Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 8
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 5. janúar 1972 ;eins 1,9% hærri en árið áður, i vísitala húsabóía hækkaði um ’,5%, en vísitala annarra jarð- ektarframlaga hækkaði um I, 3%, nema til framræslu sem min er í ákvæðisvinnu og fram gið er ákveðinn hundraðshluti jstnaðar. Hin litla hækkun jarð- ektaríramlaga er greidd voru á inu 1971 sýnir að mikill sam- ráttur hefur orðið á framkvæmd- m á árinu 1970 miðað við árið 169. Byggingaframkvæmdir í eitum hafa líka farið minnkandi 'ðustu árin, en þó er ávallt unnið ekkuð að útihúsabyggingum eu ;r bændur hafa iagt í íbúðarhús- •ggingu á hinu nýliðna ári. Lána ■arfsemi Stofnlánadeildar og Veð eildar Búnaðarbanka íslands sýn- • í stórum dráttum, hvernig bænd r og fyrirtæki þeirra hafa unnið 5 fjárfestingu á hverju ári. 1971 oru veitt 1091 A-lán úr Stofnlána rild, samtals að fjárhæð kr. II. 755.000,00, þar af til vinnslu- :öðva 9 lán að fjárhæð kr. 34.400. 00.00, og 24 lán til kaupa á þunga- ínnuvélum til ræktunarsambanda ð fjárhæð kr. 24.784.000,00, — 17 'in til minkabúa að fjárhæð kr. 5.281.000,00 og 380 dráttarvéla- m að fjárhæð kr. 38.133.000,00. árinu 1970 voru aðeins veitt 38 lán til dráttarvélakaupa að járhæð kr. 14.065.000,00. Tala .-iána til bænda sjálfra vegna æktunar og útihúsabygginga 1971 ru því 661 að fjárhæð kr. 99.157. 00,00, en 1970 voru slík lán 505 ð tölu að fjárhæð kr. 68.146.000,- lesta breytingin frá 1970, auk ækkunar á lánum vegna aukins ostnaðar við framkvæmdir, er íikil aukning lána til dráttarvéla aupa, minkabúa og til þunga- innuvélakaupa- B-lán til íbúðarhúsabygginga oru 174 að fjárhæð kr. 42.942.000, 0, eða 34 fleiri og samtals kr. 9.455.000,00 hærri en 1970. Sýnir etta auknar íbúðarhúsabyggingar ■amkvæmdir enda voru þær í lá- eyðu 1970, en líka voru nú veitt ærri lán á hvert íbúðarhús en rið áður. Heildarlán A og B voru ú kr. 254.697.000;00, en voru árið 970 aðeins kr. 141.176.000,00. Úr Veðdeild Búnaðarbankans oru veitt 87 lán til jarðakaupa ð fjárhæð kr. 15.339.000,00, en fyrra voru veitt 85 lán til jarða- aupa að fjárhæð kr. 14.535.000,00. Véla- og verkfærakaup. Á ár- iu 1971 voru fluttar inn um 450 jóladráttarvélar. Er það um 60% ukndng frá árinu áður. Fluttir oru nú inn um 300 heyhleðslu- agnar en 121 árið 1970, og nú oru fluttar inn rúmar 40 hey- indivélar, en 54 árið áður. Aftur móti voru fluttar inn færri sláttu élar 1971 en 1970- Fjárhagsafkoma landbúnaðarins. undanfömu harðindatímabili cfur margur bóndinn átt við fjár agserfiðleika að stríða. Öll héruð andsins nema helzt Suðausturland rðu verulega fyrir barðinu á uldaskeiðinu síðustu 6 árin, en ó urðu einstöku býli og sveitir lun verr úti en önnur. Kíkisvald- ) kom til móts við bændur msð ví að efla Bjargráðasjóð íslands aeð auknum fraittlögum frá bænd m sjálfum og frá ríki og sveitar- élögum. Einnig bætti ríkið með einum framlögum verulegan luta af því mikla tjóni, sem ösku allið úr Heklu 1970 olli sumum ændum. Þessi fyrirgreiðsla varð II bess að allur þorri bænda hélt nsMftú furðu lítið skertum gegn m harðindatímabilið, en nettó rður búanna varð ’-'íða óeðlilega ýr vegna mikils tilkostnaðar og