Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 46
Veldi hins illa stendur traustumfótum í hinu goðsagnakennda landi Transylvaníu og þegar sólin sest fara á kreik alls kyns forynj- ur sem kunna best við sig í skjóli nætur og vinna verk sín í myrkri. Fremstur í flokki þeirra skrímsla sem þrífast í Transylvaníu og hafa farið með aðalhlutverk í martröð- um mannkyns frá örófi alda er vitaskuld Drakúla greifi. Skuggalegur kastali greifans í fjöllum Transyl- vaníu gnæfir yfir nærliggj- andi þorpum og fyllir íbúana óhug enda geta þeir aldrei verið öruggir um líf sitt og limi og það sem verra er, þeir geta ekki einu sinni verið öruggir um eigin dauða þar sem það er ekki nóg með að Drakúla eigi það til að bíta fólk í hálsinn og drekka úr því allt blóð, heldur lætur hann fórnarlömb sín af og til bergja á vampírublóði sínu og þá erfa þau bölvun Dra- kúla og þurfa að eyða eilífðinni lifandi dauð, rétt eins og greifinn sjálfur. Blóðsugubaninn Van Helsing er eini maðurinn sem hefur haft þekkingu, kjark og dug til að takast á við greifann og allt frá því rithöfundurinn Bram Stoker leiddi þessa fjandvini fyrst saman, í skáldsögu sinni Dracula árið 1897, hafa þeir tek- ist á í ótal bókum og bíó- myndum. Síðasti eftirminni- legi fundur þeirra átti sér stað árið 1997 í kvikmynd Francis Ford Coppola, Bram Stoker’s Dracula, þegar Gary Oldman lék greifann illa en Anthony Hopkins fór með hlutverk Van Helsings. Það mætti því ætla að það væri fullsnemmt að gera aðra stórmynd um þetta óaðskiljanlega tvíeyki en leik- stjórinn og handritshöfundurinn Stephen Sommers hefur þó látið slag standa og í liðinni viku frum- sýndu Sambíóin stórmyndina Van Helsing þar sem þessi sögufrægi blóðsugubani gerir enn eina atlög- una að greifanum. Skrímslin standa saman Sommers er þó sem betur fer meðvitaður um að til þess að það gangi upp að gera Drakúlamynd fyrir 21. öldina þarf að brydda upp á einhverju nýju enda má segja að þó að sagan af Drakúla og Van Helsing sé góð hafi hún verið of oft sögð. Hann brá því á það ráð að safna saman öllum frægustu skrímslum afþreyingar- menningarinnar í eina mynd og Van Helsing þarf því ekki aðeins að reyna að draga Drakúla fram í sólarljósið og reka fleyg í hjarta hans heldur þarf hann einnig að glíma við óskapnað Franken- steins, Úlfmanninn og doktor Jekyll og herra Hyde. „Ég vildi ekki gera Drakúla- mynd af því það hefur verið gert. Francis Ford Coppola er búinn að gera eina góða. Það er líka búið að gera Frankenstein og ég nennti ekki að eyða tveimur árum ævi minnar í að gera mynd um Úlf- manninn,“ segir Sommers. „Ég fór því að velta því fyrir mér hvort það væri ekki hægt að leiða allar þessar persónur saman og eftir því sem ég horfði á fleiri gamlar skrímslamyndir varð ég ástfanginn af þessum skrímslum á ný. Maður gleymir því hversu góð þau eru.“ Það er þó ekkert nýtt undir sól- inni og menn hafa áður safnað þessum lífseigu ófreskjum saman í eina bíómynd og nægir þar að nefna House of Dracula frá árinu 1945. Þar mættu til leiks brjálaði vísindamaðurinn, mannskapnaður Frankensteins, Kroppinbakurinn, Úlfmaðurinn og að sjálfsögðu Drakúla. Eiga ófetin að vera aðskilin? Tilraunir Universal-kvik- myndaversins til að leiða þessar skepnur saman fóru sérstaklega í taugarnar á gagnrýnendum sem lögðu mikla áherslu á að ófétin ættu að vera aðskilin. Það má vissulega halda því fram að nei- kvæð viðbrögð gagnrýnendanna á sínum tíma hafi verið byggð á for- dómum þar sem skrímslin eiga vissulega margt sam- eiginlegt. Það þarf þó auðvit- að að standa rétt að samkom- um þeirra og aðdáendur Frankensteins, Drakúla og Var- úlfsins kveða nú upp dóm sinn yfir Sommers nú þegar Van Hels- ing hefur verið frumsýnd úti um allan heim. Sjálfur er Sommers einlægur aðdáandi skrímslanna, hann er býsna viss í sinni sök og leggur áherslu á að hann sé ekki einungis að láta Van