Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 16
1 Faríð fram á mikla hækkun á mtgjöldum á barnaheimilum en stjórnarvöld hafa enn ekki leyft neinar hækkanir Miðvikudagur 5. janúar 1972. Qvíst hvernig tekst að manna bátafiotann ÞÓ-Reykjavík, þriðjudag. Blaðið hafði sambánd við Gunn ar I. Hafsteinsson hjá Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna í dag, og spurði hann, hvort það liti út fyrir manneklu á bátaflot- anum í vetur. Gunnar kvað erfitt að segja nokkuð um það á þessu stigi málsins. Reyndar væri það svo, að undanfarna daga hefði verið auglýst mikið eftir mönn- um, en ekki yrði neitt ljóst í þessu efni fyrr en fiskverð væri komið á og búið væri að bera bátakjara- samningana undir atkvæði í fé- lögunum. FB-Reykjavík, þriðjudag. Dagheimili og leikskólar í Reykjavík og Kópavogi höfðu fyrir áramótin tilkynnt, að vist- gjöld myndu hækka allveru- lega, eða úr 1200 kr. í 1800 kr. á leikskólunum og úr 2200 kr. í 3400 kr. á dagheimilunum í Reykjavík, en úr 2300 kr. í 3500 kr. á daghcimilum í Kópa vogi. Nú hefur hins vegar verið ákveðið, að engar hækkanir megi eiga sér stað nema með leyfi viðkomandi ráðuneyta, og hefur slíkt leyfi ekki fengizt enn, svo gjaldahækkunin hefur ekki tekið gildi. 1 Kópavogi fengum við þær upplýsingar, að bæjarstjórnin hefði ákveðið að hækka vist- gjöldin á dagheimilunum úr 2300 kr. í 3500 kr. á mánuði, og á leikskólum úr 1200 í 2200 krónur fyrir hálfan daginn. Síð an var send umsókn um leyfi til hækkunar til ráðuneytis, en það hafði ekki veitt heimild né heldur neitað um hana í dag. Hjá Boga Sigurðssyni fram- kvæmdastjóra Sumargjafar fengum við þær upplýsingar, að búið hefði verið að tilkynna hækkun vistgjaldanna, þegar tilkynning hefði komið um, að allar hækkanir væru óleyfileg- ar, ncma að undangengnu leyfi hins opinbera. Bogi sagði, að Reykjavíkurborg stæði undir 45% af rekstrarkostnaði dag- heimila og leikskóla, en annan kostnað yrði að greiða með dag gjöldunum .Nema launagreiðsl ur einar tæpum 70% í tæp 80% kostnaðar við rekstur leik skóla og dagheimila. Miklar launahækkanir hefðu átt sér stað, sagði Bogi, frá því gjöld- in voru hækkuð síðast í sept. 1970, og mætti af því sjá, hversu nauðsynleg daggjalda- hækkunin væri. Daggjöld fyrir börn, sem dveljast hálfan dag á leikskóla hafa verið 1200 krónur, en nú var ákveðið, að hækka þyrfti þessa upphæð í 1800. Þar við bætist svo, að felldir verða nið ur laugardagar hjá þeim börn- um ,sem verið hafa fyrir há- degi. Þó ber þess að gæta, að sé fólki mikil nauðsyn á að fá gæzlu fyrir börn á laugar- dagsmorgni, verður áfram tek- ið á móti því á viðkomandi leikskóla, og fóstra mun fylgja barninu til næsta dagheimilis, þar sem það dvelst laugardags morgnana. Gjaldahækkunin á dagheim- ilunum er á þann veg, að úr 2200 krónum hækka gjöldin, ef heimildin fæst í kr. 3400. Verð- ur daggjaldið hið sama, á trvaða aldri ,sem barnið er; en hingað til hefur verið 200 kr. hærra gjald hjá smábörnum, þar sem fleira starfsfólk hefur þurft á vöggustofudeildirnar. Bogi sagðist hafa borið sam- an heildarkostnað áranna 1070 og 1971, og hefði þá komið í Ijós, að kostnaður 1971 hefði verið 37,5% meiri en árið á undan. skipverjar a Selfossi játa aö eiga hlut aö smyglinu OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Fimm skipverjar á Selfossi hafa viðurkennt að eiga hlut að 210 flöskum af áfengi og 450 lengjum af sígarettum, sem tollverðir fundu í skipinu, sem var að koma frá Norfolk í Bandaríkjunum. — Stendur leit yfir í skipinu ennþá, en mesta magnið fannst í gærdag. Áfengið sem fannst, er mest vi-ký og nokkrar ginflöskur. Síga retturnar, sem fundizt hafa eru 90 þúsund talsins. Eru það nokkr- ar tegundir, allar amerískar. Tollverðir höfðu grun um að eitthvað af smyglvarningi væri í Selfossi, en skipið kom til lands- ins annan dag jóla. Var gerð víð- tæk leit og er fyrrnefnt magn komið í leitirnar. Fannst allt smyglið í vélarrúmi, og eru það starfsmenn þar sem viðurkennt hafa að eiga varninginn. Innheimtustofnunin á að inn- heimta 240 millj. í meðlögum frá um fjögur þúsund feðrum á þessu ári EB-Reykjavík, þriðjudag. Áætlað er að Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem samkvæmt lög- um tók til starfa 1. janúar s.l., þurfi að innheimta á þessu ný- byrjaða ári meðlög um það bil sex þúsund barna að fjárhæð um 240 milljónir króna. Um 4 þúsund feður þurfa nú að greiða barns- meðlög, sem samkvæmt lögum mcga aldrei vera lægri