Tíminn - 06.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.01.1972, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 6. jánúar 1972 TIMINN áVlÐA ííö IfflU Halldór E. Sigurðsson fjúrmnlaróðherra á fundi með blaðamönnum í g«r. Vinstra megin við hann er Hannes Jónsson blaðafulltrúi ríkisstjórnar- innar og hægra megin Jón Sigurðsson ráðuneytisstjórl; (Tímamynd Gunnar) Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi: „Fráleitt að saka rí m brot á lö stjornina um orot a logum Hækkunin samkvæmt kjarasamningum BSRB 7-9% meiri en gert var ráð fyrir u EJ—Reykjavík, miiðvikudag. % „Það er fráleitt að líta á mat ríkisstjórnarinnar á kröfu BSRB um endurskoðun kjarasamninga opinberra starfsmanna frá 19. des- ember 1970 sem lögbrot af henn- ar hálfu", — sagði Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, á fundi með blaðamönnum í dag. — „Það, sem ríkisstjórnin hefur sagt í málinu, er einfaldlega það, að hún telur, að sú 4% kauphækk- un, sem varð nú um'áramótin hjá verkalýðsfélögunum, sé ekki slík ar almennar og verulegar kaup- breytingar, að þær fullnægi skil- yrðum laganna um endurskoðun kjarasamningsMis. Þetta þýðir, að af hálfu rfkisstjórnarinnar verður ekki um samkomulagslausn á kröfu BSRB að ræða. Hins vegar hlýtur málið að hafa sinn löglega gang, ef BSRB heldur kröfu sinni til streitu, og fara til sáttasemj- ara og síðan til Kjaradóms, og ríkisstjórnHi mun að sjálfsögðu halda þar fram sjónarmiðum rík- isstjórnarinnar, og hlíta síðan þeim úrskurði, sem Kjaradómur mun kveða upp." % Jafnframt sagði fjármálaráð- herra um forsendur þcssa mats ríkisstjórnarinnar, að auk þess sem hún teldi að 4% kauphækk un væri ekki veruleg, þá bæri á það að líta, að þegar kjarasamn- ingur BSRB frá 19. desembsr 1970 var gerður, hefði verið viðurkennt, m.a. af fyrrvcrandi fjármakaráð- herra, að mtiða'bækkun launa rík- isstarfsmanna til að ná jöfimði við almennan launamarkað yrði nær 35%. Nú liefði hins vegar koro ið í ljós við útfærsiu sainningsins, að hækkunin af hans völdum niun verð? 42—4i%, og bafi því gert verulega meira en að ná jöímTði við hinn aimcnna launamarkað Fjármálaráðherra hélt futid meö' blaðamönnnm í dag til aö kynna viðhorf ríkisstjórnarinnar í má!.- iru, en auk ráðherra sátu fundinn .Tr:n Sigurðsson, ráðnueytisstjóri. og Hannes Jónsson, blaðafulltrúi ríkisst.iórnaririnar. Á hverju mat ríkisstjórn- arinnar byggist Fjármálaráðherra ræddi fyrst tim það mat ríkisstjórnarinnar, að sú kauphækkun, 4%, sem 'íom til framkvæmda um áramótin sam- kvæmt samningum verklýðshreyf- ingarinnar, væri ekki þess eð'lis, að skilyrðum laganna um ,,al- mennar og verulegar kaupbreyting ar á samningstímabili" væri full- nægt, og sagði þá m.a.: „í þessu máji er fyrst^g frenist um 'það deilt, hvort fuílnægt sé skilyrðuim 2. mgr.^J.^gr. k'jara-^ samhingalaganna frá 19fJ2 um „aknemnar og verulegar kaup- breytingar á samningstímabili." í öðru lagi þá hefur ríkisstjórn in það svo, að þær kaupbreyting- ar, sem orðið hafa um áramótin, fullnægi ekki þessum skilyrðum. Við teljum, að 4% kauphækkun sé ekki veruleg kauphækkun, þótt um það imegi deila, og það sé rétt, að slík hafi áður verið dæmd í Kjaradómi sem þess virði, að hún væri tekin með. f öðru lagi skal svo tekið fram, að mjög hefur verið vitnað í um- mæli fyrrverandi fjármálaráð- herra 1 saimbandi við gerð kjara- samningsins 19. desember 1970, þess efnis, að með þeim samningi væri aðeins búið að leiðrétta það sem ríkisstarfsnienii höfðu þá dreg i Í7,t aftur úr öðrum launastéttum. i Ég legg ekki mat á þessa frásögn hans, en vil benda á, að þegar hann gaf út þessa yfirlýsingu, var gert ráð fyrir, að kjarasamning- arnir myndu fela í sér að meðal- tali um 35% hækkun á launakjör- um ríkisstarfsmanma. Hins