Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 13
I MIÐVIKUDAGUR 5. janúar 1972 TIMINN 13 eiksmaður úr Hafn- ttamaður ársins“ Klp-Reykjavík. — í gær voru kunngerð úrslit í at- kvæðagreiðslu íþróttafréttarit ara blaða, útvarps og sjón- varps um íþróttamann ársins '71. Voru þau kunngerð í hófi, sem Samtök íþróttafréttarit- ara héldu að Hótel Esju, en þar voru samankomnir þeir sem urðu í 10 efstu sætun- um, svo og forráðamenn þeirra sérsambanda, sem áttu menn á listanum og íþrótta- fréttaritarar. Jón Ásgeirsson, formaður Sam- takana kunngerði úrslitin. Iþrótta- maður ársins 1971 var kjörinn Hjalti Einarsson handknattleiks- maður úr FH, sem á árinu lék sinn 50. landsleik, fyrstur allra ís- lendinga til að ná því marki. Það gerði hann í leik, sem lengi verð- ur í minnurn hafður, jafnteflis- leiknum við heimsmeistarana frá Rúmeníu 14:14, en í þeim leik sýndi Hjalti einhverja þá beztu markvörzlu, sem sézt hefur til ís- lenzks markvarðar fyrr og síðar. Hjalti hlaut 53 stig, en 4 stig- um á eftir honum kom hinn góð- knnni sundmaður, Guðmundur Gíslason með 49 stig. Aðeins 1 stig á eftir Guðmundi og 5 á eftir Hjalta kom- ■ Bjami Stefánsson, frjálsíþróttamaður. Má því með sajmi.s^gja að litlu hafi muna® á þrem efstu mönnum. AHs fengu 27 íþróttamenn og kxrnur stig að þessu sinni. Hefur aðeins einu sinni stærri hópur fengið stig, en það var 1968 er 28 mam.ns fengu eitt stig eða meir. Af þessum 27, sem nú vom með, voru mættir þeir 10 efstu í hófið. Allir fengu Þeir áritaða gjöf til minningar um þetta, en það var bókin Keppnismenn, sem Bóka- útgáfan Örn og Örlygur gaf. Þeir sem urðu í 10 efstu sætun- um urðu þessir: stig. 1. Hjalti Einarsson, FH 53 2- Guðmundur Gíslason, Á 49 3. Bjami Stefánsson, KR 48 4. Geir Hallsteinsson, FH 35 5. Finnur Garðarsson, Æ 30 6. Ellert B. Schram, KR _ 22 7. Guðjón Guðmundsson, ÍA 19 8. Haraldur Kornelíusson, TBR 17 9. Ólafur H. Jónsson, Val 17 10. Gunnar Gunnarsson, Víking 14 Aðrir, sem hlutu stig í kosn- ingunni vora: Guðmundur Hcrmannsson, KR; Guðni Kjartansson, IBK; Salome Þórisdóttir, Æ; Haukur Jóhanns- son, ÍBA; Jón Alfreðsson, ÍA; Friðrik Guðmundsson, KR; Er- lendur Valdimarsson, ÍR; Þor- steinn Hallgrímsson, ÍR; Guð- mundur Sigurðsson, Á; Óskar Sigurpálsson, Á; Ragnhildur Páls- dóttir, UMSK; Valbjörn Þorláks- son, Á; Kristinn Jörandsson, ÍR/ Fram; Vilborg Júlíusdóttir, Æ; Björgvin Hólm, GK; Björgvin Þorsteinsson, GA. GEYMT EN EKKI GLEYMT Vegna þrengsla í blaðinu í flag verður umsögn um pressuleiki.nn á mánudagskvöldið — valið á landsliðinu gegn Tékkóslóvakíu — getraunaspá og fleira íþróttaefni að bíða til morguns. Þeir, sem urðu i 10 efstu sætunum í atkvæðagreiðslunni um íþróttamann ársins 1971. Fremri röð f.v. Finnur Garðarsson, Guðmundur Gíslason, Hjalti Einarsson, Bjarni Stefánsson, Geir Hallsteinsson. Aftari röð f.v. Haraidur Kornelíusson, Guðjón Guðmundsson, Ólafur H. Jónsson, Ellert B. Schram og Gunnar Gunnarsson. „Þetta verður mér