Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 22
22 8. maí 2004 LAUGARDAGUR Þau eru fleiri en tölu verður ákomið, dægurlögin sem fjalla um nafngreint fólk. Um árabil hefur fólk hlustað á þessi lög og jafnvel sungið með af krafti án þess að vita hvort textinn fjallar um tiltekna manneskju eða hvort hann er sam- inn út í bláinn. Mannanöfn eru tíð í eldri lögum og þá sér í lagi þeim sem sungin eru á mannamótum. Jósep, María, Kata og Dagný eru dæmi um slíkt og ekki gott að segja til um hvort textarnir/ljóðin voru ort um ákveðna einstaklinga eða hvort nöfnin voru einfaldlega valin vegna stuðlunar eða heppilegs hjómfalls. Fleiri dæmi má nefna af fólki sem kemur fyrir í vinsælum dægurlögum frá fyrri tíð: Ólafía, Vigga, Dísa, Erla, Bjössi, Lóa, Bella, Stína, Anna, Magga, Gvendur, Eyjólfur, Angelína, Nonni, Óli, Pálína og Súsanna. Sjóararnir Í eina tíð var til siðs að yrkja um sjóara og þá jafnan nafngreinda og jafnvel nafntogaða sjóara. Sá siður virðist að mestu aflagður og raunar heyrir það til undantekninga ef ort er um sjómenn og sjómannslíf. Nokkrir kræfir og hraustir hafa ratað inn í kunna slagara og má þar nefna Simba, Þórð, Gústa, Jón, Nonna og Einsa. Stórmennin yrkja um fólk Bubbi og Megas hafa um ára- tugabil verið í hópi vinsælustu og virtustu tónlistarmanna þjóðarinn- ar og þeir hafa ort um fólk, þekkt og óþekkt, raunverulegt og tilbúið. Bubbi hefur ort til kvennanna í lífi sínu og áhrifavalda úr tónlistinni en einnig um samferðamenn sem sum- ir hverjir hafa misstigið sig á stígn- um hála. Þá hafa sögulegar persón- ur dúkkað upp í textum hans. Víkingar, miðaldamenn, þjóð- skáld og sjálfstæðishetjur hafa orð- ið Megasi að yrkisefni í gegnum árin, ekki síst í upphafi ferils hans. Þá hefur hann ort um kynlega kvisti og fjölmargar konur, sbr. Þóra, Maja, Lóa og Rósa. Stuðmenn iðnir Mannanöfn eru tíð í textum Stuð- manna og þá sérstaklega þeim sem Valgeir Guðjónsson og Jakob Magn- ússon hafa ort. Þessa gætir einnig á sólóplötum þeirra og eins hjá öðrum sveitum sem þeir hafa verið í, t.d. Spilverki þjóðanna. Margar kempur hafa komið við sögu, ýmist sannar eða lognar og oftar en ekki margar í einum og sama textanum. Slíkt er uppi á teningnum í lögum á borð við Strax í dag, Út á stoppistöð, Það jafnast ekkert á við jazz og Ég held ég gangi heim. Álfheiður, Nína, Sandra og G Eyjólfur Kristjánsson hefur samið nokkur lög þar sem fólk kem- ur við sögu. Alþekkt eru Nína og Álfheiður Björk en einnig má nefna Skilaboð til Söndru og G. „Hvorki Nína né Álfheiður eru til. Þetta er bara skáldskapur,“ segir Eyjólfur. „Þetta er hreinn hugarburður og ekki stuðst við neinar fyrirmyndir.“ Eyjólfur neitar því sumsé að hafa haft einhverjar sérstakar konur í huga þegar hann orti textana. „Í textanum um Nínu er sungið um látna konu og nafnið var valið af handahófi. Álfheiður Björk var svo fyrsta nafnið sem kom upp í hugann þegar sá texti varð til en í rauninni hefði verið hægt að nota hvaða nafn sem var.