Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 2
■ BANDARÍKIN ■ LÖGREGLUFRÉTTIR 2 12. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR Nei, ég hangi enn á Strik.is, þó það sé farið á hausinn, eins og nú stefnir með marga fjölmiðla. Egill Helgason lýsir samskiptum sínum við eig- endur Skjás eins undir lok sýningu þáttar hans þar á heimasíðu sinni á Strikinu. Þeir hafi viljað hafa áhrif á umræður í þætti hans, jafnvel að ónefndur fréttamaður sæti við hlið hans og beindi umræðum í „rétta“ átt fyrir síðustu kosningar. SPURNING DAGSINS Egill, fórstu ekki bara yfir strikið? Það verður að loka deildum Við blasir lokun deilda á Landspítala - háskólasjúkrahúsi ef sparnaðaráform- um stjórnvalda upp á milljarð á þessu ári og því næsta, verður haldið til stre- itu. Starfsfólk getur staðið frammi fyrir því að þurfa að velja á milli sjúklinga. HEILBRIGÐISMÁL „Það verður að loka einhverjum deildum, það er eina sem hægt er að gera til að ná þessu,“ sagði Pálmi R. Pálmason, formaður stjórnarnefndar Land- spítala - háskólasjúkrahúss. Útlit er fyrir að LSH fari um 300 milljónir króna fram úr fjár- heimildum á þessu ári. Vegur þar þyngst lyflæknisvið, en þar horfir í um 200 milljóna króna „framúr- akstur.“ Til viðbótar er spítalan- um gert að spara 700 - 800 milljón- ir á næsta ári. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur kallað bréflega eftir tillögum frá stjórn- endum spítalans um hvernig að þessum niðurskurði skuli staðið. Var þeim gefinn frestur til 30. apríl síðastliðins til að skila tillög- unum. Heilbrigðisráðherra hefur ekkert svar fengið enn. Ljóst þykir að fækka þurfti starfsfólki um nær 200. „Það er alveg ljóst að til þess að spara á þessari stofnun verður að segja upp fólki. Þar með lokast deildir.“ sagði Pálmi. „Málið er grafalvarlegt í augum spítala- manna, eins og komið hefur fram. Þeir hafa meðal annars áhyggjur af því að sá góði árangur sem hef- ur náðst í að vinna á biðlistum, verði að engu. Þá minnkar þjón- ustan, það er ekkert flóknara heldur en það. Þetta þýðir með öðrum orðum, að starfsfólk, þá einkum læknar, geta staðið frammi fyrir að velja milli tvegg- ja sjúklinga og verða að taka það val á sig. Þetta er engin óskastaða, það er mjög langt frá því. Við höldum, sem kannski er sjálfhverf hugsun, að þetta sé ekki það sem þjóðin vill. En þetta er hins vegar það sem ráðamenn skynja um vilja hennar.“ Pálmi sagði að starfsfólk spít- alans hefði mátt ganga í gegnum sitt af hverju á tiltölulega skömm- um tíma. Varla hefði verið komið á jafnvægi eftir sameiningu stóru spítalanna, sem vissulega hefði valdið róti, þegar það þurfti að lifa af niðurskurð í byrjun þessa árs. Þrátt fyrir allt væri mjög góð- ur gangur í starfi spítalans. „Þess vegna er þetta dálítið dapurt,“ sagði Pálmi. „Ennþá von- um við að ráðamenn finni að pen- ingum sem þeir hafa ætlað í ann- að sé betur varið þarna.“ jss@frettabladid.is Sex hermenn Ísraela féllu í áhlaupi hersins í gær: Hörðustu átök á Gaza í mörg ár GAZA, AP Sex ísraelskir hermenn létu lífið þegar sprengja sprakk undir bryndreka þeirra við áhlaup á Gaza-svæðið í gær. Er þetta mesta mannfall Ísraela vegna átaka við Palestínumenn í hart- nær tvö ár. Ariel Sharon kallaði saman æðstu menn þingsins til að ræða viðbrögð við árásinni. Áður höfðu ísraelskir hermenn drepið fjóra Palestínumenn en þeir fara nú í flokkum um Gaza-svæðið og leita undirganga sem talið er að Palestínumenn hafi komið sér upp til að flytja vopn til og frá mis- munandi borgarhlutum. Hófu Ísraelar leit snemma í fyrrinótt en talið er fullvíst að í göngum sem þeir hafa grafið sé að finna þau tæki og tól sem Palestínu- menn nota til að framleiða eldflaug- ar þær er þeir nota gegn herjum Ísraels. Palestínumenn í borginni sýndu mótþróa um leið og áhlaupið spurðist út og eru fréttamenn á svæðinu á einu máli um að harðari bardagar hafi ekki geysað á svæð- inu í langan tíma. ■ MYNDIR AF GRUNUÐUM Norska lögreglan hefur birt myndir af fjór- um þeirra níu sem eru eftirlýstir vegna gruns um vopnað rán sem kostaði lög- reglumann lífið. Ránið í Stafangri: Myndir birtar NOREGUR Norska lögreglan birti í gær myndir af fjórum þeirra níu manna sem eftirlýstir eru fyrir aðild að bankaráninu í Stafang- ri.