Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 14
Samkvæmt hefðum hefði átt að vera búið að slíta Alþingi. Jarm- andi lömbin eru komin en kynin sitja enn málglöð á þingi. Þegar bændamenningin var í blóma réð sauðburðurinn þingslitum. Ráð- herrar hlupu þá úr þingsölum í fjárhúsin og sögðu í flokksblöð- um lífrænna að sjá lömbin fæð- ast en frumvörpin. Eitthvað hefur breyst. Það er engin spurning. Meðal annars vegna þess að þótt kvennakvóta hafi ekki verið fullnægt á þingi hafa ræður batn- að. Mjúku viðhorfin eru áberandi og vitið í innkaupatöskunni. Kvennalistinn sagði satt: Kon- ur taka manneskjulegri afstöðu en karlrembusvín. Þær rjúfa úr- eltar hefðir og greiða góðum mál- um atkvæði með hjartanu. Ljúft var að heyra og sjá fjallkonufríðu framsóknarkonuna, Jónínu Jón- ínudóttur, endurtaka í fjölmiðlum það sem aldrei hefur áður verið sagt á Alþingi, í heiminum eða í inni- og útitöku í sjónvarpi: „Ást- in þekkir ekki landamæri!“ Hún talaði klökk af móðurlegri festu. Enginn sem hlustaði gat tára bundist og sannfærðist um að sönn kona tekur þannig til máls. Jónína Jónínudóttir var sjálfri sér samkvæm í orðum og æði. Við afgreiðslu frumvarpsins um ást og útlendinga greiddi hún at- kvæði í ætt við það sem „hún elskaði“ í stjórnmálum. Hún og aðrar Jónínur á þingi rufu þannig karlahefðir, felldu ástlausa frum- varpið og opnuðu útlendingum leið að hjörtum landsmanna. Þetta nægir þó ekki svo mýkt og kraftur „kallist á“ hvarvetna í samfélaginu. Rannsóknir leiða ís- lenskar mótsagnir í ljós: Börn eru ekki lengur það sem var kall- að dugleg og drífandi. Hvort tveggja er aðeins ofvirk. En halda má börnum á mottunni í skólum með píramídoni á morgn- ana í staðinn fyrir lýsisgjöf. Í þessu tilviki er mótsögnin sú að þótt barn geti vart hreyft sig fyrir fitu birtist ofvirkni þess í frekju. Að margra dómi er sömu sögu að segja af Alþingi. Það er tilval- inn „hýsill“ fyrir ofvirkni, fitu og frekju. Þetta mátti lesa út úr útvarps- þætti í Samfélagið í nærmynd. Sérfræðingar hafa sannað að fari þetta þrennt saman leiðir það til óvægni sem kemur hart niður á „umgengnishópum“ hins freka, feita og ofvirka? Er þarna laumulega bent á Al- þingi og lagt til að píramídi valdsins í landinu fái þar lyfja- gjöf, píramídon á morgnana, til að halda því á mottunni? Gefa fræðingar í skyn að offeitur og ofvirkur á Alþingi láti frekjueinkennin koma niður á „umgengnishópi“ sínum í ríkis- stjórn? Hver veit? Einnig má spyrja, fyrst farið er að spyrja: „Er árangur í bar- áttunni gegn einelti ranglátra einungis sá að réttlátir verða fyr- ir því?“ Þurfa þá ráðherrar að leita undir regnhlíf Regnbogabarna, eins og ofsóttir minnimáttar- hópar, þótt þeir séu meiriháttar í gerðum sínum og í meirihluta í hverju máli? Eru til meiri mót- sagnir? Eða þeir skuli kveina með skáldinu: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ þegar þeir, líkt og það, geta ekki veitt öðrum óvæginn skell en fá hann á sig sjálfir! Allt er á sömu bókina lært á Íslandi: Óútreiknanlegt þótt auð- reiknað sé með skoðanakönnun Gallups og Gunnari Gunnusyni stjórnmálafræðingi. Ef vinsæld- ir offeits, ofvirks ráðherra minnka um fimm prósent mætir fræðingurinn í fjölbreytt viðtöl og er spurður sömu spurningar: „Hvað lest þú út úr dæminu?“ Hann svarar með spökum þunga: „Vinsældir viðkomanda hafa auð- sæilega dalað um fimm prósent, en hann heldur velli af því dölun í prósentustigum úti í samfélag- inu hefur engin áhrif á prósentu- stöðu hans innan flokksins.