Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 62
Stefnt er að því að stelpnabandiðNylon skrifi undir samninga við Íslenska sjónvarpsfélagið, Skjá einn, í dag en sjónvarpsstöðin vill framleiða raunveruleikaþátt þar sem stelpurnar verða í aðal- hlutverkum. Stefnt er að því að fylgjast með ævintýrum stelpn- anna í sumar en þær eru bókaðar víðs vegar um land til tónleika- halds. Í dag verða stelpurnar að skemmta í Smáralindinni klukkan 12.50 og 14.30. Þar skemmta þær á vegum Ferðatorgsins 2004 en þar munu fjölmargir ferðaaðilar kynna þjónustu sína. Atriði verða á dagskrá alla helgina þar sem ýmsir skemmtikraftar héðan og þaðan af landinu munu stíga á stokk en meðal þeirra sem koma fram í dag auk Nylon eru ís- lensku Idolin Kalli Bjarni og Ar- dís Ólöf og söngvarinn Friðrik Ómar. Nýtt Mannlíf erkomið út en þar ber hæst viðtal við knattspyrnukapp- ann Þórð Guðjóns- son. Hann hleður pabba sinn Guðjón Þórðarson lofi, ekki síst þegar hann talar um árin þeg- ar Guðjón þjálfaði ÍA: „Pabbi stóð sig frábærlega þarna. Hann er sá þjálfari sem er hvað færastur í sínu fagi. Ég hef aldrei kynnst nein- um með svo ótví- ræða hæfileika á þessu sviði. Knattæfingarnar hans voru framúrskarandi, leikskilningur hans magnaður auk þess sem hann lagði mikið upp úr grunnþjálfun líkamans til að fyr- irbyggja meiðsl og auka mönnum styrk að sama skapi.“ Guðjón er ekki bara sterkur á líkamlega sviðinu heldur er með allt á hreinu í sálfræðinni líka: „Í því sem margir kalla sálfræðihlutann í þessari baráttu sýndi pabbi líka meiri kænsku en ég hef nokkru sinni kynnst. Engan mann hef ég séð náð svo auðveldlega því besta út úr hverjum og einum, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur varla án undantekninga.“ ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON ■ pælir í lífinu og tilverunni. 8. maí 2004 LAUGARDAGUR Rocky Fréttiraf fólki 42 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Um 765 milljónir króna. Á Sauðárkróki. Donald Rumsfeld. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 afls, 6 kveðið, 7 ullarhnoðrar, 8 sól- guð, 9 bókstafur, 1o gerast, 12 ennþá, 14 vínstofa, 15 komast, 16 keyr, 17 tré, 18 líffæri í jórturdýrum. Lóðrétt: 1 dráp, 2 geislahjúpur, 3 tveir eins, 4 vanalegi, 5 borg, 9 eins um k, 11 kraftur, 13 gefa upp sakir, 14 skemmd, 17 sex. Lausn: Lárétt: 1máttar, 6ort, 7ló,8ra,9 emm,10 ske,12enn,14krá,15ná,16 ak,17við,18 laki. Lóðrétt: 1morð,2ára,3tt,4almenni, 5róm,9eke,11 orka,13náða,14kal, 17vi. Meðal annars: sófasett, hornsófar, svefnsófar, stakir sófar, stakir stólar, borðst.borð og stólar, skápar, skenkir og margt fleira. Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Ú T S A L A - Ú T S A L A - Ú T S A L A Rýmum fyrir nýjum vörum... ...mikill afsláttur í örfáa daga. Hrósið ... fær Haukur Baldvinsson fyrir að sýna góða takta með Eiði Smára í nýrri sjónvarpsauglýs- ingu. Áhugafélag um fortíðarhyggjuhélt fund í vikunni. Þar var ákveðið að snúa við þeirri öfug- þróun sem orðið hefur frá því í gamla daga þegar hver maður var með einn háralit, skyr var súrt og brandarar voru gaman- sögur. Kosið var í persónur: Fjöldinn allur af fólki bauð sig fram til þess að vera Halldór Lax- ness en aðeins tvær konur úr Mos- fellssveit hnepptu hnossið. Fimm Akureyringar vildu fá að vera Matthías Jochumsson en eftir miklar umræður var ákveðið að hann skyldi endanlega lagður af nema á jólunum og yrði þá feng- inn menntaður leikari til þess að vera hann (ef hann yrði fáanlegur á réttu verði, leikarar eru orðnir dýrari en sumardekk). Hann yrði þá ráðinn til þess að vera Hall- grímur Pétursson eftir kl. 17 til þess að spara. Þá sótti Blaðamannafélag Ís- lands um að fá að vera Þórbergur Þórðarson og var það auðsótt mál enda hafa þeir æft sig vel og kunna afstöðuna alveg í þaula. Reyndar bar einn ruglaður mað- ur með gleraugu fram þann við- auka að Þórbergum Þórðarsonum yrði bannað að nota orðið Dabbi en það féll í grýttan jarðveg og þótti til þess fallið að gera Þór- bergana minna sniðuga en ella. Þá var tekið fyrir bréf til fund- arins frá eldri manni í Breiðholts- hverfi sem skoraði á félagið að taka að sér að endurreisa 1934. Það þótti til að byrja með góð hug- mynd þar til einhver benti á ríkj- andi atvinnuleysi og ótrúverðuga pólitík þess áratugar og var því ákveðið í staðinn að búa til 1964 sem þykir betri tími. Árið 1964 mun því ganga í garð í Breiðholts- skóla kl. 12 á mánudaginn til prufu og ef reynslan af þessu tímabili verður ánægjuleg verður allur þessi áratugur tekinn upp um land allt að 16. júní, daginn fyrir hátíð- arhöldin. ■ Betra ár fram undan Af hverju var ég að byrja með Rocky? Núna verð ég að byrja aftur með hljóðdeyf- ingu á klósettinu! Fyrst skrúfa ég frá kranan- um og svo treð ég hálfri klósettrúllu í skálina svo hann fatti ekki hvað ég er að gera hérna inni... Ég ætti kannski að hljóðeinangra veggina með eggjabökkum? Það var mikið! Tvöföldum eggjabökkum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.