarsson dúxaði á sprengjuprófi Bls. 26 Jónsi ofsóttur í Tyrklandi Sveinn Rúnar semur Euro-visionlagið í ár. Nú þegarstreyma tilboðin um aðsemja lög fyrir þekktaútlendinga. Keppnin sjálfer í næstu viku og DV fylgist með hverju skrefi Jónsa og félaga. Bls. 17 Vala Matt reynir að heimsækja dóttur sína og dóttur Jóns Óttars eins oft og hún getur. Þær búa í Kaupmanna- höfn og London. Hún hefur heimsótt fleiri heimili en nokkur annar Íslendingur og hitt fræg-asta fólk veraldar. Bls. 43 Ástir og ólga í Framsókn KristinnH. kyssir en kjaftar ekki frá Bls. 21-23 PAKISTAN, AP Fjórtán manns hið minnsta létu lífið og á annað hundrað særðust í sprengjuárás á mosku sjíamúslima í borginni Karachi í Pakistan. „Ég var inni í moskunni við föstudagsbænir þegar sprengjan sprakk með miklum hvelli,“ sagði Kalb e-Abbas. „Eitthvað þeyttist í handlegg minn og ég sá að ég var alblóðugur.“ Sprengingin átti sér stað stut- tu eftir hádegi þegar fjöldi manns var við bænir í moskunni, sem er innan veggja barnaskóla. Þar er líka moska súnnímúslima, sem eru 80 prósent íbúa Pakist- ans. Flest fórnarlömbin voru þó fullorðin en börnunum hafði verið hleypt snemma út úr tímum eins og venja er í skólanum. Lög- regla telur að um sjálfsmorðs- árás hafi verið að ræða. Árásin varð til þess að hópar ungra sjíamúslima gengu ber- serksgang í borginni og kveiktu í bílum, bensínstöðvum og stjórn- arbyggingu. ■ MOSKAN EFTIR SPRENGINGU Lögreglumenn rannsakar vettvang sprengjuárásarinnar. Sjálfsmorðsárás í mosku í Karachi: Fjórtán létu lífið SKAÐABÓTAMÁL Skaðabótamál verður höfðað á hendur ríkinu vegna seinagangs lögreglunnar á Ísafirði við rannsókn kynferðisofbeldismáls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.