Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 12
Framhald af bls. 8. ómetanleg búbót frá fyrstu tíð til þessa dags. Sama máli gegnir um afréttarlöndin, sem alla tíð hafa verið notuð félagslega af viðkom- andi upprekstrarfélögum til mik- illa hagsbóta fyrir landbúnaðinn og þjóðina. I.andverfð á íslandi hefur yfirleitt verið lágt og er svo enn, þegar land er keypt til búskapar. Það er þjóðhagslega hagstætt ,að landverð sé ekki sprengt upp úr öllu valdi. Slíkt eykur aðeins framleiðslukostnað. Með vaxandi velmegun í þéttbýli hefur skapazt nýtt vandamál í sambandi við jarðeignamáún. Fyrír alllöngu tók a® bera á því að auðugir einstaklingar í þéttbýli keyptu veiðirétt undan jörðum, sérstaklega laxveiðihlunn indi, sem ætíð hafa verið eftir- sóknarverðustu hlunnindi, sem jörðum hafa fylgt. Löggjafinn kom hér til bjargar að nokkru, með því að banna með lögum að veiði- réttur væri seldur undan jörðum. En ekki var að fullu sett undir lekann með slíku lagaákvæði. Síð- an hafa auðmenn úr þéttbýli mjög sótt eflir að kaupa laxveiðijarðir og þá einstöku sinnum rekið þar búskap sjálfir, en oftar leigt jörð- ina til búskapar, en haldið veið- inni til cigin nota, en stundum blátt áfram lagt jarðirnar í eyði. Slík meðferð á þessum jörðum er niðurdrepandi fyrir viðkomandi sveitarfélög, meðal annars af því að þessir jarðeigendur hafa slopp ið við eðlileg gjöld til sveitar- sjóðs af hlunnindatekjum. Nú síð- ustu árin sækja ýmig félagasam- tök og einstaklingar eftir ágæt- um jörðum eða jarðarhlutum, einkum í fögru umhverfi, til að byggja þar sumarbústaði. Oft er boðið í slík lönd verð, sem er margfalt hærra en unnt er að renta landið fyrir til búskapar. Margir bændur eru það félagslega þroskaðir, að þeir falla ekki fyrir gilliboðum þéttbýlismanna í sum- arbústaðalönd, en of margir falla í freistni fyrir að fá krónurnar í hendur, þótt verðlitlar séu, og selja undan sér landið til annarra hluta en búskapar, ýmist alla jörð ina og yfirgefa svo sveit sína við lítinn orðstír eða selja aðeins bita og bita út úr jörðinni, sem jafn- an eru þá glataðir viðkomandi bónda og framtíðarbændum á þeirri jörð. Að gera slíkt er hin mesta skammsýni. En þetta mál hefur tvær hliðar. Bændur og aðr- ir, sem umráð hafa yfir landi mega ekki útiloka þéttbýlisfólk frá því að njóta náttúrufegurðar og dvelja í fríum sínum í sumarbú- stöðum. Þetta vandamál þarf að ieysa á skipulegan hátt, þannig að bæjarbúar fái viss svæði til um- ráða, þar sem sumarbústaðahverfi yrðu skipulögð og væri þá auðvelt að fá hlutaðeigandi fólk til að vinna að skógrækt á þeim svæð- um. Væri vel til fallið að nota sum svæði, sem Skógrækt ríkis- ins hefur nú umráð yfir, en hefur til þessa lítið gert fyrir í þessu skyni. Ekki er heldur fjarstæða, að bændur leigi fagra staði úr jörðum sínum, en þó ekki of stóra, undir sumarbústaði. Jörðin þarf ekki að rýrna til búsetu við slíkt, því að ieigan kemur bóndanum sem árlegar tekjur, en hafi hann selt landspilduna þá er hún glöt- uð bóndanum á þeirri jörð um alla framtíð. Ég held að óumflýj- anlegt sé að ákveða með löggjöf að ekki megi selja úr jörðum, sem talið er eðlilegt að nýta til búskapar í framtíðinni. Einnig þarf að koma í veg fyrir landokur