Tíminn - 06.01.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 06.01.1972, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 6. janúar 1972 TIMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOXKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Stein- grímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18305. Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 225,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 15,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hf. Orsök yancSans BlöS stjórnarandstæðinga gera sér tíðrætt um ískyggi- legar horfúr í efnahagsmálum. Af hálfu stjórnarsinna er ekki dregið neitt úr þessu, því að bersýnilega þarf að hafa hér 3 öllu gát, ef takast á að draga úr örum verð- bólguvexti undanfarinna ára. Meðal annars verður að gæta þess eftir megni, að kauphækkanir þær, sem hafa orðið, leiði til eins lítilla verðhækkana og auðið er. Þess vegna er nauðsyn strangs verðlagseftirljts áfram og stend- ur vonandi ekki á stjórnarandstæðingum að styðja það. Orsakir þess, að horfur er hvergi nærri eins hag- stæðar í efnahagsmálum og æskilegt væri, eru næsta augljósar. Þrátt fyrir hagstætt árferði á margan hátt, fékk núverandi ríkisstjórn erfiða aðkomu. Það var strax Ijóst síðari hluta sumars 1970, að miklir efnahagsörðugleikar biðu framundan. Margir leiðtog- ar Öjálfstæðisflokksins vildu því efna þá þegar til þingkosninga, þar sem útilokað myndi reynast að / ná samkomulagi um lausn vandamálanna fyrir kosn- ingar. Alþýðuflokkurinn hafnaði þessari leið. Að ráði foringja hans, var horfið að því að fresta lausn vandamálanna fram yfir kosningarnar. Gripið var til verðstöðvunar fram yfir kosningar. Lögbundinni hækkun almannatrygginga var frestað fram yfir kosn- ingar. Verulegum hlutafaf.DiJisaminni kauphækkun til opinberra starfsmanna var frestað ff^pYyfir kpsjv- ^ ingar. Útgjöldin á fjárlögum voru áætluð eins lágt og frekast var kostur. Fyrr á árinu 1970 hafði verið samið um, að kjarasamningar við verkalýðsfélögin fállu ekki úr gildi fyrr en rétt eftir kosningar, en augljóst var, að þá yrði að veita láglaunastéttunum verulegar kjarabætur. Það var því ljóst, að óhjákvæmilegt yrði að fást við margvísleg og stórfelld efnahagsvandamál eftir kosning- arnar. Ólafur Björnsson prófessor lýsti þessu viðhorfi réttilega sem hreinni hrollvekju. Það hefur orðið eitt fyrsta verkefni hinnar nýju ríkis- stjórnar að glíma við þessi miklu vandamál. Hin mikla hækkun fjárlaganna sýnir glöggt í Iivert óefni var kom- ið. Enn er of snemmt að spá því, hvernig þessi glíma tekst. Það spáir m.a. góðu, að fyrir milligöngu ríkisstjórn- arinnar tókst að ná samkomulagi um nýja víðtæka kjara- samninga, án stórfellds allsherjarverkfalls, eins og orðið var árlegur atburður í tíð fyrrverandi stjórnar. Þá hefur tekizt að bæta verulega kjör láglaunafólks og bótaþega. Hafizt hefur ' verið handa um setningu einfaldara og heppilegra skattakerfis, en allir voru orðnir sammála um, að skattakerfið þarfnaðist stórfelldra endurbóta. En þrátt fyrir þessi og önnur fleiri spor í rétta átt, væri rangt af fylgismönnum hinnar nýju stjórnar að halda því fram, að vandinn hafi verið leystur. Enn þarf vafalítið marg- háttaðar aðgerðir og endurbætur áður en hægt er að tala um, að efnahagsmálin séu komin á eðlilegan og traustan grundvöll. Svo mikill var vandinn, sem við var að fást, strax haustið 1970 og frestað var