vegar hefur komið í ljós, að þessir kjarasamningar þýddu 42—44% hækkun. Hér er um það mikinn imismun að ræða — 7—9% — að það eitt myndi réttlæta þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar að mínu mati. Það er þess vegna ekkert óeðli- legt, þó að ríkisst.iórnin hafi talið, að nýgerðir kjarasamningar ættu ekki að leiða til endurskoðunar á kjarasamningi BSRB." Ekkert lagabrot „Því hefur verið mjög haldið á lofti, að ríkisstjórnin sé með þessari afstöðu sinni að brjóta lög. Því vil ég mótmæla sem al- g.iörum misskilningi," sagði ráð- herrann. — „Það stendur ekki i 7. grein þessara laga, að ríkisstjórn á hverjum tíma eigi að hafa sama sjónarmið og BSRB. Þeir hafa báðir rétt til þess að túlka sín sjónarmið eins og þau liggja fyr- ir á hverjum tíma. Það, sem ríkisstjórnin hefur gert er, að hún hefur lýst því yfir sem sinni skoðun, að hún teíji ekki grundvöll fyrir endur- skooun kja.-asamninganna, og ég hef þegar nefnt á hverju hún bygg ix þá skoðun sína. Þess vegna sjái h'ún ék'ki'fesfæðvi'-'til að'hé'fíá'-vie-f ræður aí sinni" hálfu um það 'mál, 'eiída 'er Ta^'m'iKlúvhr'eínleíSra''áð segja þetta hreint og klárt heldur en að ganga til viðræðna með það í huga að gera ekkert með þær. En ég vil jafnframt taka það fram, að það lokar engri leið til löglegrar meðferðar á málinu, því framhaldið er, að ef ekki násí samningar, eins og talað er um í lögunuim, þá er næsta stigið, að sáttasemjari taki málið til með- ferðar, en hann kveður auðvitað báða aðila til, og þriðja stigið er svo Kjaradómur. Að sjálfsögðu mun rikisstjórnin taka þátt í þessu eins og til stendur. Hún mun Mta sína fulltrúa mæta hjá sáttasemj- ara, þegar málið er komið á það stig, og hún mun auðvitað láta sækja og verja málið af sinni hendi fyrir Kjaradómi og beyigja sig fyrir niðurstöðu hans, eins og eðlilegt er og lög mæla fyrir um, Þess vegna er ekkert af hennar hendi sagt annað en það, hver herínar afstaða er, og hvert henn- ar imat' er, en auðvitað engu sleg- ið föstu uim niðurstöðuna. Ráðherra gat þess einnig, að eniginn gæti sagt til um hver úr- skurður Kjaradóms yrði; á liðn- um árutm hefði úrskurður hans ýmist fallið ríkisstjórn eða ríkis- starfsmönnum í vil. Nær aðeins til 4% hækkunarínnar Aðspurður sagði fjármálaráð- henra, að þetta mat ríkisstjórnar- innar snérist aðeins um þau 4%, sem komu til framkvæmda nú um áramótinu. Ríkisstjórnin hefði ekki tekið afstöðu til þess, hvort aðrar þær áfangahækkanir verka- lýðsfélaganna, sem síðar eiga að koma, myndu þegar þar að kem- ur teljast þess eðlis, að skilyrð- um um enduirskoðun kjarasamn- ings opinberra starfsmanna væri fullnægt. Hins vegar benti hann á, að opinberir starfsmenn hefðu feng- ið áfangahækkun um áramótin, og myndu fá aðra 1. júlí, og í bæði skiptin væri þeirra hækkun nokkru meiri en hækkun sú sem aðrir fá. Aðspurður um, hvort ríkis- stjórnin teldi, að sú láglauna- hækkun, sem verkalýðshreyfinigin samdi um í desember, þyrfti ekki að koma-' ríkisstarfsmönnum til góða, sagði ráðherra, að það hefði ékki vérið 'uni þa'ð'f jalláð sérstak- lega í ríkisstjórninni, því BSRB hefði farið fram á endurskoðun á samníngum í heild og svar ríkis- stjórnarinnar verið miðað við það. Hins vegar yrði það mat Kjara- dóms á þessum málum öllum, sem myndi gilda. Keðjuverkandi áhrif hættuleg Fjánmálaráðherra lagði á það áherzlu á blaðamannafundinum að ríkisstjói-nin teldi keðjuverkandi áhrif f kjarasamningum stórra hagsmun.ahópa hættulegar fyrir efnahagslífið. Þess vegna væri það stefna ríkisstjórnarinnar, að gera samninga hinna stóru hagsmuna- hópa sjálfstæðari og án beinna tengsla þeirra í milli. Þess vegna væri ríkisstjórnin t.d. að beita sér fyi-ir endurskoðun á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins. Væri