ums staðar minnkandi afurða egna fækkunar á bústofni og/eða minni arðs eftir hvem einstakl- ing. Harðærið kom í veg fyrir mikla framleiðsluaukningu og margir bændur hafa safnað skuld- um og dregið framkvæmdir og jafnvel nauðsynlegt viðha'd. mann virkja. Árið 1969 var bændum sér- staklega erfitt. Þá sýndu búreikn- ingar að meðaltekjur bænda, sem hafa búskap að aðalatvinnu, voru aiðeins 71% af vinnutekjum hinna svokölluðu viðmiðunarstétta. Árið 1970 varð bændum mun hagstæð- ara. Þá sýndu búreikningar að meðaltekjur bænda voru í krónu- tölu 50% hærri en 1969 og námu 83% af vinnutekjum viðmiðunar- stéttanna. Enn liggja ekki fyrir niðurstöður búreikninga fyrir ’71, en allar líkur benda til þess, að afkoma landbúnaðarins verði ek'ki lakari 1971 en 1970. Má Þakka það batnandi árferði. Fyrir þremur árum lét þáver- andi landbúnaðarráðherra gera at- hugun á efnahag bænda og að því búnu beitti hann sér fyrir þvi að Veðdeild Búnaðarbankans tæki að sér að breyta lausaskuldum bænda, sem myndazt höfðu vegna framkvæmda á árunum ’62—’68. í föst lán, þ.e.a.s. ef bændur hefðu fasteignir til að veðsetja fyrir lán- inu. Mörgum bændum varð þessi fyrirgreiðsla að miklu gagni. Mér : var þá ljóst, að um 5% bænda voru svo illa staddir fjárhagslega, að þeir þyrftu meiri aðstoð og í öðru formi en fólst í a® breyta lausaskuldum í föst lán, því þeir ættu ekki einu sinni veð til að leggja fram. Ég dró enga dul á þessa skoðun mína hvorki í við- ræðum við ráðherra, á Búnaðar- þingi eða í fjölmiðlum, en fékk í fyrstu litla áheym. Er í Ijós kom, að ýmsir bændur gátu ekki notað sér þá fyrirgreiðslu, sem um var að ræða vegna ákvæða í lögum, og ennfremur að sumir voru svo illa settir, að enda þótt þeir fengju lausaskuldum breytt í föst lán, þá var samt ekki rekstrargrundvöllur fyrir búum þeirra, tók landbún- aðarráðherra það ráð að fela erind reka Stéttarsambands bænda, Árna Jónassyni, að athuga fjárhag bænda með það að markmiði, að finna þá bændur, sem ekki höfðu getað komið fjárhag sínum á sæmi lega traustan grundvöll með breyt ingu á lausaskuldum í föst lán. Þessi athugun leiddi í ljós að 200 —300 bændur, eða 5—6% bænda, byggju við svo erfiðan fjárhag, að nauðsynlegt væri að þeir fen; ju sérstaka fyrirgreiðslu. Skipaði ráð herra þá 5 manna nefnd til að athuga nánar og yfirfara þær nið- urstöður, sem Árni Jónasson komst að, og kanna gaumgæfilega hag og búskaparhorfur þessara bænda og gera síðan tillögur til úrbóta í samráði við ráðuneytið. Nefnd þessi skilaði áliti í sept. 1971. Þá skipaði núv. landbúnaðarráðherra 3ja manna nefnd í málið og höfðu tveir þeirra starfað í fimm-mamna nefndinni, þ.e. fulltrúar, sem Stétt arsamband bænda og B.í. áttu í þeirri nfend. Þessari nefnd var fal- ið að framkvæma tillögur 5 manna nefndarinnar og var heitið fjár- veitingu þessum bændum til að- stoðar. Á fjárlögum fyrir áriffl 1972 eru veittar kr. 10 milljónir í þessu skyni. Má gera ráð fyrir að á þessu ári verði hlutur þess- ara bænda bættur verulega, svo þeim verði yfirleitt unnt að halda áfram búskap og er gert ráð fyrir 1 að Þeir njóti nokkurrar aðstoðar næstu fimm árin, ef með þarf. Þótt aðstoð þessi komi of seint, verður bún vonandi mörgum