Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 1
● eru 2-0 yfir gegn val Handbolti: ▲ SÍÐA 29 Öruggur sigur Hauka ● 47 ára í dag Helga Möller: ▲ SÍÐA 18 Blandar ekki saman Eurovision og afmælinu ● óvönduð, grunn og marklaus Sverrir Stormsker: ▲ SÍÐA 30 Hundóánægður með heimildarmynd MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR HAGRÆN ÁHRIF FERÐAÞJÓN- USTU Ferðamálasetur Íslands efnir til málþings í dag undir yfirskriftinni Hagræn áhrif ferðaþjónustu. Málþingið verður hald- ið í hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst klukkan 13. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra ávarpar þingið. Málþingið hefst klukkan 13. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING NÆR ALLS STAÐAR Mest sunnan- og vestanlands. Vaxandi vindur frá því sem verið hefur. Hiti mestur á Suðausturlandi. Sjá síðu 6 12. maí 2004 – 129. tölublað – 4. árgangur LOKUN DEILDA BLASIR VIÐ Mjög líklegt er talið að loka þurfi deildum á Landspítalanum ef sparnaðaráformum stjórnvalda upp á milljarð á þessu ári og næsta verður haldið til streitu. Sjá síðu 2 HÖRÐ ÁTÖK Á GAZA Sex ísraelskir hermenn létu lífið þegar sprengja sprakk undir bryndreka þeirra við áhlaup á Gaza- svæðið í gær. Er þetta mesta mannfall Ísraela vegna átaka við Palestínumenn í hartnær tvö ár. Sjá síðu 2 SAMSTAÐA Í RÍKISSTJÓRNINNI Stjórnarsamstarfið var aldrei í hættu vegna fjölmiðlafrumvarpsins, að sögn forsætisráð- herra. Hann segir að ríkisstjórnin standi heils hugar að baki frumvarpinu. Sjá síðu 6 FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ ENN GAGNRÝNT Minnihluti allsherjarnefndar kallaði fjölmiðlafrumvarpið óskapnað sem væri óhæfur til þinglegrar meðferðar, þegar önnur umræða um málið fór fram á Alþingi í gær. Sjá síðu 8 Alma Guðmundsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Hárið varð bleikt ● fjármál 53%76% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 LISTAMENN STREYMA TIL LANDSINS Leikarar Rustaveli-leikhússins komu til landsins í gær. Þeir eru fyrstu listamennirnir sem koma hingað til lands vegna Listahátíðar í Reykjavík sem hefst á föstudaginn. Hópurinn mun sýna verkið Þréttándakvöld jóla í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöldið. KÖNNUN Traust almennings á Davíð Oddssyni, forsætisráð- herra og formanni Sjálfstæðis- flokksins, er langtum minna nú en nokkru sinni fyrr, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmlega 57% nefndu nafn Dav- íðs þegar spurt var til hvaða stjórnmálamanns viðkomandi bæri minnst traust um þessar mundir. Í könnunum blaðsins frá byrjun árs 2003 hefur Davíð oft- ast verið nefndur en 30% til 43% aðspurðra hafa nefnt nafn Dav- íðs. Í mars 2003 nefndu rúmlega 43% aðspurðra nafn Davíðs þeg- ar spurt var um minnst traust en sú könnun var gerð í kjölfar svo- kallaðs bolludagsmáls, uppá- komu sem snerist um meintar mútur Baugs til handa Davíð Oddssyni. Í könnun blaðsins í mars síðastliðnum sögðust tæp 37% kjósenda bera minnst traust til Davíðs, nú nefna 57% nafn hans. En Davíð á líka toppsætið þegar spurt er um mest traust. Tæplega 21% aðspurðra sagðist nú bera mest traust til Davíðs. Þar er fallið þó sýnu meira en á mælistiku vantraustsins. Davíð naut trausts rúmlega 37% í mars. Traust almennings á for- sætisráðherranum hefur því dalað um tæpan helming eða 16,5 prósentustig. „Þetta er einhver versta út- koma hjá stjórnmálaforingja sem ég hef séð lengi. Þessar niðurstöður sýna að Davíð er að sigla krappari sjó en nokkru sinni áður,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Kollega Ólafs, Gunnar Helgi Kristinsson, segir ekki sjálf- gefið að þessi niðursveifla á trausti í garð Davíðs verði við- varandi. „En það er augljóslega komin þreyta í samband hans við kjós- endur, þreyta af hálfu kjós- enda,“ sagði Gunnar Helgi. