Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 1
 smÐ&áAsrúÐfflfSF 4. fbl. — Fösfudagur 7. janúar 1972 — 56. árg. ISLENZKIR ÞEGNAR I 200 AR Hreindýrin hafa nú orSið fastan búsfa'ð í bygg'ð, því í Sædýra- safninu hafa þau veriS um árs sk«iS, og þar var þessi mynd tek- in. - (Tímamynd Gunnar) 3 þúsund hreindýr SJ—Reykjavik, fimmtudag. í sumar voru 200 ár liðki} I síðan fyrstu hreindýrin varu J ! flutt til íslands. Nú eru um j 3000 hreindýr talin vera á landinu og eru heimkynni fyrsta hópi hreindýra, sem flutt voru hingað í von utm að þau gætu orðið landsmönnum til framdráttar þegar illa áraði, heldur fyrst og fremst af 35 dýruin, sem komu til Djúpa- vogs 1787 og e.t.v. einnig af öðrum hópi, sem settur var á land við Eyjafjörð 1784. Fjórði hópurinn var fluttur til Reykja nesskaga og þar lifðu hrein- dýrin í góðu gengi lengi vel, en dóu út um 1920. Nú eru aftur komin hreindýr á Reykja nesið, en að vísu aðeins í Sædýrasafnið við Hafnarfjörð og er meðfylgjandi mynd það- an. f viðtali við Tímann í dag sagðist Egill Gunnarsson eftir- litsmaður hreindýra, sem býr að Egilsstöðum í Fljótsdal, lít- Framhald á bls. 10. Áramótaávarp forsætisráðherra Olafs Jóhannessonar Sjá forsíðu seinna blaðs 15 mín. f undur í borgarstjórn EB—Reykjavík, fimmtudag. Fundir borgarstjórnar Reykja- víkur eru haldnir hálfsmánpðar- lega og yfirleitt stendur hver fundur í 5 — 6 klukkutíma. Síð- ustu fundir í borgarstjórn á liðnu ári, stóðu þó yfirleitt til miðnætt- is eða lengur þar e@ mörg mál voru Þá á dagskrá og þurftu marg- ir borgarfulltrúanna að ræða þau. í dag var fyrsti fundur borgar- stjórnar á hinu nýbyrjaða ári og mun hann líklega vera sá stytzti, sem menn muna, vegna þess að hann stóð ekki nema í tæpan. stundarfjórðung. Fundargerðir ýmissa nefnda og ráða borgarinn- ar voru afgreiddar og kosið í natt- úruverndarnefnd og síðan var fundinum slitið. Þar með er ekki hægt að segja að borgarstjórnar- menn sitji iðjulausir þessa dagana því að næg verkefni eru framund- an og ber þar hæst afgreiðsla fjár hagsáætlunar borgwinnar fyrir 1972, sem samþykkt var að fresta á síðasta borgarstjórnarfundinum fyrir jól. Leiðir vöru- og haíís til fdöur- olíuskorts úti á landi? Aðeins farið að bera á neyzluvöruskorti og vörur hrúgast upp í erlendum höfnum EJ—ÞÓ—Rvík, fimmtudag. Þótt farmannaverkfallið hafi ekki enn sem komið er leitt til alvarlegs vöruskorts í landinu, þá óttast ýnvsir, að erfitt ástand muni skapast ef verkfallið stendur lengi enn, ekki sízt þar, sean því hefur verið spáð, að hafís fari að koma að landinu í þessuim mánuði. Úti á landi raiunu fóðurvoru- og olíu- birgðir vera mjög; misjafnlega miklar eftir stöðum, en suims stað- ar er um litlar birgðir að ræða. Hjörtur Hjartar, firamkvæmda- stjóri Skipadeildar SÍS, sagði í viðtali við Tímann í dag, að nú væri íshættan að aukast. Samtím- is væri fóðurbætir smátt og smátt að ganga til þurrðar úti á landi, og ástandið gæti því orðið alvar- legt þar, ef hafísinn kæmi að land inu og ef verkfallið leystist ekki fljótlega. Jafnfraimt sagði hann, að vöru- magnið hefði hrúgazt svo upp f erlendum höfnum meðan verkfall- ið hefur staðið, að erfitt væri að ráða við það með eðlilegum hætti þegar verkfallið leysist. Þá sagði Hjörtur, að vegna haf- íshættunnar þá væru venjulega allir olíugeymar út um landsbyggð ina fullir um þetta leyti árs, en nú væru víða aðeins birgðir af olíu til nokkurra daga, eða nokk- urra vikna þar sem bezt væri ástandið. — ,,Ef hafísinn kemur, þá verð- ur þetta mikið áhyggjuefni", — sagði Hjörtuir. Blönduós. Hér í A-Húnavatnssýslu er allt í lagi^a.m.k. það sem komið er, sagði Árni Jóhannsson, kaupfélags- stjóri. Við eigum ennþá fóður- vörubirðir, en í desember feng- um við 600 lestir. Hætt er við, að ef fanmannaverkfallið leysist ekki skjótt, þá geti skort fóður- vöru, er frám líður og eru menn hræddastir um, að langan tíma taki að koma reglu á siglingarnar eftir verkfallið. Árni sagði, að ekki væri farið að bera neitt sem héti á neyzlu- vik-uskorti, en er líða færi á mán- uðinn þá mætti búast vi ðskorti á nauðsynjavörum ef ekkert rætt ist úr. Egilsstaðk. Þorsteinn Sveinsson, kaufé- lagsstjóri á Egilsstöðum, sagði að þar væru þeir sæmilega birgir af fóðurvöru, en það fari að koma að því, að þá vantaði efni í fóðurblöndunina og að auki færi að vanta rúgmjöl. Þá er farið að bera aðeins á neyzluvöruskorti, en Framhald á bls. 10. ingamálin: Rætt um að bifreiðaeigend- ur taki á sig „sjálfsábyrgð" KJ—Reykjavík, fimmtudag. Svo sem áður hefur komið fram, þá hafa bifreiöatryggingafélögin tekið að sér að ábyrgjast ábyigða- ¦ tryggingar bifreiða fram tiJ 20. janúar n.k., en jafnframt vima stjórnyöld að því að finna lausn á bifreiðatryggingamálinu. Gera má ráð fyrir að í næstu viku verði búið að ganga frá endanlegri Jausn á þessum málum, og er búizt við að niðurstaðan verði sú, að gefin verði út bráðabirgalög, til breyt- inga á núgildandi umferðarlögum, og þeim breytt þannig, að trygg- ingataki taki á sig „sjálfsábyrgð", sem mundi nema allt að 7 500 krónur í hverju tjóni. Ef af ^ess- ari breytingu verður, er ekki talið að tryggingafélögunum yrði 'ieim- ilað að hækka tryggingaiðgjöld af ábyrgðartryggingum bifreiða, frá því sem nú er. Bifreiðatryggingafélögin báðu um hækkun á iðgjöldum ábj'igðar- trygginga á s.l. vori, en fengu ekki að hækka. Aftur á móti var „trygg ingaárinu" breytt þannig að það fylgir nú 'ilmanaksárinu, en ekki miðað við 1. maí eins og áður. Á gamlársdag var gefin út reglu- gerðarbreyting, um gjalddaga ábyrgðartrygginga bifreiða, og mun samkvæmt þeirri reglugerð vera tveir gjaidagar, en ekki einn. Eins og áður segir, þá hafa stjórnvöld haft Þetta mál til með- ferðar um nokkurn tíma, og einn- Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.