Tíminn - 06.01.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.01.1972, Blaðsíða 14
TIMINN 14 Félagsbú Framhald af bls. 1 oægja þarf, til þess að þau komist 4 rgofn. TeTcin voiru til frekari úrvinnslu bau bú, þar sem allir bændumir höfðu meira en helming teksna af búskap, en þau voru 137. 1965 voru sendir spurningalistar til barnda á þessum búum. Bárust frá 53 búunum og þar af voru 3 ekki talin félagsbú. Spurt var, hvernig samvinnu væri héttað og sameign, um skiptingu kostnaðar, 'kráningu, skiptingu og verðlagn- ingu á vinnuframlagi, verkaskipt- ingu, hvers vegna menn höfðu hafið félagsrekstur, hvað menn hefðu gert að öðrum kosti, hverj- ir væru kostir og ókostir félags- rekstrar og hvaða skilyrði þyrfti að fullnægja á félagsbúum. Helztu niðurstöður við úrvinnslu á svörum spurningalistanna, seg- ir Björn í ritgerð sinni, að hafi vérið þessar: Búfé var yfirleitt hirt saman, en séreign á búfé var algengaira en sameign, einkum á sauðfé. Vélakostnaður var helzt skipt í hlutfalli við búfjáreign, þar sem vélar voru í séreign, en oftast voru þær í sameign. Vinnufram- lag var undantekningarlítið ekki skráð og oftast talið jafnt. Það sem vinnuframlag var ekki talið jafnt, virtist uppgjör mjög af handahófi. Verkaskipting var ekki umfangsmikil. Var helzt um slíkt að ræða við það, sem lýtur að vélum, reikningshaldi, útréttingar og hirðingu sauðfjár. Þar sem stefnt var að því, að menn gætu leyst hver annan af, voru verka- skiptingu nokkur takmörk sett. Mjög algengt var, að menn töldu sig hafa tekið upp félagsrekstur til að færa bú milli kynslóða. Ýms- ir töldu sig ekki mundu stunda búskap, ef ekki hefði kornið til greina að stunda félagsbú. Kostir félagsbúa voru taldir þessir til viðbótar við hagræði við flutning búa milli kynslóða: Betri skil- yrði til að hafa frí, kom næst. Þá má nefna öryggi, verkaskipt- ingu, að sum verkefni eiru einum erfið, að vinnan nýtist betur, 'verður hægari, og ánægjuleg sam- skipti. Oftast var talið vandkvæði við félagsbúskap, að fólk geti ekki unnið saman af persónulegum ástæðum. Líkt var um þau skil- yrði, sem fullnægja þurfti í fé- lagsbúskap, að þar var lögð hvað mest áherzla á hæfileika manna til að starfa saman, samstöðu og góðan skilning. Bent var á nauð- syn þess, að jöt'ðin bæri fleiri en eitt heimili, að heimilishald væri aðskilið, að óskir mann um bú- skaparlag og hæfileikar til bú- rekstrar væru líkir. Nokkur áherzla var lögð á skipulag búrekstrar- ins, nauðsyn bókhalds, skipulegr- ar verkaskiptingar og skriflegs samings. Einyrkjarnir með 4,8% hærri tekjur Þá var gerður samanburður á tekjum, fjármagni, fóðuröflun, af- urðum og þátttöku félaigsbænda og sambærileigra einyrkja í félags- málum. Tiltækair voru upplýsing- ar um persónulegar tekjur félags- bænda og einyrkjabænda úrtaks- ins árið 1964. Félagsbændur höfðu það ár að meðaltali 149.100 kr. í persónulegar tekjur, en einyrkj- arnir 156.300 kr. eða 4,8% hærri tekjur. Skattar og útsvör voru að meðaltali á félagsbónda 1963 3.620 kr., en 3.360 kr. á einyrkja. Félaigsbændur greiddu skatt, 2,42% af persónulegum tekjum sín um, en einyrkjarnir 2,15%. Segir Bjöirn S. Stefánsson að þessi mun- ur kunni að stafa af misjafnari framfærslubyrði, en félagsbændur höfðu að meðaltali 1,8 börn á framfæri sínu en einyrkjarnir 2,3 börn. Félagsbændur meS fleiri kýr í ljós kom að félagsbændur höfðu tiltölulega fleiri kýr í hlut falli við ær. Þeir skera sig úr um fleiri búskaparhætti. Frjósemi ánna var heldur meiri á.félags- búunum eða 1,09 lömb á móti 1.02 á einyrkjabúunum. Eins var með afurðir kúnna, þær voru heldur meiri á félagsbúunum. Meðalnyt var þar 2.920 kg, en 2.720 kg á einyrkjabúum. Ekki var staðfest- ur neirn marktækur munur á af- kastagetu véla. Heyskapur á bónda var öllu meiri á einyrkjabúum. Einyrkjarnir heyjuðu að meðal- tali 590 hestburði af þunrheyi, en félagsbændur 483 hesta. öðru máli gegndi um votheyið. Af því heyjuðu félagsbændur að meðal- tali sem svaraði 