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 800 manns og tóku rúm- lega 56% afstöðu. the@frettabaladid.is borgar@frettabladid.is Sjá nánar síðu 4 Davíð hefur aldrei verið jafn óvinsæll Traust almennings á forsætisráðherra hrapar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Rúmlega 57% landsmanna segjast nú bera minnst traust til Davíðs Oddssonar. Einhver versta útkoma hjá stjórnmálaforingja sem ég hef séð lengi segir stjórnmálafræðiprófessor. Sigurður Líndal um fjölmiðlalög: Forseti ætti að láta reyna á málskotsrétt FJÖLMIÐLAFRUMVARP „Þetta mál er betur fallið en mörg önnur til þess að láta reyna á málskotsrétt forseta Ís- lands, því það varðar grundvallar- atriði,“ segir Sigurður Líndal laga- prófessor. Í stjórnarskránni segir að ef for- seti neitar að skrifa undir lög „skal leggja það eins fljótt og kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæða- greiðslu. Lögin falla úr gildi ef sam- þykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu“. Ef lögin verða samþykkt á Alþingi í vikunni er ekki víst að forseti Ís- lands geti skrifað undir lögin þar sem hann verður hugsan- lega erlendis. Að sögn Sigurðar munu þá forsætisráð- herra, forseti Al- þingis og forseti Hæstaréttar fara með forsetavald. „Það væri svolít- ið andhælislegt ef Davíð skrifaði undir eigin lög. Það er andhælislegt í ljósi þess að ef lögin verða véfengd munu tveir yfirlýstir stuðningsmenn laganna fara með forsetavald og skrifa undir lögin,“ segir Sigurður, en einungis þarf sam- þykki tveggja handhafa forseta- valds. Aðspurður um breytingar á frum- varpinu segir hann þær afskaplega litlar. „Tveggja ára aðlögunartíminn er ennþá inni, bara í annarri mynd. Þetta er ansi harkalegt og þó svo að löggjafinn hafi rétt til að setja mann- réttindum eins og eignarrétti, tján- ingarfrelsi og atvinnuréttindum tak- mörk er þarna býsna langt gengið. Ég ábyrgist ekki að lögin brjóti ekki í bága við stjórnarskrá.“ sda@frettabladid.is Sjá nánar síður 14 og 15 Forsetinn flýtir heimför: Kemur heim í dag FORSETINN Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er væntanlegur heim til Íslands úr opinberri heim- sókn til Mexíkó upp úr hádegi í dag. Upphafleg ferðaáætlun gerði ráð fyrir að heimsókninni lyki á morgun og að farið yrði beint til Kaup- mannahafnar. Þar ætlaði forsetinn að vera viðstaddur brúðkaup danska krónprinsins á föstudag. Breytingar voru gerðar á ferða- áætlun forsetans í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur ekki fyrir hvort forsetinn verður við brúðkaupið. ■ Írak: Gísl tekinn af lífi ÍRAK, AP Bandaríkjastjórn hefur heitið því að leita uppi og koma fyrir dómstóla þeim mönnum er afhöfðuðu bandarískan gísl og skildu lík hans eftir á þjóðvegi í Bagdad. Upptaka af aftökunni var birt á vefsíðu sem vitað er að hafi tengsl við meðlimi al Kaída en á upptökunni var enn fremur að finna hótanir í garð annarra Bandaríkjamanna sem og George Bush forseta. ■ TRAUST ALMENNINGS OG VANTRAUST Á Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Bera mest traust til Davíðs Oddssonar Bera minnst traust til Davíðs Oddssonar 30,4 33,3 43,3 35,4 29,4 36,7 57,1 20,9 33,2 35,7 32,9 32,2 27,0 37,4 Jan 2003 Feb 2003 Mars 2003 Apr 2003 Maí 2003 Mars 2004 Maí 2004 SIGURÐUR LÍNDAL Sigurður segir breytingarnar á frumvarpinu af- skaplega litlar. FORSETI ÍSLANDS Breytti ferðaáætlun og er á heimleið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.