“ En lög Eyjólfs þar sem konur koma við sögu eru ekki öll út í loft- ið. Á nýjustu plötunni hans er t.d. lagið Skilaboð til Söndru. „Það fjall- ar um Söndru eiginkonu mína,“ seg- ir Eyjólfur og bætir við að sér hafi reynst auðvelt að yrkja um Söndru. „Ég var fljótur að þessu enda hafði ég við margt að styðjast.“ Og hann var líka fljótur að semja textann G sem kom út árið 2000 og fjallar um dóttur þeirra hjóna sem þá var nýfædd. „Það var líka afar auðvelt að setja þann texta saman.“ Eyjólfur segist oft vera spurður út í þessar persónur, þá sér í lagi Nínu og Álfheiði Björk, enda vinsæl lög og eðlilegt að fólk vilji forvitn- ast. Hann segir að nokkrar konur beri nöfnin Álfheiður Björk og hafi hann hitt tvær þeirra. Létu þær vel af uppátækinu. Sumarliði, Ketill gufa og Hannes Fjölmörg mannanöfn koma fyrir í textum Bjartmars Guðlaugssonar og er Sumarliði, sem ýmist er á móti, fullur eða skilinn, sjálfsagt hvað kunnastur. Bjartmar segir að Sumarliði sé auðvitað til og það í mörgum eintökum en neitar að ort sé um einhvern einn tiltekinn mann. „Það er engin persónuleg fyrir- mynd að Sumarliða,“ segir hann. Hið sama er uppi á teningnum með annað fólk í lögum hans, t.d. Sigur- þór, Árna járnkarl, Tómas, Bárð, Tótu og Fjólu. Kvikmyndaleikarinn James Dean var hins vegar til en um hann söng Bjartmar á einni plötu sinni. En hvað með Ketil gufu, var hann til? „Ég er nú hræddur um það. Hans er getið í fjórum setning- um í Egilssögu. Ketill nam land í Borgarfirði og varð tengdasonur Geirmundar heljarskinns. Þrælar hans gerðu uppreisn en voru brytj- aðir niður í örnefnafóður. Hann hugðist setjast að í landinu en var neitað um jörð,“ segir Bjartmar og það er mórallinn í sögu Ketils sem varð honum hugleikinn. „Mér finnst óskaplega merkilegt að maðurinn hafi komið hingað í upphafi Íslands- byggðar og enga lóð að hafa, það var allt uppselt frá fjöru til fjalls.“ En persónur Bjartmars eru ekki bara hugarburður, landnámsmenn eða látnar kvikmyndastjörnur. Hann hefur líka ort um kunnan samtíðarmann. „Það leynir sér varla við hvern er átt,“ segir Bjart- mar um lagið Hannes, sem augljós- lega fjallar um prófessorinn Hólm- stein Gissurarson. „Ég hef reyndar aldrei fengið staðfestingu á því frá sjálfum mér en mér finnst líklegt að þarna sé átt við prófessorinn,“ segir Bjartmar og hlær. Hólmfríður Júlíusdóttir Margir hafa raulað lagið Hólm- fríður Júlíusdóttir með Nýdönsk fyrir munni sér enda gott og gríp- andi. Þrjár konur bera þetta nafn en Nýdönsk hefur hvorki séð þær né heyrt. „Við vorum með æfingahús- næði við Kleppsmýrarveg og í einni pásunni vorum við að þvælast úti á bílaplani,“ segir Björn Jörundur Friðbjörnsson. „Þar fundum við dyrabjölluspjald með þessu nafni, Hólmfríður Júlíusdóttir og út frá því spannst eitthvað grín um að syngja þetta inn í lag sem við vorum að semja og upp úr því varð textinn til.