73 hestum af þurri töðu, en einyrkjarnir 69 hestburði. Félagsbændur meira í félagsmálum Ennfremur kom í ljós í sam- bandi við félagsmálin, að af sam- tals 278 bændum, einyrkjum oig félagsbændum, voiru 56 félags- bændur og 37 einyrkjar hrepps- nefndarmenn, endurskoðendur hreppsreikninga og sýslunefndar- menn. Ef bætt eir formennsku í hreppsbúnaðanfélagi við trúnaðar- stöðurnair, verða þær 64 meðal félaigsbænda og 53 meðal ein- yrkja, 67 félagsbændur og 53 ein- yrkjar voru í sauðfjárræktarfé- legi, 94 félagsbændur og 67 ein- yrkjar voru í nautgriparæktarfé- lagi. Almennt er því þátttaka fé- lagsbænda í félagsmálum meiri en einyrkjanna. Félagsbændur skulda minna Þá kom í ljós að skkuldabyrð félagsbænda var léttari en ein- yrkjanna, einkum voru lausar skuldir minni. Einnig var kannað, hvort félags- búskapur væri algengari í sýsl- um með liáar tekjur á bónda, en þess varð ekki vart. Hins vegar kom greinilega fram, að bænda- fjölgun með stofnun félagsbúa var því algengari sem minna hafði fækkað í hreppnum framfærð- um af landbúnaði frá 1940—-’50 og enn frekar frá 1950—‘60. ífjróttir Framhald af bls. 13 urnar bregðast er ekkert ann- að að hafa en að bæta við línu- mönnum, þ.e.a.s. ef ekki má fara út fyrir þennan 15 manna hóp. Ef farið verður út fyrir hann, sitja nokkrar góðar skyttur heima, og má þar t.d. nefna Brynjóif Markússon, Þór- arin Tyrfingsson, Guðjón Magn ússon og Berg Guðnason, svo nokkrir séu nefndir. Mætti þá kannski benda landsliðsnefnd- inni sérstaklega á Berg Guðna- son, sem á öllum sínum langa ferii hefur aldrei fundið náð fyrir augum landsliðsnefndar eða „einvalda". Það var samdóma álit flestra þeirra, sem horfðu á pressu- leikinn á dögunum, að þar hefði Bergur spilað sig inn í landsliðið, en það nægir ekki handa landsliðsnefndinni. Hún hefur það mikið meira vit á þessu en hinn almenni áhorf- andi, sem þó hefur þurft að horfa upp á hvern skellinn á fætur öðrum hjá landsliðinu, eins og t.d. gegn Júgóslavíu. Fólkið vill fá að sjá eitthvað nýtt og í þeirra augum er Berg ur Guðnason og fleiri þess á meðal. íbróttir Framhald af bls. 13 og sagði að vítið væri ógilt, rétt á eftir flautaði Valur ' aftur, en þá leikinn af. Lokatalan var þá 19:16 fyrir landsliðið, og með þeim sigri var búið að afsanna — að Víkings- peysurnar hvítu sem pressan lék í — iiværu ekki ósigrandi. Bgztu menn pressunnar voru Bergur, I-Ijalti Einarsson og Ge- org Gunnarsson, sem er að verða okkar bezti línumaður — ef þessir þrír menn verða ekki valdir í landsliðið á móti Tékkum, þá má landsiiðsnefndin fara að athuga sinn gang. Mörkim Bergur 7, Magn- ús 3, Georg 2, Vilhjálmur, Ilörður, Guðjón og Amar eitt hver. Þrautþjálfað landsliðið kom á óvart fyrir lélegan leik, og má það gera mikið betur, ef það á ekki að verða sér til skammair um næstu helgi — mörkin fyrir liðið skoruðu: Jón H. 5, Gísli 4, Páll og Axel 3 hver, Gunnsteinn, Sig- urbergur, Stefán J. og Ágúst Ög- mundsson eitt hver. Dómarar voru Valur Bcnedikts son og Óli P. Ólsen — og vildu sumir halda því fram, að þeir hefðu borðað enn meira af jóla- steikinni — því að þeir nentu varla að hreyfa sig. — SOS Flugmanni bjargað Framhald af bls. 1 aftur og aftui til að fá nákvæmari staðarákvörðun, en fékK ekkert svar. Reiknaði hann me® að Erl- ing væri að flýta sér að setja á sig flotvesti áður en flugvélin skylli á sjónum, og gæfi sér eng- an tíma til að tala. Samtímis að reynt var að hafa samband við flugmanninn var slökkviliði flugvallarins og Reykja víkurborgar slökkviliðinu tilkynnt í neyðarsíma hvað um væri að vera. öm leið var logregiunni til- kynnt að flugvél hefði horfið rétt við .Reykjavíkurhöfn. Þrír hatn- sögubátar fóru strax út til leúar., Lögreglan lokaði Skúlagötu fyr- ir allri umferð um skeið, og voru sjúkra- og lögreglubílar þar til taks ef á þyrfti að halda. Austan st.rekkingur var á þegar slysið vahð og rigning. Var því leit úr lofti erfið, en ein flugvél af Reykjavíkurflugvelli fór til leitar. Pétur Pétursson VLADIMIR ASHKENAZY Píanótónleikar í Háskólabíói laugardaginn 8. janúar kl. 21,00. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Rachmanin- off og Chopin. Aðgöngumiðar seldir hjá Lárusi Blöndal og í Háskólabíói. ■t— ÞRETTÁNDAFAGNAÐUR Orator, félag laganema, heldur þrettándafagnað í Glæsibæ í kvöld, fimmtudag. Hljómsveitin Haukar leikur. Matur framreiddur frá kl. 7. Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Veitingasalan í Glæsibæ, sími 85660. Innilegt þakklæti færi ég vinum, skyldfólki og sveit- ungum fyrir gjafir, skeyti og heimsóknir á fimmtugs- afmæii mínu og þakka allt gott á liðnum árum. Lifið heil. Gunnlaugar Hannesson, Litla Vatnshorni, Dölum. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigríður Sveinsdóttir, fyrrverandi húsfreyia á Flögu í Skaftártungu, andaðist á Landakotsspítala sunnudaginn 1. janúar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við ölium, sem auSsýndu samúð við andláf 1 og jarðarför Ástu Sigurðardóttur. Aðstandendur. Faðir okkar, tengdafaðir og afi Guðmundur Sigurður Benjamínsson, Grund, Kolbeinsstaðahreppi, iést 3. janúar. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn |jj 11. janúar kl. 15,00. Synir, tengdadæfur og barnabörn. FIMMTUDAGUR 6. janúar 1972 \f ati>/ ÞJOÐLEIKHTJSIÐ ALLT f GARÐINUM sýning í kvöld kl. 20. Fáar sýningar eftir. NÝÁRSNÓTTIN 6. sýning fööstudag kl. 20. Uppselt. HÖFUÐSMAÐURINN FRÁ KÖPHNICK sýning laugardag ki. 20. NÝÁRSNÓTTIN sýning sunnudag kl 20. sýning þriðjudag kl. 20. Aðgöngumiðasala’’ opin frá kL 13,15 til 20. Sími 1-1200. Spanskflugan í kvöld kl. 20.30. Kristnihaldiö föstud., 118. sýn. Hjálp laugardag kl. 20.30. Síðasta sinn. Spanskflugan sunnuÖ. kl. 20.30. Útilegumennirnir eða Skuggasveinn eftir Matthias .lochumson, hátíðarsýning i tilefni af 75 ára afmæli L.R. Þriðjuda-g 11. jaa. kl. 18.00. Miðvikudag 12. jan. kl. 18.00. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. Kl. 13,11 var Varnarliðið á Kefla víkurflugvelli beðið um þvrlu til leitar. Sjö mínútum síðar var þyrlan komin á loft og flaug beina leið inn á Reykjavíkurflugvöll og tók þaðan stefnu f iokastefnu týndu flugvélaiinr.ar. Þrettán min útum eftir flugtak var þyrlan yfir slysstaðnum og sáu flugmenniriiir Erling í sjónum cg veifaði hann til þeirra. Var karfa látin síga nið- ur a® sjávarmáli og komst Erling upp í hana af eigin rammleik, en annafs var einn af áhöfiunni klæddur í vatnsþéttan búning til að fara í sjóinn ef með þyrfti. Var klukkan 13,42 þegar manninu.i var bjargað úr sjónum, og vnr hann orðinn gegpkaldur. Voru nú þeir, sem leituðu af sjó, látnir vita að maðurinn væri fundinn og var Þá leit hætt. Sjúkrabíll beið mðri á bryggju þangað til þyrlan birt- ist yfir Engey á leið til Reykja- víkurflugvallar, en þá fór bíllinn þangað og var rétt nýkominn þeg- ar þyrlan settist við flugturmnn, og hafði þar aðeins örskamma vtð dvöl, eða rétt meðan Erling var borinn út í sjúkrabílinn og var hann samstundis fl-uttur á Slysa- deild Borgarspítalans. 1 björgunarþyrlunni var t'jög- uri’a manna áhöfn, Philip Roberts flugmaður, William Haskett að- stoðarflugmaður, Carl Warmack vélamaður og George Daffern hjúkrunarmaður. Einn mannanna var útbúinn svokölluðum blautum búningi, ef hann skyldi þurfa að kasta sér i sjóinn. Björgunarþyrlur þessar kon>u fyrst til landsins 9 nóvember og verða staðsettar lijá Varnarliðinu framvegis. Vélar þessar HH-3E, sem í daglegu tali eru kallaSar í hernum Jolly Green Giant, geta flogið í öllum veðrum, gagnstætt þvi sem er um venjulegar þyrlur. Þær hafa innanborðs öll nauðsyn- legustu björgunarræki og lækn- ingatæki til skyndihjálpar. Þær geta lent á sjó og landi og nægt er að bæta á- þær bensíni á flugi úr HC 130 tankflugvélum, en slík vél er einnig staðsett hjá varnar- liðinu. Hata þær þannig nánast ót&kmarlcað fl'itgl-i 1. Vélar þessar ' ru fullkomnustu Ijörgunarþyrlur, sem nú eru í nótkun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.