Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 48
Hugi Halldórsson hefur veriðreglulegur gestur í sjónvarps- þættinum 70 mínútur síðustu mán- uði. Hugi hefur farið mikinn í dag- skrárliðnum Falin myndavél auk þess sem hann leggur líf sitt og limi í hættu í margvíslegum áhættuatrið- um. Sjónvarpsáhorfendur mega bú- ast við því að sjá meira af Huga í sumar því hann hefur verið ráðinn sem afleysingarmaður á PoppTíví. Skemmti hjá kvenfélögum Hugi er alinn upp í Hafnarfirði og bjó þar til tólf ára aldurs. Þá flutti hann á Sauðárkrók þar sem hann kynntist Auðunni Blöndal. „Fljótlega eftir áramót fór strák- ana að vanta mann í dagskrárliðinn Falin myndavél. Auðunn stakk upp á mér og ég ákvað að slá til,“ útskýr- ir Hugi aðdraganda þess að hann kom inn í þáttinn. Hugi og Auðunn sprelluðu mikið saman þegar þeir bjuggu á Sauðár- króki. „Við gerðum til dæmis stutt- myndir sem sýndar voru í félags- miðstöðinni. Svo skemmtum við á árshátíðum, kvenfélagshátíðum og þar fram eftir götunum,“ segir Hugi sem er afar ánægður með vinnuna á Popptíví. „Þar er gott vinnuum- hverfi og skemmtilegt fólk.“ Lagði lagadraumana á hilluna Hugi var í laganámi við Háskóla Íslands þegar sjónvarpskallið kom. Hann ákvað að leggja laga- draumana á hilluna um sinn enda fara þeir, að sögn Huga, ekki vel saman við grínið í 70 mínútum. „Það má eiginlega segja að ég hafi dropp- að náminu eftir að ég frétti að ég fengi sumarvinnu á PoppTíví. Þá vildi ég einbeita mér betur að sjón- varpinu og reyna finna út hvað ég gæti komið með nýtt inn í þáttinn,“ segir Hugi. „Ég reyni ábyggilega aftur við skólann í haust ef allt gengur eins og það á að ganga. En svo veit maður ekki með framhald- ið. Ég hætti í skólanum ef mér býðst áframhaldandi starf hjá PoppTíví. Ég get alltaf farið í skóla en það er ekki á hverjum degi sem mér býðst að starfa í sjónvarpi.“ Hættuleg og klunnaleg atriði Einn af dagskrárliðunum sem Hugi hefur á sinni könnu er svo- kallaður Ofurhugi þar sem hann reynir fyrir sér í hinum ýmsu áhættuatriðum. „Atriðin þurfa ekki endilega að vera eitthvað brjálæð- islega hættuleg. Þau mega bæði vera klunnaleg og hættuleg. Það má eiginlega segja að þessi dag- skrárliður gangi út á það að ég geti hugsanlega meitt mig,“ útskýrir Hugi sem hefur meðal annars keyrt á kassabíl niður tröppur en sú ferð endaði úti í vatni, og stokk- ið af stóra stökkbrettinu í Sundhöll Reykjavíkur með það að markmiði að lenda á maganum. „Ég meiddi mig í bæði skiptin en það var ekki mjög alvarlegt,“ segir Hugi sem viðurkennir þó fúslega að hann hræðist stundum áhættuatrið- in. „Ég er ekki tilfinningalaus hetja. Ég er stundum smeykur en yfirleitt er búið að ganga úr skugga um að ég meiði mig ekki alvarlega – í mesta lagi fótbrotna ég eða handar- brotna.“ kristjan@frettabladid.is 28 8. maí 2004 LAUGARDAGUR Það hefur ekki verið gott veðurtil veiða síðustu viku. Kuldinn hefur verið mikill og hefur jafn- vel snjóað á veiðimenn. „Það snjóaði í vikunni hérna við Elliðavatn en veiðimenn hafa verið að reyna þrátt fyrir það,“ sagði Einar Óskarsson í vikunni og bætti við: „Sumir veiðimenn hafa veitt vel, um tuttugu fiska eins og Geir Thorsteinsson.