að fást við þá, og að sjálfsögðu hefur haldið áfram að magnast á verð- stöðvunartímabilinu, en fjarri fer því að þar sé allt komið upp á yfirborðið. Af hálfu stjórnarsinna verður ekkert dregið úr því, að við mikinn vanda sé að fást í eínahagsmálum. Þar er um arf að ræða, sem ekki verður komizt hjá að glíma við. Það getur því þurft að gera fleira en það. sem vinsælt er. En því betur tekst þetta, að þjóðin geri sér vandann og erfiðleikana Ijósa. Það má líka fullyrða, að önnur stjórn er ekki líklegri til að leysa þennan vanda á hagkvæmasta hátt fyrir almenning en sú, sem nú fer með völd. Þ.Þ. 9 Úr skýrslu Sameinuðu þjóSanna: Gömlu fólki mun fallslega meira en ungu fólki Eitt mikilvægasta verkefnið nú að bæta aðstöðu gamalmenna FULLTRÚI Möltu lagSi til á 24. allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna að athugun væri gerð á líklegri tölu gamal- menna í framtíðinni og senni- legri aðstöðu þeirra. Þessi at- hugun hefur nú farið fram og var birt skýrsla um hana í haust. Segir þar, að í hinum vestræna heimshluta séu nú 200 millj. manna 65 ára eða eldri og hafi fjölgað um 24 milljónir á fimm árum. Gert er ráð fyrir, að þeir verði orðn ir 270 milljónir árið 1985 og fjölgi um 23,7% á næstu tíu árum ,en heildarmannfjölgun- in verði ekki nema 11%. Niðurstöður rannsóknarinn- ar leiddu til þess, að Samein- uðu þjóðirnar hafa leitað til fjölmargra ríkistjórna víða um heim um samvinnu við að bæta aðstöðu gamalmenna. Meðal- aldur eykst einnig það ört meðal vanþróuðu þjóðanna, að þess virðist skammt að bíða, að fjölmörgum ríkisstjórnum verði ofvaxið að leysa þann vanda, sem fjölgun gamal- menna skapar. Gert er ráð fyrir, að íbúum vanþróuðu ríkj anna fjölgi um 705 millj. á átt- unda tug aldarinnar eða um 27,'é^og IfíBs vegSr^munf gamalmennum fjölga um 38,2% á sama tíma. í SKÝRSLU Sameinuðu þjóð anna er meðalaldur jarðarbúa sagður hækka jafnt og þétt. Þetta valdi umfangsmeiri vanda í efnahags- og félagsmál um en unnt sé að gera sér ljósa grein fyrir að svo stöddu. Valdhafar iðnþróuðú ríkjanna valda ekki þessum vanda. Fé- lagsiegar ráðstafanir vegna gamalmenna eru sagðar úrelt- ar og ómannúðlegar, og vald- höfum vanþróuðu ríkjanna er ráðlagt að reyna að forðast skyssurnar, sem gerðar hafi verið í iðnþróuðu ríkjunum. „Aldurhnigið fólk í iðnþró- uðu ríkjunum er orðið illa sett. Vald þess og virðuleiki þverr, og það fær að þreifa á miklum fjárhags- og félagsleg um umskiptum í sambandi við róttækar breytingar á fjölskyld unni“. Einnig er á það bent, að kulda til gamalmenna kenni í mörgum samfélögum og fólk sé farið að líta til elliáranna með ugg og kvíða. Aldrað fólk sé víða talið ófært til allra starfa. Sennilega verði ekki hjá því komizt að líta á þessi mál frá algerlega nýju sjónar- horni. „FORÐAST ber að einangra hina aldurhnignu þegna þjóð- félagsins", segir í skýrslunni, og er meðal annars vakin at- hygli á eftirtöldum atriðum: A. Eftirlauna- og ellilífeyris aldur þarf að vera breytilegur og einstaklingurinn þarf helzt að geta ákveðið sjálfur, hve- nær hann vill setjast í helgan stein. Auka þurfi möguleikana á þjálfun til nýrra • starfa, án þess að atvinnumöguleikar hinna ungu séu skertir. B. Roskið fólk þarf að eiga Gamalt fólk á ferðalagi. kost á ráðleggingum og leið- beiningum í baráttunni við að- steðjandi erfiðleika síðustu tíu árin áður en ellilauna-aldri er náð. Einnig þarf að reyna að hvetja það