Tíminn - 07.01.1972, Síða 2

Tíminn - 07.01.1972, Síða 2
TÍMINN FÖSTUDAGUR 7. janúar 1972 Ný, ítarleg hand- bók um söluskatt EJ—Reykjavík, miðvikudag. Skattstofa Reykjavíkur hefur gefið út ítarlega „Handbók um söluskatt“, þar sem er að finna allar upplýsingar um söluskatt og álagningu hans, og er þetta nauð- synleg handbók fyrir alla þá aðila, sem þurfa að greiða söluskatt. I formála bókarinnar er skýrt frá því, hvert sé efni bókarinnar. Kemur þar fram, að í handbók- inni eru lög og reglugerðir um söluskatt, og auk þess allir úrskurð ir, sem felldir hafa verið um túlk- un á einstökum greinum og leið- beiningar í sambandi við þær. Einnig eru birtar reglugerðir um söluítkatt, yfirlit um söluskatts- skyldar innfluttar vörur og undan- þágur og ýmislegt annað, sem við kemur álagningu söluskatts og söluskattsskyldu. Er bókin miðuð við þau ákvæði, og þá úrskurði, sem fyrir hendi voru 1. október síðastliðinn. Bókin er þannig uppsett, að hver grein reglugerðar nr. 169/1970 um söluskatt er birt út af fyrir sig og með hverri grein fylgja síðan úr- skurðir og leiðbeiningar við hverja grein. Bókin skiptist í sjö meginkafla. 1. kaflinn er um söluskatt. 2. kafl- inn er um söluskattsskylda aðila og tilkynningaskyldu. 3. kaflinn fjallar um söluskattsskylda sögu. 4. kaflinn er um tilhögun bókhalds, fylgiskjöl og gjaldstofna. 5. kafl- inn er um framtöl, gjalddaga, inn- heimtu, dráttarvexti, kærur og úr- skurði. 6. kaflinn er um eftirlit, upplýsingaskyldu og viðurlög, og 7. kaflinn um ýmis ákvæði (um gildistöku og fl.). Þá eru í honum fylgiskjöl, en þau eru þessi: 1) Lög um söluskatt nr. 10/1960 með áorðnum breytingum, miðað við 1. okt. 1971. Þessar breytingar eru: framlengingar á bráðabirgða- ákvæði frá 1960, 1961, og 1962, niðurfelling innflutningssöluskatts frá 1963, hækkun söluskatts úr 3% í 5.5% frá 1. janúar 1964, hækkun söluskatts úr 5.5% í 7.5% frá 1. jan. 1965,breyting á 11. tölu- lið 7. greinar laganna, og hækkun söluskatts úr 7.5% í 11% frá 1. marz 1970 ásamt breytingum á innheimtuákvæðum o.fl. 2) Meginefni 33. greinar reglu- gerðar nr. 15/1960 um söluskatt og nokkrir úrskurðir varðandi þá grein. 3) Sérstök ákvæði um innfluttar vörur. 4) Auglýsing um notkun heim- ilda skv. 21. tölulið 3. gr. tollskrár- laga nr. 1, 11. febrúar 1970. Loks fylgir svo bókinni atriðis- orðaskrá, þar sem orðtekin eru helztu atriði í reglugerð, úrskurð- 'um og leiðbeiningum með tilvitn- un til greinar og blaðsíðutals. isienzka skeytið bæði til Fischers og ÞÓ—Rcykjavík, fimmtudag. Svar FIDE við skeyti ís- lenzka skáksambandsins barst til landsins í morgun og seg- ist FIDE liafa sent athuga- semdir íslendinga athugasemda laust til Fischers og Spasskys. Guðmundur G. Þórarinsson, forseti skáksambandsins, sagði í viðtali við blaðið, að hann teldi að þetta væri góðs viti. Guðmundur sagði, að nú væri bara að bíða og vita hvortt ekki kæmi eitthvað í Ijós í þessu sjónvarpsmáli nú alveg á næstunni. Skáksam- band íslands stendur nú í skeytasambandi við bandarísk- ar sjónvarpsstöðvar og hefur haft samband við CBS, NBS og ABC. Svar hefur þegar borizt frá einni þeirra, en það er CBS og segjast þeir hafa mikinn áhuga á þessu. Þá hefur skák- sambandið hug á að hafa sam- band við Tass, BBC og ARD, en það er v.