en barna- lífeyrir og eru þau greidd með börnum yngri en 17 ára. Mcðlag með einu barni nú í janúarmán- uði er kr. 3.310,00. Meginhlutverk hinnar nýju stofnunar er að innheimta meðlög, sem Tryggingastofnun rikisins greiðir frá byrjun þessa árs vegna óskilgetinna barna og barna skil- inna foreldra, en eldri meðlög greiðist með sama hætti og áður. Vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 746 m. í nóv. EJ-Reykjavík, þriðjudag. Vöruskiptajöfnuðurinn við út- lönd var óhagstæður um 746,4 milljónir króna í nóvember s.l„ en var óhagstæður um 456,8 millj. í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgða tölum frá Hagstofu íslands. Á tímabilinu janúar-nóvember 1971 var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 3.886,7 milljónir króna, en var á sama tíma í fyrra hag- stæður um 130 milljónir. Orsök þessa óhagstæða jöfnuðar fyrstu 11 mánuði siðasta árs, er mjög aukinn innflutningur miðað við árið á undan. ¥ssrt fært milli húsa ú Bolunga- wé vegna veðurs um hútíðina Krjúl.-Bolungarvík, mánudag. Nú er jólahald <ð mestu liðið, og var það með þeim einstæða hætti, að fólk varð að halda að tnestu til heima, því varla var rært á milli húsa vegna fannkomu og veðurhæðar. Á þriðja í jólum stytti upp, og var þá hafizt handa um að opna götur og veginn til ísafjarðar, en hann tepptist á að- fangadagskvöld. Prestslaust var á Bolungarvík um þessi jól. Prófasturinn á ísa- firði, séra Sigurður Kristjánsson, gegnir hér kalli og messaði hann hér á aðfangadagskvöld kl. 17,30. Var hann þá búinn að auglýsa messu í Hnífsdal kl. 19,00, en náði ekki þangað vegna þess að hlíðin lokaðist rétt áður en hann kom að. Bar þá að duglega mokst- ursmenn og leiðin til ísafjarðar opnaðist í bili, og náði prófastur- inn þangað, rétt til að ganga í kirkju á aðfangadagskvöld. upp og síðan hefur verið blota- Á þriðja í jólum stytti heldur og jörð orðin auð. Nú má segja að snjór á iáglendi sé að mestu leystur upp, og fært er orðið um alla vegi. Óshlíð opnað- ist fyrir nýár. Gamla árið kvaddi Bolvíkinga með suðvestan hlýindum og st’ormi, er lægði þó er leið á fyrstu nótt nýja ársins. Vegir eru allir blautir og erfiðir yfirferðar, þó e að kalla fært milii Boiungur- víkur og ísafjarðar. Á gamlárskvöld var kveikt hér í brennu, sem krakkarnir höfðu safnað og hlaðið upp nokkru fyr- ir innan kauptúnið. Lagði reyk og neistaflug út á vikina, svo að engin hætta var á, að þessi ára langi siður yrði skaðvaldur að eignum manna í byggðarlaginu. í morgun reru ailir bátar héðan og er það fyrsti róður þeirra á þessu ári. Innheimtustofnunin er sameign allra sveitarfélaga landsins og er rekin í tengslum við Samband ísl. sveitarfélaga og er framkvæmda- stjóri þess jafnframt framkvæmda stjóri stofnunarinnar, en inn- heimtustjóri er Árni Guðjónsson, lögfræðingur. — Stjórn stofnunar innar skipa: Formaður Guðmund- ur Vignir Jósefsson, gjaldheimtu- stjóri, Hjálmar Vilhjálmsson, ráðu reytisstjóri og Alexander Stefáns son, oddviti. Innheimtustofnunin er að Lauga vegi 103. RQKSALA MAÍ IGRIMSBY ÞÓ-Reykjavík, þriðjudag. Togarinn Maí frá Hafnarfirðh seldi 142 lestir af bolfiski í Grims by í morgun, og fékk 6 milljónir 34 þús. kr. fyrir aflann, en það eru 42,40 kr. fyrir kg. Salan hjá Maí er einhver sú hæsta, sem ís- lenzkur togari hefur fengið í Bret landi. Þá se'ldi Harðbakur frá Akur- eyri 90 lestir af fiski í Grimsby í gær, fyrrr 15J700 sterlmgspund, eða 3 miHj. 480 þús. kr„ eða 39 kr. fyrir kg., sem einnig er mpg gott. Yfir hálf miHjón safnaðist handa ekkjunni / Hrísey SJ-Reykjavík, mánudag. Fjársöfnunin handa Elísabetu Jóhannsdóttur, ekkju í Hrísey og börnum hennar fimm, sem efnt var til síðustu mánuði ársins 1971 gekk vel. Eiginmaður Elísabetar drukknaði snemma í vetur, svo sem mönnum er kunnugt, og stóð fjölskyldan þá uppi allslaus. Einar Þorvaldsson kennari, sem stóð fyrir söfnuninni, sagði í við- tali við Tímann í dag, að 500.000 kr. hefðu borizt til sín, og enn væri fólk að gefa. Mikið fé var einnig sent beint til Elísabetac* úr nágrannabyggðum og allt vest an af ísafirði. Einar Þorvaldsson bað blaðið um að skila beztu þökkum til þeirra, sem brugðust svo vel við og veittu fjölskyldunni í Hrísey skjóta og góða aðsfoð. Akureyri Fundur verður á vegum Framsóknarfélag- anna á Akureyri næstkomandi föstudag kl. 8,30 í félagsheimilinu Hafnarstræti 90. Frummæl- andi verður Ingvar Gíslason, alþingismaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.