Helsing ganga frá einu skrímsli í einu þar til hann kemst að erkifjandanum Drakúla. „Hefði ég farið þá leið myndu aðdáendur þeirra slátra mér vegna þess að það er svo auðvelt. Það gæti hver sem er fengið þá hugmynd. Sagan í Van Helsing er miklu flóknari og skemmtilegri. Þegar ég var að pæla í sögunni datt mér í hug að láta Drakúla þurfa nauðsynlega á einhverju að halda sem hann gæti einungis fengið hjá Frankenstein-skrímsl- inu. Þessir tveir eru því strax tengdir saman og svo fléttaði ég Varúlfinum inn í söguna. Þá var ég allt í einu kominn með frábæra sögu, ekki bara þrjú vond skrím- sli.“ Rómantískar birtingarmyndir mannlegra bresta Varúlfurinn og blóðsugan hafa fylgt mannkyninu allt frá því að Adam og Eva voru rekin úr Para- dís en þannig eru til að mynda til sögur sem komust ekki í hina op- inberu útgáfu Biblíunnar sem segja frá Lilit, fyrstu eiginkonu Adams. Hún var hinn mesti kven- vargur, femínisti og drakk blóð og því langt því frá að vera æskileg- ur maki ættföður alls mannkyns. Blóðsugan er því mörg þúsund ára gömul og það eru til heimildir um lifandi dauða allt frá Evrópu til Kína. Víðast hvar virðist fólk hafa beitt sömu meðulum til að losna unda bölvun vampírunnar en það var viðtekin venja að taka lík meintrar vampíru, höggva af því höfuðið og brenna síðan leif- arnar auk þess sem gamla, góða stikan var oft rekin í hjartastað blóðsugunnar. Þessar skepnur stukku út úr munnmælum og þjóðsögum yfir í bókmenntirnar með rómantísku stefnunni þar sem skáldin hrifust af tvöföldu eðli mannsins, innri átökum sálarinnar við hið góða og illa, auk þess sem upplausnin, fantasían og allt það dýrslega sem fylgdi skrímslunum höfðaði til andans manna sem létu stjórnast af tilfinningum frekar en rök- hyggju. Þá er auðvitað eitthvað voðalega rómantískt við það að vera öðruvísi og útskúfað úr sam- félagi mannanna. Skrímslin urðu því mannleg og fengu samúð þar sem þau voru dæmd til að lifa og deyja ein. Sommers heldur þessum mannlegu og harmrænu eiginleik- um skrímslanna til haga í Van Helsing. „Óskapnaður Franken- steins minnir mjög á Lenny í Mýs og menn eftir Steinbeck. Þú finn- ur til með honum vegna þess að hann veit ekki hvað hann er að gera. Hann er einnig líkur Fíla- manninum vegna þess hversu ógnvekjandi hann er en undir ljótu yfirborðinu leynist þessi harmræna persóna. Varúlfurinn er eins og alkóhólisti eða dópisti. Hann getur verið bróðir þinn eða besti vinur að degi til. Hann er góður og göfugur en á næturnar taka djöflarnir við, hvort sem þeir eru brennivín, eiturlyf eða fullt tungl. Þá líður honum illa í holdi sínu, rífur það utan af sér og verð- ur þetta skelfilega skrímsli.“ Skrímslin ryðjast inn á hvíta tjaldið Blóðsugur og varúlfar lifðu góðu lífi meðal almennings í gamla daga þegar hvert einasta ókennilega þrusk eða hljóð í myrkrinu gat tekið á sig hryll- ingsmynd í hugum fólks. Tæknin og rafljósið gerðu síðan út af við þessar forynjur en björguðu þeim í raun um leið þar sem kvikmynd- in hefur haldið í þeim lífinu und- anfarin 100 ár eða svo. 26 8. maí 2004 LAUGARDAGUR Skrímslin koma ÞOKKAFULLUR DAUÐI Kynlíf og dauði renna saman í eitt í blóðsugunni, sem er heillandi og banvæn um leið. Hér er ein af brúðum Drakúla í sannkölluðu banastuði en það er líklega fyrst og fremst gríðarleg kynorka blóðsugunnar sem veldur því að hún höfðar sterkt til fólks á öllum tímum. Vampírur hafa skotið fólki skelk í bringu frá því sögur hófust. Þeirra frægastur og ómótstæðilegastur er Drakúla greifi. Nú mætir hann helsta fjandvini sínum, Van Helsing, í nýrri stórmynd sem sýnd er hér á landi um þessar mundir. SKRÍMSLI FRANKENSTEINS Óskapnaðurinn sem er settur saman úr líkams- hlutum nýlátinna og fékk lífskraft sinn með eldingu hefur alltaf notið samúðar enda misskilinn og harmrænn í ein- manalegum ljótleika sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.