“ Vífilsstaðavatnið hefur gefið vel og veiðimaður sem var þar í vikunni veiddi fimm fallega fiska á ýmsar flugur. Annar veiðimaður var með rækju og fékk átta fiska. „Við vorum að koma úr Baug- staðaósnum og fengum tuttugu fiska. Þeir stærstu voru fjögur pund og bitu á neðarlega í ósn- um,“ sagði Jóhann Páll Krist- björnsson en hann hefur veitt ell- efu ár í röð í Baugastaðaósi á þessum tíma árs. „Það er gaman að veiða þarna með fjölskylduna enda geta allir veitt,“ sagði Jó- hann í lokin. Veiðin hefur verið ágæt í Baugastaðaósi en veðurfarið hef- ur verið að stríða veiðimönnum eins og víða við ár og vötn í vik- unni. Veiðimaður sem var að veiða í Varmá fyrir fáum dögum sagði að fisk væri að fá en það væri kalt og erfitt að fá fiskinn til að taka agn veiðimanna. Frítt í vatnasvæði Lýsu á sunnudaginn „Það er rétt að við hérna á Agni ætlum að bjóða öllum í veiði á vatnasvæði Lýsu á sunnudaginn og hvetjum alla sem hafa gaman af stangveiði á skella sér í veiði,“ sagði Ágúst K. Ágústsson, spurð- ur út í boð þeirra Agnmanna. „Vatnasvæði Lýsu er fallegt veiðisvæði á Snæfellsnesi. Þar eru fjögur vötn og renna fallegar veiðiár á milli þeirra og er fiskur jafnt í ánum og vötnunum sjálf- um. Vatnasvæðið er kjörið fyrir fjölskyldur og litla hópa til að veiða á og við vonum að sem flest- ir mæti á svæðið á sunnudaginn,“ sagði Ágúst að lokum. Eitthvað er byrjað að veiðast á Vatnasvæði Lýsu – möguleikinn er fyrir hendi og þar er allavega hægt að æfa sig fyrir sumarið. ■ Veitt í snjókomu Veiðimenn hafa ekki látið veðrið á sig fá. Snjóaði á veiðimenn við Elliðavatn. Fengum tuttugu fiska – sá stærsti var fjögur pund, segir einn veiðimanna. Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. NÝJAR VEIÐIVERSLANIR Verslunin Veiðiportið hefur verið opnuð fyrir veiðimenn á móti Ellingsen, úti á Granda. Það styttist einnig í að ný veiðibúð verði opnuð á Ak- ureyri og ekki bara ein heldur tvær höfum við frétt. SUMARIÐ 2004 Það verður víst mikið að gerast á sýningunni Sumarið 2004, sem opnaði í gær- dag. Veiðifélagið Laxá og Útivist og veiði verða þar með uppákom- ur fyrir veiðimenn, auk fleiri fyr- irtækja. Eins og við segjum frá annars staðar í síðunni verður Agnið með frítt á Vatnasvæði Lýsu og það skyldi þó aldrei vera út af þessari sýningu. ■ Veiðifréttir SJÓBIRTINGUR Einar Freyr Jóhannsson með sjóbirting úr Baugstaðaósi. M YN D IR /J Ó H AN N P ÁL L Hugi Halldórsson er nýr meðlimur í 70 mínútum. Hann hrellir fólk með falinni myndavél og reynir fyrir sér í margvíslegum áhættuatriðum. Ofurhugi leggur laganámið á hilluna Nafn? Hugi Halldórsson. Aldur? 23 ára. Hjúskaparstaða? Á bara kærustu og læt það duga. Fyrri störf? Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, flokksstjóri í unglingavinn- unni og annað. Í geislaspilaranum? Muse. Síðasta bók sem þú last? Klór eftir Þorstein Guðmundsson. Uppháhalds sjónvarpsþáttur? 70 mínútur og 24. Hugi í hnotskurn Ég get alltaf farið í skóla en það er ekki á hverjum degi sem mér býðst að starfa í sjónvarpi. ,, HUGI HALLDÓRSSON Hugi verður á PoppTíví í sumar en hann þjálfar líka 5. flokk kvenna í knattspyrnu hjá FH. Hér er hann í miðjum hópnum. 1. HUGI KOMINN Á BRETTIÐ 3. OG LENDIR Á MAGANUM 2. SVÍFUR YFIR LAUGINNI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Háhraða internet næstum hvar sem er KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ, ÞAÐ BORGAR SIG! EKKERT VANDAMÁL EKKERT ADSL? tækni SÍ‹UMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.