Tíminn - 06.01.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.01.1972, Blaðsíða 13
\ FIMMTUÐAGUR 6. janúar 1972 éé$$ mmm TIMINN Fyrri landsleikur Sslands og Tékkóslóvakíu í handknattíeik verður annað kvöld kl. 20,30. Siðari leikurinn er á laugardaginn Tékkar og íslendingar léku tvo landsleiki í Laugardalshöllinni fyrir nákvæmlega tveim árum e3a í janúar 1969. Þessi mynd er frá fyrri leiknum, sem lauk með sigri Tékka 19:17. Það eru þeir Bruna og Karvan, sem þarna hafa klemmt Sigurberg Sigsteinsson á milli sín á línunni. Þessir þrír menn verða allir með í leiknum á morgun. Þrír menn lékn sig inn Pressuliðið gaf landsliðinu ekkert eftir, en tapaði naumt 16:19. Klp—Reykiavík. Annað kvöld kl. 20,30 hefst í Laugardalshöllinni fyrri lands- leikur íslands ng Tékkóslóvakíu I handknattleik, en það er jafnframt fimmti landsleikur þessara þjóða í íþróttinni í LaugardaJshöllinni, frá því að hún var fyrst tekin í notkun. Tékkarnir komu hingað til lands í gær en hér dvelja þeir fram á sunnudag. Þeir leika tvo leiki við íslenzka landsiiðið í þessari ferð, sem og í sínum tveim fyrri ferð- um hingað. Islenzka landsliðinu hefur yfir- leitt vegnað nokkuð sæmilega gegn Tékkum í leikjunum hér á landi, þótt aldrei hafi það haft það af a@ sigra. í fyrsta leiknum var munurinn minnstur, eða 1 mark, 18:17 fyrir Tékka. í öðrum lei'kn- um var munurinn 4 mörk 18:14. Nú eru getraunirnar að fara af stað aftur eftir gott jólafrí, og þiá förum við að sjálfsögðu einnig af stað með því að fá einstaka menn til að spá fyrir okkur. Fyrsti spámaður ársins, sem spá ir á igetraunaseðil nr. 1, en á hon- um eru leikirnir sem leiknir verða á laugardaginn, er Bergþór Berg- þórsson, bifreiðastjóri. Hann spá- og 2 útisgirum, eða á Liverpool og Derby. Annars er spá Bergþórs á seðli nr. 1 þessi: Lelkk 8,1»Mer «870 1 J a C'.teis.ea ~ KiidtíessSetó l Essjiísa « Efeet Uam isieáa «*» Spssyish 1 Löceslar 1 ítefe ljsá, — «ítea í ■ tfeíieasla Gsyeolif * HeSös Fes, — CtízM R. / eöiífeatKpiaa — Ceáhy 1 eiffka — Aísenál IþSeaiiBKi — Maa JSS» SaBA. — Shfiffield ISd, * «» ©.PJL l . L Bergþór Bergþórsson Árið 1969 lauk fyrri leiknum með sigri Tékka 19:17 og þeim síðaii með sömu markatölu og síðari leiknum í fyrri ferðinni, eða 18:14. Islenzka landsliðið hefur tvisvar keppt við Tékka í heimsmeistara- keppni. 1 Magdenburg 1967 en þá sigruðu Tékkar stórt 27:17 og í Stuttgart 1961 en þá varð jafn- tefli 15:15. Sá leikur var einn eí't- irminnilegasti i sögu handknatt- leiksins á Islandi, því úrslit hans kjmu öllum á óvart, enda voru Tékkar þá freirsta handknattleiks- þjóð veraldar. Eins og fyrr segir hefst leikur- inn á morgun kJ. 20,30, en sá síð- ari á iaiigardaginn kl. 16.00. For- sala aðgöngumiða á báða leikina verður í Laugaidalshöllinni. Hefst hún í dag frá kl. 17,00 til 20,00. Á morgun frá kl. 17.00 og á laugar- daginn frá kl. 13,00. Verð aðgöngumiða er óbreytt frá síðustu landsleikjum. Dómarar í báðum leikjunum verða danskir, H. Svensson og G. Knudsen. Tékkneska liðið sem hingað kem ur er skipað leikreyndum mönn- um. Má þar t.d. benda á menn eins og Benes, Bruna, Karvan, IClimcík og Skarvan, Þó nokkrir séu nefnd- ir. AÐALFUNDUR Aðálfundur Glímudeildar Ár- manns verður haldinn a® Hótel Esju 2. hæð, föstudaginn 14. janú- ar n.k. og hefst kl. 20,00. Venjuleg aðaifundarstörf. Stjórnin. Mennirnir, sem skipa landliðs- nefnd í handknattleik, voru ekki brosmiklir, þegar þeir yfirgáfu Laugardalshöllina á mánudags- kvöldið. Þeir, sem voru vitni að leik landsliðsins og lið íþrptta- fréttamanna, gátu vel skilið þá, frammistaða landsliðsins, sem þeir völdu, gaf ekki ástæðu til bjart- sýni að óbreyttu eftir að samæft landslið marði sigur yfir ósam- æfðu pressuliði 19:16. Þeir hafa smá afsökun, það vantaði í lið þeirra — nokkra fasta liðsmenn. En er það nokkur afsökun, þegar haft er í huga, að landsli.