Tíminn - 04.01.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.01.1972, Blaðsíða 16
Héraðslæknir- inn á Fiateyri særöist illa af voðaskoti EB—Reykjavík, mánudag. Héraðslækniri.nn á Flateyri, Jó- hann Guðmundsson, særðist illa af voðaskoti aðfaranótt 31. des- ember. Mun hann hafa verið að meðhöndla byssu, þegar skot hljóp skyndilega úr henni. Kom skotið í innanvert læri Jóhanns og fór upp í kviðarþolið. Jóhann ligg ur nú á sjúkrahúsinu á ísafirði og samkvæmt upplýsingum þaðan í kvöld, er líðan hans eftir atvikum góð. Enginn sjónarvottur mun hafa verið að slysinu. Eiginkona Jó- hanns mun hafa verið á efri hæð húss þeirra hjóna, en Jóhann á neðri hæð, þegar slysið varð. Kom fólk lækninum fljótlega til hjáip- ar og var náð sambandi við varð- skipið Óðinn, sem var statt út af önundarfirði. Hélt skipið þegar tií Flateyrar og flutti það Jóhann til ísafjarðar. Mun Jóhann hafa verið kominn á sjúkrahúsið á ísa- firði 2—3 tímum eftir að hann varð fyrir voðaskotinu. Mun mikil aðgerð þegar hafa verið gerð á Jóhanni, pg þegar blaðið hafði sam band við sjúkrahúsið um kl. 18 í dag, var líðan hans sögð eftir atvikum góð. Ölfusá hefur borið mikið af jökum upp á bakka sína, og hér er mynd sem er tekin við Sandá í Ölfusi. Brúin yfir Sandá brotnaði í leysingunum, eins og sést á myndinni, en bærinn á myndinni eru Egilsstaðir (Tímam. PÞ) Áramótaglettur Ölfusár: BRI) BROTNAR, SÍMASTAURAR FALLA OG RAFLlNUR LASKAST PÞ—Sandhóli, mánudag. Ölfusá var með áramótaglettur við nábúa sína í Ölfusinu um og rann á milli Auðsholts og Arn- avbælishverfis. svo o.g nokkrum símastaurum og línum. Framhald á bls. 3 VINNUTIMA- STYTTINGIN TEKUR GILOI EJ—Reykjavík, mánudag. 40-stunda-vinnuvika kom til framkvæmda um áramótin, en samkvæmt henni verða unnar vinnustundir 37 ldst. og 5 mín- útur á viku, en ekki verður unnin dagvinna á laugardögum. Dagvinna hefst nú yficrleitt kl. 7.55 og endar kl. 17. Þó eru umd- antekningar frá þessu í sumum greinum, þar sem vinna hefst kL 7.30 og stendur til kl. 16.35. Samkomu- lag við yfir- og uradir- menn báta- fiotans EJ—Reykjavík, mánudag. Um áramótinu náðist samkomu- lag milli útgerðanmanma og yfir- manna og undirmanna á bátaflot- anum, en samkomulagið verður þó ekki lagt fyirir félagsfundi til samþykktar fyrr en yfirnefnd hef- ur úrskurðað fiskverð, en það Framhald á bls. 14. þessi áramót. í hlýindunum og úr- fellinu, sem gengið hefur landið undanfarna daga hefur áin aukizt mikið, og á gamlárskvöld sprengdi hún af sér öll klakabönd, en við þær hamfarir myndaðist klaka- stífla rnilli Arnarbælishverfis og Kaldaðarness. Við þetta breytti áin um farveg Magnús Gíslason bóndi að Auðs- holti sagði, að seimt á gamlárs- kvöld hefði áin stíflazt og rann hún fyrst á eftir undii' ísinn á Auðsholtsveitunni, sem er engi á milli þessara bæja, og lyfti ísn- um upp í heilu lagi, hált á ann- an metra. Augnabliki síðar var hún búin að sópa öllum ís burtu, 5% HÆKKUN Á ÚT- SELDRI VINNU Úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins: KRISTMANN, JÓHANNES HELGI 0G VILBORG VERÐLAUNUÐ EJ—Reykjavík, mánudag. í framhaldi af kjarasamningum þeim, sem undirritaðir voru í des ember síðastliðinn, hefur verðlagsnefnd samþykkt að heimila, að ÖH útseld vinna í iðnaði hækki um 5%, og kemur sú hækkun á síðustu gildandi taxta. Þá var ísíðasta mánuði skipuð nefnd með fulltrúum Alþýðusambands ins, Vinnuveitendasambandsins og verðlagsstjóra sem oddamanni, til að endurskoða álagningargrundvöll útseldrar vinnu. Nefndin á að ljúka störfum um þessar mundir. SJ-Reykjavík, mánudag. Á gamlársdag var að vanda út- hlutað verðlaunum úr Rithöfunda- sjóði Ríkisútvarpsins. Þrír rithöf- undar fengu að þessu sinni fé úr sjóðnum: Vilborg Dagbjartsdóttir, Kristmann Guðmundsson og Jó- hannes Helgi. Fengu þau kr. 65.000,00 hvert, en fjárupphæðin, sem árlega er úthlutað í verðlaun um til rithöfunda er nokkuð mis- jöfn, eftir því hvernig aflazt hef- ur í sjóðinn. En tekjur hans eru einkum framlag Ríkisútvarpsins og rithöfundalaun, sem ekki tekst að koma til skila. — Þessir peningar koma að not- um, sagði Vilborg Dagbjartsdótt- ir skáldkona í viðtali við Tímann í dag. — Ég vinn yfirleitt mikið, starfa sem kennari á vetrum og á sumrin hef ég oft þurft að taka aukavinnu til að láta endana mætast. Ég vonast til, að þessir peningar verði til þess að ég geti sleppt brauðstriti í sumar. Ég hef ákveðið verkefni í huga, sem lengi hefur verið mér hugleikið, að skrifa barnabók um Vestdals- eyri. — Hvar er Vestdalseyri? — Hún er nyrzti hluti Seyðis- Framhald á bls. 14. Verðlaunahafar skála, (Tímamynd Gunnar) Austfirðingar Almenpur stjórnmálafundur verður haldinn í Félagslundi Reyðarfirði Sunnudaginn 9. janúar, og hefst hann kl. 3 síðdegis. Einar Ágústsson utanríkisráðherra og alþingismennirnir Eysteinn Jónsson og Vilhjálmur Hjálmarsson mæta á fundinum. Kiördæmissainband Framsóknarnianna á Austurlandi. í Framsóknarfélag Reykjavíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn næstkomandi laugardag kl. 2 síðdegis í Tjarnarbúð (Oddfellow- húsinu). Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar sýnið félagsskírteini við innganginn. Stjórnin. Blaðburðarfólk óskast á SkólavörSustíg, Bergþórugötu, í Túnin og víðs vegar annars staðar í bænum. Upplýsingar á af* greiðslu blaðsins, Bankastræti 7, sími 12323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.