-þýzka sjónvarps- stöðin, og athuga hvort þessar stöðvar hafa áhuiga á að taka upp sjónvarpsefni af einvíg- inu, ef það verður háð hér á landi. Mesta vandamálið í sam- bandi við sjónvarpssendingar héðan er, að ekki er hægt að sjónvarpa beint. Hafa verið uppi margar tilgátur um, hvernig fljótlegast muni verða að koma efninu héðan, og eins og er, þá er talið líklegast, að það verði flutt flugleiðis ef af verður. Eins hefur mönn- um komið í hug, hvort ekki væri hægt að staðsetja skip milli fslands og meginlands- ins og nota þau sem endur- varpsstöðvar, þannig að send- ingin nái til meginlandsins. Þessa dagana er verið að ganga frá þeirri upphæð, sem FIDE fór fram á að íslenzka skáksambandið setti sem trygg ingu, að það stæði við tilboð sitt. Guðmundur sagði, að FIDE hefði samþykkt að Skák- samband fslands opnaði reikn- ing í Seðlabankanum og verður gengið frá þessu á næstu tvehn ur dögum. Samvinnan við hið opinbera, sagði Guðmundur, að hefði verið mjög góð, og nú hefur ríkið hækkað framlag sitt úr 2.5 milljónum í 5 milljónir. Ekki hefur verið farið fram á það, að Reykjavíkurborg hækk- aði framlag sitt. I haust var haldin alþjóðleig lista hátíð í Budapest, sém ísland tók þátt í með sendingu ljósmynda- og kvikmynda. Ráðuneytinu hefur nú borizt til- kynning um, að Ósvaldur Knudsen hafi hlotið bronspenimg að verð- launum fyrir kvikmynd sína „Með sviga lævi“, en hún fjallar eins og kunnugt er um Surtseyjargos- ið. Hefur verðlaunapeningurinn, ásamt viðurkenningarskjali, ver- ið afhentur Ósvaldi. Menntamálaráðuneytið, 4. janúar 1972. Hvar er Alexander? Vélflug hófst yfir Vatnsmýrinni svo að segja í upphafi flugaldar. SíSan höfum við íslendingar státað af þvj að hafa hlaupið yfir ýms um. ferðarstig, sem aðrar þjóðir hafa I orðið að notfaera sér með ærnum kostnaði. Má í því sambandi minna á járnbrautir, sem i dag virðast ekki geta gengið nema ir>e? halla eða þá á rikisframfæri. Hér á landi var stigið beint af hestinum upp í flug- vélar, enda bera margar þelrra nöfn hesta, að undanskildum Loftleiða. vélum, sem heita eftir frægu fóiki úr sögunni, sem aldrei var notað til ferðalaga. En þótt við höfum á að skipa flugvélum af nýjustu gerð, hefur markverðasta þróunin í flug- inu farið framhjá okkur til þessa, og kannski sú tegund af flugi, sem myndi henta okkur bezt, þar sem flugvellir eru hér víða ófullkomnir, vegalengdir ekki mlklar, en að sama skapi erfiðar, jafnvel svo að sumar leiðir milli byggðarlaga mega frek- ar teljazt til himinsala en jarðar. Flugtæki þau, sem við höfum enn ekki lært að notfæra oxkur tll neinn ar hlitar, eru þyrlur, hinir einu og sönnu áburðarjálkar oftsins. Öðru hverju verða miskunnsamir samveri. ar af Keflavíkurflugvelli ti! að tæra okkur heim sanninn um, hvaða