Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 12. maí 2004 GJÖF Um 4.200 sex ára börn fá hjálma og þrautabók um öryggi á reiðhjóli að gjöf frá Kiwanis, Eimskip og Flytjanda dagana 10. til 15. maí. Þetta er í fyrsta sinn sem öll sex ára börn á landinu fá hjálma og er átakinu ætlað að tryggja öryggi barna í umferðinni. Í um- ferðarlögum segir að öll börn yngri en fimmtán ára eigi að bera hjálma á hjólum. Rétt stilltur hjálmur ver höfuð í 85 prósentum tilfella hvort heldur ef um er að ræða árekstur við bifreið eða að barn detti af hjól- inu sínu. Á lokadegi átaksins, þann 15. maí, verður fjölskylduhátíð um allt land. Hér í Reykjavík verð- ur hátíðin í Nauthólsvík þar sem margt á að bralla. Tvær fylking- ar hjólreiðamanna hjóla frá Vík- ingsheimilinu í Fossvogi og KR- heimili í Vesturbæ og niður á ströndina. Hátíðin stendur frá klukkan eitt til þrjú. ■ Ólafur Ragnar í Mexíkó: Hitti Fox FUNDUR Vicente Fox, forseti Mexíkó, lýsti á fundi með herra Ólafi Ragnar Grímssyni ein- dregnum áhuga á að nýta í Mexíkó þá reynslu sem Íslend- ingar hafa í sjávarútvegi í því skyni að bæta ástand iðnaðarins. Hann vill koma á viðræðum milli eigenda íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja í Mexíkó og áhrifa- manna í stjórnkerfi og atvinnulífi landsins. Á fundinum ræddi sendi- nefndin einnig hvernig samtökin Special Olympics gætu stuðlað að breyttum viðhorfum í garð sein- færra og þroskaheftra í Mexíkó, öðrum löndum Suður-Ameríku til fyrirmyndar. ■ ins sem á að tryggja staðfestu- rétt,“ segir van Elsen. Samkvæmt breytingum á frumvarpinu mega eftirtalin fyrirtæki ekki eiga ljósvaka- miðla: - Fyrirtæki sem hefur að meg- inmarkmiði rekstur sem er óskyldur útvarpsrekstri. - Fyrirtæki sem er að meira en 5% í eigu fyrirtækis eða -sam- stæðu í markaðsráðandi stöðu á einhverju sviði viðskipta, nema ársvelta þess sé undir tveimur milljörðum króna. - Fyrirtæki sem annað fyrir- tæki á meira en fjórðungs eign- arhlut í. - Fyrirtæki í fyrirtækjasam- stæðu sem á yfir fjórðungs eign- arhlut í fyrirtækinu, eða ef önnur fyrirtæki í samstæðunni eiga yfir fjórðung í því. - Fyrirtæki sem á hlut í útgef- anda dagblaðs. Freedom House segir frum- varpið draga úr frelsi Alþjóðleg stofnun er stendur vörð um frelsi og lýðræði í heim- inum, Freedom House, hefur ný- lega sett Ísland í efsta sæti á lista yfir frelsi fjölmiðla í heiminum. Samkvæmt mati Karin Karlekar, sérfræðings í fjölmiðlafrelsi hjá Freedom House, mun frumvarp- ið, ef það verður að lögum, hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir íslenska fjölmiðlun. Hún segir að takmark lag- anna sé í sjálfu sér jákvætt, að koma í veg fyrir of mikla sam- þjöppun í eignarhaldi á fjölmiðl- um og tryggja þannig fjöl- breytni í fjölmiðlun. „Hins vegar er frumvarpið ekki rétt leið til að ná fram þessu markmiði. Með því að setja svona miklar takmarkanir á eignarhald er hætta á því að enn meiri sam- þjöppun verði á eignarhaldi. Sem dæmi gæti það gerst að fjöl- miðlafyrirtæki sem nú starfa verði neydd til þess að láta út- varpsleyfi af hendi og hætti störfum. Fjölmiðlum gæti því fækkað,“ segir Karlekar. Hún segir að það sé alveg ljóst að þörf sé á því að gera frekari rannsóknir á mögulegum afleið- ingum laganna. Sem dæmi þyrfti að kanna hvort hugsanlegt væri að einhverjir fjölmiðlar þyrftu að hætta störfum. Eins hvort markaðsaðstæður á Íslandi séu þær að aðrir fjölmiðlar geti kom- ið í stað þeirra sem hverfa af markaðinum. „Rannsókn Freedom House á frelsi fjölmiðla gerir ráð fyrir því að of mikil samþjöppun í fjölmiðlaumhverfi geti dregið úr frelsi fjölmiðla og rétti fólks á fjölbreyttu flæði upplýsinga. Of strangur lagarammi varð- andi eignarhald getur þó án efa haft sömu neikvæðu áhrif,“ seg- ir Karlekar. Hún bendir jafnframt á að samkvæmt mati Freedom House hafi fjölmiðlar á Íslandi búið við eins mikið frelsi og mögulegt er og því sé líklega ekki jafn mikil þörf á að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum og látið hefur verið í ljós. „Það er mjög líklegt að Ísland hrapi úr efsta sæti yfir þjóðir þar sem mesta fjölmiðlafrelsi ríkir ef lögin verða að veruleika,“ seg- ir Karlekar. ■ Öryggi tryggt fyrir 20 milljónir: Sex ára börn fá hjálma BÖRN Í BREIÐHOLTSSKÓLA Þann 15. maí halda forsvarsmenn verkefnisins fjölskyldudag um allt land. Börnin leysa þá þær þrautir sem eru í bókinni sem fylgir hjálmun- um sem þau fá að gjöf í vikunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.