Tíminn - 04.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.01.1972, Blaðsíða 9
ÞRIÐJuDAGUR 4. janúar 1974 TIMINN 3*28» Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmda&tjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, Indriði G, Þorsteinsson og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Stein- grímur Gíslason. Ritstjórnarskritstofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskrtftargjaid kr. 225,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 15,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hf. Jafnræði stjórnar- i fiokkanna f hinni ágætu áramótagrein Ólafs Jóhannessonar for- sætisráðherra, sem birtist hér í blaðinu á gamlársdag, vék hann m.a. að þrálátri viðleitni stjórnarandstæðinga til að reyna að spilla á milli stjórnarflokkanna. Forsæt- isráðherra sagði m.a.: „Stjórnarandstæðingar hafa gert örvæntingarfullar tilraunir til að vekja tortryggni og ala á metingi á milli stjórnarflokkanna. Þeirri iðju munu þeir halda áfram. Því er hvíslað að Framsóknarmönnum, að þeir beri ekki það frá borði í stjórnarsamvinnunni, sem þeim ber. Fram- sóknarflokkurinn sé stærstur og því eigi hann að ráða mestu. Samstarfsflokkarnir fari með mikilvægustu mála- flokkana. Alþýðubandalagsmenn hafi alls staðar undir- tökin o.s.frv. Allt þetta tal er tilefnislaust og út í hött. En eigi að síður er ástæða til að vara við þessum áróðri. Og út af þessu vil ég taka fram, að það er mín skoðun, að stjórn- arsamstarfið eigi að byggja á fullkomnu jafnræði sam- starfsflokkanna, alveg án tillits til þingsstyrks þeirra. Þeir eru allir jafn nauðsynlegir hlekkir í samstarfinu. Allur metingur þeirra á milli er óheppilegur. Hann er einnig ástæðulaus, því að samstarfið hefur til þessa vei'- ið mjög gott og þar hefur enginn viljað sitja yfir annars hlut. Á milli samstarfsflokkanna þarf, ef vel á að vera, að ríkja sanngirni og gagnkvæmt traust. Munu þá allir sundrungarmenn fara erindisleysu. En liðsmenn stjórnar- flokkanna ættu að gæta sín að vera ekki of hlustarnæmir gagnvart slíku tali öfundarmanna." Framsóknar- flokkslns í lok áramótagreinarinnar vék forsætisráðherra að Framsóknarflokknum og sagði m.a.: „En þó að við Framsóknarmenn vinnum af fullum heilindum í stjórnarstarfinu má það ekki verða til þess að við drögum af okkur í því að vinna að gengi Fram- sóknarflokksins. Stjórn,arsamstarfið leggur auðvitað eng- ar hömlur á okkur í því efni. Við Framsóknarmenn trú- um því, að heilbrigð þróun íslenzkra stjórnmála velti ekki hvað sízt á því, að Framsóknarflokkurinn eflist með þjóð- inni. Ég vil því iy/etja forystumenn Framsóknarfélaganna um land allt, til öflugs félags- og útbreiðslustarfs, þar sem höfuðáherzla verði lögð á að kynna stefnu og störf Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar.“ Þá minjitist forsætisráðherra á fyrri ummæli Eysteins Jónssonar um, að Framsóknarflokkurinn hefði góð skil- yrði til að vera voldugt sameiningarafl umbótamanna. Um þetta sagði forsætisráðherra að lokum: „Þetta afl umbótamanna á íslandi, Framsóknarflokk- inn, ber okkur Framsóknarmönnum, eldri og yngri, að efla. Innan hans geta allir þeir sameinast, sem aðhyll- ast stefnu hans og vilja efla hann í þeirri forystu, sem hann hefur um jákvæða mótun þjóðfélagsþróunar til betra lífs og bjartari framtíðar íslendinga allra. Er þess vænzt af öllum Framsóknarmönnum hvar sem er á land- inu að þeir haldi uppi þróttmikilli félagsstarfssemi og ein- beiti sér í því jákvæða starfi að efla Framsóknarflokk- inn í nútíð og framtíð.“ Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT lintoff vildi upphaflega inn- lima Möltu í brezka ríkið Nú heggur hann á síðustu tengslin við Bretland. ALLAR HORFUR eru nú á því, að brezki herinn, sem hef- ur verið staðsettur á Möltu, hverfi þaðan til fulls um miðj- an þennan mánuð, enda þótt samningur sá, sem er í gildi milli Möltu og Bretlands um brezka flotastöð á Möltu, renni ekki út fyrr en á árinu 1974. Ástæðan er sú, að ekki hefur náðst samkomulag milli ríkis- stjórna landanna um þá leigu, sem Brétar greiði fyrir bæki- stöðina. Bretar hafa greitt 5 milljónir sterlingspunda í ár- lega leigu, en hin nýja ríkis- stjórn undir forustu Dom Mintoffs, sem kom til valda á síðastliðnu sumri, hefur kraf- izt þess, að leigan verði hækk- uð upp í 18 milljónir sterlings- punda. Bretar hafa boðizt til að hækka leiguna upp í 9 milljónir pun.L . í september í haust voru horfur á, að