Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 14
Breytingarnar á frumvarpinugera lögin enn ólíklegri til að standast EES-samninginn og Evr- ópulög,“ segir Filip van Elsen, belgískur sérfræðingur í fjöl- miðlarétti. Hann segir að með breyting- unum sé það jafnvel enn skýrara að lögin séu sniðin að einu fyrir- tæki, Norðurljósum. „Það er hægt að reka mál fyrir dómstólum með því að benda á breytingar á frumvarpinu og segja að með þeim hafi verið leystur vandi eins fyrirtækis, en ekki annars,“ segir van Elsen. „Ef nokkur vafi lék á því að frumvarpið væri sniðið að einu fyrirtæki, þá er sá vafi nú úr sög- unni,“ segir Sigurður G. Guðjóns- son, forstjóri Norðurljósa. Hann fullyrðir að breytingar frumvarpsins hafi verið gerðar með það fyrir augum að hags- munir Íslenska sjónvarpsfélags- ins, sem rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn, sköðuðust ekki. „Inn er komið ákvæði sem leyf- ir fyrirtækjum í markaðsráðandi stöðu að eiga fimm prósent eða minna í ljósvakafyritæki. Fyrir breytingar var algjört bann lagt við því að markaðsráðandi fyrir- tæki ættu í ljósvakamiðlum. Það er augljóst að þessu ákvæði hefur verið breytt til að vernda hags- muni Skjás eins, því Íslandsbanki, sem er í markaðsráðandi stöðu, á rétt undir fimm prósenta hlut í Skjá einum,“ segir Sigurður. Hann bendir jafnframt á að bræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir séu stærstu eigendur Íslenska sjónvarpsfélagsins, og þar með Skjás eins. Félag þeirra, Fjárfestingarfélagið Brattabrú ehf., á rúm tuttugu og þrjú pró- sent í Íslenska sjónvarpsfélaginu. Bræðurnir eiga jafnframt stóra hluti í fyrirtækjum sem að öllum líkindum gætu verið í markaðsráðandi stöðu, svo sem Miklatorgi hf., sem rekur IKEA, og Domino’s pizzum. „Til þess að ganga úr skugga um að frumvarpið sneiði fram hjá því hefur verið sett ákvæði um að markaðsráðandi fyrirtæki sem velti undir tveimur milljörð- um króna á síðustu tólf mánuðum megi eiga hlut í ljósvakamiðli. Það er því augljóst að frumvarp- ið hefur einungis verið sniðið til með það fyrir augum að enginn skaðist nema Norðurljós,“ segir Sigurður. Hann bendir á að ársvelta Miklatorgs hafi verið rétt tæpir tveir milljarðar árið 2002 og árs- velta Domino’s hafi verið rétt undir milljarði. Ekki breytt í samræmi við Evrópulög Sigurður segir jafnframt að með breytingum á frumvarpinu hafi ekki verið brugðist við gagn- rýni lögfræðinga sem bent hafi á það að frumvarpið stangaðist á við fjölmörg ákvæði í EES-samn- ingnum. Filip van Elsen er sam- mála þessu. „Frumvarpið gengur enn of langt í takmörkunum í eignar- haldi og er meðalhófsreglunnar ekki gætt. Evrópuréttur gæti ekki litið fram hjá því,“ segir hann. Van Elsen bendir á að breytingar á frumvarpinu muni ekki breyta neinu um framvindu mála fyrir Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, því ekki hafi verið tekið á neinum vafaatriðum. Einar Páll Tamimi, forstöðu- maður Evrópuréttarsviðs Há- skólans í Reykjavík, tekur undir þessa gagnrýni. „Frumvarpið er jafn líklegt til að brjóta í bága við EES-samn- inginn í þeirri mynd sem það er nú. Það má vel vera að það hafi færst eitthvað í áttina til þess að standast eignarréttarákvæði stjórnarskránnar með brottfalli tveggja ára bráðabirgðaákvæðis- ins, en það er þó afar óljóst,“ seg- ir Einar Páll. Hann vísar þar til breytinga á gildistíma laganna. Fyrir breytingu á frumvarpinu áttu lögin að taka gildi um leið og þau væru samþykkt. Breyting- arnar gerðu hins vegar ráð fyrir því að lögin tækju ekki gildi fyrr en 1. júní að tveimur árum liðn- um. Enn fremur felst í breyting- unum að útvarpsleyfi sem falla úr gildi á næstu tveimur árum, svo sem útvarpsleyfi Bylgjunnar sem rennur út í desember, fást endurnýjuð. Einar Páll segir að enn sé útlit fyrir að frumvarpið brjóti í bága við EES-reglur um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálst flæði fjármagns. Hann segir jafnframt að með breytingunum sé líklegt að ekki hafi verið gengið nægi- lega langt til þess að meðalhófs- reglunnar gæti. Í EES-samningnum er að finna ákvæði sem segir að setja megi lög gegn öðrum ákvæðum samn- ingsins „er grundvallast á sjónar- miðum um allsherjarreglu, al- mannaöryggi eða almannaheil- brigði“. Lögin