að gagni og leysir vanda þeirra. Þetta er enn ein sönnun þess að bændur þurfa að gæta hófs í fjárfestingu og skuldasöfnun. Stómugur og bjart- sýni eru æskilegir eiginleikar ungs bónda, en allt kapp er bezt með forsjá. Framtíðarhorfur. Bændur eru yfirleitt bjartsýnir um framtíðar- horfur í landbúnaðinum. Veldur þar miklu um hið hagstæða árferði á hinu nýliðna ári, einnig hefur venðlag á kjöti og mjólkurafurðum farið hækkandi á erlendum mark- aði, en aftur hefur ull lækkað í verði. Nú stendur yfir endurskoð- un á veigamestu þáttum landbún- aðarlöggjafarinnar, og binda bænd ur vonir við að sú endurskoðun leiði til aukinnar hagsældar í land búnaðinum. Að undanförnu hefur 8 manna nefnd unnið að endurskoð un laga um Framleiðsluráð land- búnaðarins. Tillögur þeirrar nefnd ar hafa verið lagðar fyrir ríkis- stjórnina en ekki verið birtar opin- berlega. Þó er vitað að um grund- vallarbreytingar á Sexmannanefnd er að ræða á þann hátt að bænda ! samtökin munu framvegis semja við fulltrúa frá ríkisstjórninni í stað fulltrúa frá launþegasamtök- unum. Reynslan mun leiða í ljós hvort þetta fyrirkomulag verður affarasælla fynr landbúnaðinn heldur en hitt, sem gilt hefur síðasta aldarfjórðunginn. Búnaðarþing 1971 skipaði þrjár nefndir til að endurskoða vissa lagabálka og gera tillögur, sem lagðar verða fyrir Búnaðarþing 3972. Ein þessara nefnda vinnur að endurskoðun Jarðræktarlaga, önnur að endurskoðun Búfjárrækt- arlaga og hin þriðja var kosin til að gera tillögur um búnaðarmennt un bænda. Tel ég víst að þessar nefndir allar skili mikilsverðum álitum, er lögð verða fyrir Bún- aðarÞing 1972. Það þarf að gera mikið átak til að auka fagmenntun bænda. Það er ekki vanzalaust að á þessum tímum tækni og við- skiptabúskapar skuli margir ungir menn hefja búskap í sveit án þess að hafa stundað nám í bænda- skóla. Það er vandi að búa og til þess þarf ekki síður fagmenntun en til að leysa af hendi ýmis handverk og iðnaðarstörf. Á und- anförnum árum hefur verið gert þakkarvert átak við að endur- byggja bændaskólanm á Hvanneyri þótt því verki hafi miðað of hægt, en á fjárlögum í ár er veitt mynd- arleg fjárhæð til þess að hægt sé að ljúka skólabyggingu þeirri, sem þar hefur nú verið x smíðum. Fyrrverandi landbúnaðarráð- herra ákvað bændaskóla stað á Suðurlandi, áður en hann lét af ráðherrastörfum s.l. sumar. Fór hann í því efni eftir tillögum minnihluta nefndar, er hann skip aði til þess að gera ti’iögur um staðarval fyrir slíkan skóla. Einn- ig skipaði ráðherra byggingarnefnd fyrir þennan skóla. Á fjárlögum fyrir árið 1972 er veitt smáfjár- hæð til bændaskóla á Suðui'landi- Vonandi dregst ekki lengi að koma slíkri stofnun á fót, en það kostar mikið fé, og má ekki skera um of við nögl að koma þar upp nýtízku skóla og fyrirmyndarbú- skap. En það er ekki nóg að ungir menn læri búfræði, heldur þurfa bændur í starfi öðru hvoru að sækja námskeið, þar sem bæði verklegar og fræðilegar nýjungar eru kynntar þeim. Til þessa hefur ■ verið í-eynt að leysa þennan . andá meffl síðdegis- eða kvöldfundum, , leiðbeiningum í rituöa máli eða í útvarpi, og þótt slíkir fundir geri sitt gagn, þá nægja þeir ekki, enda haldnir of sjaldan, heldur þarf að efna til námskeiða við bændaskólana, sem standa nokkra daga eða vikur, eftir því hvaða mál eru tekin fyrir. Er Bændaskólinn á Hvanneyri nú affl hefjast handa með slíkt nám- skeið í búfjárrækt. Búnafflarþing 1971 fól stjóm Bún aðarfélags íslands að hlutast til um við landbúnaðarráðherra, að hann skipaði þriggja manna nefnd, einn eftir tilnefningu B.