ðsnefnd- in fær að velja beztu eplin úr kassanum, en blaðamenn eiga að velja presjiulið úr eplunum sem eftir liggja. Ef einhver leikmaður hefur spil- að sig inn í landsliðið í leiknum, er það hinn margreyndi hand- knattleiksmaður og fyrirliði press unnar, Bergur Guðnason, hann var áberandi bezti maður leiksins. Það var ekki nóg að hann skoraði 7 mörk í leiknum, heldur lagði hamn upp þrjú önnur með frábærum línusendingum. Og í leiknum sannaði hann enn einu sinni, að hann er okkar öruggasta víta- skytta. í leiknum mátti greinilega sjá að leikmenn liðanna voru nokkuð taugaóstyi'kir — sást það bezt á því hvað mikið var um „feil“-send inigar, hik, og voru menn að stinga knettinum niður í tíma og ótíma. Leikmennirnir voru frekar þung- ir — (vildu sumir kenma jóla- steikinni um það) — vantaði meiri léttleika og ógnun, meira var um kapp en forsjá. Þegar fyrri hálfleik lauk var staðan 9:7 fyrir landsliðið, eftir að pressan hafði leitt leikinn til að byrja með. Fyrstu 10 mín. síðari hálfleiks- ins réðu úrslitum leiksins, komst þá landsliðið í 12:7 — en pressu- liðið var þó ekki á þeim buxun- um að gefast upp. Þá kemur „þátt- ur“ Bergs Guðnasonar, hann skor- ar fimm mörk í röð og á þar að auki tvær sendingar, sem gefa mörk — og munurinn var aðeins orðinn eitt mark fyrir landsliðið 16:15. En stuttu síðar dæmdi sein- heppinn dómari leiksins Valur Benediktsson, víti af Bergi — já, fyrir. . .? Ekki veit' égí fyrir hvað, og greinilega vissu landsliðs mennirnir það ekki heldur, því að þeir voru að byrja með knöttinn á miðju — þegar Valur flautaði, Framhald á bls. 14. Línumannaiið valið gegn Tékkóslovakíu Klp—Reykjavík. — Eftir pressuleikinn á mánudagskvöld ið kom landsliðsnefnd HSÍ sam an til að velja hópinn, sem nota skal í landsleikina við Tékkóslóvakíu, sem fara fram urn næstu helgi. Nefndinni var nokkur vandi á hönduim, því tveir af beztu mönnum lands- liðsins undanfarna miánuði, þeir Geir Hallsteinsson og Ólafur H. Jónsson, gátu hvorugir leik- ið vegna meiðsla, og Jón Hjalta- lín gaf heldur ekki kost á sér, þar sem hann á að mæta í próf við skóla sinn í Lundi á föstu- dag. Þeir 15 menn sem landsliðs- nefndin valdi til leikjanna eru þessir: Hjalti Einarsson, FH Ólafur Benediktsson, Val Gísli Blöndal, Val Axel Axelsson, Fram Páll Björgvinsson, Vík. Viðar Símonarsson, FH Stefán Gunnarsson, Val Sigurbergur Sigsteinss., Fram Björgvin Björgvinss., Fram Gunnsteinn Skúlason, Val Stefán Jónsson, Haukum Sigfús Guðmundss., Vík. Georg Gunnarsson, Vík. Ágúst ögmundsson, Val Auðunn Óskarsson, FII Af þessum mönnum leika 12 þeir fyrsttöldu í fyrri leikn- um, en þeir Georg, Ágúst og Auðunn hvíla í þeim leik. Fyrir liði liðsins verður Gunnsteinn Skúlason, og er þetta í fyrsta sinn, sem hann er fyrirliði landsliðsins. Að sjálfsögðu má mikið finna að þessu vali, sem og mörgum öðrum af svipuðum toga. Það sem vekur fyrst athygli er hvað fátt er um góðar skyttur í lið- inu. Þær eru raunverulega ekki nema tvær, Gísli Blöndal og Axel Axelsson. Þeir Páll Bjöirgvinsson og Viðar Símonar son, eru að vísu einnig skytt- ur, en ekki góðar og því siður öruggar. Hópurinn er að mestu skip- aður línumönnum, eða 9 tals- ins, og má nú segja að tímarn- ir séu tvennir, þegar línumað- ur komst varla í landsliðið nema þá helzt til að fylla upp í töluna. Meðal þessara 9 línu- manna er eini nýliðinn í hópn- um, Georg Gunnarsson, sem svo sannarlega hefur til þess unnið að fá að reyna sig í lands liði. Reikna má með að breyting verði gerð á liðinu ef illa geng- ur í fyrri leiknum. L- skytt- Framhaltí á bls 14 FyrirliSi pressu- llðsins, Bergur GuSnason, var bezti maður þess f leiknum gegn landsliðinu. Hann er samt „óþekkt andlit", sem lands- liösmaöur, prátt fyrir sinn langa feril í handknatt- leiknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.