mikið af þeirri endurskoð- un lokið og myndi ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir fara að at- huga tillögur þeirratr nefndar, sem að málinu hefur unnið, og yrðu miðað við það grundvallaratriði, að keðjuverkanirnar verði minni en áður hefur verið. Einnig væri ákvörðun ríkisstjórnarinnar uin samningsrétt fyrir opinbera starfs rnenn miðuð við, að þeir semji sem sjálfstæðir aðilar. Sem dæmi um svona óheppi- legar keð.iuverkanir nefndi hann, að opinberir starfsmenn hefðu leit að eftir jöfnuði við launakjör á almennum vinnumarkaði. Síðan hefðu ýmsir, t.d. verzlunarmenn nú síðast, talið sig vera að ná þeim kjörum, sem opinberir starfs menn hefðu samið um, oð nú vildu opinberir starfsmenn aftur fá hækkanir. Svona keðjuáhrif væru mjög hættuleg að hans mati, og sú staðreynd, að gildistími kiara samninga verkalýðsfélaga, opin- berrá starfsmanna og nú síðast bátasjómanna væri til ársloka 1973 eða þar um bil benti til þess, að aukinn ckilningur væri á nauð- syn þess að samningar væru gerð- ir samtímis hjá sem flestum. a líður Jóhanni í stjórnarandstöðu Greinar stjórnmálaforingj- anna um áramótin er orðin að skemmtilegri hefð í íslenzk um blöðum. Þessar greinar eru að sjálfsögðu misjafnar að gæð um frá ári til árs eins og geng ur, en yfirleitt hafa þær á sér yfirbragð málefnalegrar og til- tölulega áreitnislitlar rök- semdafærslu. Þessar greinar urðu óvenju margar um þessi áramót, þar sem formenn þing- flokkanna rituðu einnig ára- mótagreinar, sem birtust í Mbl. og skrifuðu þvf sumir foringj- anna tvær greinar, en tveir af forystumönnum þeirra flokka, sem ekki hafa formann flokks- ins og þingflokksins í einni og sömu persónu. Það má segja uái allar þessar greinar, að þær hafi vcrið málefnalegar og hófsamar með tilliti til þess, hvers eðlis þær eru. MeS einni undantekningu þó. Jó- hann Hafstein, formaður Sjálf stæðisflokksins, sem greinilega er ekki búinn að sætta sig enn við kosningaúrslitin á s.l. sumri, og grein hans var lítt málefnaleg, en full af alls kon ar skætingi. Skætingur í stað raka Þannig skrifaði hann um „skipbrot Framsóknarflokks- ins" í kosningunum og að Framsóknarmenn hafi fórnað öllu á altari kommúnista með stjórnarmynduninni og Hanni- bal hafi tapað sigrinum í kosn ingunum. Já, skelfilega hlýtur honum Jóhanni að líða illa í stjórnarandstöðunni. Svo hefur Jóhann, sem stóð að 4 gengisfellingum í stjórnar tíð viðreisnarstjórnarinnar, allt á hornum sér vegna „gengis- fellingar" núvcrandi ríkis- stjórnar, með þessum orðum: „Loks þótti ekki hjá því komizt að lækka gengi krón- unnar. En það reyndist Iítið vanclaverk. Gefin var út um það fréttatilkynning, að „stofn gengi krónunnar væri óbreytt miðað við dollar". Auðugasta þjó'ð' heimsins hafði þurft að fella gengi gjaldmiðils síns, en við íslendingar ekki, — þessir miklu menn, — „stofngengið óbreytt"!" Það er svona málflutningur, sem er til vansæmdar stjórn- málaforingja og flokkast undir hreinan skæting. Hér eru eng- in rök flutt. Það má að vísu deila um orðalag um þau áhrif sem lausn hinnar alþjóðlegu gjaldeyffiskreppu hafði á gjald eyrismál á fslandi, en hitt er staðreyndað stofngengi íslenzkr ar krónu er og hefur verið og mun áfram verða miðað vi'ð' dollar. Þegar dollarinn var lækkaður lækkaði að sjálf- sögðu krónan með tilliti til annarra gjaldmiðla, sem voru hækkaðir. Þarna fékk íslenzk ríkisstjórn engu um ráðið. Hér var um að ræða ráðstafanir, sem ríkisstjórnin á íslandi hafði engin áhrif á. íslenzka rík'sstjórnin tók þá ákvörðun að halda óbreyttu stofngengi íslenzku krónunnar gagnvart dollar. Þar með hélt hún óbreyttu útflut-.iingsverðlagi á fiskafurðum á Ðandarfkjamark Framb. :'i bls. 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.