“ Svarið er snjallt og Gunnar Gunnuson því fastagestur í fjöl- breyttum fjölmiðlum en ekki kannski með nógu fjölbreyttu eignarhaldi. Af þessu má sjá að við búum í landi þar sem allt fer eftir því hvernig á málin er litið, sitt sýn- ist hverjum, hver og einn hefur sína sérstöku skoðun, sem er engu að síður almenn skoðun. Þjóðin léti heldur drepa sig en fara ofan af fjölbreytni í sam- ræmingu hreyfanleika og stöðn- unar hennar í þingkosningum. Í ætt við þetta er það að Katrín Katrínardóttir mennta- málaráðherra var kosin af fólki til lands og sjávar í könnun Gallups vinsælasti ráðherrann. Hún var þá svo nýkomin í emb- ættið að hún hafði ekki haft tíma til annars en að „tala út í eitt“ í stöku viðtali í Kastljósi við næst- um mállausa fjölmiðlakonu. Hún er þó einbeittari en karlmúsin sem læðist og er látinn sitja ein- hvern veginn á hakanum og gegna því undarlega hlutverki að horfa niðurlútur á viðmælendur, ekki eins og naut á nývirki held- ur fremur á þær samstilltu „kjaftadósir“ sem voru oft í „inn- setningum“ bandarískra mynd- listarmanna fyrir margt löngu, eins og spekingarnir segja. H vort sem litið er til afstöðu almennings í skoðanakönnun-um eða þeirra sem hafa tjáð sig á opinberum vettvangi eðaí álitsgerðum til allsherjarnefndar, er ljóst að ríkisstjórn- in er ekki að vinna fjölmiðlafrumvarpi sínu fylgi. Fyrir utan rit- stjóra Morgunblaðsins og útvarpsstjóra eru þeir ekki margir utan þingliðs stjórnarflokkanna sem hafa lýst yfir stuðningi við frum- varpið. Það er ekki einu sinni svo að allir þeir sem sátu í fjölmiðla- nefnd menntamálaráðherra hafi treyst sér til að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið. Fjöldi lögmanna hefur dregið í efa að frumvarpið standist stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga. Er- lendir gestir Norðurljósa undruðust þetta frumvarp; könnuðust ekki við jafn þröngar takmarkanir á tjáningarfrelsi í vestrænni löggjöf og röktu hvernig sambærileg löggjöf myndi umturna fjöl- miðlamarkaði flestra nágrannalanda okkar. Blaðamannafélagið, Rafiðnaðarsambandið, Félag bókagerðarmanna, Verslunarmanna- félag Reykjavíkur og Alþýðusamband Íslands hafa öll ályktað gegn frumvarpinu – bæði efnisatriðum þess og málsmeðferð ríkisstjórn- arinnar. Lögmannafélag Íslands bendir á að vafi leiki á að ákvæði frumvarpsins standist stjórnarskrá og segir nauðsynlegt að verja lengri tíma til að meta efnisatriði þess. Verslunarráð Íslands er andsnúið frumvarpinu, segir það stangast á við atvinnufrelsi og raska fjárfestingaráformum starfandi fyrirtækja. Heimdallur, Samband ungra sjálfstæðismanna og Deiglan – ungt fólk í Sjálf- stæðisflokknum – eru öll á móti því að þetta frumvarp verði að lög- um – einnig Frjálshyggjufélagið. Sama má segja um marga eldri flokksbundna sjálfstæðismenn og þá sem hafa gengið úr flokknum vegna þessa máls. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír eru á móti þessu frumvarpi. Starfsmenn, stjórn og eigendur Norðurljósa eru andsnúin frumvarpinu og sama má segja um stjórn Árvakurs, út- gáfufélags Morgunblaðsins. Það má telja víst að enn fleiri gefi sig fram á næstu dögum til að andmæla þessu frumvarpi; aðdraganda þess, rökstuðningi fyrir því og málatilbúnaði. Auðvitað er það svo að stjórnvöld verða að hafa þrek til að taka óvinsælar ákvarðanir sem stangast á við almenningsálitið. Sumar ákvarðanir eru þannig að þær munu aldrei njóta mikils fylgis – nið- urskurður þjónustu eða hækkun gjalda, svo dæmi séu tekin. Þeir sem telja nauðsynlegt að styðja stríðsrekstur verða að sætta sig við að taka ákvörðun um slíkt gegn meirihlutavilja þjóðarinnar. Það geta komið upp aðstæður þar sem eðlilegt er að stjórnvöld setji lög til að stöðva vinnudeilur þótt hæpið sé að slík ákvörðun njóti mik- ils fylgis. Þannig má lengi telja. En er fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar slíkt mál? Getur verið að nauðsynlegt sé að brjóta Norðurljós niður án þess að meg- inþorri almennings átti sig á nauðsyn þess eða flestir þeir sem alls- herjarnefnd hefur ráðfært sig við? Það eru fá fyrirbrigði í samfé- laginu sem eru eins augljós og opin og fjölmiðlar. Langflestir borg- arar geta tekið afstöðu til þeirra og metið hvort nauðsynlegt sé að setja lög til að takmarka frelsi þeirra – sú geta getur