Tíminn - 04.01.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.01.1972, Blaðsíða 13
ÞRIB.IUDAGUR 4. janúar 1972 TTMIN N Ræða forseta fslands Framhald af bls. 8. friða og vemda, á sama hátt og vér viljum vernda gróið land, að finna ráð tili að nýta fiskimið in á landgrunninu á svo skyn- samlegan hátt, að þau haldi á- fram að vera gjöful eins og Þau fyrrum voru. Vernd og nýt- ing verða að fara saman og geta farið saman, ef rétt er að staðið, og hagurinn verður ekki aðeins vor, heldur einnig ann- ®rra, sem fiskveiðar stunda í norðurhöfum. Á þetta atriði mnnu talsmeran íslands leggja hina mestu átierzlu í þeim skoð anaskiptum Við aðrar þjóðir, sem nú eru fram imdan um þetta mál. Ef ekkert yrði nú aðgert, væri þcss ekki langt að bíða, að allir verði jafnslyppir. Þetta, ásamt spurniiigunni um tilverurétt íslenzku þjóðarinn- ar, verða sterkustu og sigur- sælustu rökin í þeirri sókn sem nú er hafin fyrir lífbeltinu með ströndum fram. Það er vissu- lega ein heitasta nýársóskin, að gifta fylgi störfum þeirra manna, sem nú fá það hlut- skipti að halda á þessum mál- um vorum, að gera góðum ná- grönnum vorum skiljanlegt, hvað í húfi er. Enginn grund- vallarágreiningur er um þetta mál hér innanlands, allir stjórn málaflokkar eru þar sama sinn- is. gterkari en þetta getum vér ekki orðið, og nú er að sjá hve lengi aðrir verða að átta sig á að koma til liðs við oss. Verndun náttúrunnar er svo brennandi áhugamál hugsandi manna, að vér getum fastlega gert ráð fyrir að almennings- álit víða um heim snúist á vora sveif.. Skyldum yér ekki 'geta vænzt þess áður en langt um líður, að rétt þyki og eðlilegt, að íslendingar veiði einir fisk á landgrunni sínu, enda standi • \ þeir svo að þessari atvinnu- grein sinni, að þeir reyni af fremsta megni að . varðveita þetta lífbelti óskemmt. Hverj- um öðrum ætti að vera betur til þess treystandi en þeim, sem mest eiga undir því? Og hi.gs- munir íslenzku þjóðarb.nar fata hér saman við nútímalega náttúruverndarhugsjón. Góðir áheyrendur. Þegár horft er fram til komandi árs á þessum nýjársdegi, er ekki annað hægt en aö festa augun á þessum lífshagsmunamálum þjóðarinnar. Hitt er svo rétt sem oft er um talað nú á dög- um, að fleira verður til að koms en nýti lands og sjávar, til að skjóta traustum fótum undir atvinnu- og efnahagsiíf íslendinga. En land og sjór er þft enn og mun ætíð verða gruiútvöllurinn. Vér verðum að gera allt, sem í voru valdi stend ur tiH að gera landið betra og byggtlegra, Því að framtíð vor er hðr. „Mikils væri misst, ef ísland hefði ekki risið úr sæ og norrænir menn ekki fundið það“. Svo sagði binn enski rit- höfundur, og átti við það, að fornmenning íslendinga væri heiminum mikils virði. Slík við urkenning, sem reyndar hefur oft veri® endurtekin, hefur oss ætíð þótt sæt á bragðið. Og sízt má lítið úr henni gera. Hún er meðal annars ein af undir- rótum þess, að gömul sambands þjóð vor Danir eru nú að af- henda oss hinar fornu skinn- bækur og staðfestu það fagur- lega á s.l. ári með því að færa oss Flateyjarbók og Sæmundar eddu með hátíðlegri viðhöfn. Og hún er reyndar líka ein af undiríQtun^ þess, sem er enn meira, nefniíega þess að vér erum sjálfstæð þjóð og njót- um álits Þeirra sem til þekkja. En svo góðar sem skinnbækur fornar eru og reyndar allar þjóðlegar minjar, þá er þeim helzt að líkja við súrdeigið, sem sýrir allt hrauðið, og það er ekki lítið sagt. En brauðið sjálft, það er landið og land- kostirnir og hamingjuvænlegt og réttlátt þjóðfélag, sem vér öll vonum að hér megi þrífast í frjálsu landi. Spurt mun verða að því í vaxandi mæli, hvernig sú viðleitni tekst til, og eftir svarinu við þeirri spumingu mun verða um það dæmt, hve mikils væri misst, ef íslandi hefði ekki skotið úr hafi og norrænir menn ekki fundið það, engu síður en því, hvernig vér ávöxtum hinn forna menn- ingararf, sem þó hefur gert oss að þjóð. Um þessi áramót er sums staðar heldur ískyggilegt um að litast í heiminum. Þær þjóð- ir eru til, sem eiga um sárt að binda, og margir horfa me@ kvíða til framtíðai' ,r. Mætti þetta ár bera meinabót í skauti sínu. Vér íslendingar höfum búið við árgæzku og hagsæld, svo að með fádæmum er. Ham- ingjan hefur verið oss hliðholl. Vér skulum reyna að meta Það að verðleikum. Gleðilegt nýjár. Hestamenn Hef flutt vinnustað minn frá Faxatúni 9, Garða- hreppi, að Kirkjustræti 8, Reykjavík. — Sími 26745. STEFÁN R. PÁLSSON, söðlasmiður. VELIUM ÍSLENZKT <H> ÍSLENZKANIÐNAÐ ORÐSENDING FRÁ INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA UM INNHEIMTU MEÐLAGA Samkvæmt lögum nr. 54/1971 tekur til starfa nú um áramótin Innheimtu- stofnun sveitarfélaga, sem hefur það hlutverk að innheimta hjá barns- feðrum meðlög, sem Tryggingastofnun ríkisins og umboð hennar greiða mæðrum óskilgetinna barna og fráskildum konum með börnum þeirra. Meðlög skulu greidd Innheimtustofnuninni mánaðarlega fyrirfram — á hlaupareikning nr. 333 við Útvegsbanka íslands, Laugavegi 105, Reykjavík, eða í afgreiðslu Innheimtustofnunarinnar, Laugavegi 103, Reykjavík, af- greiðslutími 09,00—15,30 alla virka daga nema laugardaga, sími 25811.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.