Í., annan eftir tilnefningu Stéttarsambands bænda og hinn þriðja án tilnefn- ingar til að endurskoða alla lög- gjöf um eign og ábúðarrétt á jörð- um, svo sem: Lög um kauparétt á jörðum frá 1948, Ábúðarlög frá 1961, lög um ættaróðul, ættar- jarðir, erfðaábúð og sölu þjóð- og kirkjujarða og lög um jarðeigna- sjóð ríkisins frá 1967. Núverandi • landbúnaðarráðherra skipaði þessa nefnd og í henni eiga sæti þeir Ásgeir Bjamason, alþingismaður, form. B.í. og bóndi í Ásgarði, tilnefndur af B.Í., Árni Jónasson, ernidreki, tilnefndur af Stéttarsambandi bænda og Svein- björn Dagfinnsson, skrifstofustjói'i í landbúnaðarráðuneytinu, skipað ur án tilnefningar. Starf þessarar nefndar er hið mesta vandaverk, Því að framtíð- arheill bændastéttarinnar og land búnaðarins veltur meira á skipan jarðeignamála og ábúð jarða en nokkru einu atriði öðru. Sjálfs- eignarábúffl bænda hefur tvímæla- laust gefizt bezt hér á landi og þar næst erfðafestuábúð. Mikill meirihluti jarða hér á lamdi.er nú í sjálfseignarábúð og tiltöíuléga fáir búa á leigujörðum./'isem óvandabundnir einstaklingar eiga. Áður fyrr var það gróðavegur efnamanna að safna jörfflum, leigja þær út ásamt kúgildum fyrir háa leigu, jafnvel okurleigu, og bæta ábúanda lítið sem ekkert fyrir þær umbætur, er hann gerði á jöiffl- inni. Slíkar leigujaifflir nýddust oft niður og leiguliðamir vom oftast fátækir, enda að venju' hart gengið eftir leigu fyrir jörðina og kúgildin. Með breytingu á ábúðarlögum fyrir um 40 ámm, varð jarðeign til útleigu ekki leng ur auðveldur grófflavegur og hefur það stuðlað að aukinni sjálfsábúð. Á undanförnum áratugum hefur fjöldi fólks, sem er fætt og upp- alið í sveit, yfirgefið landbúnaðinn og leitað sér starfs í þéttbýlinu. Sumt af þessu fölki átti jörð eða arfsvon í jarðarhluta, er það yfir- gaf sveitina. Langflestir þessara manna hafa sýnt þann félags- þroska og skilning á vandamálum landbúnaðarins, að þeir seldu jarð eignir sínar sanngjömu verði, þeim sem eftir urðu í sve’ inni við búskap, enda oft um systkini eða önnur skyldmemni að ræða. Þökk sé þeim, sem á þann hátt skyldu við sveit sína með sóma. Sem betur fer, hefur öllum þorra fólks, sem yfirgefið hefur land- búnafflinn að undanförnu, vegnað vel við þau störf, sem Það hefur tekið fyrir ,og einnig hefur meiri- hluti þeirra, sem eftir hafa setið í sveitinni við búskap, staðið sig með mestu prýði við að endui-- byggja á jörðum sínum, stækka túnin og búa á allan hátt í haginn fyrir sig og þá sem erfa landiffl. Frá því land byggðist hafa hvers konar hlunnindi auk grasnytja. fylgt bújörðum, svo sem veiði í ám og vötnum, vatnsorka, reki, hrognkelsaveiði, egg og dúntekja, sellátur o.fl. o.fl. Þessi hlunnindi hafa reynzt bændum og búaliði Framhald á bls. 12 Kartöflur teknar upp

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.