með löggjöf, t.d. með því að skatt leggja m.jög söluverð lands fram yfir fasteignamatsverð og láta þær tekjur renna í jarðeignasjóð, sem hvert sveitarfélag ætti hlutdeild í og gæti notað til að kaupa jarðh', til að tryggja á þeim búsetu, þeg- ar hætta er á að þær lendi í eigu aðila, sem ekki ætla að stunda þar búskap. Jarðakaupasjóð ríkisins þarf að efla og víkka verksvið hans, svo að hann geti keypt og selt jarðir að vild, og átt þær og leigt til bú- setu lengri eða skemmri tíma ef ástæða þykir til. Stofna þarf sér- slaka nefnd eða ráð, sem ynni í samvinnu við jarðakaupasjóð eða jarðeignadeild ríkisins og hefði vald til að ákveða, hvort jörð megi skipta, eða hvort sameina megi jarðir eða jarðaparta og hvort óæskilegt sé að halda viss- um jörðum í ábúð o.s.frv. Bezt væri að slíkt ráð væri aðeins skip- að þremur mönnum, tveimur til- nefndum af bændaasmtökum og þeim þriðja af landbúnaðarráð- heiTa. Bændur og forvígismenn þeirra jafnt á sviði stjórnmála, fagmála og stét.tarsamtaka þurfa að vera vel á verði í þessum málum. Það sézt bezt á því, að á síðasta Al- þingi og á því sem nú situr hafa verið flutt hin fáránlegustu frum- vörp, þar sem lagt er til að ríkið slái eign sinni bótalaust á ýmis landsréttindi, sem bændur og aðr- ir landeigendur tvímælalaust eiga. Það er ekki einu sinni talað um eignarnám. Hclzt lítur út fyrir að þeir, sem að þessum frumvörpum standa eða hafa staðið, vilji taka allan rétt af bændum nema gras- nytina og þá auðvitað eiga bænd- ur að fá að smala löndin bæði í byggð og óbyggðum. Þótt treysta megi Alþingi enn til að forðast slík óhæfuverk eins og samþykkja frumvörp sem þessi, þá sýnir þetta glöggt ásókn vissra •aðila eftir landi og landsréttind- um úr höndum bænda. Þótt ganga þurfi svo frá jarð- eignalöggjöfinni að sem bezt verði tryggð sjálfsábúð á jörðum, þeim verði ekki skipt í ótal hluti við arfaskipti og einstaklingum verði óheimilt að safna landeignum um- fram eðlilega þörf til sjálfsábúðar, þá verða bændur að sjálfsögðu að hlíta því, að endrum og eins verði að taka eignarnámi, gegn fullum bótum, landsspildur eða viss rétt- indi, sem nota þarf til almennings heilla, ef ekki semst um kaupverð. Aliar iendur undir þéttbýlissvæð- um eiga t.d. að vera eign viðkom- andi bæjar eða hreppsfélags, orku veitur eiga að vera alþjóðaeign o.s.frv. Oft er spurt, hvort ekki sé nauð synlegt að breyta um stefnu í landbúnaði hér á landi, t.d. hvort ekki þurfi að fækka bændum, hvort ekki þurfi að stækka búin, hvort ekki þurfi að sérhæfa bú- skapinn meira en gert hefur ver- ið o.s.frv. Því miöur er ekki tími til að gera þessum atriðum skil í þessu erindi, en samt er rétt að víkja að þeim fáum orðum. Ekki er rétt að .viðhafa neina bylting- arkennda breytingu á landbúnað- inum, heldur halda áfram að beina hinni öru þróun hans inn á þær brautir, sem leiða til aukinn innar hagkvæmni, jafnframt því að auðvelda bændastéttinni að lifa menningarlífi, án óhófslegs vinnu álags. Auka þarf leiðbeiningaþjón ustu og tilraunastarfsemi til þess að hraða æskilegri þróun. Bú- reikningar beina ráðunautum og öðrum að vissum vandamálum. T.d. kom í Ijós, að árið 1970 báru sig betur þau bú, þar sem 70% eða meira af tekjum bóndans kom ann að