Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 8
8 12. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR NÝR YFIRMAÐUR ALÞJÓÐAGJALD- EYRISSJÓÐSINS Hefur sagt að Bandaríkjamenn þurfi að nota það góða efnahagsástand sem nú ríkir til að koma böndum á gríðarlegan fjárhagshalla landsins. OECD spáir góðum hagvexti: Óvissa um aðhald ríkisfjármála EFNAHAGSMÁL Efnahags- og framfar- stofnunin, OECD, spáir minni hag- vexti hér á landi en fjármálaráðu- neytið. Þá gerir stofnunin ráð fyrir því að verðbólga verði 3,5 prósent á næsta ári sem er einu prósentustigi hærra en verðbólgumarkmið Seðla- bankans. Samkvæmt spá OECD verður hagvöxtur hér meiri á næstu tveimur árum, að meðaltali, en hjá samkeppnislöndunum eða 3,8 pró- sent á þessu ári og 4,9 prósent árið 2005. OECD segir að búast megi við því að framleiðsluspenna fari að birtast í aukinni verðbólgu og þar með þörf fyrir hækkun stýrivaxta. Hversu mikið ræðst að mati stofn- unarinnar á því hvort boðað aðhald í ríkisfjármálum verði að veruleika. Stofnunin segir óvíst um aðhald rík- isfjármála í ljósi sögunnar. OECD hefur hækkað spá sína fyrir önnur lönd. Hagvöxtur verður mikill í Asíu og Bandaríkjunum á næstunni en lítill á meginlandi Evr- ópu, þar sem lönd eins og Þýskaland og Ítalía glíma við stöðnun í efna- Vill Ólaf heim úr brúðkaupi – hefur þú séð DV í dag? Landbúnaðarráðherra um lög um lágmarksverð á kjöti: Kjötmarkaðurinn er að jafna sig LANDBÚNAÐUR Engir lagabálkar liggja í veginum fyrir því að tíma- bundin lög um lágmarksverð á kjöt- vörum verði sett, samkvæmt skýrslu sem lögfræðingarnir Eirík- ur Tómasson og Árni Vilhjálmsson unnu fyrir landbúnaðarráðuneytið. „Ég hef kynnt þetta fyrir ríkis- stjórninni en það hefur engin ákvörðun verið tekin um að fara í þetta mál,“ segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. Guðni segist ekkert geta um það sagt hvort hann nýtti sér slíka heimild lægi hún fyrir. „Það hefur verið mjög óbil- gjörn harka á kjötmarkaði núna og offramleiðsla. Það er allt að jafna sig. Ég legg mest upp úr því að þetta sé málefni bændanna og afurða- stöðvanna. Það væri mjög erfitt fyrir landbúnaðarráðherra að grípa inn í það.“ Guðni getur ekki sagt á þessu stigi hvort honum finnist nauðsyn- legt að hafa slíka heimild við hend- ina. Hann hafi ekki ákveðið hvort hann leggi tillöguna fram og viti ekki hvort hún fengi brautargengi. Alþingi yrði að fjalla um málið og það verði ekki í vor. ■ SEÐLABANKASTJÓRI Birgir Ísleifur Gunnarsson tilkynnti í síðustu viku um vaxtahækkun. Vaxtahækkun Seðlabankans: Hefur óvænt áhrif EFNHAGSMÁL Vaxandi erlendri lán- töku fyrirtækja og einstaklinga hafa fylgt vangaveltur um hversu mikil áhrif stýrivextir Seðlabank- ans hafi í raun á hagkerfið. Grein- ingardeild Landsbankans segir slík- ar vangaveltur eiga við rök að styðj- ast. Hins vegar sé annað sem vert sé að hugleiða. Erlendir aðilar hafa verið að kaupa fleiri íslensk skulda- bréf. Greiningardeildin segir þessa erlendu aðila háða stýrivöxtum vegna skammtímalána á innlendum peningamarkaði. Stýrivextir hafi því afgerandi áhrif á arðsemi þess- ara fjárfestinga. Seðlabankinn sé í þeirri óvenjulegu stöðu að fram- kalla hækkanir á langtímavöxtum skuldabréfa með tiltölulega lítilli stýrivaxtahækkun. ■ Forsætisráðherra Kanada: Gagnrýnir Bandaríkin KANADA, AP Forsætisráðherra Kanada segir að stríð Bandaríkja- manna á hendur hryðjuverkamönn- um hvarvetna hafi í raun aukið en ekki minnkað hættuna á frekari hryðjuverkum í framtíðinni. „Ég tel engan vafa leika á því að Saddam Hussein hafi verið hluti af vandamálinu en ef litið er á veru- leikann í dag þá er hættan á hryðju- verkum meiri en áður. Má þar benda á öll þau vopn sem ekki hafa fundist í Írak en líkur benda til að hafi fallið hryðjuverkamönnum í skaut.