Tíminn - 04.01.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.01.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 4. janúar 1972 Auglýsing um umferb í Kópavogi Samkvæmt heimild í 2. mgr. 65. gr. umferðarlaga nr. 40 23. apríl 1968, og að fengnum tillögum bæjarstjórnar Kópavogskaupstaðar, eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð í Kópavogi: 1. Hafnarfjarðarvegur frá brúm við Nýbýlaveg suður fyrir Fífuhvammsveg um gjá á Kópavogs- hálsi (ný lagður vegur, nema á svæðinu milli Kópavogsbrautar og Fífuhvammsvegar). Aðal- braut samkvæmt 2. mgr. sbr. 4. mgr. 48. gr. umferðarlaga (stöðvunarskylda), nema við inn- akstur til norðurs rétt sunnan eystri brúar við Nýbýlaveg, þar sem ákvæði 2. mgr., sbr. 3. mgr. 48. gr. umferðarlaga gildi (biðskylda). Bann við stöðvun og stöðu ökutækja, bann við framúrakstri. Fyrir sunnan þann stað, sem vegir tengjast í eina akbraut sunnan brúa við Nýbýlaveg sé ekið í báðar áttir, fyrst um sinn ein akrein í hvora átt. 2. Vegur á vestri gjáarbarmi (gamli Hafnarfjarð- arvegur): Einstefna til suðurs nema milli Há- brautar og Digranesbrúar, en á því svæði er heimilt að aka í báðar áttir. Bann við stöðu ökutækja, bann við framúrakstri norðan Digra- nesvegar/Borgarholtsbrautar. Vegurinn lokist við Borgarholtsbraut nema fyrir strætisvagna og áætlunarbifreiðir með fasta viðkomu í Kópa vogi, þ.e. almenn umferð til suðurs eftir vegi þessum, framhjá mótum Borgarholtsbrautar, er bönnuð. Umferð um veg þennan hafi stöðv- unarskyldu samkvæmt 4. mgr. 48. gr. um- ferðarlaga gagnvart umferð um Hafnarfjarðar- veg (1. tölul.) og Kópavogsbraut, svo og skal umferð til suðurs norðan Hábrautar hafa stöðvunarskyldu við gatnamót Hábrautar. 3. Kópavogsbraut: Bann við vinstri beygju af Kópavogsbraut á Hafnarfjarðarveg. 4. Tengivegur milli Hafnarfjarðarvegar og Voga- tungu: Einstefna til norðurs (norðausturs). Aðalbrautarréttur samkvæmt 2. mgr. sbr. 3. mgr. 48. gr. umferðarlaga gagnvart umferð um Vogatungu og Hrauntungu. 5. Hlíðarvegur: Hlíðarvegur lokist við Hafnar- fjarðarveg (Algjör lokun). 6. Vogatunga: Akstur í báðar áttir (tvístefnuakst- ur) milli Hlíðarvegar og Digranesvegar. Um- ferð um Vogatungu njóti aðalbrautarréttar samkv. 2. mgr. sbr. 3. mgr. 48. gr. umferðar- laga fyrir umferð um Hrauntungu (sbr. niður- lag 4. töluliðar). Umferð um Vogatungu víki fyrir umferð um Digranesveg samkvæmt regl- um 2. mgr. sbr. 4. mgr. 48. gr. umferðarlaga (stöðvunarskylda). 7. Bráðabirgðavegur milli Digranesvegar og veg- ar að Félagsheimili: Vegur þessi lokist við Digranesveg (Algjör lokun). Einstefna til norð- urs frá Digranesvegarbrú. Bann við framúr- akstri. 8. Skel jabrekka: (Áður Dalbrekka). Akstur í báðar áttir (tvístefnuakstur) Umferð um Skeljabrekku skal njóta aðalbrautarréttar samkvæmt 2. mgr. sbr. 3. mgr. 48. gr. umferðarlaga við vega- mót Auðbrekku, Álfhólsvegar og vegar að Félagsheimili. 9. Tengivegir vesfan Digranesvegarbrúar: Bönn- uð hægri beygja af nyrðri tengivegi á þann syðri. 10. Vegur að Félagsheimili: Umferð um veginn víki fyrir umferð um Skeljabrekku og bráða- birgðaveg (7. tölul.), sbr. niðurlag 8. töluliðar. 11. Hraunbraut/Urðarbraut: Hraunbraut lokist við Urðarbraut (Algjör lokun). Reglur þessar eru settar samkvæ'mt heimild í 2. mgr. 65. gr. umferðarlaga nr. 40, 23. apríl 1968, og koma til framkvæmda þegar 1 stað. Með aug- lýsingu þessari eru numin úr gildi þau ákvæði eldri auglýsinga um umferð í Kópavogi, sem brjóta í bága við ákvæði auglýsingar þessarar. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 30. des. 1971. % Sigurgeir Jónsson. RAFVIRKJAR, RAFVÉLAVIRKJAR Óskum að ráða rafvirkja eða rafvélavirkja á raf- magnsverkstæði Áliðjuversins nú þegar eða eftir samkomulagi. Um er að ræða tímabundna ráðningu fram til 31. ágúst 1972. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu, er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavík og bóka- búð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi síðar en 10. janúar 1972 í pósthólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. Straumsvfk Ritari óskast Ráðuneytið óskar eftír að ráða ritara til starfa hálfan daginn. Leikni í vélritim og íslenzkri rétt- ritun nauðsynleg. Kunnátta í erlendum málum æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 10. jan. n.k. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 31. desember 1971. Búnaöarfélag Islands óskar eftir að ráða vana ritara hálfan daginn. Laun miðast við kjarasamninga opinberra starfs- manna. Umsóknir sendist Búnaðarfélagi íslands fyrir 10. janúar n.k. BÚNADARFÉLAG fSLANDS Bændahölinni, Reykjavík. MAÐUR ÓSKAST á sveitaheimili í vetur. Upplýsingar í síma 85656. óskast Reglusöm kona óskar eftir lítilli íbúð í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 16545 óskast í vist að Laugarvatni til 15 .maí. Upplýsingar í síma 99-6124 eftir kl. 4. TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. H A L L D Ó R Skólavörðustíg 2. Nivada Magnús E. Baldvlnsson Laugavegi 12 - Simi 22804 Guðjíin Styrkárssok HÆSTARÉTTARLÖGMAOUK AUSTUKSTRÆT! 6 SlMI 18354 JÓN ODDSSON. hdl. málflutningsskrifstota Laugaveg: 3. Simi 13020

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.