Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 7. janúar 1972 TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, IndriSi G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastióri: Stein- grímur Gíslason. Ritstjómarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskrtftargjald kr. 225,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 15,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hf. Deila BSRB Komin er upp deila milli ríkisstjórnarinnar og BSRB um kjaramál. BSRB gerði kröfu til þess að laun opinberra starfsmanna yrðu nú hækkuð í samræmi við þær kaup- hækkanir til aðila að ASÍ, sem um samdist í desember. Rikisstjórnin vísaði þessari kröfu á bug og hafnaði sam- komulagsviðræðum við BSRB á grundvelli krafna banda- lagsins. BSRB hefur talið þessa afstöðu ríkisstjórnarinnar brot á lögum. Á blaðamannafundi, sem Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra efndi til í fyrradag, sagði hann m.a., að frá- leitt væri að líta á mat ríkisstjórnarinnar á kröfu BSRB um endurskoðun kjarasamninga opinberra starfsmanna frá 19. des. 1970 sem lögbrot af hennar hálfu. Það sem ríkisstjómin hefði sagt í málinu væri einfaldlega það, að hún telji, að sú 4% kauphækkun, sem varð um áramót- in hjá verkalýðsfélögunum, sé ekki slíkar almennar og verulegar kaupbreytingar, að þær fulinægi skilyrðum lag- anna um endurskoður kjarasamningsins. Þetta þýd<U að af hálfu ríkisstjórnarinnar yrði ekki um samkomulags- lausn á kröfu BSRB að ræða. Hins vegar hlyti naálið að hafa sinn löglega gang, ef BSRB héldi kröfu sinni til streitu. Gæti BSRB leitað til sáttasemjara og síðan til Kjaradóms, þar sem um samkomulagslausn af hálfu ríkis- stjómarinnar væri ekki að ræða. í Kjaradómi myndi rfkis- stjómin svo að sjálfsögðu halda fram óbreyttum sjóúar- miðum, en hlíta síðan þeim úrskurði,-sem Kjaradómur myndi kveða upp. Þegar kjarasamningur BSRB var gerður, hefði þáver- andi fjármálaráðherra talið að meðalhækkun launa ríkis- starfsmanna til að ná jöfnuði við almennan launamarkað yrði nær 35%. Nú hefði hins vegar komið í ljós við fram- kvæmd samningsins, að kauphækkanir af hans völdum myndu verða 42—44% og hefði samningurinn því gert verulega meira en að ná jöfnuði við hinn almenna launa- markað. Sú 4% kauphækkun, sem kom til framkvæmda um áramótin samkvæmt samningum verkalýðshreyfingarinn- ar, er ekki þess eðlis að dómi ríkisstjórnarinnar að skil- yrðum laganna um „almennar og verulegar kaupbreyt- ingar á samningatímabili“ sé fullnægt, en opinberir starfs- menn hafa fengið í reynd 7—9% meiri meðaltalskaup- hækkun en ráðgert hefði verið. Þá væri rétt að hafa í huga, að opinberir starfsmenn fengu áfangakauphækk- un nú um áramótin og þeir fá aðra áfangahækkun 1. júlí n.k. og í báðum tilvikum er um meiri prósentuhækk- un að ræða en aðrir launþegar fá. Er ráðherrann var spurður að því, hvort ríkisstjómin teldi ekki, að sú láglaunahækkun, sem verkalýðshreyf- ingin samdi um í desember ætti ekki að koma láglaunuð- um ríkisstarfsmönnum til góða, sagði hann, að BSRB hefði ekki gert neinar sérstakar kröfur fyrir hina lægst launuðu heldur um heildarendurskoðun og væri svar ríkisstjórnarinnar miðað við það. Hins vegar væri það mat Kjaradóms á þessum málum öllum, sem myndi end- anlega gilda, því að ljóst væri að það væri Kjaradómur sem úr þessu myndi ráða, ef BSRB héldi máli sínu til streitu og færi þá leið, sem lög Vyðu, eftir að ríkisstjóm- in hefði ’hafnað samkomulagi á grundvelli krafna BSRB. Fjármálaráðherra lagði áherzlu á það, að hann teldi keðjuverkandi áhrif í kjarasamningum stórra hagsmuna- hópa hættulegar fyrir efnahagslífið. Opinberir starfs- menn hefðu leitað eftir jöfnuði við launakjör á almenn- um vinnumarkaði. Síðan hefðu t.d. verzlunarmenn talið sig vera að ná þeim kjörum, sem opinberir starfspienn hefðu fengið og nú vildu opinberir starfsmenn fá hækk- anir á þeim grundvelli. — TK f ERLENT YFIRLIT Bhutto hefur unnið sér aukið álit síðan hann kom til valda Hann virðist ætla að reynast meira en metnaðarfullur glaumgosi ÞÓTT EKKI sé liðinn nema rúmur hálfur mánuður síðan Zulfikar Ali Bhutto kom til valda í Pakistan, þykir hann þegar hafa sýnt, að hann sé öðr um líkl. til að bjarga því, sem eftir er af Pakistan. Það er tæplega ofsagt, að hann taki við ríkinu í rústum. Pakistan hefur ekki aðeiná misst allt Austur-Pakistan, þar sem 55% íbúanna bjuggu, og þar sem 40% þjóðarteknanna urðu til. Auk þess eru allstórir hlutar Vestur-Pakistans undir yfirráð- um