Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 10
10 12. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR TYRKIR REIÐIR Meðan flestar þjóðir létu nægja að senda Bretum og Bandaríkjamönnum mótmæli vegna framkomu hermanna þeirra í Írak flykktust þúsundir Tyrkja á götur út og sýndu vanþóknun sína í verki með því að brenna fána þjóðanna tveggja. Baldur Ágústsson býður sig fram til forseta: Vill hefja embættið til virðingar á ný Baldur Ágústsson tilkynnti ídag formlega að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Baldur segir að verði hann kosinn ætli hann að hefja forsetaembætið á ný til þeirra virðingar sem því ber. Baldur er 59 ára gamall og hef- ur stundað fasteignaviðskipti undanfarin ár. Hann hefur ekki verið flokksbundinn í stjórnmál- um á Íslandi. Hann segist hafa brennandi áhuga á þjóðmálum og látið til sín taka á þeim vettvangi: „Ég trúi því einlægt að ef við erum öll fyrst og fremst í þjóð- félaginu og horfum meira á hags- muni heildarinnar en sérhags- munahópa eða stjórnmálaafla, þá getum við byggt upp betra, örugg- ara og traustara þjóðfélag, öllum til heilla,“ segir Baldur. Hann segist með þessu ekki vera að gera lítið úr stjórnmála- flokkum. Þeir hafi stórt og ábyrg- aðarmikið hlutverk í lýðræðislegu þjóðfélagi. „En sem einstaklingar hlýtur hollusta okkar að vera hvert hjá öðru sem manneskjum, hjá bræðrum okkar og systrum í víð- um skilningi. Ísland og samhygð okkar sem þjóðar er það besta sem við eigum.“ ■ Mjólkuriðnaður fær fjóra milljarða á ári Ríkissjóður leggur rúmlega 27 milljarða í mjólkuriðnaðinn samkvæmt nýjum samningi við Bændasamtök Íslands. Útgjöld ríkisins til mjólkuriðnaðar lækka um eitt prósent á ári, sem er tæplega 40 milljónir. LANDBÚNAÐUR Ríkissjóður greiðir tæplega fjóra milljarða til mjólkuriðnaðar árlega samkvæmt samningi um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum. Hann var undirritaður af landbúnaðar- ráðherra sem og fjármálaráð- herra og Bændasamtökum Ís- lands á Hótel Sögu í fyrradag og gildir frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2112. Rúmlega 27 milljarðar verða nýttir til niðurgreiðslu mjólkurframleiðslu á samnings- tímanum. Um 800 milljónum, eða um 20 prósentum af heildarstuðningi á lokaári samningsins, verður var- ið í kynbóta- og þróunarstarf- semi, eflingu jarðræktar og gripagreiðslur. Með gripa- greiðslum verða kúabændum greiddar óskertar hlutfalls- greiðslur með hverri kú séu þær færri en fjörutíu. Eigi bóndi fleiri einstaklingsmerktar kýr skerðast greiðslurnar með öllum kúm fram að hundrað og eigi hann fleiri kýr en það fær hann ekki niðurgreidd gjöld með þeim. Séu kýrnar fleiri en 170 fær eigandinn refsistig. Bú með fleiri en 200 kýr njóta ekki niðurgreiðslna. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir þetta jafnaðarstefnu samningsins. Ekki verður greitt ákveðið hlutfall af verði mjólkur eins og verið hefur heldur verður samið um fasta heildarupphæð bein- greiðslna. Guðni Ágústson segir meginmarkmiðið með breyting- unni vera að lækka verð á mjólk- urkvóta. Í samningnum er gert ráð fyrir óbreyttri framleiðslu- stýringu við mjólkurframleiðslu og óbreyttri skiptingu heildar- greiðslumarks mjólkur niður á lögbýli í samningnum. Einnig hef- ur verið ákveðið að verðlagning mjólkur verði með sama hætti og verið hefur. