Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 24
Ekið í Renault Scenic: Framúrskarandi fjölskyldubíll Renault Scenic er fjölskyldubíll með stóru effi. Hann fer í þann flokk bíla sem kallaðir eru fjöl- nota bílar og mun í raun hafa orð- ið til þegar Scenic kom fyrst á markað. Það sem einkennir Scen- ic eru einmitt hinir fjölbreytilegu notkunarmöguleikar sem hann býður upp á. Þarna er gott pláss fyrir alla fjölskylduna (telji hún ekki fleiri en fimm). Sömuleiðis er mjög gott geymslurými í bíln- um og hægt er að breyta sætum, hverju fyrir sig, í flutningsrými með einföldum hætti. Bíllinn er þrátt fyrir þetta mjög nettur - einn af þessum bílum sem eru stærri að innan en þeir virka að utan. Hönnunin á Renault Scenic er til fyrirmyndar, bíllinn er fallegur og öll smáatriðin eru vel útfærð. Sóllugan á toppi bílsins gerir hann að mjög bjartri vistarveru en ef sólin er of sterk er hægt að draga fyrir, ekki bara sóllúguna heldur eru innbyggð sólartjöld í aftur- gluggunum. Í þessum bíl fá allir eitthvað fyrir sig. Ökumaðurinn fær lipran og skemmtilegan bíl og vel fer um alla farþega, ekki síst þá yngri sem sitja í aftursætinu. „Þetta er eins og í flugvél,“ sagði einn far- þegi í aftursæti um leið og hann dró upp borð aftan á framsætun- um. Geymslurýmið er líka mikið, til dæmis undir sætum og á milli framsæta. Þar er færanlegur mið- stokkur, mjög rúmgóður, og hanskahólfið er sérlega stórt og þar að auki hægt að fá það með kælibúnaði, sem er skemmtilegur aukabúnaður í sumarferðunum. Bíllinn er raunar afar vel hannað- ur til ferðalaga. Renault Scenic er mjög þægi- legur í akstri. Bílstjórinn situr hátt og sér því vel yfir. Bíllinn er þýður, þægilegur í stýri og liggur vel á veginum. Allar aðstæður ökumanns eru eins og best er á kosið, mælaborðið aðgengilegt og skýrt, fjarstýring á útvarpi í stýri og handbremsa sem fer sjálfkrafa af þegar tekið er af stað, svo að- eins nokkur dæmi séu tekin. Þegar á heildina er litið er bíll- inn alveg til fyrirmyndar. sigridur@frettabladid.is steinunn@frettabladid.is Hyundai hefur aldrei fyrr framleitt eins mikinn fjölda bíla í verk- smiðjum sínum í Kína, Indlandi og Tyrklandi eins og í mars síðast- liðnum. Allar þrjár verksmiðjur Hyundai utan Suður-Kóreu settu framleiðslumet í mars og ganga nú fyrir fullum afköstum að því er fram kemur í fréttatilkynningu B&L. Kostir: Ökumaður og farþegar sitja hátt og sjá því vel Einstaklega þægileg sæti sem styðja vel við án þess að vera hörð Fótarými farþega í aftursæti er mjög gott (engin hæð í miðju gólfi) Mikið geymslupláss – þarna er hver kimi nýttur Gallar: Svolítið þunglamalegur í beygjum Verð* Beinskiptur: 2.190.000 Sjálfskiptur: 2.340.000 *Ýmiss konar aukabúnaður er fáanlegur. Falleg hönnun og gott rými fyrir alla fjölskylduna. ! HÚSRÁÐ: BÍLAR BÓNAÐIRÞumalputtareglan er að bóna einu sinnií mánuði yfir vetrartímann og á tveggjamánaða fresti á sumrin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.