verða hins vegar að ná eins skammt og mögulegt er til að ná fram settu markmiði laganna. Einar Páll telur breyt- ingarnar ekki gera það. Ekki mega allir eiga fjöl- miðla Van Elsen segir breytingarn- ar á frumvarpinu ekki rýmka takmarkanir þeirra sem fjárfest geta í fjölmiðlum frá fyrri út- gáfu frumvarpsins. „Frumvarpið setur enn veru- legar skorður við það að fyrir- tæki geti mætt þeim takmörkun- um sem settar verða þeim sem fjárfesta vilja í ljósvakamiðlum á Íslandi. Einnig þeim sem vildu stofna fyrirtæki á Íslandi með það að markmiði að hefja rekstur fjölmiðlafyrirtækis,“ segir van Elsen. „Það hefur það í för með sér að fyrirtæki í löndum innan EFTA-svæðisins eða Evrópska efnahagssvæðisins verða hindr- uð í því að gera svo. Það brýtur í bága við 31. grein EES-samnings- 14 12. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR ÆVISAGA CLINTONS Ævisaga Bill Clintons mun bera heitið „Líf mitt.“ Búist er við því að bókin, sem verður um 900 blaðsíður, komi út í lok júní. Bók- in verður fyrst gefin út í 1,5 milljónum ein- taka. Talið er að Clinton hafi fengið um 750 milljónir fyrir viðvikið. Lífslíkur íslenskra karla hafa aukist meira en kvenna: Íslenskir karlar verða elstir í heimi HAGTÖLUR Karlar geta vænst þess að verða 78,7 ára og konur 82,5 ára samkvæmt nýjustu töl- um Hagstofunnar. Dregið hefur saman með kynjunum en í upphafi áttunda áratugarins var sex ára munur á ævilengd kynjanna konum í vil. Minnstu munar á meðalævi- lengd kynjanna hér á landi af öllum Evrópulöndum. Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mun meira en kvenna á síðustu áratugum og verða þeir að meðaltali elstir karla í heim- inum. Lengi urðu íslenskar kon- ur kvenna elstar en verma nú sjötta sæti. Japanskar konur hafa hæstu lífslíkur á heimsvísu og geta vænst þess að verða 85 ára gamlar. Árið 2003 létust 1.826 manns á landinu. Þar af voru 925 konur en 901 karl. Dánartíðni var því 6,3 á hverja 1.000 íbúa. Óvana- legt er að fleiri konur en karlar látist en það skýrist á því að karlar eru færri en konur í flest- um aldurshópunum. ■ Breytingar til verndar hagsmunum Skjás eins Ísland mun missa efsta sæti sitt á lista þjóða um frelsi fjölmiðla ef lögin verða að veruleika, segir Freedom House. Breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu miðast einvörðungu við að vernda hags- muni Skjás eins, segir belgískur sérfræðingur í fjölmiðlarétti. Á reyklausa daginn, 31. maí, mun Lýðhei lsus töð bir ta l i s ta yf i r reyklausa vei t ingastaði og kaf f ihús Vinsamlegast sendið upplýsingar á reyklaus@reyklaus. is eða lát ið vi ta í s íma 561 2555 ef þið rekið reyklausan vei t ingastað eða reyklaust kaf f ihús Rekur þú reyklausan stað? ÁRNI MAGNÚSSON Áskorun um að hætta við lokun vinnumiðlunar. Vinnumiðlun: Lokun útibús mótmælt ATVINNUMÁL Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Hafnarfirði hefur sent frá sér hörð mótmæli við þeirri ákvörðun að loka útibúi Vinnumiðlunar í Hafnarfirði frá og með 1. júlí næstkomandi og flytja til Reykjavíkur. Lokun skrifstofu vinnumiðlun- ar í Hafnarfirði er sögð spara 3,5 milljónir króna. „Þetta er fullyrð- ing sem stenst ekki ef nánar er skoðað,“ segir fulltrúaráðið. „Þá hafa stjórnendur Vinnumála- stofnunar alveg gleymt að greina frá því að með þessu er verið að flytja kostnað frá ríkinu yfir á atvinnulaust fólk, sem er með innan við 90 þúsund krónur í mánaðarlaun.“ Er skorað á félagsmálaráð- herra að beita sér fyrir því að fyrrgreind ákvörðun um lokun verði afturkölluð. ■ LÍFSLÍKUR ÍSLENSKRA KVENNA 82,5 ÁR Íslenskir karlar hafa dregið á konurnar í lífslíkum. Nú munar aðeins 3,8 árum í stað sex ára í upphafi áttunda áratugsins. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING BREYTINGAR Á FJÖLMIÐLAFRUMVARPINU HALLDÓR ÁSGRÍMSSON OG DAVÍÐ ODDSSON Á ALÞINGI Í GÆR Samkvæmt mati Freedom House mun frumvarpið, ef það verður að lögum, hafa nei- kvæðar afleiðingar í för með sér fyrir íslenska fjölmiðlun. Með því að setja svona miklar takmarkanir á eignarhald sé hætta á því að eignarhald þjappist enn meira saman. Engir myndu koma í stað þeirra fjölmiðla sem þyrftu að láta af hendi útvarpsleyfi og því myndi fjölmiðlum fækka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.