til að helga sig einhverjum áhugamálum í ell- inni. C. Fræðsla er mjög gagnleg. Kennarar á ellilaunum í New v Yó¥k Háfa’ 'tirHæiiflS skipulágt' kennslu þeirra, sem orðnir eru 65 ára, til þess að auðvelda þeim ástundun margskonar áhugamála og til örvunar á sköpunarmætti þeirra. D. Bæta þarf félagslega að- stöðu og heilbrigðisþjónustu til þess að reyna að tryggja líkamlega vellíðan og fjárhags lega velmegun, þar sem elli- launin hrökkva sjaldnast til að halda óbreyttum lífsháttum eftir að ellilaunaaldri er náð. HALDIÐ er fram í skýrsl- unni, að flestum ríkjum muni x framtíðinni veitast erfitt að annast sístækkandi hóp gamal- menna nema með verulegum breytingum á fjárhags- og fé- lagsmálum. Nauðsyn sé á breyttum viðhorfum og endur- mati á félagslegum gæðum. Iðnþróuðu ríkin dragi taum hinna ungu og seti afköst og framfærsluhæfni ofar öðru. Hætt sé við, að þeir, sem ekki geta unnið og séð sér farborða, einangrist frá öðrum hlutum samfélagsins og sú einangrun skerði enn framfærslumögu- leikana. Þetta kunni að leiða til ólgu í þjóðfélaginu,, ef það eigi ekki þegar sinn þátt í óróa æskunnar og „bilinu milli kyn slóðanna". Samfélög, sem leggi meginþungan á samkeppni, séu gamalmennum ekki hliðholl. Aðstaða manna fór áður eftir þekkingu, dugnaði, eignum, trúarhefðum og ættar- og fjöl- skyldutengslum. Tækniþróunin veldur þarna miklum breyting um, oft dragist vinnandi mað- ur aftur úr á fimmtugs aldri, en hrjósi hugur við endurþjálf un. Afleiðingin verði oft verr launað starf en áður, sem valdi kvíða og vonleysi. Tekju- missir og snöggar breytingar geti valdið miklum vandkvæð- um. Aukin aðsókn að geðveikra hælum þurfi ekki að stafa af alvarlegum sjúkdómum aldr- aðs fólks. Þetta kunni að eiga rætur að rekja til vöntunar á aðstoð við að laga sig að um- hverfinu. ALDRAÐIR njóta enn virð- ingar, valds og aðstoðar, bæði fjölskyldu og samfélags meðal vanþróuðu þjóðanna. Ilár ald- ur er talinn kostur þar og hon um fylgir forusta og vald. Skýx-sla Sameinuðu þjóðanna hvetur vanþróuðu þjóðirnar til að varast mistökin, sem iðn- þróuðu þjóðunum hafi prðið á. „Þegar tækniþróunarinnar fer að gæta hjá vanþróuðu þjóðunum, menntun verður al menn, vöxtur borganna eykst og tækifærum æskunnar fjölg ar með auknu olnbogai’ými, minnkar máttur hinna hefð- bundnu fjölskyldutengsla að sama skapi. „Reynslan sýnir, að iðnþi’óunin eykur efnahags legt frelsi einstaklingsins. Þá verður æskufólk vanþróuðu þjóðanna minna háð eldri kyn slóðinni en áður“. TÆKNI og fjármagn ættu ekki að ráða mati félagslegra verðmæta, heldur bæta aðstöð una. Vegna þess þarf ný við- horf og nýjar aðferðir í sam- félagi framtíðarinnar. Deilt er hart um, hvort störfum skuli skilyrðislaust hætt við ákveðið aldursmark. Bretar og Sovétmenn eru and stæðir ákveðnu aldursmarki. Þeir telja æskilegt, bæði af sálfræðilegum og efnahagsleg um ástæðum, að hækka starfs- aldurinn „í stað þess að setja aldui’smarkið við 65 ár eða minna.“ Bent er á, að tækniframfar- ir og heilbrigðisþjónusta geri rosknum mönnum kleift að starfa lengur en áður. Þegar gömlu fólki fjölgar mjög vera- lega kann það óðar en líður að öðlast stjórnmálavald að nýju. Það þarf þá ekki framar að vera hlutlausir áhorfendur, heldur gæti það fengið sam- bærilega aðstöðu við þann hluta æskunnar, sem forrétt- inda nýtur nú. axixss.'i.__________ . ..JxUiáiSSUmm

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.