Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. maí 2004 FERÐALÁN SPH ar gu s – 0 4- 01 71 – með ánægju! Viltu gera draumaferð þína að veruleika? • Hagstæðari kjör en á raðgreiðslusamningnum • Lán til allt að 4 ára • 50% afsláttur af lántökugjaldi til 1.9.2004 Þú getur fengið allar nánari upplýsingar á www.sph.is eða hjá þjónustufulltrúum okkar Ánægðustu viðskiptavinirnir! Viðskiptavinir Sparisjóðsins eru þeir ánægðustu í bankakerfinu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni [ SKULDIR ] Lán og greiðslur Hvað er sjálfskuldarábyrgð? Sjálfskuldarábyrgð er ábyrgð sem gerir ábyrgðarmanni skylt að greiða skuldina sem ábyrgð er fyrir strax og í ljós kemur að aðalskuld- ari hefur ekki staðið við skyldu sína. Ekki er nauðsynlegt að gera sérstakar tilraunir til að fá skuldina greidda hjá aðalskuldara. Í raun ábyrgist ábyrgðarmaður greiðslu skuldar sem hún væri hans eigin. Ef ábyrgðarmenn eru fleiri en einn ábyrgist hver um sig fulla greiðslu. Þetta samband ábyrgðarmanna er kallað óskipt ábyrgð („in solid- um“). Á að breyta yfirdráttar- heimild í lán? Þegar maður tekur lán þá borgar maður lántökukostnað og stimpil- gjöld, einnig innheimtukostnað (seðilgjöld) við hverja greiðslu. Gott er að fá upplýsingar hjá fjármála- stofnunum um hvað lánið mun kosta og hvað heimildin mun kosta ef maður greiðir hana niður með reglulegum greiðslum og meta út frá því hvort það borgi sig að breyta yfirdráttarheimildinni í lán. Hvers vegna lækkar lánið ekki þrátt fyrir afborganir? Þegar maður greiðir ekki allan kostnað af láni þá hækkar lánið. Sá sem tekur lán til langs tíma sem er tryggt með neysluvísitölu greiðir stundum samkvæmt um- sömdum afborgunum minni kostnað af láninu þar sem kostn- aður vegna hækkunar á vísitölu dreifist yfir allt tímabilið í stað þess að greiðast strax. Hvað er nauðsynlegt að kanna þegar lán er tekið? Að fá upplýsingar um hver kostnað- urinn er við að taka lánið, til dæmis hvað lántökugjaldið er hátt, hverjir vextir lánsins eru og hver kostnað- urinn er við þinglýsingu og stimpil- gjöld. Að greiðsluskilmálar lánsins séu þannig að lántaki geti staðið í skilum með umsamdar greiðslur. Hvaða skuldir er skynsam- legast að greiða niður fyrst? Ef maður er með margar skuldir, sem komnar eru í vanskil, veltu- kort, yfirdrátt og skuldabréf, er best að athuga hvaða skuldir eru með mestum kostnaði. Á vanskil leggj- ast dráttarvextir, sem eru 17% í dag, ásamt innheimtu- og lög- fræðikostnaði, ef skuldin er komin í lögfræðiinnheimtu. Það er því best að greiða vanskilin fyrst niður og síðan veltukort og yfirdrátt, þar sem þessar skuldir bera yfirleitt hærri vexti en skuldabréf. Mörg skuldabréf eru með misháum vöxt- um. Þá er skynsamlegast að greiða fyrst niður skuldabréfið með hæstu vöxtunum. Ekki er samt raunhæft að bera saman vexti á verðtryggð- um og óverðtryggðum skuldabréf- um. Benda má á að yfirleitt er hægt að greiða skuldabréf hraðar niður en upphaflega var samið um. Ef greitt er inn á skuldabréf lækkar greiðslubyrðin og/eða láns- tíminn styttist. *AF VEF RÁÐGJAFASTOFU HEIMILANNA. ✘ Spurningin Ég gerði þau núna alveg nýlega. Þá keypti ég íbúð á Kjalarnesinu. Þórður Marelsson. Bestu kaupin? HÚSRÁÐ: LÆKKAÐU SÍMREIKNINGINN Símreikningar geta fengið rólegustu manneskjur til að stökkva hæð sína í loft upp í hverjum mánuði. Hér á eftir fara nokkur ráð fyrir þá sem vilja reyna að skera niður þennan útgaldareikning. Íhugaðu hvort þú þarft virkilega á farsíma að halda. Ef þú kemst af án hans geturðu lækkað símreikninginn verulega. Ef þú ert heima skaltu nota heimasímann. Skoðaðu vel alla kosti varðandi nettengingu. Þeir sem eru alltaf á Netinu ættu að vera með sítengingu en aðrir tapa líklega á svoleiðis samningi. Ekki hringja í 118 og aðra þjónustusíma. Notaðu gömlu símaskrána eða Netið. Notaðu tölvupóst þegar hægt er. Talaðu stutt í einu. Helmingur samtalanna er yfirleitt hálfgert blaður. !

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.