Kosta gripir þyrlurnar eru. Seinast fyrir tveimur dögum bjórguðu varnarliðs- menn flugreika manni úr flóanum og fórst það svo hönduglega að að- dáun vakti. Fór þar saman gott tæki og sú færni, sem Bandaríkjamönn. um er svo lagin. íslenzkir flugmenn hafa margsinnis sannað færni sína við erfiðar aðstæður. Þessar aðstæð- ur er m.a. þahnig, að þegar islenzkir flugmenn eru sendir utan til að æfa sig á einhverjar nýjar vélar, falla æfingar niður vegna storms, sem þeir telja vera goluþyt einan og finasta flugveður. Vestfirðir hefðu not fyrir þyrlu. Austfirðir hefðu einnlg not fyrir þyrlu. Landhelgisgæzlan mun vera að fá þyrlu, og mun hún ekki vera merkilegt tæki miðað við það, sem notað var við björgun hins flugreika manns. Þetta er sögð dýr tæki, og það er taiið þeim til foráttu. Allt í einu höfum við ekki efnl á að eign- ast dýr tæki. Ekki var nú verið að spyrja um þetta i upphati flugs á ísiandi. Þá var enginn að heykjast oní klofið á sér út af nýju tæki. Vlð höfum alltaf lagt kapp á það að fylgja þróuninni. Nú er of seint að taka upp járnbrautarstefnu annar.'a þjóða. Slikt liggur í augum uppi. Ef við æftum einhvern Alexander Jó. hannesson í dag væru eflaust lcornn- ar margar þyrlur. Svarthöfði. Hátíðasýning á Skugga-Sveini á 75 ára afmæli Leikfélagsins SJ—Reykjavík, fimmtudag. Á þriðjudaginn er 75 ára af- mæli Leikfélags Reykjavíkur. Þann dag og hinn næsta verða hátíðasýningar á Útilegumönn- unum eða Skugga-Sveini eftir Matthía^ Jochumso^ þvíi/lgijcri^,, sem oftast hefur verið sýnt á Is- landi og á-flestum stöðum, og nýt* ur ávallt hylli leikhúsgesta. Á af- mælisdaginn verður einnig hátíða- fundur í Leikfélagi Reykjavík- ur, kl. 4 síðdegis verður opnuð sýning á leikmyndum úr sögu fé- lagsins í Bogasal Þjóðminjasafns- ins; Almenna bókafélagið gefur þann dag út bókina Leikhúsið við Tjörnina eftir Svein Einarsson, sem er ágrip af sögu LR með myndum; og einnig verða tilkynnt úrslit í leikritakeppni félagsins, en 16 leikrit hafa borizt og verð- launin eru 200.000 kr. Útilegumeninrnir voru fyrst sýndir á leiksviði árið 1862. Höf- undurinn breytti frumgerð leiks- j ins tvívegis a.m.k., og sýning Leik- » féalgsins nú er blanda af þessum ) mismunandi útgáfum. Þetta er í þriðja sinn að Leikfélagið sýnir Skugga-Svein. Fyrri sýningarnar voru 1908 og 1935, og þá sem nú hefur þeim sið verið haldið að kona leiki Gvend smala og karl- maður Grasa Guddu. Að þessu sinni leika Gísli Halldórsson og Margrét Ólafsdóttir þessi hlut- verk. Jón Sigurbjörnsson leikur Skugga-Svein, en helztu leikend- ur aðrir eru Steindór Hjörleifsson, Jknnj? Kristíp; , Arpgjígisdóttir, Valdimar /Helgason, Kjartan Ragn arsSon, Jón"Hjartarson, - Karl Guð- mundsson, Brynjólfur Jóhannes- son, Guðmundur Magnússon, Har- ald G. Haralds, Þorsteinn Gunn- arsson, Þórunn Sigurðardóttir, Borgar Garðarsson og Daníel Williamsson. