Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 5
MIBVIKUDAGUR 5. janúar 1972 TIMINN 5 MEÐMORGUN KAFFINU ★ — náð í eiturlyf fyrir milljónir og tugmilljónir króna. Glæpa- hringurinn, sem stóö fyrir eit- urlyfjasölunni, hafði notað þetta gamla, mannlausa hús til þess að geyma í eitrið. Nú er Marilyn tuiin að fá laun fyrir fund sinn. L.iunin voru 500.000 krónur, og ákveðið hefur verilð, að peningarnir verði geymdir og skólaganga Marilyn greidd með þeim í íramtíðinni. Hér er lögregluþjónn að afhenda Marilyn verðlaunin. Þegar eiginkonur komast að því, að menn þeirra leggja það í vana sinn, að Ijúga að þeim, verða þær venjulega ofsareiðar, og eflaust ekki að ástaöðulausu. En hún Veronique, sem gift er kvikmyndastjörnunni Greg- ory Peek, brást öðru vísi við en flestar kynsystur hennar hefðu gert. Hún bakkaði honum fyrir, og kastaði sér í fang hans og kyssti hann mörgum sinn- um. Skýringin er sú, að fyrir hálfu ári fór GregoVy Peck að finna til ótrúlega mikils sárs- auka innvortis. Það hlaut eitt- hvað að vera í ólagi með lifr- ina, eða svo hélt hann sjálfur. En hann Þorði ekki að minnast á þetta við konu sína. Óttinn við að hér væri um krabbamein að ræða gróf um sig innra með honum, og hann fór og ræddi máli'ð við lækni. Læknirinn vildi, að hann legðist inn á sjúkrahús, svo hægt væri að rannsaka hann nákvæmlega. Fyrst í stað hafði Peck ekki tíma til slíks, því hann þurfti að ljúka kvikmynd, sem hann vann við. Svo kom að því, að hann sá sér fært að leggjast á sjúkrahúsið, en hvernig átti hann a'ð koma í veg fyrir, að kona hans frétti um þessi vand- ræði. Allt í einu datt honum í hug, að segja henni, að nokkr ir vinir hefðu boðið sér í veiði ferð, og spurði hvort henni fyndist ekki að hann ætti að fara með þeim. Veronique sagði að hann væri búinn að vinna svo mikið og væri svo þreytulegur, að ekkert væri sjálfsagðara. Viku síðar kom Peck heim aftur úr ,,veiðiferð- inni“, og gat þá fært konu sinni þau gleðitíðindi, að hann hefði gengizt undir krabbameinsrann sókn, og allt benti til þess, að hann væri mjög hraustur, og ekki væri um krabba að ræða, þótt sársaukinn hefði veriö mik ill. Því var það að Veronique grét þegar hún heyrði, að mað ur hennar hefði logið að henni stanzlaust í hálft ár, bæði um þreytuna, og síðast um „veiði- ferðina". Presturinn og djákninn í þorp irm voru ósáttir. Presturinn hafði fyrir vana að leggja sunnudagsræðu sína í predik- nnarstöEnn þegar á laugardags kvöldr og þegar djákninn sá ræfifuna, tók hann síðasta blað- ið. Á sannudeginum sté prest- behmi í stólinn og talaði um Adam og Evu. Þegar hann kom asð síðasta blaðinu, sagöi hann: — Og suo sagði Adam vfð E\'U: — Heyrðu nú . . þama vantar yést blað. — Maríus biður að þakka fyrir bindið, sem þú gafst hon- um mamma, hann notar það á hverjum degi. Gamli kaupmáðurinn lá á banasænginni og fjölskyldan v»r kölluð saman. — Eru Asa og Eiríkur héma? — Já, pabbi. — En Þóra og Níels? — Já, pabbi- — Og Bjarni og Alli og Pétur og Kristján? — Já, pabbi. Þá reis gamli máðurinn upp víð dogg og hrópaði reiðilega. — Hver fjandinn passar þá búðina? — Eg ætla að tryggja húsið mitt fyrir 6 milljónir. — Jæja, á það að vera óveð- urstrygging eða brunatrygg- . ing, — Brunatryigging, auðvitað. ( Hver heldurðu, að geti sett j óveður af staðj’ j Pétur var að koma úr Þjóð- j leikhúsinu og mætti þá Páli j vini sínum, sem spurði hvar j í i V hann hefði verið. — Ég var að koma úr leik- húsinu. — Úr leikhúsinu? Klukkan j er ekki nema níu. j — Nei, en það stendur í Jeik . skránni, að annar þáttur fari ’ fram daginn eftir. j Get ég ekki fengið kökubita, á meðan ég bíð eftir matnum. Ég vil helzt ekki borða á fast- DÆMALAUSI andi maga. DEMNI Hún Marilyn Ortiz er sjö ára gömul. Hún hafði ekki gengið í skóla nema örfáa mánuði, þeg ar hún ljóstraði upp um eitur- lyfjahring. Nánari tildrög voru þau, að á hverjum degi gekk hún fram hjá byggingu, sem enginn bjó í, og hafði fyrir löngu verið yfirgefin. Þrátt fyrir það tók Marilyn eftir því, að fyrir framan húsið stóð geysi lega fallegur og fínn bíll. Hvaö skyldi þessi fíni bill vera að gera þarna, hugsaði Marilyn með sér, úr því að enginn á heima í húsinu? Eftir hádegið, Þegar Marilyn var búin í skól- anum, fór hún aftur fram hjá húsinu, og nú var bíllinn horf- inn. Marilyn varð forvitin, og vildi gjarnan vita, hvert erindi bílstjórans hefði verið, svo hún læddist inn í husið, en þangað hafði hún aldrei komið áður. Þarna inni fann hún nokkra pappakassa, og hvab skyldi hafa verið í þeim. Marilvn opn aði einn þeirra. I kassanum var ekkert nema pok.ar fullir af einhverju dufti. Úr því þetta hveiti, sem Marilyn hélt hún hefði fundið, lá þarna í álgjöru tilgangsleysi, ákvað litla stúlk7 an, sem er aðeins sjö ára, að fara með hveitið heim til mömmu sinnar. — Sjáðu hvað ég fann mamma, nú geturðu aldéilis bakað kökur, sagði Marilvn þpgar húr kom beim. En sem betur fór uþpgfitvaði móðirin í tæka tíð, hvað um var að vera. Stuttu seinna hafði lögreglan — Læknir, ég fæ svo voSa- Icga verki, þegar ég geri svona. Prestur nokkur hafði mikið að gera um jólin eins og marg- ir stéttarbræður hans. Þetta hafði verið endalaus runa af skírn og giftingum og presturinn var orðinn þreyttur. Við síðustu hjónavígsluna sagði hann óvart við brúðina: — Hvað á barnið að heita? iiuitinMniiiHtiuiiHiiiimiKMiitmtiiiniiMiinHiuuiiNiuMimiiHiiin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.