“ ■ ÞARF AÐ STANDA VAKTINA Geir Haarde fjármálaráðherra verður að tryggja aðhald ríkisfjármála að mati OECD meðan þenslan vegna stóriðjuframkvæmda stendur yfir. Að öðrum kosti þarf að hækka vexti meira en ella, eða sætta sig við hærri verðbólgu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T GUÐNI ÁGÚSTSSON Landbúnaðarráðherra segir baráttuna á kjötvörumarkaði hafa verið óbilgjarna. Stórar kjötvinnslukeðjur hafi leikið þær minni grátt. Því hafi gjaldþrot verið víða og þau lendi alltaf á neytendum um síðir. ALÞINGI Minnihluti allsherjar- nefndar Alþingis krefst þess að frumvarpi forsætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum verði vís- að frá, en önnur umræða um mál- ið fór fram á þinginu í gær. Minni- hlutinn gagnrýnir meðferð máls- ins harðlega og bendir á að efa- semdir hafi komið fram um að frumvarpið standist ákvæði ís- lensku stjórnarskrárinnar og EES-samninginn. „Frumvarpið felur í sér alvar- lega íhlutun í fjölmiðlamarkaðinn og gengur mun lengra en nauð- synlegt er í lýðræðisþjóðfélagi. F r u m v a r p i ð gæti reynst s a m k e p p n i s - hamlandi í stað þess að tryggja samkeppni og því virðist beint gegn einni til- tekinni sjón- varpsstöð. Ör- skammur um- sagnarfrestur og óhófleg áhersla meiri- hlutans á flýti- meðferð málsins í nefnd felur í sér óvirðingu gagnvart þingi og þjóð,“ segir í nefndaráliti minni- hlutans. Bryndís Hlöðversdóttir, Sam- fylkingunni, gaf lítið fyrir breyt- ingartillögur meirihlutans og gagnrýndi að ríkisstjórnin hefði tekið út eitt tiltekið atriði í skýrslu fjölmiðlanefndarinnar og farið með það eins og henni sýnd- ist. Umsagnaraðilar fengu tvo sól- arhringa til að segja álit sitt. „Það er dónaskapur,“ sagði Bryndís. Í áliti meirihlutans segir að ætla verði löggjafanum ríflegt svigrúm til þess að meta til hvers- u viðamikils inngrips skuli koma, til að ná fram því markmiði að snúa við öfugþróun, sem orðið hafi á fjölmiðlamarkaði með sam- þjöppun á eignarhaldi fjölmiðla. Formaður allsherjarnefndar sagði að draga mætti þá ályktun af dóm- um Mannréttindadómstólsins að stjórnvöldum yrðu viðurkenndar afar rúmar heimildir til þess að tryggja málefnaleg markmið um fjölbreytni í fjölmiðlun. „Í þessu ljósi miðar fjölmiðla- frumvarpið sannarlega að því að bregðast við óæskilegri þróun á fjölmiðlamarkaði hér á landi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Össur Skarphéðinsson, Sam- fylkingunni, gagnrýndi tafarlausa lagasetningu og spurði: „Hvers vegna þarf með hraða ljóssins að reka í gegn frumvarp sem setur í uppnám afkomu hundruð starfs- manna í fjölmiðlum? Og hann bætti við: „Það er ekkert nema geðþótti valdsins.“ bryndis@frettabladid.is Fjölmiðlafrumvarpinu verði vísað frá Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í gær. Minnihluti allsherjarnefndar kallar frumvarpið óskapnað sem sé óhæfur til þinglegrar meðferðar. Frumvarpið miðar að því að bregðast við óæskilegri þróun, segir formaður nefndarinnar. „Það er óhæfa af rík- isstjórninni að nota rök- stuðning fjöl- miðlanefnd- arinnar fyrir þeim óskapn- aði sem þetta frumvarp er. ÞINGMENN TJÁ SIG UM FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Hátt í 20 þingmenn kvöddu sér hljóðs í annarri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið sem fram fór á Alþingi í gær. Í nefndaráliti minnihluta allsherjarnefndar um frumvarpið var meðferð málsins harðlega gagnrýnd. „Frumvarpið felur í sér alvarlega íhlutun í fjölmiðlamarkaðinn og gengur mun lengra en nauðsynlegt er í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir í álitinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.