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Steinþór Sigurðsson teiknaði leikmyndir og búninga. Skugga-Sveinn er hið fyrsta af fimm íslenzkum leikritum, sem Leikfélagið sýnir í vetur í tílefni afmælisins, á eftir fylgja í þessari röð: Atómstöðin, Dómínó Jökuls Jakobssonar, Dansleikur Odds Biörnssonar og Kona í hjólastól eftir Nínu Björk Árnadóttur. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur skipa Steindór Hjörleifsson, for- maður, Steinþór Sigurðsson, rit- ari og Þorsteinn Gunnarsson. f leikhúsráði eru Steindór Hjörleifs son, Þorsteinn Gunnarsson, Stein- þór Sigurðsson, Sveinn Einarsson og Baldvin Tryggvason. Alyktun til utanríkísráðherra Hr. utanríkisráðherra Einar Ágústsson, Reykjavík. Fundur kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Vesturlandskjör- daami 2. janúar 1972 lýsir yifir trausti á einlægum vilja yðar að framkvæma þann þátt málefna- samnings ríkisstjómarinnar sem Athugasemd frá BSRB Eitt alvarlegasta mishermið, sem fram kom í ummælum fjár- málaráðherra á fundi með frétta- mönnum í gær var, að BSRB hefði engar sérstakar kröfur gert um launahækkanir til hinna lægst launuðu. Vegna þessa fer hér á eftir orðrétt kröfugerð BSRB, sem send var fjármálaráðherra 10. des. 1971: „Stjórn bandalagsins ákveður því að gexa kröfu um eftirfarandi breytingar á kjörum ríkisstarfs- manna frá 1. desember 1971: 1. Grunnlaun hinna lægst laun- uðu starfsmanna ríkisins hækki samkvæmt reglum þeim, er um ræðir í 3. gr. samnings frá 4. des. 1971 milli Alþýðusambands ís- lands vegna aðildarsambands og aðildarfélaga þess og samtaka vinnuveitenda. 2. Auk grunnlaunahækkunar samkv. 1. tölulið hér að framan, hækki samningsbundin grunnlaun ríkisstarfsmanna um samtals 14% sem hér segir: Frá 1. des. 1971 um 4%. Frá 1. júní 1972 um 4%. Frá 1. marz 1973 um 6%. Eins og menn sjá er það ein- mitt fyrsta krafa BSRB að grunn- laun hinna lægst launuðu hækki sérstaklega umfram laun annarra, á sama hátt og verkalýðsfélögin sömdu um í desember. Um þá kröfu hafa ekki fengizt viðræður fremur en annað. Frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. 6/1 1972. fjallar um utanríkis- og herstöðv- armál. Fundurinn álítur þær breyting- ar, sem orðið hafa á utanríkis- málastefnu ríkisstjórnarinnar eft- ir að þér tókuð við embætti, hafa aukið reisn íslenzkrar þjóðar, og það er sannfæring fundarins að jákvæðar aðgerðir ríkisstjómar- innar í utanríkismálum eigi eftir að verða enn viðfeðmari og áhrifa- meiri á vettvangi þjóða. f.h. Kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Vesturlands- kjördæmi. Ólafur Jónsson. Ályktun frá Kjördæmisráði Al- þýðubandalagsins í Vesturlands- kjördæmi afhent utanríkisráð- herra þann 6. janúar 1972. LEIÐRÉTTING I frétt í Tímanum á miðviku- ciaginn. um hækkun á vistgjöldum á dagheimilum var sagt að á laug- ardögum ætiu leikskólabörn fram- vegis að koma í ieikskólana, og fara síðan þaðan í fylgd fóstra á næsta dagheimili. Hið rétta er, að sé óskað eftir vist fyrir börn í leikskólum á laugardögum, eiga þau að fara beint á viðkomandi dagheimili, en eirki fyrst í leik- skólann.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.