þessi ágreiningur kynni að jafnast, en i síðastl. mánuði slitnaði upp úr viðræðum. Mintoff for- sætisráðherra krafðist þá að Bretar væru farnir með herlið sitt frá MÖltu fyrir áramót, eri framlengdi þann frest síðan til 15. þ. m. Brezka stjórnin hefur lýst yfir því, að hún muni ekki hafa her á Möltu gegn vilja ríkisstjómarinnar bar, enda þótt samningurinn um herbækistöðina renni ekki út fyrr en eftir tvö ár. ÁSTÆÐAN til þess, að Bret- ar vilja ekki greiða hærri leigu er fyrst og fremst sú, að þeir telja flotastöðina á Möltu orðna miklu þýðingarminni en áður. í síðari heimsstyrjöld- inni var flotastöðin á Möltu mjög mikilvæg fyrir Breta, og hefur ef til vill ráðið úrslitum f styrjöldinni. Ný hernaðar- tækni hefur gerbreytt þessu. Síðan kjarnorkusprengjan og fíugskeytið komu til sögu, get- ur hugsanlegur andstæðingur eyðilagt slíka stöð fyrirvara- laust. Þess vegna telja Bretar flotastöð á Möltu miklu þýð- ingarminni en áður. Hitt þætti Bretum og bandamönnum þeirrá að sjálfsögðu miður, ef Rússar fengju einhverja að- stöðu á Möltu, en í það hefur Mintoff látið skína, m.a. með því að undirrita sérstakan við- skiptasamning við Sovétríkin fyrra mánudag, en í sambandi við hann er gert ráð fyrir, að Rússar geti fengið að láta gera við skip á Möltu. Vafasamt þykir þó, að Mintoff gangi svo langt að semja við Rússa um leigu á flotastöð. Hitt er lík- legra. að hann geri einhverja samninga við Libyu um nánari tengsli og efnahagslega aðstoð. Til að árétta, að þetta liggi í loftinu. fór Mintoff í skyndi- heimsókn til Libyu í síðustu viku, og ræddi þar við Khadafi einræðisherra. Br tar munu hafa ger' sér einhverjar vonir um að Min- toff kynni að slaka eitthvað á kröfum sínum með tilliti til DOMINIC MINTOFF þess, að atvinnuleysi er mikið á Möltu og myndi það enn auk- ast, ef Bretar legðu niður flota stöðina, sem veitir mikla at- vinnu. Mintoff virðist hins veg- ar ekki ætla að láta það beygja sig. Ekki þykir útilokað, að fresturinn til 15. þ.m. verði not aður til að gera nýja sáttatil- raun, en margir bandamenn Breta munu hvetja þá til þess, því að það verði vesturveld- unum allt of mikill álits- hnekkir, ef Rússar fá aðstöðu á Möltu. En Heath vill í þessu máli sem öðrum tefla djarft og beita meira hörku en lægni. Hann virðist trúa á, að harka og ósveigjanleiki leiði helzt til árangurs í samningum. EINU SINNI hefði því ekki verið spáð, að Dominic Min- toff yrði sá maður, sem endan- legi sliti tengslin milli Möltu og Bretlands. Hann hóf stjórn- málastörf sín sem leiðtogi Verkamannaflokks, er beitti sér fyrir því, að Malta yrði stjórnarfarslega hluti af Bret- landi líkt og Norður-írland. Flokkurinn taldi að það myndi tryggja Möltubúum bezt lífs- kjör. Árið 1956, þegar Mintoff var nýorðinn forsætisráðherra, fór fram þjóðaratkvæða- greiðsla um það, hvort Malta ætti heldur að sameinast Bret landi eða verða sjálfstætt ríki. 75% þeirra, sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, kusu sam- eininguna heldur. En brezkir stjórnmálamenn voru tregir til að fallast á hana. Þeim var það m.a. ekkert geðfellt, að þing- menn frá Möltu tækju sæti í neðri málstofu brezka þings- ins. Þeir buðu Mintoff árið 1958 að gera tilraun með sam- einingu í 5 ár og yrði málið þá aftur tekið til athugunar. Mintoff sagði þá af sér og flokkur þjóðernissinna fékk völdin. Hann hélt þeim þangað til á síðastl. sumri, er Verka- mannaflokkur Mintoffs fékk eins atkvæðis meirihluta á þinginu og myndaði stjórn. Árið 1964 veittu Bretar Möltu fullt sjálfstæði, en Malta hélt áfram að tilheyra brezka sam- veldinu. Malta hafði hlotið heimastjórn nær strax eftir síðari heimstyrjöldina, en hún hafði þá verið brezk nýlenda síðan 1814. DOMINIC MINTOFF verður 56 ára á þessu ári. Faðir hans var matreiðslumaður hjá brezka flotanum og bjó við sæmileg efni. Har*i gat því sett son sinn til mennta og reynd- ist hann góður námsmaður, og hlaut þvi styrk til framhalds- náms í Oxford. Þar giftist hann enskri konu. í Bretlandi lagði hann m.a stund á húsagerðar- list og var hann mjög eftirsótt- u' sem arkitekt eftir heimkom una til Möltu. Þar hóf hann fljótt afskipti af stjórnmálum og ger*' l ! eiðtogi Verkamanna flokksins, sem var áhrifalítill áður en Mintoff tók við for- ustu hans. Hann var kosinn á þing 1947, er Malta fékk heima stjórn og hefur átt þar sæti síðan. Hann var varaforsætis- Framhald a bls. 14 4sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.