ekki verið ein- angruð við þingmenn stjórnarflokkanna og örfáa heitbundna fylg- ismenn þeirra. Það væri því fráleitt ef ríkisstjórnin ætlaði sér að knýja þetta mál í gegn, þvert gegn vilja meginþorra fólks og ráð- leggingum flestra sem um málið fjalla. ■ 8. maí 2004 LAUGARDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Ríkisstjórnin einangruð Ríkisstjórnin finnur fáa til að mæla með fjölmiðlafrumvarpinu. Ofvirkni á Alþingi FRÁ DEGI TIL DAGS Árvakur á móti Stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, hefur einróma lagst gegn fjöl- miðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar. Birti blaðið samþykkt stjórnarinnar með áber- andi hætti í blaðinu í gær. Áður höfðu birst viðtöl við stjórnarformann Árvakurs í öll- um öðrum fjölmiðlum þar sem hann gagnrýndi fjölmiðlastefnu ríkisstjórnarinn- ar en þau ummæli hafa ekki sést í Morg- unblaðinu. Í framhaldinu vakna spurning- ar um það hvort þetta muni hafa ein- hver áhrif á af- dráttarlausan stuðning Morgunblaðsins við frumvarpið. Styrmir Gunnarsson hefur farið hamförum því til stuðnings. Raunar má telja hann einn af upphafsmönnum málsins því þegar á síðastliðnu hausti, áður en fjölmiðlanefndin var skipuð, var hann farinn að skrifa um nauðsyn þess að bregðast við samþjöppun í eignarhaldi fjölmiðla (sem sumir vildu frekar lesa sem viðbrögð við minnkandi áhrifum og út- breiðslu Morgunblaðsins). Ráða eigendur? Styrmir skrifaði fyrir stuttu síðan athyglis- verðan leiðara um tengsl eigenda fjöl- miðla og ritstjóra. Þar sagði m.a.: „Það skiptir öllu máli hverjir eiga fjölmiðla. Sumir fjöl- miðlar eru heppnir með eigendur sína. Aðrir ekki.“ Og bætti við: „Morgunblaðið hefur stund- um sagt að í átökum stjórnmálamanna og viðskiptajöfra hafi stjórnmálamennirnir síðasta orðið. En jafnljóst er að ef til átaka kemur á milli eigenda fjölmiðils og rit- stjórna eða fréttastofa hafa eigendur síð- asta orðið og myndu innri starfsreglur engu breyta í þeim efnum.“ Felur afstaða stjórnar Árvakurs í fjölmiðlafrumvarpinu í sér „átök“ við ritstjórann? Um er að ræða stefnu í grundvallarmáli sem varðar tján- ingarfrelsi og eignarhald á fjölmiðlum. Hvor aðilinn ræður ferð- inni, eigendurnir eða ritstjórinn? Skiptir það kannski eig- endur Morg- u n b l a ð s i n s engu máli hvaða stefna er boðuð í leiður- um blaðsins? Opið frá 11-18 Löng sýningarhelgi Gæ ði í geg n! ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG ALÞINGI GUÐBERGUR BERGSSON Af þessu má sjá að við búum í landi þar sem allt fer eftir því hvernig á málin er litið, sitt sýnist hverjum, hver og einn hefur sína sérstöku skoðun, sem er engu að síður almenn skoðun. Þjóðin léti heldur drepa sig en fara ofan af fjöl- breytni í samræmingu hreyfanleika og stöðnunar hennar í þingkosningum. ,, ORÐRÉTT Lög gegn körlum næst? Það er augljóst að kóngurinn hefur fengið sjón og ber að fagna því og hver veit nema að hann taki eftir því bráðum að á Ís- landi búa líka konur. Jónína Benediktsdóttir íþróttafræð- ingur sem fagnar því að Davíð Odds- son forsætisráðherra skuli sjá „skuggahliðar“ frelsis og einkavæð- ingar. Viðskiptablaðið 7. maí. Gegn góðu siðferði Hvað sem lögskýringum líður brýtur frumvarpið gegn góðu sið- ferði. Stjórnarskráin verndar ekki endilega öll mannréttindi. Hægt er að setja lög sem brjóta á borg- urunum. Frumvarpið brýtur illi- lega á tjáningarfrelsi, atvinnu- frelsi, eignarrétti og jafnrétti. Gunnlaugur Jónsson fjármálaráð- gjafi um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar. Morgunblaðið 7. maí. Taktu nú eftir Jón! Gagnrýni á rétt á sér en menn verða að stilla henni í hóf og rökstyðja hana vel. Það á ekki að gagnrýna með lýðskrumi. Sigurður Líndal um þau ummæli Jóns Steinars Gunnlaugssonar að álitsgerð Umboðsmanns Alþingis í dómaramál- inu væri „út í hafsauga.“ DV 7. maí. degitildags@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.