ógleym- anlegt um aldur og ævi“ -segir Iþróttamaður ársins’7í Það er óþarfi að kynna fþróttamann ársins 1971, Hjalta Einarsson fyrr.r lcsendum íþróttasíðunnar. Hann hefm- um áraraðir skreytt hana, annað hvort með mynd eða fögrum lýsingarorðum. Þó stundum hafi það skeð að lýsingarorðin hafi ekki ver- ið mjög jákvæð, eru þau skipti teljandi, enda hefur hann oft- ast gert vel í leikjum sínum — oft betur en margir aðrir, þó með honum liafi leikið góðir menn, bæði í landsliði og með FH. Það kom Hjalta sýnilega a óvairt, þegar Jón Ásgeirsson formaður Samtaka íþróttafrétta ritara, tilkynnti úrslitin. Undir ritaður horfði beint í andlit Hjalta þegar Jón las nafn hans upp fyrst. Þar var að sjá undr un, en síðan ljómaði andlit hans, þegar hann var beð- inn um að standa upp og taka við verðlaununum, sem hann gerði rjóður út undir eyru við dynjandi lófaklapp viðstaddra. Eftir afhendinguna náðum við sem snöggvast tali af hon- um, en þá var erfitt að ná sambandi við hann. Allir voru að óska honum til hamingju og myndavélar blaðaljósmyndar- anna voru á lofti, svo hann gat varla snúið sér við. Aðspurður sagði hann að þessi útnefning hefði komið sér mjöig á óvart. Hann hefði aldrei búizt við þessu, og þegar hann hefði litið á hópinn, sem þama var mættur, hefði það ekki komið sér til hugar að hann yrði í efsta sæti. Hann sagðist ekki geta lýst ánægju sinni, þetta væri einn hátindur ferils síns sem íþrótta manns — þetta yrði sér ógleym anlegt um aldur og æfi — eins oig landsleikuirinn við Rúmeníu, þegar hann hefði leikið sinn 5C. landsleik. Hjalti sagðist hafa byrjað að leika handknattleik fyrir 20 ár- um, en sinn fyrsta meistara- flokksleik hefði hann leikið ár- ið 1955, en þeir væru nú orðn- ir á fjórða hundrað og lands- leikirnir orðnir 52 talsins. Frá síðasta ári, væri sér eft- irminnilegastur landsleikurinn við Rúmeníu, sem hefði farið 14:14, en þar hefði hann leikið sinn 50. landsleik. Sá leikur hafi verið einn sá bezti, sem hann hefði leikið, enda hefði vörnin, sem hann hefði haft fyrir framan sig þá, verið stór- kostlega góð. Við spurðum Hjalta að því hvort hann hefði nokkuð í hyggju að fara að hætta hand- knattleiknum. Hann sagði að Hfalti Einarss. það hefði hvarflað að sér að fara að hætta. — En eftir þetta verður maður víst að halda áfram, enda er það hægara sagt en gjört að hætta eftir öll þessi ár. — Ég er búinn að eyða í íþróttirnar mörgum tím um, og þeim sé ég ekki eftir. Þar hef ég kynnzt mörgum góð um mönnum ,sem annars hefðu farið fram hjá mér, og átt ógleymanlegar stundir með þeim bæði í leik og fyrir utan völlinn. Að vera íþróttamaður í dag er fullt starf fyrir þann sem ætlar sér og vill ná langt sagði Hjalti. Það kostar bæði mikinn tíma og einnig mikið fé, enda er lítið um það að íþróttamenn Framhald á bls. 14 um, sem sæmdarheitinu filgir úr hendi Jóns Ásgeirssortar, formanns Samtaka íþróttafréttaritara. (Tímamyndir Gunnar) 9 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.