Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 12
8. maí 2004 LAUGARDAGUR BANDARÍKIN Þar til fyrir fáeinum dögum var mynd af herlögreglu- konunni Lynndie R. England stillt upp í ráðhúsi Mineral-sýslu í Virg- iníu. Þar var hún ásamt myndum af öðrum hermönnum úr sveitar- félaginu sem þjóna í Írak, undir borða þar sem sveitarfélagið lýsir sig stolt af sínu fólki. Nú er myndin af Lynndie hins vegar horfin, að sögn New York Times. Ástæðan er sú að Lynndie hefur verið áberandi á myndum sem sýna íröskum föngum mis- þyrmt. Lynndie hefur getið sér nokkra frægð eftir að myndir af mis- þyrmingum tóku að birtast. Hún hefur verið á nokkrum þeirra. Á einni er hún brosandi ásamt öðr- um hermanni að baki nöktum Írökum sem hafa verið látnir raða sér upp í píramída. Á þeirri mynd sem hér fylgir er hún með íraskan fanga beislaðan eins og hund. Ættingjar hennar sem New York Times ræddi við skilja hvorki upp né niður í þessu. Þeir trúa ekki að henni dytti sjálfri í hug að sýna föngum slíka grimmd og telja að henni hljóti að hafa verið skipað að gera þetta. ■ Tryggingafélögin sátt eftir rannsókn Forsvarsmenn stóru tryggingafélaganna sættast á niðurstöður samráðs- rannsóknar en segja þann langa tíma sem rannsóknin tók vera til baga. SAMKEPPNI Samkeppnisráð segir samvinnu innan Sambands ís- lenskra tryggingafélaga hafa stund- um brotið gegn samkeppnislögum. Innan sambandsins var rætt um hvernig tryggingarfélögin ættu að bregðast við innkomu nýrra keppi- nauta. Þá er líka fundið að því að sambandið hafi haldið sameiginlega uppi vörnum fyrir iðgjaldastefnu. Tryggingafélögin sleppa við sektir og hafa samþykkt að fara að fyrir- mælum samkeppnisráðs. Fallið var frá ásökunum um verðsamráð „Samkeppnisráð gerði athuga- semdir við samstarf tryggingafélag- anna innan Sambands íslenskra tryggingafélaga og íslenskrar endurtryggingar en fallið var frá ásökunum um verðsamráð og fleiri atriðum sem fram komu í frum- skýrslu stofnunarinnar,“ segir Gunn- ar Felixson, forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar, um niðurstöðurnar. „Sjálfsagt hefði eitthvað betur mátt fara hjá okkur á þessum vettvangi.“ Gunnar segir að sátt hafi náðst og að Tryggingamið- stöðin ætli að hlíta niðurstöðunni þó að fyrirtækið sé henni ekki fyllilega sammála. „Við sættum okkur við niðurstöðurnar miðað við efni málsins þó við séum ekki sáttir við alla rannsóknina.“ Fögnum málalokum en ósammála skýrslunni „Við fögnum málalokum og telj- um að það hafi verið tímabært að fá botn í málið og sú niðurstaða felst í því að við föllumst á að hlíta þeim fyrirmælum sem fram koma í ákvörðunarorði samkeppnisráðs,“ segir Einar Sveinsson, forstjóri Sjó- vár Almennra, um niðurstöðurnar. Einar segist telja að tekið hafi verið tillit til meginsjónarmiða félagsins varðandi svör við þeim álitaefnum sem upp komu. Þeir hafi skýrt sitt mál með þeim hætti að ekki hafi verið talið að um ólögmætt samráð félagsins við önnur trygg- ingafélög væri að ræða. Þar af leið- andi hafi aldrei verið inni í mynd- inni að sættast á niðurstöður sem fælu í sér sektargreiðslur. „Þau at- riði sem gerðar voru athugasemdir við voru eingöngu að því sem lýtur að starfsemi Sambands íslenskra tryggingafélaga og eru hrein álita- efni. Ég er ekki sammála því sem segir í skýrslunni.