hvort af nautgriparækt eða sauðfjárrækt, heldur hin, þar sem hvor þessara búgreina gaf meira en 30% en minna en 70% af bú- tekjunum. Ástæðuna fyrir þessu þarf ekki að kryfja til mergjar. Ég gizka á að ein aðalástæðan fyr ir þessu sé, að báðar búgreinar á síðarnefndu búunum líði vegna of mikils vinnuálags á vissum anna- tímum, t.d. að vorinu um sauð- burð og/eða að haustinu um göng ur og sláturtíð, en fleira kann að koma til. Þetta bendir til að nokk uð aukin sérhæfing borgi sig. Eitt er víst að stækkun búa í blindni þjónar ekki tilgangi. Því aðeins er réttmætt að stækka bú, að aug- ljóst sé að hagkvæmni aukist við það. Áður en bændur leggja í mikla fjárfestingu í byggingum og vélum þurfa þeir að ráðfæra sig við ráðunauta sína. Þá þarf að koma á námskeiðum í vinnutækni meira en gert hefur verið. Fyrir 10 árum var t.d. bent á að hægt væri að vélmjólka kýr með góð- um árangri án þess að lireyta þær með höndum á eftir og spara með því tíma og erfiði. Fáir hafa þó til þessa hætt að hreyta kýr með höndum. Má okkur sem leiðbein ingar önnumst, þ.e. ráðunautum og bændaskólunum kenna um þetta ekki síður en bændum sjálfum. Það hefur vantað námskeið í vinnubrögðum til að útbreiða nýj- ungar nógu fljótt. Lækkun framleiðslukostnaðar er höfuðvandamál landbúnaðarins, en verðbólguþróun ,sú, sem þjóðin hefur búið við um þriggja ára- tuga skeið, hefur truflað mjög heilbrigð fjármálaviðhorf í at- vinnurekstri og hvatt til aukins hraða í hvers konar fjárfestingu. sem ekki hefur ávallt leitt til auk innar hagkvæmni í búrekstri. Megi hið nýbyrjaða ár verða hag- stætt landbúnaði og þjóðinni allri. Jörð óskast Félagssamtök í Skagafirði óska eftir jörð til kaups, þarf að vera frekar landmikil, má vera í eyði, með sem minnstum húsakosti, helzt sem næst þjóðvegi. Upplýsingar um stærð og verð ásamt staðsetn- ingu sendist blaðinu fyrir 20. jan. 1972, merkt ,,Jörð í Skagafirði 1215“. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS Vinningaskráin er sú glæsilegasta, sem happdrættið hefur boðið viðskiptavinum sínum í þau tæp 40 ár, sem það hefur starfað. — Heildarfjárhæð vinninganna er yfir fjögur hundruð milljónir króna, eða 70% af veltunni, sem er hærra vinn- ingshlutfall en nokkurt annað happdrætti greiðir. Vinningarnir skiptast þannig: Lægsti vinningur er 5.000 krónur, eða 20.000 krónur, ef sami eigandi á alla fjóra bókstafina (E, F, G og H). Hæsti vinningur er ein milljón króna í ellefu mánuði, en tvær milljónir í desember, eða átta milljónir króna á fjóra bókstafi af sama númeri. Góðíösiega talið við Aðalskrifstofuna (sími 26411), ef þér | skyíduð óska eftir fleiri bókstöfum af númerinu yðar. 4 vinningar á 2 .000.000 kr 8.000.000 kr 44 vinningar á 1 .000.000 kr 44.000.000 kr 48 vinningar á 200.000 kr 9.600.000 kr 7.472 vinningar á 10.000 kr 74.720.000 kr 52.336 vinningar á 5.000 kr 261.680.000 kr Aukavinningar: 8 vinningar á 100.000 kr n 800.000 kr. 88 vinningar á 50.000 kr 4.400.000 kr 60.000 403.200.000 kr. Viðskiptavinir happdrættisins eiga forkaupsrétt að miðum sínum til 10. janúar. Góðfúslega endurnýið sem fyrst, til að forðast biðraðir seinustu dagana. HAPPDRÆTTIHÁSKÓLA ÍSLAHDS w&mmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.