“ Lagið naut mikilla vinsælda og margir veltu fyrir sér hver þessi Hólmfríður væri. Björn veit þó akkúrat ekkert um konuna. „Hún er væntanlega búsett einhvers staðar á Reykjavíkursvæðinu. Lagið er um hana án þess þó að vera um hana. En hún er kveikjan að laginu og við vit- um ekkert enn þann dag í dag hver þetta er.“ bjorn@frettabladid.is FÓLK Í ÝMSUM POPPLÖGUM: Álfheiður Björk - Eyjólfur Kristjánsson Nína - Eyjólfur Kristjánsson Hólmfríður Júlíusdóttir - Nýdönsk Dísa - SSSól Auður - Sálin hans Jóns míns Birta - Einar Bárðarson Hildur - Sverrir Stormsker Þórður - Sverrir Stormsker Hanna Hanna - Bítlavinafélagið Hannes - Miðnes Regína - Sykurmolarnir Negro Jose - Milljónamæringarnir Lúðvík - Milljónamæringarnir Benóný - Mannakorn Lilla Jóns - Mannakorn Sölvi Helgason - Mannakorn Harðsnúna Hanna - HLH flokkurinn Fiskurinn hennar Stínu - Haukar Guðjón - Hörður Torfa (Þórarinn Eldjárn) Sagan af Nínu og Geira - Brimkló EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Nína og Álfheiður Björk eru meðal þekkt- ustu laga Eyjólfs, sem einnig hefur ort um eiginkonu sína og dóttur. Eyjólfur neitar því að textarnir um Álfheiði og Nínu séu byggð- ir á fyrirmyndum. Fólk í textum Megasar: Lóa, Birkiland, Ragn- heiður biskupsdóttir, Frú Norma, Orfeus, Evridís, Fríða, Mæja, Rósa, Þóra, Síra Sæmi, Birta, Marta, Jón Sívertsen, Halla, Eyvindur, Snorri Sturlu- son, Ingólfur Arnarson, Egill Skallagrímsson, Jón Arason, Jónas Hallgríms- son, Jón Sigurðsson. Fólk í textum Bubba: Brynja, Agnes, Friðrik, Jón pönk- ari, Inga, Lennon, Dylan, Vilmundur, Jakob Timmerman, Sigga, Rómeó, Júlía, Helga, Rikki, Geiri, Hulda, Rúnar Gunnarsson, Sara, Þór, Jim Morrison, Albert. Fólk í textum Jónasar Árnasonar: Marta, Langi- Mangi Svanga- Mangason, Villi kokkur, Dómhild- ur, Klara, Hoff- mann, Mundi, Jó- hann, Mætta, Alli Jó. Fólk í textum Valgeirs, Jakobs og fleiri Stuðmanna: Kristín, Knútur, Ellington, Jón Múli, Goodman, Getz, Ólína, Svavar, K.K., Binni, Harpa Sjöfn Hermundardóttir, Sigurjón digri, Kristinn Styrkársson Proppé, Ingólfur, Helgi Pjeturs, Stína, Baddi, Lilli, Lína, Valdi, Kalli, Björn, Bimbó, Konráð, Hanna, Ella, Þura, Anna, Bubbi Morthens, Einar kaldi, Gudda, Úlfgang, Helmút, Indriði, Matthildur, Laufey, Eysteinn. Fólk í textum Bjartmars: Sumarliði, Sigurþór, Árni, Tómas, Bárður, James Dean, Ketill, Hann- es, Tóta, Fjóla. BJARTMAR GUÐLAUGSSON Mórallinn í sögunni af Katli gufu fékk Bjartmar til að taka upp pennann. Hann hefur líka ort um Hannes Hólmstein. BJÖRN JR. FRIÐBJÖRNSSON Hólmfríður Júlíus- dóttir er til en Nýdönsk hefur aldrei haft af henni spurnir. Mannanöfn eru algeng í dægurlagatextum og hafa nokkrir af helstu textasmiðum þjóðarinnar ort um fólk. Nafngreindir víkingar, þjóðskáld, sjóarar og ævintýramenn hafa oft orðið mönnum að yrkisefni en flestar eru þó persónurnar hugarburður höfunda. Er Álfheiður Björk til?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.