“ Hann segir að engu að síður hafi Sjóvá talið nauð- synlegt að ljúka málinu, sem staðið hefur á sjöunda ár, kostað tíma og peninga og truflað starfsemi. Rannsóknin nánast úrelt „Sjö ár eru afskaplega langur tími í rannsókn og margir úti í þjóð- félaginu voru búnir að dæma félög- in sek fyrir fram,“ segir Finnur Ing- ólfsson, forstjóri Vátrygginga- félags Íslands. „Það hefur allt verið rannsakað niður í kjölinn og niður- staðan er sú að ýmsir hlutir hefðu getað farið betur á sínum tíma og tekið hefur verið tillit til þess að fyrirtækin hafa breyst talsvert hin síðustu ár þannig að stjórnvalds- sektum er ekki beitt. Við unum þessari niðurstöðu og horfum til framtíðar en á það ber að líta að rannsókn af þessu tagi er nánast úr- elt sjö árum eftir að hún hefst.“ ■ KÖNNUN Tæplega sextíu prósent landsmanna telja að eigendur fjöl- miðla hafi mikil eða nokkur áhrif á daglega umfjöllun í fjölmiðlum sín- um, samkvæmt nýrri skoðanakönn- un Gallups. Tuttugu og fjögur prósent að- spurðra telja að eigendur fjölmiðla hafi mikil áhrif á daglega umfjöllun í fjölmiðlum sínum og tæp 36 prósent telja að afskiptin séu nokkur. Rúm 29 prósent telja afskipti eig- enda af daglegri umfjöllun fjölmiðla sinna lítil og einungis ellefu prósent telja afskiptin engin. Mun fleiri konur en karlar telja eigendur hafa afskipti af daglegri umfjöllun fjölmiðla sinna. Sú skoðun er útbreiddari meðal íbúa á höfuð- borgarsvæðinu að afskipti eigenda séu mikil eða nokkur en íbúa á lands- byggðinni og sú skoðun er útbreidd- ust meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára. Þá er mikill munur á afstöðu fólks til afskipta eigenda eftir stjórn- málaskoðunum. Rúmlega 73 prósent þeirra sem sögðust styðja ríkis- stjórnina telja afskipti eigenda mikil eða nokkur en tæp 47 prósent þeirra sem ekki sögðust styðja ríkisstjórn- ina telja afskipti eigenda nokkur eða mikil. Gallup gerði könnunina fyrir Norðurljós dagana 28. apríl til 4. maí. Úrtakið var 937 manns og svarhlut- fallið 63 prósent. ■ AÐEINS Í 2 DAGA ÆTLUM VIÐ AÐ SELJA HÁGÆÐA VÖRUR SEM HÉR SEGIR: Victoria Secret nærbuxur kr. 500.- Handtöskur, Nine West, Ralph Lauren, Guess o.f.l. frá kr. 1200 - 2900.- Silkihálsklútar og sjöl frá kr. 300.- Skart frá kr. 200- 1000. Flottir Victoria Secret brjósta- haldarar í stærðum 32B , 34 A-C, 36 A-B-C-D, 38A-B-C- D. H Verð kr. 2500. Tilboð, kauptu 2 brjósahaldara og fáðu þriðja frían.Tommy Hillfiger boxer, stærðir S-M-L-XL, verð kr. 1000. Einstaklega vönduð Tommy Hillfiger leður- seðlaveski, svört og koníaksbrún í fallegri gjafaöskju. Verð frá kr. 1900 - 2500. TILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SOKKABUXUM HUE sokkabuxur þykkar 30-120 den. HUE sokkabuxur þunnar 20 den, HUE blúndusokkabuxur 2-14 ára. TicTacToe sléttar, þunnar sterkar 2-16 ára. Hvítar, drapp, bláar, svartar, gráar og rauðar. HEILDSÖLUVERSLUNIN SHOP 101 ÓÐINSGÖTU 1, 101 REYKJAVÍK, gengt Sparisjóði Reykjavíkur OPNUNARTÍMI FÖSTUDAGUR 7 MAÍ, FRÁ 12:00 - 18:30 LAUGARDAGUR 8 MAÍ FRÁ KL. 11:00 - 17:00                         ! "#     Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝ SENDING LÉTTIR ÍTALSKIR JERSEYKJÓLAR Misþyrmingar fanga koma bæjarbúum á óvart: Bæjarstoltið í Mineral fallið MEÐ FANGA Í BEISLI Myndin af Lynndie sem skipaði heiðurs- sess í ráðhúsinu hvarf þegar hún birtist á myndum sem sýndu misþyrmingar fanga. Afskipti eigenda af daglegri umfjöllun fjölmiðla: Sextíu prósent telja afskiptin mikil eða nokkur GUNNAR FELIXSON Sjáflfsagt mátti eitt- hvað betur fara. EINAR SVEINSSON Við fögnum mála- lokunum. FINNUR INGÓLFSSON Unum niðurstöð- unni. Nokkur 24% Lítil 29,1% Mikil 24% Engin 11,0% SPURT VAR: Telur þú að eigendur fjölmiðla hafi almen- nt mikil, nokkur, lítil eða engin áhrif á daglega umfjöllun í fjölmiðlum sínum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.