Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 7. janúar 1972 H3il'lilliiÍ TIMINN ÍÞRÓTTIR Klp—Reykjavík. — Landslcik irnir í handknattleik milli fs- lands og Tékkóslóvakíu, sem fram á aS fara í kvöld og morg un, eru meira en lítið mikilvæg ir fyrir handknattleikinn hér á landi. Það hefur lengi verið um það talað, að v?.ð séum að dragast aftur úr hvað varðar undirbúning landsliðsins og félagsliða, í samanburði við flestar aðrar erlendar þjóðir. Á það reynir fyrir alvöru í kvöld og á morgun, því við höfum á undanförnum vikum fengið smjörþefinn af því hverni.g eitt bezta handknatt- leikslið í heimi, Júgóslavía, og Mn meistarar Júgóslavíu, Partizan Bjclovar, leika. Leikirnir við Júgóslavíu voru smá slettur í andlitið, því þar fengum við fyrst að sjá hvar við stóðum í keppni við þá beztu. En síðan kom hreint kjaftshöigg, þegar Partizan Bjelovar kom hingað og tusk- aði FH eftiinminnilega til, en það var einhver versta útreið, sem íslenzkt handknattleikslið hefur fenigið á heimavelli. Ekki var höggið minna, þegar úr- slitin , úr síðari leiknum komu frá Júgóslavíu, en þá þótti mönnum nóg komið af getuleysi okkar manna. Leikirnir í kvöld og á morg- un verða því stótrleikir í tvenn um skilningi. Það er að sjálf- söigðu alltaf stórviðburður þeg- ar heimsþekkt lið koma hing- að, og þá ekki sízt þegar Tékk- ar láta sjá sig, en þeir hafa verið mjög samvinnuþýðir og viljugir að koma til íslands á undanförnum árum. Hin hliðin á leikjunum snýr að getu okk- ar manna. Ef þeir tapa stórt í báðuim leikjunum, er hætta á að íslenzkir íþróttaunnendur, sem fyllt hafa Laugardalshöll- ina í nær öllum landsleikjum í handknattleik undanfarin ár, gefist hreinlega upp, því þeir EF VIÐ TÖPUM BÁÐUM LANDSLEIKJUN- UM GEGN TÉKKUM MEÐ MIKLUM MUN, ER HÆTTA Á AÐ HANDKNATT- LEIKURINN Á ÍSLANDI VERÐI EKKI í HÁVEGUM HAFÐUR NÆSTU VIKURNAR Á ALÞJÓÐAVETTVANGI OG MEÐAL ÍSLENZKRA ÍÞRÓTTAUNNENDA LandsViðsþjálfaranum og landsliSsnefndarmanninu m Hilmari Björnssyni, verSur mikill vandi á höndum í kvöld. Á hann a5 láta liSið leika hægt eSa hratt — og hvernig kemur þaS út án Geirs og Ólafs? hafa þá fengið nóg af því að horfa á landana tapa hverjum leiknum á fætur öðrum með miklum mun. M mó líka einniig búast við að á alþjóðavettvangi verði handknattleikur á ís- landi ekki í háveigum hafður, því þaðan koima ekkert nema tölur um stór töp. Það gæti aftur orðið tíl þess að landslið hinna sterkari þjóða í íþróttinni vilji elcki koma hingað né fá íslenzka landslið- ið til keppni við sig. Þá verð- um við að snúa okkur að öðr- um þjóðum, sem styttra eru á veg komnar, eins og t.d. Lux- emboirg, Belgia, Holland, Banda ríkin, Finnland oig jafnvel Eng- land. Það mó kannski segja að við eigum heima £ þessum hópi, en hætta er á að áhorf- endur fáist ekki til að koma til að sjá okkar menn leika við þessar þjóðir, eftir að hafa séð þá leika við þær beztu, eins og t.d. Júgóslavíu, Rúm- eníu, Tékkóslóvakíu og fleiri. Þar með er stoðunum kippt undan HSÍ, sem hefur sýnar litlu tekjur af landsleikjum, sam fullt hús áhorfenda sækja. Það verður fróðlegt að vita hvernig íslenzka liðið leikur í kvöld og á morgun. Mesta vit- ið yrði í því að leika hægt og yfirvegað — það ætti að geta komið í veg fyrir að það yrði kafsiglt á skömmum tíma, og gerði ekkert annað en að telja Tflörfcirf sem það feagi á sig. Þessi leikaðferð er ekki skemmtileg á að horfa, en árangursrík getur hún verið. í mikinn hraða má ekki fara á móti Tékkum, þeir eru kunnir fyrir hraða og skemmtilega leiki — þeir eru galdramenn með boltann og fljótir í hraða- upphlaupum eins og Júgóslav- amir. Hvað svo sem verður ofan á með leikaðferð og hraða ís- lenzka liðsins, er það eitt víst að liðið verður að standa sig. Það getur orðið gaman að sjá hverniig því vegnar þegar það Hjaiti Einarsson, hinn nýlorýndi „íþróttamaður ársins 1971", verð- ur aðalmarkvörður landsliðsins í kvöld. er án Geirs Hallsteinssonar og Ólafs H. Jónssonar, sem verið hafa máttarstólpar þess undan- farna mánuði. Það má vera að landsliðið komi vel út án þéirra og yrði það ánægjulegt hand- knattleiksins vegna — en ekki þeirra vegna. Þótt það sé ekki nema þess vegna, verður vert að