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, segir samninginn í samræmi við það sem stefnt hafi verið að. Samn- ingurinn er gerður með fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis og samþykki kúabænda. gag@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Óttaðist um starf pabba síns eftir Davíðsfund Ungbarnadauði: Lægstur á Íslandi UNGBARNADAUÐI Hvergi í heimin- um er ungbarnadauði jafn sjald- gæfur og á Íslandi. Sex drengir og fjórar stúlkur létust á sínu fyrsta aldursári á árinu 2003. Ungbarnadauði á Íslandi er undir þremur af hverjum 1.000 fæddum börnum samkvæmt meðaltali undanfarinna þriggja ára. Á Norðurlöndum eru Norð- menn næstir á eftir Íslendingum með 3,4 látin börn af hverjum 1.000 fæddum en Danir eru með hæstu tíðnina, 4,2. Burðarmálsdauði er annað viðmið sem er notað við mat á heilsufari ungbarna og mæðra þeirra. Hann er reiknaður sem fjöldi látinna á fyrstu viku sem og andvana fæddra frá 22. viku. Í skýrslum Hagstofunnar segir að sú tala sé einnig lægst hér- lendis. ■ Gott uppgjör Marels: Hagnaður yfir væntingum VIÐSKIPTI Hagnaður Marels fyrstu þrjá mánuði ársins nam 112 milljónum króna. Það er tvö- falt meiri hagnaður en í fyrra. Hagnaður Marels var um- fram spár og væntingar. Hluta- bréf félagsins hækkuðu um fimm prósent í kjölfar birtingar uppgjörsins. Tekjur jukust um 5,7 prósent og voru nokkuð í samræmi við spár. Framlegð félagsins er því betri en búist var við og félaginu tekist að hækka tekjur án þess að kostnaður vaxi á móti. Verk- efnastaða félagsins næstu mán- uði er góð að mati stjórnenda félagsins. Vöxtur hefur verið í vörum fyrir kjöt og kjúklinga- vinnslu, en sala til fiskvinnslu hefur verið róleg. ■ KJARAMÁL Laun flugmanna hjá Icelandair hækka um tæplega sextán prósent samkvæmt nýjum kjarasamningi sem Félag ís- lenskra atvinnuflugmanna og Samtök atvinnulífsins, vegna Icelandair, skrifuðu undir hjá Rík- issáttasemjara. Samið var til árs- loka 2007. Örnólfur Jónsson, varaformað- ur FÍA, er sáttur. Hann segir helstu breytingarnar liggja í ákvæðum um erlent leiguflug, sem sé í örum vexti. „Það er verið að rýmka ýmis ákvæði frá því sem áður var. Það nýtist báðum aðilum.“ Síðasti samningur rann út 15. mars og hafa viðræður staðið síð- an. Þeim lauk síðla mánudags- kvölds og snæddu samnings- nefndirnar vöfflur hjá Ríkissátta- semjara í kjölfarið. Næstu skref eru að leggja samninginn fyrir flugmenn til samþykktar. ■ BALDUR ÁGÚSTSSON Baldur er Reykvíkingur, fyrrverandi flugumferðarstjóri til tuttugu ára, forstjóri og stofnandi öryggisfyrirtækisins Vara. Hann er kvæntur enskum sálfræðingi, starfsmannastjóra og list- málara sem heitir Jean Plummer. Þau hjónin halda heimili bæði í Reykjavík og London. Kjarasamningur flugmanna Icelandair í höfn: Heildarlaun hækka um 16 prósent FLUG YFIR HALLGRÍMSKIRKJU Laun flugmanna hækka í takt við það sem gerist á opinberum markaði, segir Örnólfur Jónsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. GEIR H. HAARDE OG GUÐNI ÁGÚSSON Fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra skáluðu í mjólk í tilefni nýs samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu við Bændasamtök Íslands. Útgjöld ríkisins til mjólkuriðnaðar lækka um tæpar 40 milljónir árlega miðað við eldri samninginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.