Þeir eru á aldrinum 23 til 38 ára. Á blaðamannafundi lögregl- unnar kom fram að tveir hefðu verið eftirlýstir innan lög- reglunnar strax daginn eftir rán- ið. „Við metum það svo að þeir eftirlýstu séu hættulegir og úti- lokum ekki að þeir séu vopnaðir,“ sagði yfirmaður lögreglunnar á blaðamannafundinum. Mennirnir eiga allir afbrotaferil að baki. ■ Á VAKTINNI Öryggisvörðum hefur verið fjölgað í Abu Ghraib-fangelsinu eftir að upp komst um illa meðferð fanga af hálfu bandaríska hersveita. Hermenn í Abu Ghraib: Vantaði leiðtoga ÍRAK, AP „Það sem er blóðugast í þessu máli eru allir þeir hershöfð- ingjar og yfirmenn sem fela ábyrgð sína bakvið 20 ára sveitastelpu frá Virginíu,“ segir Giorgio Rashadd, lögfræðingur Lynndie R. England, sem hefur verið ákærð vegna mis- þyrminga fanga í Abu Ghraib-fang- elsinu í Írak. Komið hefur fram í rannsókn bandarískrar þingnefndar á með- ferð fanganna að ein höfuðástæða þess að misþyrmingarnar áttu sér stað var skortur á yfirmönnum hermannanna sem gættu fang- anna. Enginn slíkur bar ábyrgð á því sem þar gerðist og því fór sem fór. ■ ÁKEYRSLA Á ÍSAFIRÐI Keyrt var á dreng á hjóli á Ísafirði um há- degisbilið í gær með þeim afleið- ingum að drengurinn marðist og skrámaðist lítillega en fékk að fara heim að lokinni skoðun læknis. Vill lögregla brýna fyrir akandi vegfarendum að hafa var- ann á nú þegar ungmenni víða um land taka fram hjól sín á ný. HEILBRIGÐISMÁL „Stöðug árás stjórn- valda á öryggi sjúklinga og vinnu- umhverfi hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna LSH er með öllu óásættanleg,“ segir í ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga um fyrirhugaðan við- bótarsparnað á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi árið 2005. „Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til á þessu ári til að lækka rekstrarkostnað LSH hafa þegar dregið úr öryggi sjúklinga og valdið því að þeir fá í sumum tilfellum lakari meðferð en áður. Það er með öllu óásættanlegt fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfs- menn að slík staða sé uppi. Um nýliðin mánaðamót komu til framkvæmda þær breytingar sem stjórnendur LSH voru þvingaðir til að hrinda fram vegna sparnaðarkröfu þessa árs. Aðdragandi þessara breytinga hefur reynst starfsfólki sjúkra- hússins erfiður, starfsöryggi er verulega ógnað og það hefur verið svipt starfsánægju sinni. Stjórn FÍH krefst þess að ekki verði gerðar frekari kröfur um sparnað í rekstri LSH fyrr en áhrif þeirra aðgerða sem gripið var til í upphafi þessa árs eru fyllilega kom- in í ljós, hvað varðar öryggi sjúk- linga, gæði meðferða og starfsskil- yrði hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna LSH.“ ■ Félag hjúkrunarfræðinga um sparnað á Landspítala: Stöðugar árásir stjórnvalda HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Segja að þær ráðstafanir sem gripið hafi verið til á þessu ári til að lækka rekstrarkostnað LSH hafi þegar dregið úr öryggi sjúklinga og valdið því að þeir fái í sumum tilfellum lakari meðferð en áður. ERFITT VAL Svo getur farið að starfsfólk, og þá einkum læknar, þurfi að taka á sínar herðar að velja milli sjúklinga, þar sem ekki verður hægt að veita sömu þjónustu og áður, ef öll sparnað- aráform stjórnvalda ná fram að ganga, að sögn formanns stjórnarnefndar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ÍSRAELSKIR LANDTÖKUMENN OG HERMAÐUR LIGGJA Í VARI Fjórir Palestínumenn og nokkrir hermenn Ísraela létu lífið í átökum á Gaza-svæðinu. STRESS VELDUR ÞVAGLEKA Millj- ónir manna um víða veröld þjást af þvagleka og nú hafa vísinda- menn komist að því að helsti or- sakavaldurinn er stress og vel er hægt að koma í veg fyrir leka með því að drekka aðeins nægi- legt magn af vökva til að slökkva þorsta og koma þannig í veg fyrir þrýsting á þvagblöðruna. KONUM HÆTTARA VIÐ DRYKKJU- SÝKI Áfengi hefur mun meiri áhrif á kvenfólk en karlmenn og sem af- leiðing af því eru konur mun lík- legri til að látast af völdum áfengis en karlar. Þetta kemur fram í könn- un vísindamanna í Bandaríkjunum en í henni kemur ennfremur fram að kvenmenn leita sér síður hjálpar ef í óefni stefnir en hitt kynið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.