mæta í Laugardalshölhnni í kvöld kl. 20.30 og á morgun kl. 16.00. Evrópukeppnin í handknattleik Partizan mætir 1. maia Gummersbach. — Tatran Presov „Krambúl á endabatta” f hinu svonefnda íÞróttamáli hér á landi er mikið um orð og orðatiltæki, sem ekki er að finna í venjulegu íslenzku máli. Hver í- þróttagrein á sinn orðaforða, sem mikið er notaður meðal þeirra, sem leggja stund á íþróttina. Þau má oft heyra í viðræðum þessara manna, en í ritmáli eru þau sjald- «n notuð a.m.k. sum þeirra. Ein er sú íþróttagrein, sem lítið hefur verið skrifað um, sem á fjölda af slíkum orðum, en það er knattborðsleikur, eða „billiard". Við ætlum nú að gefa smá sýnis- horn af þeim orðum, með þessari grein,'sem hér fer á eftir, en hún er um íslandsmeistaramótið í „Krambúl“ en það er einn hluti af knattborðsleik — hefur það orð ekki verið íslenzkað enn sem kom- ið er. Finnbogi Guðmundsson, varð Is- landsmeistari í „krambúl“ s.l- mánudagskvöld. Hann sigraði Svavar Jóhannsson í úrslitaleik, sem fram fór í Billiardstofunni á Klapparstíg. Þegar keppnin fór tram voru komnir fjö.lmargir áhorfendur til að fylgjast með, endá búizt við jöfnum leik. læikið var upp að 500. Svavar hefur verið ókrýndur ,krambúl-mcistari“ undanfarin ár. Hann tók forustu í upphafi en hélt henni ekki lengi, því Finn- bogi bór hægt og sígandi fram úr honum. Þegar Svavar var í 388 — var Finnbogi í 496 og átti því aðeins eitt stuð í „pútt“. Og í „púttið“ komst hann á stuðinu „krambúl á endabatta" og „tók út“ ? „krambúl beint“ við mikinn fögnuð áhorf- enda. 1 leiknum kon á óvart hvað Svavar lék fast, þveröfugt við Finn- boga, sem er nettur spilari. Leikurinn tók 3 klukkustundir og var mikið um „forhlaup“ eins og einn ,mattadorinn“ sagði. Tatran Presov frá Tékkóslóvakíu sigraði Efterslægten frá Danmörku í síðari leik liðanna, sem fram fór í Presov með 9 marka mun 24:13 (10:8). Eru því úrslit kunn í 8- liða úrslitunum, en þar voru öll Norðurlandaliðin slegin út. Búið er að draga um hvaða li® lenda saman í undanúrslitum. Partizan Bjelovar mætir 1. maia frá Rússlandi og Gummersbaeh mætir Tatran Presov. Liðin, sem eru talin upp á undan eiga heima- leik fyrst. Samkvæmt blaðaummælum blað anna í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og íslandi, ættu leikir þessara liða að geta orðið óvenju spenn- andi. Dönsku blöðin segja að Tatran sé stórkostlegt gott lið, sem fá lið geti sigrað. Þau sænsku segja að 1. maia sé örugglega bezta lið í Evrópu, íslenzku blöðin áttu engin lýsingarorð yfir Partizan Bjelovar, og þau norsku og jafn- vel sum þýzk blöð segja að ekkert lið geti skákað Gummersbach á heimavelli — ekki ef liðið leikur eins ruddalega og það fékk að gera í leiknum gegn Oppsal, enda sé ekki til það Jið, sem yfirgangi Gummersbach í ruddaskap. Mörg þýzk blöð eiga varla orð til að lýsa þeim leik, sem þau segja að sé einhver sá ljótasti sem sögur fara af. Hella þau úr skálum reiði sinnar yfir leikmenn og foráða- menn Gummersbach fyrir fram- komuna gegn Norðmönnunum. Einnig fá áhorfendur og forstöðu- maður hússins, sem leikurinn fór fraim í, sinn skammt, en hann mun hafa notað hljóðnema til að æsa áhorfendur upp og fá þá til að haga sér engu betur en þýzku r—----------------------- j Seítur í !' Chelsea-leikmaðurinn og landsliðsmaðurinn Peter Os- good, var handtekinn og settur ! í fangelsi í London í fyrrinótt fyrir drykkjulæti og slagsmál á götum úti. Þetta skeði efir jafnteflisleik i Chelsea og Tottenham 2:2 í undanúrslitum deildarbikar- \ keppninni, en með jafnteflinu náði lið Osgood, Chelsea, að komast í úrslit keppninnar á hagstæðari markatölu 5:4. Var hann ásamt nokkrum félögum sínum úr liðinu aið koma frá steinínn! því að fagna þessu á nætur- klúbbi, er hann var handtekinn. Búast má við að foráðamenn Chelsea taki ekki neinum mjúk um tökum á honum eftir þetta, því Þetta er álitið mikil hneisa fyrir félagið. Ekki er enn vitað hvaða lið Chelsea fær sem mótherja í úrslita leiknum, en það verður annað hvort West Ham eða Stoke. Þau gerðu jafntefli 0:0 í fyrrakvöld, og fyrri leiknum lauk einnig með jafntefli. Þau mætast í 3ja sinn þnnn 23. janúar n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.