indversks hers. Herinn, sem var stolt Pakistana og þótti líklegur til að standast Indverjum snúning, hefur beð- ið algeran ósigur. Um þriðj- ungur landhersins er nú £ fangabúðum Indverja. Utanrík isstefnan, sem byggði á stuðn- ingi Kínverja og Bandaríkja- manna og þótti því miklu sig- urstranglegri en utanríkis- stefna Indverja, sem byggði á stuðningi Rússa, hefur valdið algerum vonbrigðum. Efnahags lega, hernaðarlega og siðferði- lega hefur Pakistan beðið full- komið skipbrot. Við þetta bæt- ist, að af þeim 55—60 milljón- um íbúa, sem eru £ Vestur- Pakistan, tilheyra um 20 millj. minnihlutaþjóðflokkum, sem hafa haft hug á að brjótast undan yfirráðum Punjaba, sem eru um 40 milljónir og þvi sá þjóðflokkurinn, er mestu hef- ur ráðið. ÞAÐ verður ekki annað sagt en að Ali Bhutto hafi brugð- izt skjótt við vandanum og far- ið mjög hyggilega að til þessa. Eitt fyrsta verk hans var að reyna að afstýra frekari sundr- ungu ríkisins með þvi að ræða við forvígismenn minnihluta- þjóðflokkanna og heita ýmsum landshlutum víðtækri sjálf- stjóm. Hann hefur hreinsað til innan hersins og embættis- mannakerfisins og krafizt lengri vinnutíma og betri þjón- ustu af embættismönnum. Hann hefur svipt alla rfkustu menn landsins vegabréfum og krefst þess að þeir afhendi inn eignir sínar erlendis, en það hefur lengi verið sagt, að 22 ríkustu fjölskyldumar ættu mestallan þjóðarauðinn £ Pak- istan. Hann hefur þjóðnýtt 10 helztu stóriðngreinarnar, en jafnframt lýst yfir þvi, að þetta næði ekki til eignarhluta útlendinga. Þetta síðastnefnda hefur hann gert til að tryggja sér áfram vináttu Bandaríkj- anna. Hann hefur hafizt handa um margvíslegar félagslegar umbætur og þegar aukið frjáls- ræði almennings á ýmsan hátt. Síðast, en ekki sízt, hefur hann svo lofað að láta Mujibur Rah- man lausan. Standi hann við það, án óeðlilegra skilyrða, mun það afla honum meiri vel- vildar út á við en nokkuð ann- 3ð. FRAM að þessu hafa dóm- arnir um Ali Bhutto verið Zulifikar Ali Bhutto harla misjafnir. Oft hefur ver- ið rætt um hann sem metnaðar gjarnan glaumgosa, er hefði brugðizt stétt sinni sökum valdastreitu. í stuttu máli er saga hans þessi: Zulfikar Ali Bhutto er fædd- ur 5. janúar 1928 i Sind-fylki. Hann tilheyrir einni auðugustu ættinni í Pakistan og er alinn upp £ miklu ríkidæmi. Nitján ára gamall hóf hann nám í stjó.nfræði og lögum við Berke leyháskóla i Kaliforniu, en hélt þaðan 1950 til Oxford og stundaði þar nám f 2—3 ár. Næstu árin stundaði hann mál- fhjtningsstörf í Pakistan. Árið 1958 átti hann þátt I því, að Ayub Khan hershöfðingi tók sér einræðisvald og gerðist handgenginn honum eftir það. Árið 1963 skipaði Ayub Khan hann utanríkisráðherra. Bhutto var ósammála Ayub varðandi sáttagerð Indlands og Pakist- ans, sem gerð var í Tashkent í janúar 1966 fyrir milligöngu Rússa. Eftir það hóf Bhutto að nálgast Kínverja og reyndi að beina utanríkisstefnu Pakist- ans sem mest í þá átt. Jafn- framt þótti hann gerast miög andvígur Indlandi og vestur- veldunum. Þetta leiddi til þess, að Ayub Khan lét hann hætta sem utanríkisráðherra 1966 og sendi hann í eins konar útlegð til Genf. Þar segist Bhutto háfa farið fyrst að hugsa al- varlega ráð sitt. Fram að þess- ... .<* *a um tíma hafði hann verið fylgj andi „sterkri“ tjórn hersins og yfirstéttarinnar, en spilling sú, sem hann hafði kynnzt á hærri stöðum, leiddi til þess, að hann skipti um skoðun. Hann ákvað að snúa sér beint til fjöldans | og vinna fylgi hans til að koma | á sósialiskum stjórnarháttum. | Árið 1967 sameinaði hann ýmis 1 róttæk flokksbrot og stofnaði j sósialíska ' jóðflokkinn. Flokk- ' ur þessi hiaut strax mikið J fylgi, enda reyndist Bhutto bæði snjall skipuleggjari og áróðursmaður. Árið 1968 lét Ayub Khan setja Bhutto í stofu fangelsi, en það vann honum aukna tiltrú almennings. ÞEGAR Ayub Khan var steypt af stóli í marz 1969, og Yahya Khan kom til valda, var Bhutto leystur úr haldi og hóf hann strax stjórnmálabarátt- una að nýju. f þingkosningun- um, sem fóru fram í desember 1970, hlaut flokkur hans lang- mest fylgi í Vestur-Pakistan. Talið er að staða hans hafi ráð- ið mestu um, að Yahya Khan frestaði að kalla saman þingið, en það leiddi til þess að Muji- bur Rahman lýsti yfir stofnun sérstaks ríkis í Austur-Pakist- an. Þeir Bhutto og Rahman höfðu rætt saman um þessi mál, en ekki orðið ásáttir. Bhutto var mikill talsmaður þess, að eining ríkisins héldist Framhaid á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.